Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981.
5
Bedid eftir mömmu. Unga stúlk-
an lætur gjálífis- eða menningar-
auglýsingar glepja hugann.
DB- og Vísismynd.
Kristjún Örn.
Kæra ölgerðanna
á hendur Sanitas hf.
tekin fyrir:
„Ekkert
misferli
sannaðist”
— segirformaður
samkeppnisnefndar
Samkeppnisnefnd fjallaði í gær um
kæru ölgerðar Egils Skallagrímssonar
og Vífilfells hf. á hendur Sanitas hf.
Varð niðurstaða nefndarinnar sú, að
ekki væri ástæða til aðgerða í málinu.
Skoðast kæran þvi tilhæfulaus.
Forsaga þessa máls er sú, að i sumar
gerði Sanitas hf. samning við hótel
Valhöll um sölu á gosdrykkjum. Keypti
hótelið eingöngu öl og gosdrykki af
fyrirtækinu, en ekki frá hinum fyrir-
tækjunum. Á Þjóðhátíðardaginn 1
Vestmannaeyjum voru einnig á
bóðstólum vörur frá Sanitas hf.
eingöngu. Þessu vildu hinir gos-
drykkjaframleiðendur ekki una, en
töldu að Sanitas hf. væri í umræddum
tilvikum að skapa sér einkaaðstöðu á
markaðinum. Kærðu þeir því til
Verðlagsstofnunar og samkeppnis-
nefndar.
Að undanförnu hefur Verðlags-
stofnun svo yfirheyrt alla málsaðila og
í gær var málið tekið fyrir hjá sam-
keppnisnefnd. Sagði Björgvin Guð-
mundsson formaður hennar, að
athugun Verðlagsstofnunar hefði ekki
gefið tilefni til aðgerða að hálfu sam-
keppnisnefndar. „Það sannaðist ekki
neitt misferli í þessu máli og er því þar
með lokið,” sagði Björgvin.
-JSS.
Bankamenn sömdu eftir
maraþonfund:
Samningar gilda
frá 1. september
Samningar tókust í deilu banka-
manna og viðsemjenda þeirra í
hádeginu í gær að loknum tuttugu
klukkustunda maraþonfundi hjá sátta-
semjara. Hefur bankaverkfalli verið
frestað fram yflr 15. desember en þá er
gert ráð fyrir að úrslit í allsherjar-
atkvæðagreiðslu bankamanna um
samningana liggi fyrir.
Það sem helzt greinir samning
bankamanna frá öðrum samningum,
sem gerðir hafa verið síðustu daga, er
gildistlminn. Samningurinn gildir frá
1. september sl. til maíloka á næsta ári.
Bankamenn fá 3,25% hækkun eins og í
ASÍ-samkomulaginu.
Ýmsar orðalagsbreytingar hafa verið
gerðar á núgildandi samningi sem að
sögn Vilhelms G. Kristinssonar, fram-
kvæmdastjóra Sambands íslenzkra
bankamanna, þýða mjög óverulegar
kjarabætur.
Skerðingarákvæði Ólafslaga gilda
um bankasamningana.
-KMU.
Uggvænlegar horf ur í atvinnumálum Akurey ringa:
Vantar störf fyrir 360
manns næstu tvö ár
Að óbreyttum aðstæðum vantar
atvinnu fyrir 360 manns á Akureyri á
næstu tveim árum, samkvæmt
könnun sem Akureyrarbær gekkst
fyrir nýlega. Könnunin náði til 139
fyrirtækja, sem hafa í sinni þjónustu
91% starfandi manna á Akureyri.
Aðspurðir töldu forráðamenn þess-
ara fyrirtækja, að á næstu 2 árum
gætu þessi fyrirtæki bætt við sig ca
120 starfsmönnum. Á sama tíma er
reiknað með að 360 nýir starfsmenn
komi inn á vinnumarkaðinn. Mis-
munurinn, að viðbættum þeim 110
manns sem eru atvinnulausir fyrir, er
350manns.
Það kemur fram í niðurstöðum
könnunarinnar, að meðaltímakaup á
Akureyri er kr. 37.77 á fyrsta árs-
fjórðungi þessa árs. Hafði það þá
ekki hækkað nema um 47.77% frá
fyrsta ársfjórðungi 1980, en á sama
tíma var verðbólga miðað við láns-
kjaravísitölu 58%.
Sjómenn reyndust vera með hæst
meðaltímakaup, kr. 70.84 á tímann.
Næstir koma byggingariðnaðarmenn
með 39.85, en verslunarfólk reyndist
með lægsta meðaltímakaupið, kr.
32.96. Á áðurnefndu tímabili hefur
meðalvinnutími á Akureyri styst um
33.35%, úr 49 timum 1 47.36. Er
þetta byggt á upplýsingum frá kjara-
rannsóknarnefnd.
Á Akureyri starfa 5.676 manns hjá
246 fyrirtækjum, samkvæmt niður-
stöðu könnunarinnar. Langflestir
starfa við opinbera þjónustu, 1700
manns. Við úrvinnslu landbúnaðar-
afurða starfa 802, við verslun 624,
við fiskvinnslu og veiðar 491, við
aðra framleiðslu 882 og við ýmiss
konar þjónustu 423. Hjá þeim fyrir-
tækjum sem svöruðu starfa 3214
manns við verslun og þjónustu, en
2.062 við framleiðslugreinar.
Könnunin var gerð samkvæmt til-
lögu Sigurðar J. Sigurðssonar,
bæjarfulltrúa. Bæjarstjórn hefur
ekki ákveðið áframhald aðgerða í
atvinnumálum.
-GS.
Samstaða
• • •
Sjálfstæðismenn hafa haít
framsýni til að fylkja sér
einhuga um unga forystu-
menn í borgarstjórn
Reykjavíkur. Bjarni
Benediktsson, Gunnar
Thoroddsen, Geir Hall-
- /
grímsson og Birgir Isleifur
urðu allir borgarstjórar á
aldrinum þrjátíu og tveggja
til þrjátíu og sex ára.
Enn á ný hafa allir borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins kallað til forystu
ungan stjórnmálamann. Davíð Oddsson
er ekki flæktur í þau átök sem
sundrað hafa flokknum
í landsmálum.
Fylgjum þessari
einhuga ákvörðun
eftir, sameinum
flokkinn og vinnum
Reykjavík aftur: