Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Side 28
36 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981. Menning Menning Menning Menning Sýning í mónó Síðbúin umfjöllun Fyrrihluta þessa mánaðar var í' Norræna húsinu sýning á málverkumi eftir Ágúst Petersen (frá 31.10—. 15.11). Þetta var 18. málverkasýning listamannsins, en hann fékk starfs^ laun 1981 ,,til að vinna að portret- og umhverfismálverkum”. „landslagsmálverk” hefur afar óljósa merkingu. Landslagið virðist vera tilefni til að gera málverk þar sem sýn listamannsins er i fyrirrúmi. íslenskt landslag Ágúst Petersen er upptekinn af islensku landslagi og við getum jafn- framt sagt íslensku landslagsmál- Óskilgreindur litur Þegar litið er yfír sýningu lista- mannsins er sem liturinn sé í mónó. Einn litur gengur í gegnum flest verkin. Hér er um að ræða’ sam- einingu fjölda lita sem lagðir eru hver á annan á léreftið. Þá er sem lista- maðurinn skafi litinn með penslin- um og fái þannig út óskilgreindan ljósan litaflöt þar sem ekki er að' Landslag í 400 ár Náttúran og landslag hafa lítið breyst í Evrópu síðastliðin 400 ár. Aftur á móti hafa landslagsmálverk i Evrópu tekið miklum breytingum á þessum tíma. Jafnvel svo miklum að erfitt er að trúa þeirri staðreynd að þau komi frá sama menningargeira. Ástæðan fyrir þessum breytingum er einföld. Hér skiptir inntakið ekki höfuðmáli, heldur myndsýn lista- mannsins. Allt fram til byrjunar 16. aldar var svo litið á að landslag væri ekki verðugt myndefni. Og ef listamaður þurfti að setja landslag inn í mynd- verk, sem baksvið, notaði hann gjarnan ákveðna steriotypu af lands- lagi. Frá um 1500 fer að bera á hreinum landslagsverkum. Og í sögu- legri einföldun er oft talað um þýska listmálarann ALTDORFER (1480— 1538) sem fyrsta landslagsmálarann. En á þessum tíma voru ítalskir lista- menn enn of uppteknir af mannin- um. Þegar litið er á breytingar i lands- lagsmálverki undanfarnar 4 aldir, í gegnum verk eftir listamenn eins og CAPACCIO (+ 1525), CANA- LETTO (1697—1768), COROT (1796—1875) og MONET (1840— 1926) er hverjum ljóst að orðið verki. Við sjáum koma fram á sýningunni myndir sem minna óneitanlega á sjónarhorn þekktra íslenskra listamanna. En þó er ekki um að ræða neinn þjófnað eða stæl- ingar. Listamaðurinn málar á sinn persónulega hátt og virðist aðeins notfæra sér landslagið eða verk eldri málara sem tilefni til að skapa mynd- verk. Við getum vart talað um ákveðna afmarkaða frásögn i þessum verkum, heldur aðeins um stemmn- ingu sem umfram allt er tjáð í lit. Ágúst hafnar akademískri teikningu og hefðbundinni miðjufjarvídd. Myndin er flötur og hlutveruleikinn er aðeins form (jafnvel portrettin) sem gefa listamanninum möguleika á að vinna litinn. Myndverk hans liggur því oft mjög nálægt hreinni abstraktion. finna neinn ljóshvata heldur aðeins lit sem elur af sér stemmningu og undirstrikar óhlutlæga myndhugsun listamannsins. Andlit Ágúst hefur undanfarið lagt stund á portrettgerð. En við getum þó ekki talað um andlitsmyndir i venjulegum skilningi. Hér er frekar um að ræða svipi sem listamaðurinn rissar upp inn í fölan litinn, án þess þó að gefa persónum sínum neina innri sögn. Ekki bylting Eins og kemur fram í sýningarskrá er ekki um að ræða byltingu eða stökkbreytingu. Sýningin vitnar fyrst og fremst um ánægju og vilja til að Gunnar B. Kvaran. Dorriet Kavanna. TónMkar SlnfðniuhVómvaitar Islanda I HAakótabKK 12. nóvambar lóparutónlebar). Stjómandl: PiM Pampichler Pálason. Einaöngvarar: Donlat Kavanna og Kriatján Jóhannsson. Efnisskrá: Donzlstti:; Úr Unds Chamonunix; Ls Favroita og Don Pasguala; Ballini; Úr I Puritani; Wotf-Farrarí: Úr II Segreto dl Susanna; Pucdnl; Úr Toaca og Gianni Schlccl; Vardi: Úr I Vasprl Sicilianl og Rigoletto. Troðfullt hús, spenna og eftirvænting — þannig mætti vist lýsa kringumstæðum við upphaf óperutónleika Sinfóniuhljómsveit- arinnar. Það var því við mjög svo já- kvæðar aðstæður sem sveitin hóf leik sinn með forleiknum að Lindu frá Chamonunix. Ég stóð nú í þeirri ARIUAKROBATIK meiningu að Linda þessi væri ættuð frá Chamonix, smábænum með góða loftinu undir rótum Mont Blanc, en það býttar í sjálfu sér engu. Stígandi uppmögnun Donizetti samdi víst ekki nema rétt um sjötíu óperur og Linda þessi er ekki meðal hans allra vinsælustu. En forleikurinn sem hljómsveitin hóf leik sinn með var hreint ekki svo afleitur og laglega leikinn, svo að í erigu var spillt hinu jákvæða and- rúmslofti upphafsins. Það átti raunar ekki eftir að spillast heldur magnast upp 1 geysihrifningu áheyrenda- skarans. Dorriet, sem landinn er farínn að eigna sér, hóf sönginn með aríunni O, Luce di questa anima. Kristján kom sfðan og söng Spirito gentil úr La Favorita. Svo var Donizetti afgreiddur með forleiknum að Don Pasquale og þá var röðin komin að Bellini. Tónleikarnir sem fóru fremur rólega af stað fóru nú að taka á sig meiri mynd ákveðinnar stígandi. Hún byggðist upp með aríunum A te o cara (Kristján) og Qui la voce (Dorriet) og endaði með dúettinum Fini me lassa. Enn betur kynt Eftir hlé setti hljómsveitin aftur í gang með forleiknum að II Segreto di Susannaeftir Ermanno Wolf-Ferrari, sem gjarnan er talinn af þýskum ættum þegar komið er norður fyrir Alpa (hliðstæða Thorvaldsens). Hefði ég mátt velja hefði ég heldur kosið forleikinn að Ruddunum fjórum en Leyndarmáli Súsönnu, úr því Wolf-Ferrari komst á annað borð inn á efnisskrána. Svo fylgdi á eftir Recondita armonia úr Tosca og O mio bambino caro úr Gianni Schicci. Balletttónlist úr Sikileyjarnóttunum var skotið inn á milli, og þurfti enginn að sjá eftir því. Lokin voru svo keyrð upp með ariunum Parmi veder le lagrime og Caro Nome og Signor né principe dúettinum fræga, sem einhver kallaði Jón eða séra Jón. Listrænn hápunktur Kristján og Dorriet gerðu stormandi lukku þetta kvöldið, þrátt fyrir að reykvískt ve'ðurfar væri búið að leika raddir þeirra grátt, sér- staklega rödd Kristjáns. Hann söng sig samt upp þegar líða tók á og svo tókst honumað sýna sanna meistara- takta þegar hann sneiddi snilldarlega hjá áföllum í Recondita armonia. Dorriet er alltaf jafnheillandi með sína makalausu lævirkjarödd. Þau brillleruðu inn á milli, í sínum suttu hvellum, og tókst ágætlega upp í dú- ettunum. Ég hefði að sjálfsögðu fremur kosið að heyra þau í heilum óperuhlutverkum, þó það verði líkast til sjaldgæf upplifun vegna þess hversu ólíkir karakterar þau eru í Kristján Jóhannsson. röddum slnum. Allir lutu tónleikarnir snilldar- stjórn Páls Pampichlers Pálssonar. Þáttur hans var ekki hvað minnstur. . Ég get hins vegar ekki látið hjá líða að getaþess aðlistrænan hápunkt tónleikanna tel ég hafa verið klarinettueinleiksstúf Einars Jóhannessonar í litlu ballettkviðunni úr Sikileyjarnóttunum. Sá snilldar- einleikur hefði ekki notið sín nema að til hefði komið góður leikur hljóm- sveitarinnar allrar, sem stóð sig frá- bærlega þetta kvöldið, þótt henni væri nú kannski ekki ætlaður glans- inn mitt í allri þessari ariuakróbatik. Spænsk gftarmúsík Gftartónlaikar Sfmonar (varssonar á Kjarvals- stöflum 14. nóvombar. Efnisskrá: Lub MUan: Pavan; Francisco Tárraga: AdaHita, Mazurka f G-dúr og Recu- ardos da la Alambra; Joaquin Turina; Fandan- guillo og Rafaga; Isaac Afcaniz; Zambra Granadina og Saviila. — Flamencolög; Zapa- taado, Granadina, Alagria, Tarantas, Farruca. Dálæti Spánverja á gítarnum hefur orðið til þess að mörg þeirra helstu tónskálda hafa helgað honum drjúgan skerf tónsmíða sinna. Áhrif gltarleiksins má líka finna víða í annarri músík, sem þau sömdu. f þeim grösuga garði, sem spænsk gítartónlist er, heyjaði Símon ívars- son sér efnisskrá fyrir tónleika sína á Kjarvalsstöðum. í fyrri hlutanum leitaði hann fanga hjá ýmsum af best þekktu tónsmiðum Spánverja og hóf leikinn með virðulegum Pavan eftir Luis Milan. Svo hélt hann áfram eins og meining hans væri að byggja upp huggulega gítarpolanesu, með tveimur mazurkum eftir Tárrega. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt gítar- leikara ráðast á mazurka þessa á tónleikum hérlendis fyrr og er það i raun og veru furðulegt hve okkar annars áræðna gitarleikarastétt takmarkar verkefnaval sitt þegar við fáein stykki, meira og minna þau sömu upp aftur og aftur. Símon gerði Tárrega, Turina og Albeniz ágæt skil. Nákvæmnin, aðalsmerki hans ágætu skólunar, er áberandi í stíl hans og hann er á góðri leið, ef ekki þegar búinn að spila af sér skólafjötrana. Símon hefur hugþekkan tón og jafnvægi innbyrðis ermjög gott. Hressilegur en agaður flamenco Síðari hluti tónleikanna samanstóð af flamenco. Það er ekki nema fyrir innvígðan að fjalla um hin aðskiljanlegu afbrigði flamenco, sem eru jafnmismunandi í smáatriðum og hin ýmsu tilbrigði jóðlsins í ölpunum, þar sem hver dalur, hvert þorp, já jafnvel hver smali á sér sitt eigið lag, eða útgáfu af því sem virðist úr fjarlægð vera sama lagið. Flamencoleikur Símonar var hressilegur en um leið bundinn sömu ögun og hans klassíski leikur. Fyrir bragðið virðist sumum kannski á vanta þann trylling, sem fyrir mis- skilning hefur verið bendlaður við flamenco. Það gaf flamencoleik Símonar mjög sérstæðan blæ að hann skyldi nota „frumgítar” (þ.e. gítar sem ekki er með maskínu- strekkjurum, heldur pinnum eins og á fiðlu). Þá ná strengirnir að sveifla óhfndrað með og blærinn engu öðru líkur. Þannig fékk hin eðla flamencokúnst að njóta sín á besta og virðulegasta hátt hjá Símoni. -EM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.