Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Qupperneq 6
6 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981. Spurningin Ertu farin(n) að huga að sumarfrfínu næsta ár? Sigurður Haraldsson, útgerðarmaður i Ólafsvík: Nei, ég er ekki farinn að Iiugsa til þess ennþá. Ólafur Jónsson, forstöðumaður Tóna- bæjar: Já, ég verð í sumarbústað í Grímsnesi auk þess sem ég fer til Ameriku. Garðar Baldvinsson bankastarfs- maður: Nei, það er ég ekki farinn að gera. Geri þó ráð fyrir því að fara eitthvað út, kannski til Þýzkalands. Björg Valgeirsdóttir bankastarfs- maður: Nei, því miður. Mig langar að fara i hálendisferð og einnig út, t.d. til Frakklands. Kristinn Bjarnason strætisvagnabil- stjóri: Nei, ekkert. Ég fæ sumarfríið mjög seint, ekki fyrr en um miðjan ágúst. Það er langur tími í það. Margrét Ásgeirsdóttir afgreiðslu- maður: Nei. Mig langar helzt til Egyptalands. Aldrei að vita. Lesendur Lesendur Lesendur Utvegurinn: Stefnir að útrým- » við aldrei ingu loðnunnar? reynslunni? Stefán B. Benediktsson skrifar: Mjög er nú deilt um magn loðnunnar og ekki allir á sama máli, fremur en venjulega þegar fískistofnar eru til umræðu. Útgerðarmenn og skipstjórar segja allt vera fullt af loðnu á miðunum og ekkert sé að marka hrakspár fiskifræðinga, þeir haldi sig þar sem engin ioðna er, hvíli sig í lygnum sjó og hafist ekkert að. íhugum hvað gerðist árin 1944 og ’45. í áratugi fiskuðum við Norðurlandssíld (demantssíld). Alltaf virtist vera nóg af síldinni, enda voru á þeim árum litlar sem eng- ar rannsóknir á síldarstofninum, lítil tækni og fiskifræðingar fáir. Síldveiðarnar hófust venjulega fyrir Norðurlandi um og upp úr 20. júni ár hvert. Og sumarið 1944 fóru síldveiðiskipin á miðin eins og venjulega en þá skeði það að lítill eða engin síld veiddist fyrr en kom fram í ágúst eða í nær einn og hálfan mánuð. Um miðjan ágúst varð mikil breyting á, þá fylitist allt Gríms- eyjarsund af síld og allt norður að Langanesi og vestur til Húnaflóa. Þama mokuðu skipin upp sildinni og fylltu sig yfirleítt á einum degi. Allar síldarþrær fylltust og varð oft mikil löndunarbið. Þetta sumar varð metár í síldar- afla, þótt veiðitíminn væri óvenju stuttur. Þá hefðu fiskifræðingar fengið orð í eyra, hefðu þeir spáð að nú væri verið að drepa megnið af síldarstofninum. En hvað skeður sumarið 1945, eftir hinar miklu veiðar sumarið áður? Það þarf ekki að orðlengja það. Síld sást varla um sumariö og flotinn sigldi slyppur og snauður í Þessa mynd tók greinarhöfundur við veiðar á Grimseyjarsundi árið 1944.1200 til 1400 mál fengust úr þessu kasti. Skipið var Huginn frá Reykjavík og skipstjóri Björn Hansson. höfn um haustið. Síðan hefur þessi fræga demantssild varla sézt á þessum hefðbundnu miðum. Og ef hún gerði vart við sig einhvers staðar var hún óðara drepin, þá með nýrri veiðitækni, þannig að henni var ekki undankomu auðið. Getum við ekki dregið einhvern lærdóm af þessu? Loðnan hagar sér að mörgu leyti svipað og síldin. Hún er félagsfiskur, sem safnast saman í torfum og eftir því sem henni fækkar, fækkar líka svæðum, sem hún heldur sig á. Þá er komin upp sama staða og með síldina. Loðnan gæti, þegar stofninn er orðinn litill, safnazt saman að mestu á eitt svæði (t.d. norðausturmið) eins og útlit er fyrir að séaðgerast nú. Þá er auðvelt að valda þeim skaða á stofninum sem seint verður bættur. Skammir og vantraust á fiski- fræðinga okkar eru ekki til bóta, heldur að hafa sem bezta samvinnu við þá og treysta þeim. Við eigum ekki aðra möguleika. „C0UNTRY” -T0N- LISTIN LENGILIFI —fáum f ulltrúa hennar til íslands HaraldurÖrn Haraldsson hringdi: Hingað til lands koma allir mögulegir tónlistarmenn en lítið hefur farið fyrir fulltrúum banda- rísku ,,country”-tónlistarinnar. Mér þætti mikill fengur í að fá nokkra þeirra í heimsókn, þótt ekki væri nema einn og einn í fyrstu. Ef vel gengur gæti þetta jafnvel orðið árlegur viðburður. Ég legg því til að áhugamenn um ,,country”-tónlist sameinist um að bjóða a.m.k. einum fulltrúa hennar til íslands, með það fyrir augum að um fleiri gæti orðið að ræða ef allt fer vel. Þess skal raunar getið að ekki einungis er mikið líf og fjör í þessari tónlist heldur eru „country”- tónleikar venjulega miklar skraut- sýningar, sem þýðir húsfylli kvöld eftir kvöld, sennilega af báðum ofangreindum ástæðum. ,,Country”-tónlistin lengi lifi. Hjónin June Carter og Johnny Cash eru nafnkunnir fulltrúar hinnar bandarísku „country”-tónlistar, þá ekki sizt eiginmaðurinn. Fleiri markasyrpur, skrifar Paul Stone. Hann telur sjónvarpið vel geta keypt fleiri myndir með enska bolt- anum, fyrst hægt var að kaupa 362 sænskar kvikmyndir. Áskorun til sjónvarpsins: Fleiri markasyrpur Paui Stone skrifar frá Vm: Ekki er ég í nokkrum vafa um að sá þáttur i sjónvarpinu sem á hvað mestum vinsældum að fagna er enska knattspyrnan. Hvernig væri nú að flýta íþrótta- þættinum og framhaldsþáttunum um í að minnsta kosti hálftíma, svo enski boltinn gæti verið í hálfan annan tíma? Mér skilst að myndirnar með ensku knattspyrnunni séu mjög ódýr- ar, og því munar sjónvarpið ekkert um þennan tíma og peninga fyrst það gat keypt alla þessa mergð af sæ’nsku myndunum. Að lokum kemur hér smávægileg ábending til Bjarna Felixsonar: Val þitt á leikjum er nokkuð gott en þú mættir sýna meira af markasyrpum með frægum leikmönnum og eins fleiri markaleiki. Svo hvet ég alla áhugamenn um enska knattspymu til að skrifa og koma með fleiri tillögur. Tryggjum glæsilega kosningu Alberts Pétur Guðjónsson skrifar: ,,Ég skora á alla sjálfstæðismenn sem vilja hlut Alberts Guðmunds- sonar, Sjálfstæðisflokksins og Reykjavíkurborgar sem mestan að leggja alit það er þeir mega af mörkum hjá vinum og vanda- mönnum og tryggja glæsilegá kosningu Alberts og tryggja þar með framtíðargengi Sjálfstæðisflokksins og Reykjavikurborgar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.