Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1981, Síða 10
10
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981.
Menning Menning Menning Menning
í lok 7. áratugarins kom fram í
Evrópu og Bandaríkjunum nýtt
tjáningarform sem nefnt hefur verið
hér á landi PERFORMANCE. Orðið
er að öllum líkindum enskt en kemur
upphaflega úr forn-frönsku, frá
sögninni PARFORMER og þýðir að
framkvæma. Orðið performance var
síðan notað á 19. öid í Frakklandi til
að merkja kappreiðar. Banda-
ríkjamenn leggja ögn nánari skilning
í orðið og nefna fyrirbærið: per-
formance act. Hér á landi hefur orðið
verið þýtt og komið á prenti sem
gerningur. Þetta orð er ekki viðeig-
andi því performance er á engan hátt
tengt göldrum.
Líkami tjáningarmiðill
Performance er venjulega ein-
staklingsframkvæmd (þó svo annað
þekkist) og spannar yfir margar list-
greinar og ýmiss konar videotækni.
Þó er aðaleinkennið að líkaminn er
helsti tjáningarmiðillinn og lögð er
áhersla á sem minnsta orðræðu. Per-
formance er afar þægilegt listform,
því athöfnin getur átt sér stað nánast
hvar sem er: í sýningarsölum, söfn-
um, vinnustofum eða jafnvei úti á
götu.
Margar listgreinar
— ný list
í samanburði við myndlist, leiklist
eða höggmyndalist er performance-
inn í eðli sínu listblendingur, og
getum við sagt að hann spanni eftir-
taldar listgreinar: dans; málaralist;
happening (sem talið er koma fram
1952); likamslist; tónlist (notuð sér-
staklega sem tími); leiklist (þó er
reynt eftir megni að detta ekki í sjón-
blekkingu leikritsins).
Performance-leiklist
Ekki er hægt að leyna því að per-
formance liggur mjög nálægt leiklist.
Performancar eru framkvæmdir fyrir
áhorfendur sem eiga ekki að vera
virkir þátttakendur. Þeir eiga aðeins
að fylgjast með þöglir úr fjarlægð.
Þá eru performancarnir í æ ríkara
mæli að fá professional (at-
vinnumennsku) viðmót. Lögð er
áhersla á æfingar, endurtekningar og
um leið er útrýmt allri improvisation.
Performance listamönnum hefur
einnig gengið illa að aðgreina sig frá
einstaklingshlutverki (one mans
show) leikarans. Þetta hefur verið
sérlega greinilegt eftir að margir per-
formance listamenn tóku upp á því
að nota búninga á sýningum. Eitt er
þó sem aðskilur performance frá leik-
list en það er hverfandi notkun á
skrifuðu eða mæltu máli. Hefur það
Myndlist
PERFORMANCE
Torskilið
inntak
Inntak performance er oft á tíðum
afar torskilið, ogírauner það eðli per-
formancsins eða hluti af inntakinu. Á
fyrri árum performancesins var
líkaminn t.d. notaður sem gjarnan
inntakslegur hluti athafnarinnar
(méta-Langage), en ekki eingöngu
sem tjáningarmiðill (sjá verk eftir t.d.
Burden og Gerz). Nú er hugsunin oft
tvöföld, annars vegar formræn
túlkun og hins vegar oft á tíðum
heimspekileg vangavelta sem þarf
ekki að koma fram í sjálfri
athöfninni heldur er fyrst og fremst
hugsuð sem forsenda fyrir við-
komandi listsköpun. Það sem skiptir
þvi oft höfuðmáli er þessi
heimspekilega forsenda, sem ber vott
um að'viðkomandi listamenn hafa að
baki umfangsmikið nám í heimspeki,
listheimspeki eða trúspeki.
Performance er í eðli sínu afar
óskilgreind tjáning. Hið óskilgreinda
er jafnvel undirstrikað með þvi að
dylja inntakið og ef notuð eru orð er
þeim gefin ný meining. Er þetta
algerlega andstætt t.d. conceptlist
sem jafnan byggist samhliða á
fræðilegum (theorískum) útskýring-
um og listhlutnum sjálfum. Per-
formance býður því upp ,á
fjölbreytilega skynjunar- og
túlkunarmöguleika.
síðan aukist til muna að víkja til
orðinu til að hliðra fyrir mun
plastískari (mótunarlist) athöfn. Um
leið minnir það okkur á að það voru
myndlistarmenn sem hrundu af stað
þessu fyrirbæri.
Skilgreint
listform
Fljótt á iítið gæti maður haldið að
performance væri formlaust eða
óskilgreint fyrirbæri. En svo er ekki.
í performance list eru þegar komnar
fram ákveðnar stereotýpur, eins
mikið baðað sig í öllum fötunum.
Það er greinilegt að listamennirnir
vilja marka sér kerfi, eins konar
skilgreint munstur, sem kemur aftur
og aftur i listsköpun þeirra. Þannig
skapa þeir sér sérstöðu gagnvart
öðrum listgreinum og öðlast per-
sónulega list og umfram allt hlutdeild
í hinu stóra hugtaki: Listasaga. Síðan
koma fram minni spámenn
(nemendur?), vinna úr framkomnum
upplýsingum og fylla þannig út hið
sögulega rými sem hinir stóru hafa
skapað. Við erum komin með
ákveðið listmunstur, takmarkað í
form er alger forsenda fyrir þvi að
komast inn í okkar borgaralega
listkerfi.
Performance
+ video
Videoið hefur á tvennan hátt átt
samleið með performance. Fyrst sem
heimild eða sjónrænn vitnisburður,
án þess þó að vera hluti af at-
höfninni. Video-filman er t.d. ekkert
unnin. í öðru lagi er videoið notað
sem hluti af performance. Videoið
gefur listamanninum færi á að víkka
Persónuleg
sköpun
Þegar hafður er í huga hinn stóri
heimspekilegi þáttur performance er
greinilegt að hugmyndafræðileg for-
senda, er mjög mikilvæg. Hér er ekki
auðhlaupið að því að vinna formrænt
úr hugmyndum annarra listamanna
eins og við þekkjum úr málverkinu,
þar sem er algengt að listamenn vinni
fram persónulegan stíl þó syo
upphafið hafi legið í verkum annarra
listamanna. Með þetta í huga er Ijóst
að auðvelt er að detta í beina eftir-
öpun, innantóman formalisma eða
eitthvert hughyggjurugl.
Gunnar B. Kvaran.
konar táknræn munstur, sem af-
marka athafnir listamannsins.
Þannig höfum við listamenn sem oft
hafa unnið í svipuðu umhverfi og
með álíka efni; Klauke, Nitsch, de
Journiac nota gjarnan ámóta
uppistöðu: kertaljós, hvít lök og
dúka; Manzoni og Ben notuðu gubb,
þvag og saur; Acconci, Pane og
Schwartzogler: sár, líkamsskurði og
pyntingar: Rainer hefur unnið með því
að reyra i bönd hendur og andlit;
Abramovic-Ulay vinna nakin;
Kaprow, Kantor, Jororowski hafa
tíma og rúmi, sem talið er enn ein
tegund listrænnar tjáningar og ber
nafnið performance.
Þessi vilji til að skapa sér sögulega
sérstöðu elur af sér það sem jafnan
hefur verið kallað akademismi. Þetta
er ekkert einsdæmi heldur ein-
kennandi fyrir allar liststefnur sem
komið hafa fram. Þetta kemur fram
um leið og lagðar eru fram einhverjar
grundvallareglur, sem síðan breytast
óðfluga í skýrt afmarkaðar
hreintrúarstefnur. Þá skulum við
ekki gleyma að hið skilgreinda list-
rýmið og spila samtímis með ólíka
tíma. Listamaðurinn er þannig á
þeirri stundu er hann framkvæmir
performance í fjölbreytilegum tíma
og rúmi. Þá gefur videoið einnig
möguleika á að undirstrika visst
lestrarferli, draga fram viss smærri
form og vinna þannig sjónrænt úr
formlegum möguleikum at-
hafnarinnar. En í flestum tilfellum
nær aldrei fullkominni úttekt á fyrir-
bærinu og gerir inntakið oft enn
óljósara.
í performance er hverfandi lftil notkun
á skrifuðu eða mæltu máli.
Performance liggur oft mjög nálægt leiklist.