Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Blaðsíða 18
26 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Ne SKÓGRÆKTIN í FOSSVOGINUM FÆR SÍN TRÉ ÚR HAUKADAL „Þú ert heldur fljót á þér í ár. Komdu aftur eftir vikutíma, þá verða fyrstu jólatrén komin hjá okkur,” sagði Asgeir Svanbergsson, er við heimsóttum Skógræktarfélag Reykjavíkur í Fossvoginum, fyrr í vikunni, í leit að jólunum. — — Er ekki búið að grisja í Heiðmörkinni og verða þau tré ekki Ásgeir Svanbergsson hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur sýndi okkur nokkrar furugreinar einmitt úr Heiðmörkinni sem va. það eina jólalega sem á boðstólum var. Jólasvipur að færast yfir Blómaskálann Við heimsóttum Blómaskálann við Nýbýlaveginn, þar sem nú ræður ríkjum Þórður Guðmundsson, barnabarn Þórðar gamla á Sæbóli, sem stofnaði þar gróðrarstöð og verzlun 1935. „Afi byrjaði fyrst með torgsölu,” sagði Þórður. „Síðan rak hann gróðrarstöðina og verzlunina í fjöldamörg ár. Nú er hann orðinn bilaður á heilsu og liggur á sjúkra- húsi. Hann verður áttræður á næsta ári,” sagði Þórður ungi. Afi hans, Þórður á Sæbóli, er landskunnur maður, sem hefur með fjölskyldu sinni, séð stórum hluta íbúa á Stór-Reykjavíkursvæðinu fyrir blómum og berjum í fjöldamörg ár. Þórður ungi rekur einnig gróðrarstöð í tengslum við verzlunina, eins og afi hans gerði. Þar ræktar hann aðallega sumarblóm og grænmeti. Hann hefur einnig á boðstólum gott úrval af potta- plöntum oggjafavörum. Það var kominn þó nokkur jóla- svipur á verzlunina hjá Þórði en hann var nýbyrjaður að búa til skreytingar, sem bæði voru með og án kerta. Þær minnstu kostuðu um 95 kr., en þær dýrustu voru á 325 kr. Skreytingar á plöttum voru til á 220 kr. til 265 kr. Þá má fá margs konar skreytingar- efni í Blómaskálanum, ef menn kjósa að búa til eigin skreytingar sjálfir. Þegar okkur bar að garði 'var Þórður ekki byrjaður á að skreyta aðventukransana, var aðeins búinn að ljúka við einn krans, mjög fallegan úr grenikönglum. Hann kostar um 200 kr. Slíka kransa má nota sem hurðaskraut, en þá eru kertin að sjálfsögðu ekki höfð með. Okkur þykir sérstök ástæða til þess að benda á að aðventukransar úr greni og ekki síður úr könglum eru mjög eldfimir og er sjálfsagt að sýna jafnan gát i meðferð þeirra. Við vekjum athygli á ál-kertahlífunum. Þórður Guðmundsson með köngla- kransinn sinn. Kertalausan má hengja þennan krans á dyr. Sigríður Sigurðardóttir sagðist Uta inn til Þórðar svona af og til og rétta honum hjálparhönd. Hún sagðist svo að segja vera fædd i blómabúð, þvi fósturmóðir hennar, frú Anna Hallgrimsson, hefði rekið blómaverzlun i Reykjavik i mörg ár. Síðan rak Sigríður sjálf blómaverzlun á Bræðraborgarstignum. Hún hnýtti slaufur á könglakransinn með æfðum fingrum og er áreiðanlega búin að búa til fjölmarga grenikransa þegar þetta kemur á prent. sem fengizt hafa til þess að setja utan um kertin. Hjá Þórði unga i Blómaskálanum voru að sjálfsögðu til jólastjörnur og kostuðu þær 80 og 90 kr. og eru þær allar margfaldar. Þá sýndi Þórður okkur sérstök ræktunarker sem hann hefur á boðstólum. Eru þau ætluð fyrir hvers konar blóma- og græn- metisræktun en ekki er notuð mold í pottinn. Annaðhvort er notaður perlusteinn eða t.d. plastkúlur. Sérstök dæla er tengd við pottinn og sér dælan um að dæla þar til gerðum áburði upp í pottinn. Svona ræktun er hægt að stunda innanhúss og benti Þórður á að t.d. væri hægt að fá þrjár jarðarberjauppskerur á ári með því að nota svona pott. Er þetta kallað vatnsræktun. — Okkur er kunnugt um að gerðar hafa verið tilraunir í Garðyrkjuskóla ríkisins í Hveragerði meðsvipaða ræktun. -A.Bj. seld hjá ykkur? „Því miður er það sem grisjað er úr Heiðmörkinni ekki annað en haugamatur, rétt hægt að nota nokkrar furugreinar og efstu toppana. Við þorum heldur ekki að skilja það sem við tökum eftir uppi I Heiðmörk, eins og ætti að gera. Það verður að henda því öllu á haugana. Komið hefur fyrir að fólk hefur kveikt í höggnum greinum, sem skild- ar voru eftir,” sagði Ásgeir. — Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur hefur umsjón með Heiðmörkinni. „Við höfum verið með jólatrés- sölu á undanförnum árum. Við fáum okkar jólatré austan úr Haukadal. Við þorum ekki að vera með innflutt tré af ótta við sýkingu. Okkar aðal- starfsemi er fólgin í rekstri gfóðrar- og uppeldisstöðvar fyrir trjáplöntur,” sagði Ásgeir. Við spurðum hann um verð á jóla- trjám í ár en hann sagðist ekki vita hvert það yrði. „Verð á jólatrjám er inni i vísitölunni og því stórpólitískt, og jólatréssalar alls ekki einráðir um hvert það verður,” sagði Ásgeir Svanbergsson. -A.Bj. Hinir hefðbundnu aðventukransar I Blómum og ávöxtum kosta 190 kr. án upphengis og 295 kr. með upphengi. Listaskreytingar úr þurrkuðum blómum Skreytingarnar hjá Blómum og á- vöxtum eru afburða fallegar eins og jafnan áður. Nú hefur verzlunin opnað jólaútibú í Austurstræti, sem opið verður til áramóta. Skreytingamar eru búnar til úr innfluttum þurrkuðum blómum. Er hverri skreytingu haldið innan ákveðins litaramma, þannig að litunum er ekki blandað saman. Má segja að hver skreyting sé listaverk. Aðventukransar voru til í þessum þurrskreytingum í tveimur stærðum. Stærri gerðin kostar 690 kr. en sú minni 450 kr. Þá voru til þurr- skreytingar með hefðbundnum rauðum jólalit og voru þær ódýrari, kostuðu 390 kr. Venjulegir grenikransar kostuðu 190 kr. án upphengis og 295 kr. með upphengi. Jólastjörnurnar voru til á þrenns konar verði: 70 kr„ 90 kr. og 120 kr. Nóvemberkaktusar og ástareldur kostuðu 90 kr. -A.Bj. Þurrblómaskreytingarnar hjá Blómum og ávöxtum eru af ýmsum gerðum en auk þessara sem þarna sjást eru einnig til aðventukransar með kertum og slaufum Körfurnar sem sjást fremst hægra megin eru úr leir og kosta 490 kr., en litlar tágakörfur með kertaskreytingu eru til á 240 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.