Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981. hjálst, óhii dmghlai Útgáfufélag: Frjáte fjölmlökin hf. Stjómarformaöur og útgófustjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Framkvssmdastjórl og útgófustjóri: Hörður Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og EHert B. Schram. Aðetoöarritstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Snmundur Guðvinsson. Auglýslngastjóri: PáH Stefánsson. Ritstjóm: Siðumúla 12—14. Auglýsingar: Siðumúla 8. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsíngar, skrtfstofa: Pverholti 11. Skni ritstjómar 88611, og 27022. Setning, umbrot, mynda- og piötugerð: HBmir hf., Siðumúla 12. Prantun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Askriftarverð á mánuði 85 kr. Verð f lausasöiu 8 kr. Frjálst og óháð Útkoma hins nýja blaðs, „Dagblaðið og Vísir” hefur vakið gífurlega athygli. Ekki var meira um annað rætt manna á meðal í allan gærdag en samruna síðdegisblaðanna tveggja og fyrsta tölublað þess. Það er að vonum. Sameining keppinautanna á síðdegis- markaðnum, þar sem bæði blöðin, hvort með sínum hætti, hafa haslað sér völl af krafti og áræði, eru mikil tíðindi í fjölmiðlaheiminum. Hvað svo sem menn segja um áhrif sjónvarps, til- komu myndsegulbanda eða annarrar miðlunar til al- mennings, þá gegna frjáls og óháð dagblöð enn mikil- vægu hlutverki. Þau eru til fróðleiks jafnt sem af- þreyingar, þjónustu sem skemmtunar, og færa borg- urunum fréttir og frásagnir í myndum og máli. Þau eru vettvangur frjálsra skoðanaskipta, bergmál þeirra við- horfa, sem ríkja í þjóðfélaginu hverju sinni. Þýðingar- mest er þó, að slík blöð veita opinberum yfirvöldum, stjórnmálaflokkum og valdhöfum aðhald og eftirlit. Þrískiptingvaldsins í löggjafarvald, dómsvald og fram- kvæmdarvald átti á sínum tíma að tryggja valddreif- ingu lýðræðisins. En á síðari tímum hefur fjórða áhrifavaldið komið til sögunnar, frjálsir fjölmiðlar. Það hefur sýnt sig bæði austan hafs sem vestan, að áhrif fjölmiðla, styrkur þeirra í þágu hins óbreytta borgara gagnvart spillingu og misnotkun valdhafanna, hefur reynst afl réttlætis. Á íslandi hafa dagblöð lengstum verið málgögn stjórnmálaflokka og verið svo múlbundin af hollustu og fylgispekt við „sína menn”, að þau gátu sjaldnast orðið hið óháða og sterka afl, sem veitti óbreyttum borgurum vernd og skjól. Þannig lét þróunin í átt til frjálsrar fjölmiðlunar á sér standa þar til fyrir örfáum árum. * Ríkisfjölmiðlar geta í eðli sínu aldrei haft neina forystu á þessum vettvangi, enda háðir reglum og lögum sem valdhafarnir setja þeim í nafni hlutleysis. Sjálfstæði eftirmiðdagsblaðanna var tvímælalaust kveikjan, sem ruddi brautina. Sjónvarp og fréttastofa útvarps tóku upp skeleggari fréttamennsku og flokks- málgögnin hafa fylgt í humátt, frekar af nauðsyn sam- keppninnar en vilja eða áhuga þeirra sjálfra. Bæði Vísir og Dagblaðið hafa skapað sér orðstír fyrir óháða fjölmiðlun, frjálsa afstöðu. Samruni þeirra sameinar og styrkir þann málstað og margfaldar þau áhrif, sem forverar „Dagblaðsins og Vísis”, hafa öðlast. Þeirri kenningu er haldið á lofti, að hið nýja blað geti vart talist frjálst og óháð, meðan aðstandendur þess og ritstjórar eru nátengdir tilteknum stjórnmála- flokki. Þetta er villukenning hin mesta. Hver og einn íslendingur getur haft og á sér lífsskoðun og aðhyllist ákveðnar stjórnmálaskoðanir. Óháð blaðamennska, frelsi fjölmiðils, þýðir ekki endilega að hann þurfi að vera hlutlaus til grundvallarviðhorfa. Þannig mun hið nýja blað halda uppi vörnum fyrir borgaralegu frjáls- lyndi, valddreifíngu og lýðræði. Sjálfstæði manna fer ekki eftir flokkstengslum heldur þreki til að hafa óháða skoðun og dómgreind til að skilja á milli rang- lætis og réttlætis. Styrkur hins óháða fjölmiðils felst í þvi aðstandaáeiginfótum,bjóða valdinu byrginn, vera sjálfs sín herra. Til „Dagblaðsins og Vísis” er stofnað í þessum anda. Þannig mun því verða ritstýrt, og á þeirri for- sendu verður það vettvangur jákvæðrar gagnrýni og frjálsra skoðanaskipta. -ebs. Kjallarinn Enn rfkir ranglæti þrátt fyrir breytinguna, segir greinarhöfundur. Jöfnun síma kostnadar landsmanna umframskref, sem kosta samkvæmt sömu gjaldskrá kr. 105.708.715,84 sem er 59% af umframsímgjöldum, sem kemur þá í hlut þessara 37% símnotenda að greiða. Hvernig er þessu svo varið í dag, mega ibúar landsbyggðarinnar ekki vel við una, eftir að hlutur þeirra hefur nú verið að nokkru réttur? Lítum hér á tvö dæmi: Ef íbúi á Selfossi þurfti fyrir breytingu að tala við skattstjóra sinn á Hellu í 10 minútur, gerði það 50 skref á 0,56 krónur eða krónur 28,00. En hjá íbúa í Mosfellssveit var jafn langt símtal við skattstjórann í Hafnarfirði aðeins 1 skref, sem kostar kr. 0,56. Sömu símtöl eftir breytingu 1. nóvember. Selfoss- Hella verða 35 skref, kr. 19,60. Varmá-Hafnarfjörður verða 3 skref, kr. 1,68. En ef íbúi í Mosfellssveit eða Seltjarnarnesi þurfti nú fyrir breytinguna að tala við alþingismann sinn sem búsettur er í Hafnarfirði í 30 mínútur var það lika eitt skref á 56 aura. En hjá íbúa á Hellu sem ræða þurfti við sinn alþingismann á Selfossi sömu tímalengd, mældust það heil 150 skref, sem kosta áttatíu og fjórar krónur. Það var 150 sinnum dýrara en hjá þeim fyrrnefnda. Sömu simtöl eftir 1. nóvember. Hafnarfjörður-Varmá verða 6 skref, kr. 3,36 en á laugardegi og sunnudegi þóbaraeitt skref. Hella-Selfoss lOOskref, kr. 56,00 (16 sinnum dýrara), á laugardegi og sunnudegi 50 skref, kr. 28,00. í þessum dæmum tek ég annars vegar tvær stöðvar sem eru á svæðis- númeri 91, en hins vegar tvær á svæðisnúmeri 99 og þau ættu að sýna hversu aðkallandi er að vinna að því að gera hvert svæðisnúmer að einu gjaldsvæði. Þannig hefur það verið og er á 91 svæðinu, á meðan öðrum svæðum er skipt í þrjá gjaldflokka. Með þessum línum vil ég varpa nokkru ljósi á það i hverju misrétti það er meðal annars fólgið sem íbúar utan Stór-Reykjavíkursvæðisins búa við í símamálum. Garðar Hannesson, stöðvarstjóri pósts & síma Hveragerði. „63 prósent símnotenda greiöa aöeins 41 prósent af símanotkun landsmanna.” að ala á óánægju með þessa breytingu, að ekki sé minnst á langar umræður á Alþingi í sania tilgangi. Jafnvel Neytendasamtökunum er beitt gegn þessu réttlætismáli. Einn þingmanna íslenskra „jafnaðar- manna” hefur flutt þingsályktunar- tillögu um að skoðanakönnun skuli fara fram meðal símnotenda, svo sá meirihluti sem forréttinda nýtur í símamálum, geti varið sinn rétt. En í hverju er þá mismunun gagnvart sím- notendum fólgin? Þar tala staðreyndirnar sínu máli. Samkvæmt nýútkominni Ársskýrslu Póst- og símamálastofnunarinnar fyrir árið 1980, eru þá í árslok skráðir á 91- svæðinu, það er simstöðvarnar Reykjavík, Kópavogur, Hafnar- árið eru dregin frá, verða það 2.533 umframskref á hvern síma. Annars staðar á landinu eru símnotendur 30.425, eða 37% notenda og þeirra notkun er 261.785,564 skref, sem gjörir 8.604 skref á hvern. í þeirra afnotagjaldi eru innifalin 2.400 skref yfir árið, að þeim frádregnum verða því 6.204 umframskref á hvern síma. Greiðsluhlutfallið á milli Reykja- víkursvæðisins og landsbyggðarinnar er þannig: Á Reykjavíkursvæðinu voru notuð 130.695,729 umfram- skref, sem kosta samkvæmt núgild- andi gjaldskrá krónur 73.189.608,24, sem þýðir að þessir 63% símnotenda greiða aðeins 41% af símanotkun landsmanna það árið. Landsbyggðin notaði aftur á móti 188.765,564 Þegar jafna skal aðstöðu og lifskjör landsmanna, svo að búsetan verði ekki eins ráðandi i afkomu- möguleikum þegnanna, hlýtur það meðal annars að felast í því að for- réttindi eins eru skert, en misrétti gagnvart öðrum leiðrétt. Sú stefna er svo sjálfsögð og eðlileg, að um hana ætti vart að þurfa að deila. Var því furðulegt hvílíkum hávaða og æsingi það olli, þegar ákveðið var að jafna litillega þann mikla mun sem er á símakostnaði notenda á Stór-Reykja- víkursvæðinu annars vegar og lands- byggðarinnar hins vegar. Þetta jöfnunarskref var stigið 1. nóvember sl. þegar lengdur var tími hvers Iang- línuskrefs, gjaldflokkum fækkað og ^Jtætur- og helgidagataxti lengdur. Til að mæta því tekjutapi sem Póst- og símamálastofnunin hlaut að verða fyrir í beinu hlutfalli við tímalenginguna, var ákveðið að tíma- mæla innanbæjarsímtöl á öllu landinu, frá kl. 8.00 að morgni til kl. 19.00 að kvöldi, frá mánudegi til föstudags. Utan þess tíma eru innanbæjarsímtöl ótímamæld, eins og var fyrir breytingu. Andstæðingar þessara framkvæmda hafa óspart notað lesendadálka dagblaðanna til Garðar Hannesson fjörður og Varmá, 51.604 símnot- endur eða 63% símnotenda á landinu. Símnotkun þeirra er samkvæmt teljurum 192.620.529 skref, eða 3.733 skref á notanda. En þegar þau 1.200 skref sem innifalin eru í afnotagjaldinu hjá þeim yfir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.