Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1981, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1981, Qupperneq 6
6 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981. Tækninýjung sem markar tímamót: TOLVAN ÞYÐIR URISLENSKU YFIRÁ ÞRJÁTÍU TUNGUMÁL —orðaf orðinn um 90% af algengustu orðunum Viltu eignast félaga, sem getur þýtt fyrir þig, úr íslensku yfir á 30 Itungumál? Hann er til, í fyrsta skipti á íslandi, lítill kuþbur í tölvu með 2.400 íslenskum orðum. Það er fyrirtækið Rafrás í Fellsmúla 24, nánar tiltekið í Hreyfilshúsinu, sem er fyrsta fyrirtækið á íslandi, til að koma með þennan kubb, en það er aðeins ein tegund af tölvu til í heiminum, sem getur breytt yfir i öll tungumál, og það er Craig tölvan. 50 fastar setningar Tölvan er lítil og tekur inn þrjá kubba í einu, með mismunandi tungumálum. Auk þess reiknar hún og inniheldur 50 fastar setningar, s.s. Hvað heitir þú? Góðan daginn? o.s.frv. Hún biður líka um reikninginn fyrir þig, þótt þú sért staddur á hóteli i Arabíu, Kína, eða hvar sem er, og hún reiknar út fyrir þig hitaeiningar í matnum, sem þú ert að borða í Japan eða annars staðar. Þú getur líka skrifað inn fyrstu tvo stafína í einhverju orði, og tölvan gefur þér upp öll þau orð,sem byrja á þeim stöfum. En aðallega byggir þessi tölva á að þýða milli Sigurjón Einarsson sölumaður, Ásgeir Bjarnason tæknilegur framkvæmdastjóri, og Halldór Levi sölumaður halda hér á tölvunni góðu og nytsömu kubbunum í hana. V-DB-mynd ÞL tungumála. Sá, sem vann íslenska kubbinn. er Ólafur Ingólfsson, íslenskufræðingur, sem búsettur er í Los Angeles og vann hann við kubbinn á þessu ári, frá því í janúar. Orðin í þennan kubb eru valin sam- kvæmt þýzkum orðastaðli, en farið var eftir niðurstöðum úr rannsókn á því, hvaða orð ern mest notuð í dag- legu tali. Þau orð, sem í kubbnum eru, spanna yfir 88-90% þeirra orða, sem mest eru notuð, en þau 10%, sem á vantar eru sérhæfðu hug- tökin. -V,1lni|„tMÍkL. -v.- . t Tímamót í tœknisögu ,,Það má segja, að þetta sé fyrsta rafeindaritverk, sem gefið er út á íslandi,” sagði Ásgeir Bjarnason, tæknilegur framkvæmdastjóri Rafrásar hf., ,,en þvi hefur verið spáð, að í framtíðinni muni aukast útgáfa á hljómplötum, ritverkum, o. fl. í formi seguldiska og rafeinda- kubba. Þessi kubbur er með tölvuminni, og það er ekkert, sem slitnar i honum. Kubburinn er stilltur inn á ferðamanninn og almenn sam- skipti, en hægt er að fá í tölvuna kubb með sérhæfðum orðasöfnun, t.d. fyrir viðskiptalífið, leiðbeiningar um víntegundir og kokkteila á erlendum tungumálum, og eins konar gátu, sem kennir að stafsetja orð rétt. Þessi kubbur markar því tímamót í tæknisögu íslands.” Ungt fyrirtæki Fyrirtækið Rafrás var stofnað sem hlutafélag árið 1979; en hafði áður starfað frá árinu 1975, sem hönnunarfyrirtæki. Rafrás er fyrst og fremst innflutnings- og framleiðslufyrirtæki, og eru tölvur og tölvubúnaður aðal innflutnings- varan. Framleiðslan byggist aftur á móti á kennslutækjum og mælistöðvum fyrir verksmiðjur. Þá hefur fyrirtækið framleitt jónatæki, sem lagar loft og bætir and- rúmsloftið. í samstarfi við Hagvang hf. vinnur fyrirtækið í sölu á hug- búnaði (p'rógrammi fyrir tölvur) og forritun. Fastráðnir starfsmenn eru 7, en lausráðnir og í hlutastarfi eru 3. Að sögn Ásgeirs Bjarnasonar var lögð mikil vinna í undirbúning áður en farið var af stað með fyrirtækið og eru þeir með mjög öflugar tölvulausnir, sem eiga að leysa alhliða þarfir í iðnaði og fyrirtækja- rekstri. „Vitlaus" ríkisstjórn „Það er vert að það komi fram, að i fyrstu útgáfunni á íslensku bókinni, sem við nefndum kubbinn, eru þrjár villur,” sagði Ásgeir. „Þessar ritvillur hafa tafið verkið og kostað mikla peninga, en því miður var ekki unnt að lagfæra þær að þessu sinni. Fyrst ber að nefna að rikisstjórnin er vitlaus.” Nú, já, ríkisstjórnin er vitlaus, en er það ekki óþarfi af tölvu að fullyrða um það? ,, Já, vitleysan byggist á því að það er bara eitt s í ríkisstjórninni í tölvunni,” segir Ásgeir hlæjandi, „og því verður ekki breytt á einni nóttu,” segir Sigurjón sölumaður brosandi. „Hinar villurnar eru þær að orðið „leiðinni” er með einu „n”, og „leiðbeiningar” er skrifað „leiðbeininger”. Annars er þetta mjög siðprúð tölva, og engin dónaleg orðað finna í henni”. íslenski kubburinn kom til landsins fyrir örfáum dögum, en fyrsta sendingin er væntanleg um mánaðamótin nóv.-des. í lokin er vert að geta þess, að svona tölva með þremur 2400 orða kubbum, á íslensku, ensku og þýsku kostar samtals kr. 3.200,-. -AKM. Fríða Á. Sigurðardóttir: SÓLIN OG SKUGGINN Fyrsta bók Fríðu, smásagnasafniö „Þetta er ekkert alvarlegt“, sem út kom í fyrra, vakti almenna athygli og umtal bókamanna. Sólin og skugginn er fyrsta skáldsaga hennar og munu bókamenn ekki síður fagna útgáfu hennar. Sagan er þrungin áhrifamagni, snertir og eggj- ar og er rituö á óvenju fögru og auóugu máli. Þetta er saga um frelsi og helsi mannsins, lífsástina og dauðann, saga af fólki, grímum þess, brynjum og vopn- um, — hún er saga mín og þín. Sólin og skugginn er bókmenntaviðburður. JökullJakobsson: SKILABOÐ TIL SÖNDRU SklLABOP TILSÖNDRU Jökull Jakobsson hafði gengið frá hand- riti þessarar bókar aðeins fáum mánuð- um fyrir lát sitt. Sagan speglar alla beztu eiginleika hans sem rithöfundar, frásögnin er lipur og lifandi, stór- skemmtileg og bráðfyndin, en undir niðri skynjar lesandinn alvöru lífsins, vandamál samtímans. Meinfyndnari og háðskari bók er ekki á bókamarkaði í ár. Aödáendur Jökuls Jakobssonar eru svo sannarlega ekki sviknir af þessari síðustu bók hans. Hún leiftrar af frásagnargleði og fjöri. SKUGGSJA BÓKABÚD OUVERS STEINS SE SKUGGSJA BÓKABÚÐ OUVERS STEINS SE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.