Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981. Sjónvarp 39 HUÓÐHÚSIÐ Á AKUREYRIHEFUR ALLT- AF MQRA OG MEIRA AF VERKEFNUM Það var allt á fullu í Hljóðhúsi Akur- eyrar þegar okkur bar þar að garði dag einn fyrir skömmu. Björgvin Júníusson hafði farið eldsnemma á fætur til að Bjarni Sigtryggsson gæti látið til sín heyra í Morgunvöku og frætt hlust- endur um land allt um gang mála á Akureyri. Síðan var fullbókað fram á kvöld, bæði barnatímar, morgunorð og gott ef ekki pistlar úr nærsveitum, eins og til dæmis fráSauðárkróki. „Björgvin hefur svo mikið að gera að hann þyrfti að hafa svefnpoka á staðnum,” sagði Bjarni, sem er fyrr- verandi blaðamaður á Alþýðublaðinu en er nú framkvæmdastjóri Akur- eyrardeildar Rauða kross íslands. Hann hefur búið þarna á staðnum í fimm ár. Það er ekki langt á mæli- kvarða Akureyringa. Maður sem þar hefur búið í tuttugu ár er ennþá sagður nýfluttur til bæjarins Verður ráðinn sórstakur dag- skrárfulltrúi? Þangað til fyrir svo sem tveim árum var ekkert stúdíó sem slíkt á Akureyri. En Björgvin hafði skapað sér upptöku- aðstöðu í Borgarbíói, þar sem hann er framkvæmdastjóri, og þegar mikið lá við var salur í íisi barnaskólans fenginn að láni. Svo bauðst útvarpinu traust og gott lítið hús við Norðurgötu. Það var áður reykhús og sumir þykjast finna hangikjötslykt þar ennþá. En það held ég að sé orðum aukið. Það kom eiginlega á óvart að sjá annríkið þarna, sérstaklega þegar maður bar það saman við rólegheitin fyrir nokkrum árum. En nú er alltaf meira og meira efni fengið frá Akur- eyri. Tækniskilyrðin eru svo góð að það er til dæmis ekkert mál fyrir Sigmar B. að hringja norður og biðja Guðmund Frímannsson að tala um bók í þættin- um Á vettvangi. Það er sent suður á örbylgjum og þaðan beint út til hlust- enda um land allt. Að sjálfsögðu er útvarpið með fastan fréttaritara á Akureyri, Hermann Sveinbjörnsson sem eitt sinn var blaða- maður á Tímanum en er nú á Degi. Einu sinni í mánuði er sérstakur frétta- þáttur: Norðanpóstur, gerður af Gísla Sigurgeirssyni sem einnig er fréttaritari Vísis á staðnum. Okkur var sagt að útvarpið hefði i hyggju að ráða fastan frétta- og dag- skrárfulltrúa þar nyrðra. Það virðist prýðileg hugmynd og ekki verða vandræði með efnið. -IHH. KENNARARAUNIR —sjónvarp í kvSld kl. 22,15: Laurence Olivier sem grámyglaður kennari — og Sarah Miles sem ástfanginn stelpukjáni Fimmtán eða sextán ára skóla- stúlka í fátækrahverfi einhverrar enskrar borgar verður ástfangin af grámyglulegum kennara sínum. Hún reynir að fá hann til við sig. En hann hrindir henni frá sér eða kannski er réttara að segja ýtir henni blíðlega burt. Hún móðgast og æpir: Nauðgun! Nauðgun! Og tekst heldur betur að koma honum i klandur. Þetta er efni myndarinnar Kenn- araraunir, sem sögð er vel gerð og spennandi. Leikstjóm Peter Glen- villes mun vera prýðileg, og leikar- arnir eru tómir snillingar, Laurence Olivier, Sarah Miles, Simone Signoret og Terence Stamp. Árgerð: Og loks er það svo Terence Stamp sem þama var rétt að hefja sinn leik- feril eins og Sarah Miles. Hann var 22ja ára og þetta var næst fyrsta myndin hans. Skömmu seinna lék hann í The Collector, mynd um brjálaðan fiðrildasafnara sem rænir stúlku sem hann er skotinn í og lokar hana inni í kjallara, þar sem hún á endanum lætur lífið. Og síðan mörgum öðrum. Sem sagt, engin þriðja flokks útsölumynd. -IHH. Hljóðhúsið á Akureyri var áður reykhús og sumir þykjast finna hangikjötslykt þar ennþá, en allt stefnir í síaukna starfsemi þess á næstu misserum. ■ .v *m Björgvin Júníussnn: bíóstjóri og aðalstarfsmaður rikisútvarpsins fyrir norðan. >PlSp Bjarni Siglryggsson lalar í siniann eflir að vera nýbúinn að senda frá sér pistil i Morgunvöku. DB-myndir: Guðmundur Svanssnn. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS 29.-30. NÓVEMBER 1981 1962. Sarah Miles er skólastúlkan. Hún var ekki nema nitján ára sjálf og þetta var fyrsta kvikmyndahlutverkið hennar. Siðan hefur hún fengið óskarsverðlaun að minnsta kosti tvisvar (The Servant og Ryan’-s Daughter.). Hún lék einnig í hinni frægu mynd Antonionis, Blow-Up, um ljósmynd- ara sem fyrir tilviljun tekur mynd af morði en er rændur filmunum. Lawrence Olivier er kennari hennar. Þessi frægi Shakespeare-leik- ari, sem túlkað hefur Hamlet Danaprins betur en nokkur annar, filaut mikið lof fyrir túlkun sína á skólakennaranum i þessari mynd. Hann er svo samgróinn hluverkinu að það er ekki hægt að ímynda sér að hann hafi nokkru sinni gert annað en reyna að uppfræða unglinga. Simone Signoret, frönsk, hefur minna hlutverk sem ástrík en ergileg eiginkona kennarans. Þessi leikkona hefur verið stolt Frakka fyrir það hvað hún er vitur og veraldarvön. 3nnn=i.i4muuj( SKÓLAVÖRÐUSTIG 41 - SÍMI 20235. er verðugur fulltrúi í borgarstjórn Reykjavíkur, það hefur hann sýnt með störfum sínum sem varaborgarfulltrúi á undanförnum árum. Hilmar hefur um langt árabil starfað innan verkalýðs- hreyfingarinnar, m.a. setið í miðstjórn Alþýðusambands íslands og er í Verkalýðs- ráði Sjálfstæðisflokksins. Þá hefur Hilmar sinnt málefnum íþróttahreyfingarinnar og er formaður Knattspyrnu- félagsins FRAM. Trvggjum Hilmari Guðlaugssyni ÖRUGGT SÆTI í borgarstjórn Reykjavíkur með því að kjósa hann í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins nú um helgina. STUÐNINGSMENN Upplýsingasími 37750 X Hilmar Gudlauasson múrari Veðrið Veðurspá dagsins Yfir Grænlandi er 1030 ntb hæð en 977 mb lægð milli íslands ,og Færeyja sem þokast austur. Veður fer kólnandi. Suöurland og Faxaflói: Norðvest- an kaldi og viða él, einkum á miðum og annesjum. Norðan og norðvestan stinningskaldi eða all- hvasst og léttir til þegar liða tekur ádaginn. Breiðafjörður: Allhvöss eða hvöss norðaustan átt. Víða él. Vestfirðir: Allhvass norðaustan til landsins, en stormur á miðum. Heldur hægari í nótt. Snjókoma og síðan éljagangur norðan til. Úrkomulitið sunnan til. Slrandir og Norðvesturland til Austfjarða: Norðaustanátt. Hvassviðri eða stormur á annesj- um og miðum en talsvert hægari til landsins. Snjókoma og siðan éljagangur. Heldur hægari í nótt. Suðausturland: Norðan- og norð- austanátt. Viða stinningskaldi eða allhvasst. Él austantil á mið- utn en annars úrkomulitið og víða bjart veður þegar líða tekur á daginn. Veðrið hér og þar Akureyri snjókoma 0, Bergen rigning 4, Helsinki snjókoma -4, Kaupmannahöfn rigning 5, Osló kornsnjór 3, Reykjavík snjókoma 1, Stokkhólmur léttskýjað II, Þórshöfn alskýjað 6. Kl. 18ígær: Aþena skýjað 14, Berlín rigning 3, Chicago alskýjað 14, Feneyjar heiðskirt 9, Frankfurt hálfskýjað 4, Nuuk heiðskirt 8, London hálf- skýjað 12, Luxemborg hálfskýjað 3, Las Palmas skýjað 3, Mallorka skýjað 11, Monlreal alskýjað 1, New York alskýjað 6, París skýjað 7, Róm heiðskírt 8, ■ Malaga léttskýjað 17, Vín skýjað2, VVinnipeg snjókoma2. Gengið 27. nóvember 1981 kl. 09.15 Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 BandarOtjadollar 8,156 8,180 8,998 1 Stariingspund 15,843 15,890 17,479 1 Kanadadoiiar 6,923 6,944 7,638 1 Dönsk króna 1,1369 1,1403 1,2543 1 Norsk króna 1,4195 1,4237 1,5661 1 Saansk króna 1,4935 1,4979 1,6477 1 Finnsktmark 1,8887 1,8922 2,0814 1 Franskur franki 1,4529 1,4571 1,6028 1 Belg. franki 0,2181 0,2187 0,2407 1 Svbsn.franki 4,5737 4,5871 5,0458 1 HoMenzk florína 3,3488 3,3587 3,6946 1 V.-þýxkt mark 3,6664 3,6772 4,0449 1 ftötsk Itrs 0,00683 0,00685 0,00753 1 Austurr. Sch. 0,5223 0,5239 0,5762 1 Portug. Escudo 0,1264 0,1268 0,1394 1 Spánskur pesetí 0.G858 0,0861 0,0947 1 Japansktyen 0,03769 0,03780 0,04158 1 frsktound 13,009 13,047 14,351 8DR (sérstök 9,5556 9,5837 dráttarréttindi) 01/09 Sfmsveri vegna gengbskráningar 22190.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.