Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1981, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1981, Síða 27
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981. 27 akamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál George Cobb vildi hefna bróðursíns. óeinkennisklæddir lögreglumenn stein- þögnuðu þeir og var ekki hægt að toga upp úr þeim eitt einasta orð. Gary var nú aftur tekinn til yfir- heyrslu og játaði hann að hafa af og til verslað með marijuana. Jafnframt ját- aði hann að hafa átt viðskipti við Clem- ents. Þegar lögreglan spurði hann hvort hann teldi að morðinginn hefði komið til hans til þess að ræna eiturlyfjum taldi hann það ólíklegt, eins og maður- inn hefði hegðað sér þá virtist eins og hann væri að leita að peningum. Á meðan á þessu stóð var síminn í ibúð- inni stöðugt að hringja og hinir og þessir að leggja inn pantanir á eiturlyfj- um sem lögreglan skráði samviskusam- lega hjá sér. Við yfirheyrslu á íbúum fjölbýlis- hússins kom eitt og annað í Ijós. Tvær konur sem höfðu setið úti á svölum höfðu séð mann sem hafði misst af sér annan skóinn koma á harðahlaupum út úr húsinu og aka á brott í bíl sem þær héldu að hefði verið Cadilack. Önnur þeirra var viss um að hún gæti borið kennsl á manninn ef hún sæi hann aftur. Það var greinilegt að hér var sitthvað gruggugt á ferðinni. Gary var viðriðinn stórfellda eiturlyfjasölu og nafnalisti lögreglunnar yfir þá sem versla vildu við liann, bæði kaupa og selja, varð sífellt lengri. Klókur karlinn var því ntiður ekki eins klókur og hann hélt. En uppræting eiturlyfjasölunnar í hverfinu gat beðið, fyrst varð að hafa upp á Öskubusku. Þar kom að lögreglan datt í lukku- pottinn. Við yfirheyrslur á vinum Clements bar einn þeirra að þeir félag- arnir hefðu verið á gangi daginn sem Clements var myrtur. Þá hefði skyndi- lega rennt Cadilackbifreið upp að gangstéttinni og út stigið maður sem hvorugur þeirra hefði þekkt og spurt þá hvort þeir vissu um nokkurn stað þar sem hægt væri að redda dópi. Vitnið sagði að Clements hefði boðist til þess að vísa manninum á góðan sölumann en þeir yrðu þá að fara saman. Strákarnir lögðu báðir af stað með manninum í bílnum en vitnið fór aldrei alla leið. Að því er hann best vissi hafði ferðinni verið heitið heim til Gary Morgans. Vitnið bætti því við að maðurinn hefði sagt til nafns en að hann myndi ekki hvað það hefði verið. Lýsing vitnisins kom heim og saman við lýsingu Garys, maðurinn hefði verið mjög hávaxinn, vel á annað hundrað kíló að þyngd og allur mjög stórbeinóttur, á að giska um þrítugt. Þessi tröllslega lýsing átti vel við skóinn sem lögreglan hafði undir höndum. Rannsókn lögreglunnar hafði öll byggst á þvi að morðið væri á einhvern hátt tengt eiturlyfjasölunni. Annað- hvort hefði átt að ræna eiturlyfjum eða þá að hér hefði verið á ferðinni einhver af keppinautum Garys um markaðinn í hverfinu. Þá kom fram enn eitt vitni, sem sagði frá atviki sem gerst hafði rétt um það bil ári áður. Vitnið sem var kona sagði lögreglunni frá veislu sem því hefði verið boðið til og þar sem eiturlyf hefðu verið höfð um hönd. Meðal gest- anna hefði verið Ted Ford. Hún sagði að veislan hefði ekki verið búin að standa lengi þegar inn hefði ruðst vopnaður maður sent hefði tilkynnt viðstöddum að hann ætlaði að hafa á brott með sér allt það sem þeir hefðu meðferðis af fjárntunum og dópi. Skipaði hann síðan fólkinu að afklæð- ast og leggjast á gólfið. Þar næst batt hann alla á höndum og fótum. För þessi virtist þó ekki eingöngu farin í fjáröflunarskyni, því að eftir að ræninginn hafði tæmt vasa og veski viðstaddra tók hann eina hinna nöktu kvenna með sér inn í næsta herbergi og nauðgaði henni. Vegna eiturlyfjanotkunarinnar voru ránið og nauðgunin aldrei kærð til lögreglunnar en fórnarlömbin ákváðu að leysa málið upp á eigin spýtur. Eitt þeirra taldi sig hafa borið kennsl á hinn óboðna gest og sagði Ted hver hann væri. Örfáum dögum síðar sprakk bif- reið í loft upp í hverfinu. í sprenging- unni lét nauðgarinn lífið. Þar með töldu fórnarlömbin réttlætinu full- nægt. Konan kvaðst þess fullviss að samband væri á milli þessara atburða og morðsins á Ted Ford. Áfram héldu yfirheyrslur lögregl- unnar og þegar rætt var nánar við kon- urnar sem sáu til morðingjans á flótt- anum þá hafði sú þeirra sem hafði talið sig geta borið aftur kennsl á hann orð á því að ástæðan væri sú að honum hefði svipað svo mjög til pilta sem höfðu alist upp í næsta húsi við hana í Braddock. Nágranriafjölskyldan hefði heitið Cobb. Haft var samband við lögregluna í Braddock og grennslast fyrir um Cobb- fjölskylduna. Þar var þvi til svarað að ef að þeir væru á höttunum á eftir einhverjum úr Cobbfjölskyldunni þá væri það örugglega George Cobb. Þegar spurst var nánar fyrir, þá kom í ljós að George Cobb var alþekktur vandræðamaður og þó hann væri ekki nema rétt þrítugur hafði hann dvalist langdvölum í fangelsum. Meðal þeirra glæpa sem George Cobb hafði hlotið dóm fyrir var inn- brot og rán í íbúð þar sem bjuggu ung hjón. George hafði ruðst vopnaður inn í íbúðina, neytt hjónin til þess að afklæðast, bundið þau á höndum og fótum, hirt af þeim allt fémætt og síðan hafði hann nauðgað konunni. Eitthvað fannst lögreglumönnunum þeir kannast við handbragðið en hvern- ig gat það átt sér stað? Nauðgarinn úr veislunni átti að hafa látið lífið í bíl sínum þegar hann sprakk. Lögreglan í Braddock gat aðeins fyllt inn í myndina. Bróðir Georgs hafði látið lífið í sprengingunni. Hann hafði verið allt önnur manngerð en George, stundað sína vinnu og verið samvisku- samur og aldrei komist upp á kant við lögin. Lögreglan hélt nú til heimilis Cobb- fjölskyldunnar. Þar var aðeins móðir Georges heima. Hún sagðist hvorki hafa heyrt né séð nokkuð til sonar sins í llangan tíma. Að því er hún best vissi héldi hann til hjá einni af vinkonum sínum. Þegar lögreglan spurði hana nánar um vinkonuna kom í Ijós að hún átti bifreið af Cadilack gerð. Næst var vinkonan heimsótt. Hún gat frætt lögregluna um það að George Cobb hefði fengið Cadilackinn lánað- an daginn sem morðin voru framin. Hann hcfði síðan ætlað að vera kominn til hennar um kvöldmatarleytið en einhverra hluta vegna hefði hann tafist og ekki skilað bilnum fyrr en næsta dag. Hann hefði síðan verið eins og festur upp á þráð og ekki haft nokkra eirð i sínum beinum. Hann hefði rokið frá henni næsta dag án þess að segja henni hvort eða hvenær hann væri væntanlegur aftur. Þegar vinkonunni var sýnd ljósmynd af skónum sem morðinginn missti af sér í stiganum þekkti hún hann strax aftur. Lögreglumenn voru látnir setjast að í íbúð vinkonunnar í von um að George myndi snúaaftur. Biðin varðekki löng. Fjórutn dögum siðar kom hann heim og var handtekinn. Við yfirheyrslur neitaði hann fvrst í stað öllunt sakargiftunt en eftir að honunt hafði verið gert Ijóst að fjöldi manns Itefði borið kennsl á hann og honum tókst ekki að bera fram ueina haldbæra fjarvistarsönnun þá gal' hann sig og játaði á sig ntorðin. Honum sagðist svo frá að það hefði verið hann sem réðist inn í veisluna sem fyrr er frá sagt. Einn gestanna hefði nokkrum árum áður starfað við sama fyrirtæki og bróðir George. Var tnaðurinn sannfærður um að bróðirinn hefði framið ódæðið. Maðurinii halði aldrei séð George en þeir bræðurnir voru mjög líkir í útliti. Þegar svo bróðirinn var myrtur í mis- gripum fyrir George sór hann þess dýran eið að hefna fyrir morðið. Þegar hann fór til Pittsburgh fékk hann Clements tii þess að að vísa sér á dóp- sala því liann vissi að strákarnir í svert- ingjahverfinu myndu fara með hann beinustu leið til Gary Morgan og Ted Ford sem voru einráðir um eiturlyfja- sölu í hverfinu. Þetta var gert i þeim tilgangi einum að villa um fyrir iögregl- unni svo hún gæti siður gert sér grein fyrir því hvaða ástæður lágu til morðsins. Af sömu ástæðu hefði liann myrt Clements. Lögreglumennirnir önduðu léttar. Leitinni að Öskubusku var lokið. 1 ævintýrinu reis Öskubuska úr ösku- stónni og giftist prinsinum sinum en George Cobb fór úr öskunni í eldinn því hann var tekinn af lil'i í rafmagns- stólnum. Ævar R. Kvaran: UNDUR ÓFRESKRA Síðan sögur hófust hafa lifað frásagnir um fólk, sem öðlaðist þekkingu án að- stoðar skynfæranna. Þessi óvenjulega bók hefur að geyma fjölda sagna af slíku fólki, dularfullar furðusögur, sem allar eru hver annarri ótrúlegri, en einnig allar vottfestar og sannar. Enginn íslendingur hefur kynnt sér þessi mál jafn ítarlega og Ævar R. Kvar- an. Þessar óvenjulegu sögur bera því glöggt vitni hve víða hann hefur leitað fanga og hve þekking hans á þessum málum er yfirgripsmikil. SKUGGSJA BÓKABÚD OUVERS STE/NS SE Ruth Montgomery: ÓVÆNTIR GESTIR Á JÖRÐU Ruth Montgomery er vel kunn hér á landi af fyrri bókum sínum: „Framsýni og forspár*, „í leit að sannleikanum“ og „Lífið eftir dauðann“. Þessi bók hennar er óvenjulegust þeirra allra. Megin hluti hennar fjallar um það, sem höfundur- inn kýs að kalla „skiptisálir og hlutverk þeirra. Tugþúsundir skiptisálna eru meðal okkar, háþróaðar verur, sem hafa tileinkað sér Ijósa vitund um tilgang lífs- ins. Flestar þeirra starfa í kyrrþei mitt á meðal okkar og leitast viö að hjálpa okkur. Þetta fólk leitast við að þroska með okkur lífsskoðun, sem stuðlar að kjarki og góðleika. SKUGGSJA BÓKABÚD OL/VERS STE/NS SE i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.