Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981. 11 Fulltrúar Reykjalundar og Lionsklúbbsins Ægis við hjartalinuritstækið. Frá vinstri: Haukur Þðrðarson yfirlæknir, Björn Björgvinsson, Þórhaliur Árnason, Böðvar Valgeirsson, Andrés Sigurðsson og Magnús B. Einarsson iæknir. DB og Vísismynd: Einar Ólason. HöfðingEeg gjöf Lionsklúbbsins Ægis til Reykjalundar — afhentí hjartalínuritstæki að gjöf í gær „Þetta skref er okkur mikilvæg hvatning og ég vil fyrir hönd starfsliðs hér á Reykjalundi færa Lionsmönnun- um í Ægi innilegustu þakkir,” sagði Haukur Þórðarson yfirlæknir að Reykjalundi er hann veitti glæsilegu þriggja rása hjartalínuritstæki móttöku i gær ásamt Magnúsi B. Einarssyni lækni að Reykjalundi. Ákveðið var að hefja söfnun fyrir þessum tækjum í fyrra og er kostnaður við kaup þeirra um 35—40 þúsund krónur án tolla en hefði verið fast að helmingi meiri ef niðurfelling gjalda hefði ekki fengizt fram. í ræðu sem Magnús B. Einarsson læknir flutti kom fram að 3—4 fá að meðaltali kransæðastíflu á dag á íslandi. Flestir þurfa að taka upp breytta lifnaðarhætti og gera það á eigin spýtur en það eru alltaf margir sem þurfa á endurhæfmgu að halda. Nú geta 10 sjúklingar notið endurhæf- ingar að Reykjalundi í einu. Samningar tókust á milli Hjarta- og æðaverndunarfélags Reykjavíkur og forráðamanna Reykjalundar fyrir um tveimur árum og var þá hafinn undir- búningur að því að koma upp endur- hæfingaraðstöðu hjartasjúklinga að Reykjalundi. Húsnæði er nú fyrir hendi til að hýsa öll þau tæki sem til þarf en mikið af þeim vantar ennþá. Er talið að kostnaður við öll nauðsynleg tæki nemi á bilinu 250—300.000 krón- um þannig að gjöf Lionsklúbbsins Ægis er vísir að þvi er koma skal. -SSv. Suðurnesjamenn stof na sögufélag Suðurnesjamenn hafa verið sinnulitl- ir um sögu sína. Nú er hugmyndin að reyna að ráða bót á því. Nýlega var stofnað Sögufélag Suðurnesja og er markmið félagsins að vinna að söfnun og björgun á sögulegum verðmætum er varða Suðurnes (Gullbringusýslu). Á stofnfundinum kom fram mikill áhugi fyrir því að vinna að héraðssögu Suður- nesja, raða saman þeim brotum sem til eru á rituðu máli og reyna að fylla í eyðurnar. Fyrstu stjórn félagsins skipa Jón Böðvarsson, form., Guðleifur Sigurjónsson, Guðmundur Björgvin Jónsson, Skúli Magnússon og Elsa Kristjánsdóttir. -emm. Steingrímur Hermannsson: Frétt Moggans um söluskattshækkun hreinn uppspuni „Þetta er hreinn uppspuni, hreinasta vitleysa,” sagði Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra er blaðið innti hann eftir því hvað hæft væri í fréttum þess efnis að til stæði að hækka söluskatt um 1 1/2 stig, úr 23 1/2Í25 stig. Morgunblaðið telur sig hafa heimild- ir fyrir því að Steingrimur hafi látið kanna möguleika á hækkun söluskatts til að greiða niður olíuna verði olíu- gjald fellt niður. Eigi þessi aðgerð að auðvelda ákvörðun fiskverðs um ára- mótin. „Við erum að ræða oliumálin. En ég kannast ekki við að hafa nefnt þetta og þetta hefur ekki verið rætt í ríkis- stjórninni,” sagði Steingrímur. -KMU. Bjóðum einnig hornsófasett Seneator-veggsamstæðuna, fjölda húsbóndastóla og margt fl. # þú getur fengið áklæði að eigin geðþótta • Góðir greiðsluskilmálar • Opið laugardaga frá kl. 10-14. Húsgagnasýning sunnudag frá kl. 14-16. GÁ-húsgögn Skeifan 8 - Sími 39595. FÖSTUDAGSKVÖLD IJISHUSINU11 JliHUSINU 0PK) í ÖLLUM DEILDUM TIL KL10 I KV0LD NÝJAR VÖRUR í ÖLLUM DEILDUM MATVÖRUR FATNAÐUR HÚSGÖGN BYGGINGAVÖRUR TEPPI RAFTÆKI RAFLJÓS REIÐHJÓL Ótrúlega hagstœðir greiðsluskilmálar á flestum vöruflokkum. Allt niður í 20% út- borgun og lánstimi allt að 9 mánuðum. /ÁAAAAA 113 lD lj 13 il O ! Il3000DQíI Jón Loftsson hf. | E_i____ . lJUU Hringbraut 121 Sími 10600 Frá 1. okt verður opið: Mánud.-miðvikud. 9—18, fimmtud. 9-20, föstud. 9-22 og laugard. 9-12. \ Júlíus Hafstein Frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstœðisflokksins Stuðningsmenn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.