Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ & VlSlR. FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981.
9
Menning
Menning
JAZZVAKA
Jazzvaka. Hljómplata í útgáfu Jazzvakningar.
Upptaka: Stereo.
Skurflur: P.R.T. Studios.
Pressumót: Alliod Records.
Pressun: Alfa hf.
Ár er liðið síðan Jazzvakning hélt
upp á fimm ára afmæli sitt. Fimm ár
eru ekki langur tími í sögu félags, en að
öllum likindum er Jazzvakning lang-
lífasti virki félagsskapurinn á sviði
jasslistar í landinu. Eflaust má til sanns
vegar færa að félög eins og
Jazzklúbbur Reykjavíkur hafi lifað
lengur, en varla átti hann blómlegri tíð
en Jazzvakning.
Fyrir ári gaf Jazzvakning til af-
mælisveislunnar tertu góða —
jassvökur á Hótel Loftleiðum og Sögu.
Til veislunnar var boðið bassaleikara,
góðum, úr Vesturheimi Bob Magnús-
syni, af borgfirskum og skagfirskum
ættum.
Frumstæð
en sönn
Jassvökurnar heppnuðust vel, þrátt
fyrir ýmis áföll. Útsetningar töfðust i
hafi og Gunnar meistari Ormslev
tepptist i Færeyjum. En menn tóku
mótlæti af karlmennsku og
jassvökurnar voru hljóðritaðar eins og
til stóð. En það verður að segjast eins
og er, að ekki er upptakan til að hrópa
húrra fyrir. Góð spilamennskan nýtur
sín tæpast og blásararnir verða verr úti
en hinir. En í öllum sínum
frumstæðingsskap verður hljómplata
þessi heillandi sönn. Ekki verðurséðað
beitt sé eftirtökum né öðrum brellum
af því tagi til að bæta úr. Hún er þvi
heimildum leikpiltannaþetta umrædda
kvöld og hún varðveitir andartakið,
hinn lifandi leik og hvernig fimm góðir
SETUR ÞÚ
STEFNULJÓSIN
TlMANLEGA Á?
Áður
én þú
kemur
að
gatna-
mótum?
u
.//
ÞAÐ ER ÆTLAST
TIL ÞESS
iJUMFERÐAR
jassleikarar ná samstillingu og hefja á
köflum leik sinn til hæða. Tvennt á
plötunni er hreinasta afbragð;
bassaleikur Bobs Magnússonar og út-
setningar Gunnars Reynis Sveinssonar.
Gunnari Reyni hefur tekist að leggja
grunninn að þjóðlegum jassstíl og þótt
þjóðlegheit eigi kannski lítt upp á
pallborðið í alþjóðlegri listgrein þá
kryddar nú svona sérviska tilveruna
ósköp notalega.
Og þá verður
gaman að vaka
Það er vandi að velja ópusana inn á
svona plötu og aðstandendur 'hennar
hafa þurft, eða freistast til að pakka
Tónlist
ansi þröngt á vinylklattann. Fyrir
bragðið þarf að skera þétt og verður
slíkt síst til bóta. En þrátt fyrir
augljósa ágalla er skífa þessi kertin á
afmælistertuJazzvakningar. Ég vænti
þess að frisklega verði á þau blásið
(þ.e. að gripurinn gangi vel út) svo að
betur megi gera þegar Bob Magnússon
efnir loforðið, sem hann gefur með
lokalagi jassvökunnar — You’d Be so
Nice to Come Home too. Þegar Bob
Magnússon kemur aftur á feðranna
grund er ekki að efa að uppvakin
verður klassísk jasstemmning eins og
hún birtist á mynd Kristjáns Magnús-
sonar á einföldu, en smekklegu umslagi
plötunnar. — Og þá verður gaman að
vaka.
-EM.
Hinir frábæru
FROTTÉ
GALLAR
komnir aftur
Efni: 90% bómull
10% nylon
Stærðir: 152-XL
Verð frá kr. 360.-
428.50.-
PÓSTSENDUM
Sportvöruverslun
Ingólfs Óskarssonar
Klapparstíg 44. — Sími 11783
Komdu og
láttu Dröfn sýna þér
byltingu í
matreiðslu í
örbylgjuofnunum í verslun okkar á Bergstaöastræti 10A á
morgun laugardaginn 28. nóvember kl. 10—12.
Sjáðu hvernig bakað er á 1 minútu, matur hitaður á
örskammri stund, hvernig krakkarnir geta poppað án þess
að brenna sig eða eyðileggja pottana þína. Og sunnudags-
lærið stiknar á 20—30 minútum.
TOSHIBA-örbylgjuofnarnir bjóða upp á stórkostlega mögu
leika fyrir fjölskyldur, sem borða á mismunandi tíma, borða
mismunandi fæði (megrun, magasjúklingar). Toshiba
ofnarnir eru svo einfaldir og öruggir í notkun, að börn geta
matreitt í Jjeim.
Toshiba örbylgjuofn er meira en bara venjulegur örbylgju-
ofn, þú getur matreitt og bakað í honum flestar uppskrift-
irnar þínar.
Og síðast en ekki síst, svo þú fáir fullkomið gagn af
Toshiba ofninum þínum, býður Dröfn þér á matreiðslu-
námskeið án endurgjalds.
Til Drafnar H. Farestveit,
hússtjórnarkennara
Einar Farestveit & Co. hf.
Bergstaðastræti 10A.
Toshiba ER669
Verö frá 4.100,-
Vinsamlega póstsendið
frekari upplýsingar.
Nafn........
Heimilisfang
Stærstir í gerð örbylgjuofna
Veitum
Vilhjálmi Vilhjálmssyni
FRAMKVÆMDASTJÓRA SÁÁ
fyllsta stuðning íprófkjöri Sjálfstæðisflokksinsr
sem fram fer nk. sunnudag og mánudag
STUÐNINGSFÓLK