Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Qupperneq 32
VERÐUR SKIPAUTGERD RÍKISINS LÖGÐ NIDUR? —Steingrímur skipar nefnd um málið Samgönguráðherra, Sleingrimur Hermannsson, hefur óskað eftir til- nefningum frjálsu skipafélaganna í landinu á fulltrúm í nefnd sem kanna á möguleika á auknu samstarfi og hagræðingu í strandsiglingunum. Stjórn hafskips hf. gerði samþykkt um þetta mál sem send var ráðherr- anum og hann tók strax undir. Er álit Hafskipsmanna raunar mjög róttækt og telja þeir jafnvel mögulegt að fækka strandsiglingaskipum um tvö og reka þessa þjónustu i samvinnu frjálsu skipafélaganna og ríkisins. Undanfarið hefur verið samvinna milli Hafskips og Ríkisskips um strandflutninga og munu Hafskips- menn telja ærin rök fyrir því, að frjálsu skipafélögin sem annast sigl- ingar milli landa og til ýmissa hafna hér, geti i öllum aðalatriðum tekið að sér strandsiglingarnar líka. Þó er Ijóst að nokkur hluti þeirra er fyrst og fremst félagslegs eðlis og ekki arð- bær, þannig að atbeina ríkisins þarf til áfram að því marki. Þess vegna er hugsanlegt að nýtt skipafélag verði stofnað á grunni Ríkisskips, í sam- eign frjálsu skipafélaganna og ríkis- ins. Það vekur óneitanlega athygli í þessu sambandi að samþykkt stjórn- ar Hafskips, sem er kveikjan að nefndarskipun samgönguráðherra, á raunar upptök sín á síðasta Lands- fundi Sjálfstæðisflokksins, sem samþykkti ályktun um strandsigling- arnar einmitt í þessa veru, sem nú á að grandskoða. HERB. Vöðvamikli pilturinn í forgrunni myndarinnar heitir Andreas Cahling. Árið 1980 sigraði hunn í keppninni Mr. International. Hér ó landi er hann staddur til að veita leiðbeiningar áhugasömu fólki um vaxtarrœkt og mun hann halda fyrirlestur og sýningu í þeim tilgangi í Háskólabíói nk. sunnudag. Islenzkir karlar og konur munu þá einnig koma fram og sýna árangur vaxtarrœktar á ýmsum stigum. Sést sá hópur fyrir aftan Andreas. -KMU/mynd: Ragnar Th. „Bóksalar mega líma að vild”: Hagkaup skiptir öllum bókum „Okkur er alveg sama þótt bók- salar merki nýjar bækur sem þcir selja sem skiptibækur innan félags bókaverslana, bóksalar mega líma að vild og Hagkaup mun veita alla bóksöluþjónustu eftir sem áður, hvort sem við fáum merktar bækur til skipta eða ómerktar,” sagði Gunnar Guðjónsson verslunarstjóri i bókadeild Hagkaupa í morgun. DB&Vísir sagði í gær frá því að bóksalar i Félagi íslenskra bóka- verslana merktu nu allar nýjar bækur með limmiða, þar sem á er merki félagsins og tilkynningin: „Skiptibók — má skipta i bóka- verslunum”. Meðal þeirra sem ekki eru í félaginu eru Hagkaup, kaupfélög, farandsalar og ekki síst bókaforlög, sem reka verslanir með eigin bækur. -HERB. „Fylgi því að Blanda verði virkjuð fyrst” —segir Eggert Haukdal ,,Það er rétt að ríkisstjórnin mun leggja til að virkjun við Blöndu verði fremst á blaði. Þetla er út af fyrir sig hagkvæmt og ég get stutt það,” sagði Eggert Haukdal alþingismaður í sam- tali við DB&Vísi i morgun. Á ríkis- stjórnarfundi í morgun var lekin ákvörðun um röð slórvirkjana. Eggert hefur sem kunnugt er barizt fyrir þvi að virkjun við Sultar- tanga yrði reist sem fyrst. „Það er engin motsögn við þessa afstöðu mínanú," sat ji Eggert. „Ég óskaði einmitt el'tir því í fyrra að Landsvirkj- un, Orkustófnun og RARIK yrðu látin kanna hver væri þjóðhagslega hag- kvæmasti virkjunarkosturinn og Blanda hefur orðið fyrir valinu hjá þeim. Hins vegar vil ég leggja áherzlu á að framkvæmdum við Þjórsársvæðið verði haldið áfram og ég tel að hægt verði að vinna jöfnum höndum við Sultartanga og Fljótsdalsvirkjun á sama hátt og gert var við Kröflu og Sigölduvirkjun. Það sem skiptir þó höfuðmáli er að orkan frá Suðurlandi verði ekki öll flutt burt frá svæðinu heldur komið þar upp orkufrekum iðnaði,” sagði Eggert og bætti því við að ýmsar athuganir stæðu yfir í því sambandi en hann vildi þó ekki nefna nein ákveðin dæmi. -KS. Óvissa um framtíð Blaðaprents: Öllum sagt upp störfum? Langur og strangur stjórnarfundur var haldinn í Blaðaprenti í gær lil að ræða framtíð fyrirtækisins. Ákveðið var að skýra ekki frá niðurstöðu fund- arins fyrr en eftir helgi, en svo getur farið að öllu starfsliði Blaðaprents verði sagt upp störfum á næstunni vegna þeirrar endurskipulagningar sem óhjákvæmilcg er, verði Blaðaprent rekið áfram. Ragnar Árnason, fulltrúi Þjóðvilj- ans, tók í gær við formennsku í stjórn fyrirtækisins af Davíð Guðmundssyni, sem var fulltrúi Vísis en sagði af sér formennsku. Þegar blaðið hafði tal af Ragnari Árnasyni í morgun varðist hann allra frétt af stjórnarfundinum og sagði að samkomulag hefði orðið um að ræða ekki efnisatriði við fjölmiðla. L Þjóð- viljanum í morgun er sagt að hvarf Vísis úr Blaðaprenti muni óhjákvæmi- lega snerta starfsmenn þess fyrirtækis. Lengi hefur legið í loftinu að breytingar kynnu að verða á starfsemi Blaðaprents og flest blöðin sem þar eru prentuð verið tvístígandi um hvort halda bæri samstarfinu áfram. -SG. irjálst, nháð dagblað FÖSTUDAGUR 27. NÓV. 1981. Landbúnaðarvörur: 10% hækkun 1. des.? Landbúnaðarvörur eiga að hækka 1. desember nk. Sexmannanefndin hefur enn ekki komizt að niðurstöðu um hve þessi hækkun verði mikil en þó er talið líklegt að meðaltalshækkun verði i kringum tíu af hundraði, þar af sex af hundraði vegna launaliðarins. Að sögn Pálma Jónssonar landbún- aðarráðherra liggur ekki fyrir hvort ríkissjóður eða hvernig hann muni mæta þessari hækkun með breytingum á niðurgreiðslum. -KMU. Akranes: Bíll ók niður ifjoru Ung stúlka slasaðist nokkuð er bíll sem hún var farþegi í ók yfir malarkant og niður í fjöru nálægt Sementsverk- smiðjunni á Akranesi um eittleytið i nótt. Aðdragandi slyssins var sá að þrjár stúlkur voru í ökuferð á stórum ameriskum bíl og ók ökumaður nokkuð greitt miðað við aðstæður en hálka var mikil. Ökumaðurinn mun hafa misst vald á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hann fór yfir malarkant og niður í fjöru. Er nokkur hæð þar niður og mikið stórgrýti. Billinn er mjög mikið skemmdur en mesta mildi þótti að ekki urðu slys á ökumanni og hinum farþeg- anum. -ELA. Loki Maður fer nú að kanna þessi lesendabréf í dagblöðunum betur. Kannski að það slæðist eitthvað með á rússnesku. hressir betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.