Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ & VtSIR. FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981.
15
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
SHIRLEY SIGRAÐII
IHALDSVIGINU
Hinn nýi jafnaðarmannaflokkur
Bretlands fór með sigur út úr auka-
kosningum í Crosby og var Shirley
Williams, fyrrum menntamála-
ráðherra, kjörin á þing. Er þetta
fyrsta þingsætið sem frambjóðandi
kosningabandalags jafnaðarmanna
og frjálslyndra hlýtur.
Leiðtogar beggja flokkanna voru
sigurreifir og spáðu því að kosninga-
bandalagið mundi mynda næstu
ríkisstjórn, sem leysti íhaldsflokkinn
af hólmi.
Crosby er rólegt sveitakjördæmi
skammt frá Liverpool og hefur verið
Innrás málaliða
á Seyschelles-
eyjar
öruggasta vígi íhaldsflokksis er um
getur því að hann hefur aldrei tapað
kosningu þar fyrr. Fékk Shirley
Williams nær helming atkvæða.
í kosningunum 1979 fékk lhalds-
flokkurinn 19.272 atkvæði í Crosby
en aðeins 5.289atkvæði núna.
Þótt Williams sé fyrsti
frambjóðandi flokksins er kosinn er
á þing eru 22 þingmenn í Jafnaðar-
flokknum, flestir brotthlaupsmenn
úr Verkamannaflokknum, en einn úr
íhaldsflokknum.
Frjálslyndir hafa 12 þingmenn og
samtals hefur bandalagið 35 þing-
fulltrúa í neðri málstofunni — af 635.
Roy Jenkins, sem ásamt Williams
Kosningabandalag
jafnaðarmanna og
f rjálslyndra fékk
helmingatkvæðaí
aukakosningum
íCrosby
og tveim öðrum fyrrverandi ráðherr-
um Verkamannaflokksins stofnaði
Jafnaðarmannaflokkinn í mars-
mánuði, sagði eftir að úrslitin voru
kunn, að raunhæft skoðað væri nú
miklar horfur á að kosningabandalag
jafnaðarmannaog irjálslyndra mundi
sigra i næsiu þingkosningum og ná
meirihluta til stjórnarmyndunar.
Shirley Williams þakkaði árangur
sinn því að kjósendur leituðu
lýðræðislegri meðalvegar milli
öfganna, sem færu í vöxt í breskum
Shirley svífur af sigurgleði.
stjórnmálum. — Flestir skoða úr-
slitin sem persónulegan ávinning l'yrir
hana og telja þau auka líkurnar á að
hún verði næsti formaður þingflokks
jafnaðarmanna, þegar hann verður
valinn á næsta ári.
Lögregla Suður-Afríku hafði í
morgun í sinni vörslu hóp hvítra manna
sem rændu indverskri Boeing 707 á
leið til Durban. Mennirnir höfðu
hrakist frá Seyschelles-eyjum eftir mis-
heppnaða byltingartilraun.
Þarna munu hafa verið að verki um
45 menn úr 100 manna flokki málaliða
sem í fyrradag lentu á eyjunni Mana og
reyndu að leggja undir sig flugvöllinn
við Pointe Larue.
Varnarlið Seyschelles-eyja um-
kringdi flugvöllinn og króaði mála-
liðana þar af en lét ekki til skarar
skríða gegn þeim fyrr en eftir níu
stunda umsátur. Er bardaginn sagður
hafa verið hinn harðasti og urðu miklar
skemmdir á mannvirkjum flugvall-
arins.
Einhverjir málaliðanna munu hafa
flúið til fjalla en um 45 manna hópur
rændi indverskri farþegaþotu með 79
farþegum. Neyddu þeir flugstjórann til
þess að fljúga til Durban, þar sem far-
þegunum var sleppt. Gáfust þeir þar
upp fyrir lögreglunni.
Menn gera sér litla grein ennþá fyrir
því af hvaða rótum þessi byltingar-
tilraun er sprottinn. Svo virðist sem
flestir málaliðanna séu frá S-Afríku,
Bretlandi, Bandaríkjunum og Ródesíu.
Er sagt að fyrrverandi foringi málaliða
í Kóngó hafi ráðið þá í Jóhannesarborg
fyrir bandarískt fé.
Erlendar
fréttir
U9IVUI ■ ■ y wui | ■ j
úrval áklaecBa.
Verið Velkomin.
Skeifan 8. sími
Þórír Lárusson
formaður
Landsmálafélagsins Varðar
f rambjóðandi í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins
29. og 30. nóv.
Skrífstofa: Síðumúla 29
Símar:82213 -82314 -82318