Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981. 7 Lesendur Lesendur Blindur Bandaríkja maður hefur áhuga á íslandi Sam Ward skrifar frá Bandaríkjun- um: Ég er 27 ára gamall og hef mikinn áhuga á Norðurlöndunum, sérstak- lega íslandi. Ég er blindur og get því ekki lesið venjuleg bréf en ég hef mikinn áhuga á að komast í samband við einhvern eða einhverja sem myndi vilja skiptast á „bréfum”, töluðum inn ákassettur. Ég hef áhuga á hvers konar út- varpsstarfsemi, sérstaklega stutt- bylgjuútvarpi; myntsöfnun, þótt ekki sé ég nú langt á veg kominn í þeim efnum; rokkplötum frá um það bil 1950; veðurfræði og landafræði. Eitt áhugamála minna er að safna upptökum af erlendum fréttum og verðurfregnum. Veðurfregnirnar mega vel vera úr sjálfsvara veður- stofu. Mér skilst að í Reykjavík sé slíkur sjálfsvari, sími 17000: Mig langar til þess að fá slíka upptöku ásamt þýðingu á ensku. Mig langar einnig til þess að fá sýnishorn af efni íslenzka útvarpsins, sjónvarpsins og af útsendingu út- varpsstöðvarinnar í Keflavík. Ég hef áhuga á að skiptast á kassettu- „bréfum” við hvern sem er milli tví- tugs og fimmtugs, svo fremi að við- komandi hafi góða enskukunnáttu. Ég á kort af íslandi, merkt með blindraletri, en því fylgdu engar upp- lýsingar um landið. Ég hef áhuga á slíkum upplýsingum á blindraletri, ekki síður en á kassettu, því ísland er það Norðurlandanna sem ég veit minnstum. Stöku sinnum heyri ég fréttir frá ís- landi í finnska útvarpinu og fæ að vita hitastigið í Reykjavík næstum daglega, en það er allt og sumt. Ég hef mikinn áhuga á að komast í sam- band við útvarpsáhugamenn, ef ein- hverjar stuttbylgjustöðvar eru til á ís- landi og ef þær eru þá í sambandi við Norður-Ameríku. Ég hefði jafnvel áhuga á að komast í samband við bandaríska útvarps- áhugamenn á íslandi, ef einhverjir eru, því ég gæti þá leyft þeim að heyra upptökur af heimaslóðum þeirra, hafi þeir áhuga eða þjáist af heimþrá. Mestan áhuga hef ég samt á að komast í samband við Islendinga, því mig langar til þess að fræðast um þetta athyglisverða land, sem flestir halda að sé einn stór jökull. Utanáskrift mín er: Sam Ward 104 S. Westmoor Ave. Columbus Ohio 43204 USA. Blaðið hafði samband við Gisla Hc'gason, hjá Blindrafélaginu og mun Gísli sjá til þess að efni bréfs þessa birtist á fréttabréfi Blindrafé- lagsins sem kemur út á kassettum. Jafnframt mun Sam fá smásendingu frá Veðurstofu íslands, svo eitthvað mun hann þó fá fyrir snúð sinn. -FG. Opið til kl. 22.00 í kvöld og til kl. 16.00 laugardaginn 28. nóvember Verzlið ódýrt, allt á sama stað RAGNAR JÚLÍUSSON skólastjóri Nýtum reynslu Ragnars • ískólamálum • í æskulýðsmálum • í atvinnumálum • ífélagsmálum Hann á erindi í borgarstjórn Munið prófkjör sjálfstæðismanna vegna borgarstjómarkosninganna í vor. Prófkjörið fer fram sunnudaginn 29. nóvember og mánudaginn 30. nóvember. Kjörstaðir verða fjórir talsins, í Átthagasal Hótel Sögu, f Valhöll við Háaleitisbraut, að Hraunbæ 102b og Seljabraut 54. Sunnudaginn 29. nóvember verða kjörstaðir opnir frá kl. 10 til kl. 20. Mánudaginn 30. nóvember er aðeins kosið í Valhöll, og þar er opið frá kl. 15.30 til kl. 20. Ragnar Júlíusson skólastjóri hefur um fjölda ára veriS fulltrúi í borgarstjóm Reykvíkinga. Ragnar býr yfir mikilli reynslu á sviSi stjórnsýslu, hann hefur haft víStæk afskipti af fræðslumálum, félagsmálum og atvinnumálum Reykvíkinga. Ragnar hefur einnig tekið virkan þátt í félagsstarfi sjálfstæðismanna, auk margra annarra félaga, og var lengi formaður Landsmálafélagsins Varðar. Skrifstofa stuðningsmanna Ragnars er að Suðurlandsbraut 12, 3. hæð. Símar 81550 og 81551 STUÐNINGSMENN 0050 Giirtei.'Be>t/'Ceiniure ,354 Schaí>kniítsd-seart/Cache-ftez. 354 Schaí/Knitted-scart/Caí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.