Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1981, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1981, Síða 25
24 25 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981. DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981. HUOPA SPRETTI FRÁ RAWALPINM IL REYKJA VIKUR Gegnum sama hlut verki og IMorræna húsið einn mánuð i að aka yfir til austur- strandarinnar, þræddum Bandarikin i rólegheitum, börnin fjögur, konan og ég.” Hljóp á spretti alla leið hingað Næstu tvö árin var dvalið um kyrrt i Washingtonborg. Þá lá leiðin til Pakistan. „Já, Pakistan var ekki með friðsæl- ustu stöðunum á þessunt árum, innan- landsdeilurnar í hámarki og við mátt- um gjöra svo vel að horfa upp á Ali Bhutto hengdan. í borginni Rawalpindi hafði ég stora og bjarta skrifstofu sem lá við aðalgöt- una. Þar var stærðargluggi sem þakti svo til einn vegg skrifstofunnar og veitti dásamlegt útsýni yfir þessa fall- egu borg. Dag einn datt einhverjum brjálæð- ingnum frá Saudi-Arabíu í hug að sprengja upp moskuna i borginni, aðal- helgistað borgarbúa. Illar tungur voru fljótar að láta það berast að hér hefðu Bandaríkjamenn staðið að baki og þar með var friðurinn endanlega úti. Borg- arbúar lögðu þúsundum saman til at- Valdi ekki Víetnam sjálfur lögu við skrifstofu okkar með skothrið og öllu tilheyrandi. Það var þvi ekkert annað að gera en að taka til fótanna og hlaupa allt hvað af tók. Þeim hlaupum linnti ég svo ekki fyrr en hér við Nes- hagann í Reykjavík.” Hef séð megnið af landinu af hestbaki ,,Ég held að okkur hafi hvcrgi i heiminum liðið eins vel og hér á ís- landi. Hér er allt til alls við hendina og stórkostlegt umhverfi til að ala börnin sín uþp í.” Þau eru fjögur eins og áðut kom l'ram og öll heyra þau undir táningaald- urinn, tveir strákar og tvær stelpur. ,,Krakkarnir kunna frjálsræðinu hér mjög vel og eru fljót að aðlagast is- lenskum unglingum. Stelpurnar spila fótbolta með KR, vinna i flski á suntrin og kunna því vel að geta óhultar l'arið hvert sem er og hvenær sem ér. Konan var líka lljót að eignast kunningja, þekkir senniiega orðið fleira fólk en ég, þó ótrúle<t sé." Einu óþægindin sem þó hafa vanist furðufljótt eru skólaganga. Á hverjunt morgni þurfa krakkarnir að rifa sig upp og fara suður til Keflavíkurflug- vallar í skólann þar. Það má því með sönnu segja að Tom og fjölskylda l'ari á fætur við fyrsta hanagal, eða fljótlega upp úr klukkan fimm á morgnana. Það kemur kyndugur svipur á Tont þegar við spyrjum um hvað hann geri í frístundum. „Fristundir, hvað er nú það? Ég vissi varla að þetta orð væri lil i málinu. Annars, svona án gamans, þá reynum við yfirleitt að ferðast sem mest um landið þegar tími gefst til og þá helst á hestbaki. Ætli við séum ekki búin að sjá mest allt landið nema Austfirði frá þeim sjónarhóli.” Eiga þau kannski hesta sjálf? „Nei, því miður hef ég ekki haft efni á þeim munaði ennþá, en hef þess í stað boðið aðstoð mína sem hestasveinn um allt land og þannig fengið að njóta kynna við þarfasta þjóninn.” Hér í bænum er helsta afþreyingin sú að bregða sér í Vesturbæjarlaugina Nú nóg um starfið hér i bili og snú- um okkur að manninum Tom Martin sjálfum. Hann er fæddur og uppalinn í New York borg, sonur stórborgarinnar í orösins fyllstu merkingu. „Pabbi var prentari og var með lít- inn atvinnurekstur sjálfur, en efnahag- urinn var ekkert sérlega beysinn þrátt fyrir það. Ég byrjaði að vinna fyrir mér mjög ungur og vann alla mína skóla- göngu fulla fjörutíu stunda vinnuviku með náminu til að standa straum af kostnaði við það.” Vá, hugsaði blm. uppfullur aðdáun- ar yfir þessum dugnaði, en Tom brosti og héltáfram. „Ég var ekkert undrabarn, því þetla var mjög dæmigert í Bandarikjunum á sjötta áratugnum. Þá voru skólar Var álitinn frekar róttækur En það var fleira sem Tom gaf sér tíma til á háskólaárunum en að lesa skruddur og skúra gólf. Félagsmál stúdenta tóku snemma hug hans allan og var hann kosinn forseti nemendafé- lags háskólans. Og á þessum árum var vaxandi hreyfing fyrir því að berjast fyrir bættum kjörum hinna lægst laun- uðu. „Já, ég hellti mér fljótlega út í stúd- entapólitikina og mikill tími fór I að starfa með fátækustu íbúum New York borgar. Við stóðum fyrir þvi að skipu- leggja verkalýðshreyfingar og vorum duglegir að standa fyrir verkfallsað- gerðum til að knýja á um kröfur um bætt laun. Það voru blökkumenn og innflytjendur frá Puerto Rico sem verst voru settir og stundum blossuðu upp miklar óeirðir. Oftar en einu sinni var manni stungið inn fyrir mótmælaað- gerðir en þar sem ég var forystumaður nemenda í háskólanum og naut ákveð- innar virðingar í samræmi við það, komst ég aðeins einu sinni á opinberar skrár fyrir athæfið. Sennilega var ég álitinn mjög rót- tækur en í dag vefst merking þess orðs mjög fyrir mér. Ef það er róttækt að berjast fyrir jöfnum mannréttindum, þá hef ég líklega átt þá nafnbót fyllilega skilið. Ég gerði að minnsta kosti mitt besta og 1957 var ég kominn svo á kaf í Maður hlœr ekki upphátt að háttvirtum alþinpis- manni. (Myndir-Friðþjófur). „ísland er besta landið sem ég hef dvalist í til þessa, loftslagið er dásam- legt, fólkið yfirleitt indælt og það versta sem yfir mig hefur dunið hér er Ólafur Ragnar. Verra gat það sosum verið.” Sá sem þessi orð mælir er starfs- maður bandarísku utanríkisþjónust- unnar og hefur starfað víða um heim síðastliðin tuttugu ár. Staðirnir, sem honum hafa verið valdir, hafa ekki allt- af verið af friðsamara taginu svo sem Suður-Amerika, Víetnam þegar striðið var í algleymingi þar og í Pakistan voru innanlandserjur í hámarki þann tíma sem hann dvaldist þar. Það er því kannski ekki að furða þó ísland sé honum nokkurs konar paradís á jörð eftir langan og litríkan feril. Tom Martin heitir hann og veitir Menningarstofnun Bandarikjanna við Neshaga forstöðu. Flestir kalla hann bara Tom að góðum og gömlum ís- lenskum sið og það er einmitt sá sami Tom og starf hans, sem við viljum kynnast örlítið nánar. Þær stjórna stofnuninni Það er á efstu hæð hússins við Nes- haga sem skrifstofur Menningarstofn- unarinnar er að finna, á bak við alls kyns lása og öryggisúlbúnað. Varla hal'ði blaðamaður náð upp á stigapall- inn þegar dyrnar opnuðust af sjálfu sér að því er virtist. Og við getum ekki látið vera að spyrja til hvers allur þessi út- búnaður sé, ef engin þörf sé á að gera grein fyrir ferðum sinum áður en þrýst er á hnappinn og hleypt inn. „Þetta var sett upp hér fyrir mörgum árum þegar farið var að gera atlögu að sendiráðum viða í Evrópu. Þetta var einungis öryggisráðstöfun og látin ganga jafnt yftr allar stofnanir, sama í hvaða landi var,” segir Tom, en bætir við að notagildið sé sáralítið hér. Skrifstofan er björt og rúmgóð, frammi fyrir sitja starfsstúlkurnar sem sumar hverjar eru búnar að vinna þarna um árabil. ,,Það eru í rauninni þær sem stjórna stofnuninni og segja mér fyrir verkum,” segir Tom. Á sömu hæð er aðsetur blaðafulltrúans, sem meðal annars sér um að senda út öll þau rit er stofnunin dreifir hér á landi. „Það eru aðallega þrjú timarit sem við dreifum hér og einungis til þeirra sem óska eftir áskrift. Aðrar upplýsing- ar eru ofl sendar til fjölmiðla, en það er af og frá að við séum að reyna að troða einhverju lesefni inn á íslendinga.” Við rekum augun í eitt tímaritanna „Problems of Communism”, eða „Vandamál kommúnisma” og viljum forvitnast um hverjir séu áskrifendur að slíku blaði. „Þeir eru vel á annað hundrað,” segir Tom og bætir við hlæjandi að það sé fólk af öllum stærðum og gerðum, bæði rautt og blátt. Ameríska bókasafnið er til húsa á neðri hæðinni og er opið alla daga vik- Algengt að vinna fulla vinnu með náminu tsland er dásamlegt. Hvar annars staðar í heiminum hefði maður svo stórkostlegt átsýni, sundlaug og sána í nœsta húsi, að ógleymdum Mímisbar handan við hornið. Spænskir eru sér- lega viðkunnanlegir Árið 1961 gekk Tom til liðs við utanríkisþjónustu Bandaríkjanna og hefur starfað þar síðan. Við spyrjum fyrst hvort róttæk verkalýðsbarátta á árum áður hafi ekkert hamlað honum inngöngu þar. „Nei, í þjónustunni er að finna þús- Ég var álitinn mjög róttœkur á stúdentsárunum og fékk að gista steininn oftar en einu sinni. Það passar ekki að diplómatar séu með puttana ofan í menningarstarfsemi af þessu tagi. SPJALLAÐ VIÐ \ Viðráðum okkur sjálfir Menningarstofnunin heyrir að nafn- inu til undir bandariska sendiráðið og sem vonlegt er í ókunnugu landi, eru tengslin þar á milli allnokkur. „En við heyrum undir sitt hvort yfir- valdið í Washington enda passar alls ekki að pólitískir fulltrúar séu með puttana ofan í menningarstarfsemi af þessu tagi. Þá er hætt við að þeir reyni að stjórna of miklu, setja menninguna á pólitiskan bás. Það hafa þekkst dæmi um að diplómatar vilji ýta listamönn- um, eða öðrum sem að menningar- málum starfa, til hliðar, vegna þess að þeir þyki of vinstri sinnaðir. Við ráðum okkur sjálfir hér og leggjum áherslu á listina listarinnar vegna, en reynum að skipta okkur sem minnst af pólitík.” baráttuna að ég ákvað að yfirgefa staðinn í bili og dreif mig í farmennsku í eittár.” Innanrlkismálin eru efst á baugi í framhaldi af þessu spjalli er eðlilegt að spyrja um verkalýðsmál í Bandaríkj- unum í dag. Blm. hefur gert sér ákveðnar hugmyndir úr bíómyndunum um stóra feita kalla með Havana- vindla og harðkúluhatta, sem stjórni verkalýðshreyfingunni í nafni peninga- valdsins. Er verkalýðshreyfingin virk í Bandaríkjunum? ,,Já, svo sannarlega og það hefur ekki síst komið í Ijós nú upp á síðkastið þegar viðbrögð við efnahagsaðgerðum núverandi stjórnar eru vægast sagt mjög hörð. Það er algengur misskilningur að Bandaríkjamenn hugsi aðeins um heismmálin, séu með skrekk vegna kjarnorkukapphlaups og valdaskipt- ingar um veröld alla. En hinn almenni Bandaríkjamaður hefur takmarkaðan áhuga á þessum málum. Hans vanda- mál heima fyrir eru það sem efst er á baugi og harðast er barist fyrir. Þetta kemur ekki síst fram í kosningum. Þegar fram fara bæjar- og sveita- stjórnakosningar má ganga að því vísu að næstum allir mæta galvaskir að kjörborðinu, en minna fer fyrir áhug- anum þegar kjósa á til þings eða for- seta. Og áfram í framhaldi af verkalýðs- tali, hvað finnst Tom um verkalýðs- hreyfinguna hér á landi. ,,No comment, (ekkert svart),” og við þaðsitur. undir manna sem komist hafa á skrá fyrir alls kyns mótmæli og baráttu en það hefur engin áhrif á starfshæfni þeirra.” Fyrstu tvö árin í þjónustunni starfaði Tom í Bolivíu og sé litið á starfslista hans er áberandi hversu miklum tíma hann hefur eytt í Mið- og Suður Ameríku. Er einhver sérstök ástæða? „Líklega hefur vald mitt á spönsku og portúgölsku fyrst og fremst orsakað það að mér voru valin störf á þessum slóðum. Þar fyrir utan kann ég sérlega vel við fólk af latneskum upp- runa, það er svo einlægt og opið. Því hafði ég þegar kynnst i New York þar sem latnesk áhrif fara sívaxandi og svo spillti sjálfsagt ekki fyrir áhuganum að konan mín, Maríela, er frá Columbíu. Störf mín hafa verið margþætt í gegnum tíðina, en þó yfirleitt beinst að hvers konar ráðgjöf í sambandi við þróunar- og hjálparaðgerðir í þessum löndum. Víðast hvar í S-Ameriku eru óeirðir daglegt brauð og við fórum ekkert varhluta af því. Vorum orðin al- vön byssutingjum og jafnvel hneppt í gíslingu einu sinni. Sennilega er hæpið að segja að slíkir hlutir venjast, og þó. „Víetnam er sérkapítuli i starfi mínu. Þar var ég á meðan átökin voru hvað hörðust og megnið af tímanum dvaldi ég úti á landsbyggðinni þar sem skæruhernaður var í algleymingi. Áður hafði ég eytt heilu ári í að læra víet- nömsku, svo lungumálið var ekki til trafala. Annars er mjög erfitt að lýsa þessum tíma. Best er líklega að orða það þannig að ég fór ekki til Víetnam aðeigin ósk.” Eftir Víetnamdvöl lá leiðin til Para- guay og þar var staldrað við i tvö ár. „Þá fengum við loksins langþráð frí. Heilt ár á fullum launum til að gera hvað sem ég vildi, það var stórfenglegt. Ég ákvað að fara aftur í skóla og valdi háskólann í Los Angeles. Sá staður varð fyrir valinu vegna þess að ég þekkti litið sem ekkert til vesturhluta Bandaríkjanna áður og vildi gjarnan kynnast honum betur. I L.A. lærði ég portúgölsku og stúderaði einnig þróun efnahagsmála í þriðja heiminum. Að loknu þessu stórfenglega ári, tókum við unnar. Þar er að finna mikið úrval les- efnis af öllum toga. Vanti þig upplýs- ingar um listir, tæknimál, skipulags- mál, tónlist, læknisfræði eða hvað annað sem þér dettur í hug, þá má ganga að því svo til visu að sitt lítið af hverju er um það að finna í þessu bóka- safni. „Starfsemi bókasafnsins er í raun meginþáttur stofnunarinnar,” segir Tom. „Hingað kemur á hverjum degi fjöldi fólks, aðallega þó nemendur og alls kyns hópar og ekki einungis til að lesa bækur eða tímarit, heldur einnig til að skoða myndir og myndbönd með margvislegu efni á. Við reynum að bjóða upp á sem fjölbreyttasta fræðslu, setja upp sýningar, fá fyrirles- ara og hvað annað sem ,ið teljum að íslendingar geti haft áhuga á. Það má segja að Menningarstofnunin hafi sama hlutverk og Norræna húsið, það er að stuðla að sem bestum menningar- legum tengslum og samskiptum milli Bandaríkjanna og íslands. Þetta er ekki síður mikilvægur þáttur en stjórn- málin.” TOMMARTIN, FORSTÖDUMANN » MENNINGAR- STOFNUNAR miklu færri og háskólamenntun vega- bréf sem tryggði fólki aðgang að góðum stöðum og velmegun. Menn lögðu mikið á sig til að ljúka dýru há- skólanámi og láta þessa drauma rætast. Helst var að maður fengi vinnu í stór- mörkuðunum og svo á kvöldin við eftirlit eða bara skúringar niður á Park Avenueá nóttunni. í dag hefur þetta breyst mikið og ólíkt meiri fjöldi sem lýkur háskóla- námi í dag.” En hvað veldur, hefur menntuninni hrakað, eru kröfurnar minni? ,,Nei, ég vil ekki orða það á þann veg. Hins vegar hafa kröfur samfélags- ins aukist til muna með vaxandi vel- megun og það sama á við held ég víðast hvar i hinum vestræna heimi, Iíka hér á íslandi.” daglega og i gufu út á Kvisthaga. „Alli hérna rétt við bæjardyrnar, hvað viljið þið hafa það belra,” segir Tom. Herstöðin frekar baggi en hitt Það er farið að liða að lokum þessa samtals, en varla er liægt að sleppa Tom Martin án þess að miiinasi aðeins á sívinsælt hitamál, dvöl varnarliðsins á KeHavikurflugvelli. „Já, það fer náttúrlega ekkert fratn hjá okkur frekar en öðrum að hér á landi eru bandarískir hermenn. Og þvi miður er reynl að nota dvöl þeirra hér til að torvelda okkur störfin. En að öðru leyti vitum við litið sem ekkerl af þeim og hálf láránlegt að vera að blanda starfi að menningarmálum við svo viðkvæmt, stórpólitískt mál. Það hefur óneitanlega leitt af sér að her- stöðin er frekar baggi á okkur en hitt.” Ekki er langt síðan að starfsemi Menningarstofnunar varð aðalum- ræðuefni þingmanna á hæstvirtu Alþingi og var þar ýjað að alls kyns miður góðum starfsaðferðum. Hvað finnst Tom Martin um slikar fullyrð- ingar? ,,Ja, hvað á maður að segja, það er hæpið að hlæja upphátt að háttvirtum alþingismanni. Við Ólafur Ragnar höfum reyndar aðeins hist einu sinni, en þrátt fyrir þaðer hann sennilega það versta sem ég hef lent i hér. Þessi vit- neskja sem hann þykist búa yfir er eitt- hvað sem hefur alveg farið fram hjá mér. Kannski hann hafi uppgölvað þetta allt saman hér á árum áður, þcgar hann var vist svo til daglegur gestur hér á stofnuninni. Alla vega er þá l'arið að slá i þessa vitneskju því lítið hefur l'arið fyrir komunt hans síðan ég tók til starfa. Ekki þar fyrir, að hann er alltaf velkominn.” Og þetta látuni við heita lokaorð Tom Martins að sinni. Margt af þvi sem rætt hefur verið væri efni i viðtal út af fyrir sig, en þannig vill það ol) verða þegar sest er niður með fólki sem lifað hefur fjölbreyttu og ævintýralegu lifi. En hér setjum við punktinn . . .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.