Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981. Vorum að fá nýja sendingu af orginal myndefni fyrir Leigjum einnig út PAL kerfið vídeótæki með VHS kerfi Ath. opiö frá kl.18.00-22.00 alla virka daga nema laugardaga frá kl. 14.00-20.00 og sunnudaga kl.14.00-16.00 VÍDEÓ MARKAÐURINN Digranesvegur 72 Kópavogi Sími40161 EIGNANAUST HF. SKIPH0LTI5 SÍMAR 29555 0G 29558 0PIÐ KL. 1-5 LAUGARDAGA 0G SUNNUDAGA. Guðrúnargata. 2 herb. ósamþ. kjallaraíbúð 70 ferm. Verð kr. 400 þ. Austurbrún. 2 herb. 50 ferm íbúð á 10. hæð. Verð kr. 480 þ. Lindargata. 3 herb. íbúð á 2. hæð í þríbýli + 50 ferm bílskúr mjög falleg eign. Verð 620 þ. Lyngmóar 3 herb. íbúð á 2. hæð 80 ferm + 25 ferm bílskúr. Verð kr. 610 þ. Lundarbrekka 3 h. íbúð 80 ferm á 2. hæð, gengið inn af svölum, sér geymsla á hæðinni. Verð580 þ. Ásvallagata 3. herb. kjallaraíbúð 75 ferm. Verð kr. 480 þ. Jörfabakki 4 herb. íbúð á 2. hæð, þvottah. á hæðinni. Verð kr. 660 þ. Háaleitisbraut 4 herb. íbúð 117 ferm bílskúr. Verð 800 þ. Hrafnhólar 4 herb. íbúð á 3. hæð í lyftuhúsi + bílskúr. Verð kr. 750. þ. Vorsabær. 150 ferm einbýlishús á einni hæð + 32 ferm bílskúr fallegur garður, mjög vel byggt hús. Uppl. aðeins veittar á skrifstofunni. Hafnir. Einbýlishús 150 ferm til sölu, skiptimöguleikar. Verð kr. 550 þ. Óskum eftir 3ja herb. íbúð á Grundunum Kópavogi eða Fossvogi, einbýlishúsi í gamla bænum, með bílskúr, einbýlishúsi eða góðri sérhæð í Kópavogi, sérhæð eða raðhúsi í Heima- hverfi, Langholti eða Laugarnesi. SK0ÐUM 0G METUM ÍBÚÐIR SAMDÆGURS. GÓÐ 0G FUÓT ÞJÓNUSTA ER KJÚR0RÐ 0KKAR. AUGLÝSUM ÁVALLT í DAGBLAÐINU 0G VÍSI Á ÞRIÐJUDÖGUM 0G FIMMTUDÚGUM. EIGNANAUST, Þ0RVALDUR LÚÐVÍKSSON HRL. Tvö erlend fyrirtæki inn í Stálf élagiö? Nú þykir líklegt, að tvö erlend fyrirtæki gerist hluthafar í Stálfélag- inu hf. Er þar um að ræða Elkem í Noregi og Elektro invest í Svíþjóð. Samkvæmt heimildum blaðsins gæti eignarhlutur hvors fyrirtækis numið um 20%. Jafnframt mun hafa verið rætt um, að íslenska ríkið kaupi allt að 40% hlutabréfa. Mikill hugur er i Stálfélagsmönn- um um þessar mundir, enda mun hlutafjársöfnun hafa gengið vonum framar. Félagið hefur tekið lóð á leigu til 45 ára. Er um að ræða land í eigu Landgræðslusjóðs, sunnan við Álverið. Verður leigan greidd með hlutabréfum fimm fyrstu árin. Sem fyrr sagði hafa erlendu fyrir- tækin Elkem og Elektro invest látið í ljós áhuga á að gerast hluthafar í Stálfélaginu. Hið síðarnefnda, sem er staðsett í Stokkhólmi, mun sjá um hönnun og framleiðslu allra tækja fyrir Stálfélagið og hefur í fram- haldi af þeim viðskiptum lýst vilja sínum til kaupa á hlutabréfum í því. Forráðamenn Elkem munu hins vegar vilja doka við með endanlega ákvörðun og sjá hvernig söfnun hlutafjárgengur. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvenær Stálfélagið verður formlega stofnað. Frestur til þess arna hefur verið settur til 1. maí næstkomandi. Stálfélagsmenn munu þó hafa mikinn áhuga á að ýta úr vör nú eftir áramótin. -JSS. Silvino da Luz utanrikisráðherra Grænhöfðaeyja fyrir miðri mynd er hann gengur með fylgdarliði sinu frá stjórnarráðinu í gær. DB og Vísismynd Bjarnleifur. UT ANRÍKISRÁÐHERRA GRÆN- HÖFÐAEYJA í HEIMSÓKN Utanríkisráðherra Grænhöfðaeyja Silvino da Luz er nú í opinberri heim- sókn á íslandi og mun hann dveljast hér á landi frám á sunnudag. Ráðherrann mun eiga viðræður við utanríkisráðherra, sjávarútvegsráð- herra og forsætisráðherra og mun heimsækja forseta íslands að Bessa- stöðum. Eins og kunnugt er hefur ísland veitt Grænhöfðaeyjum þróunaraðstoð til eflingar fiskveiðum. Munu ráðherr- anum verða kynnt sjávarútvegs- og fiskiðnaðarmál og heimsækir hann meðal annars frystihús ísbjarnarins, Hafrannsóknarstofnunina og Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins. Á meðan á heimsókninni stendur, mun ráðherrann dvelja á Hótel Sögu ásamt 9 manna fylgdarliði sínu. í gær átti ráðherrann viðræður við forráðamenn Seðlabankans, skoðaði Alþingi og um kvöldið hélt hann veislu til heiðurs Ólafi Jóhannessyni utan- ríkisráðherra. Á laugardag mun ráðherrann síðan fara í kynnisför um Reykjavík og ná- grenni og m.a. verður farið til Hvera- gerðis. Ráðherrann hverfur síðan af landi brott á sunnudag eins og áður segir. -SER. ALFA nefndin: KENNSLUEFNIUM HAGIFATLAÐS FÓLKS Á fundi sem ALFA nefndin á íslandi hélt á dögunum, þar sem m.a. var kynnt fyrirhuguð Menningarvaka og getið hefur verið um í blaðinu, var einnig vakið máls á nýju kennsluefni sem nefndin hefur látið útbúa og ætlar að dreifa í alla grunnskóla landsins. Einnig var á fundinum kynnt nýtt brúðuleikhús sem keypt var frá Bandaríkjunum og mun verða notað við kynningu á högum fatlaðs fólks í skólum. Á fundinum var vakið máls á þeim skorti sem verið hefur á kynningar- efni um störf og hagi fatlaðra fyrir grunnskólanemendur. Taldi nefndin að fátt væri jafn nauðsynlegt og það að gera yngstu þjóðfélagsþegnunum grein fyrir því hvernig það er að vera fatlaður, hvað það hefur i för með sér, eðli fötlunar o.fl., til að koma í veg fyrir fordóma hjá börnum i garð fatlaðs fólks. Vegna þessa var afráðið, fyrr á þessu ári, að fela Eiríki Ellertssyni kennara að vinna að kennslubók fyrir nemendur grunnskólanna, sem væri hvort tveggja aðgengileg og auðskilin. Bókin, sem nú er í lokavinnslu, hefur að geyma auk venjulegs les- efnis, litskyggnur sem Kristján Ingi Einarsson tók af fötluðum í starfi og leik og með þeim fylgir segulbands- spóla sem inniheldur útskýringar á því hvað er að gerast á hverri mynd. Guðmundur Magnússon leikari les textann. 1 samvinnu við fræðsluráð hyggst ALFA nefndin skipuleggja kennslu í skólum landsins á þessu námsefni á komandi mánuðum. Á fundinum kynntu þær Hallveig Thorlacius og Helga Steffensen leikarar nýstárlegt brúðuleikhús, sem fengið var frá Bandaríkjunum og búið er að staðfæra og æfa hér á landi. Brúðuleikhús þetta er mjög auðvelt í uppsetningu og meðförum. Sýningunni er ætlað að lýsa aðstöðu fatlaðra barna á íslandi og verður hún sýnd á næstu misserum í grunn- skólum landsins í samráði við fræðsluráð. Sýningin er hvort tveggja ætluð sem fróðleikur fyrir nemendur og einnig til að vekja upp spurningar meðal þeirra um málefni fatlaðra jafnaldra þeirra, sem svarað verður að aflokinni hverri sýningu. -SER. Ráðinn aðstoðarbanka- stjóri Alþýðubankans Halldór Guðbjarnarson viðskipta- stöðu forstöðumanns útibúaeftirlits fræðingur hefur verið ráðinn aðstoðar- Útvegsbankans. Kona hans er Steinunn bankastjóri við Alþýðubankann frá 1. Brynjólfsdóttir og eiga þau þrjú börn. desember nk. Halldór er fæddur árið "JH. 1946 og hefur hann undanfarið gegnt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.