Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Page 1
 Hg ■ 271. TBL. — 71. OG 7. ÁRG. — MÁNUDÁGUR 7. DESEMBER 1981. ftjálst, óháð dagblað Rafmagnslaust vegna skulda á Fáskníðsfirði: Sveitarstjórinn vannviö kertaljós -sjábls.2 Jólaleikur DV: Langferömeð jólasveininum -sjábls.2 íslenzkustrák- amirkomnir íáttaliðaúrsHt — sjá blaðauka um iþróttir • Forkosningar fstaðprófkjöra viðaumland — sjábls.4 Tókuppplötuna ísófanum heimahjásér — sjá Fólk bls. 18 Sandkorn — sjábls.2 17 DAGAR TILJÓLA Hrottaleg árás á 15 ára stúlku: KEFLUÐ OG SÍÐAN BARIN OG STUNGIN stúlkum með eggvopni ■Hrottaleg líkamsárás var gerð á unga stúlku á föstudagskvöldið. Var henni um tíma vart hugað iíf, en hún er ekki lengur talin í lífshættu. Árás- armaðurinn er fundinn og hefur hann játað sekt sína. Hann hefur verið úr- skurðaður í tveggja mánaða gæzlu- varðhald og gert að sæta geðrann- sókn á þeim tíma. Að sögn Þóris Oddssonar, vara- rannsóknarlögreglustjóra ríkisins var árásin gerð á milli kl. 19 og 22 á föstudagskvöldið í Þverholtinu. Árásarmaðurinn keflaði stúlkuna og veitti henni síðan ótal áverka með eggjárni og steini. Auk þess var hún illa brennd þegar að var komið. Eftir árásina mun stúlkan hafa legið í blóði sínu í allt að fjóra tíma, áður en maður nokkur fann hana af tilviljun og gerði viðvart. Þórir Oddsson sagði, að þetta væri með hrottalegri árásarmálum, sem lögreglan hefði haftafskipti af. Samkvæmt upplýsingum, sem DV hefur aflað sér, mun stúikan, sem er fimmtán ára gömul, hafa verið að bíða eftir strætisvagni, þegar árásar- manninn bar að. Árásarmaðurinn, sem er tuttugu og átta ára gamall, mun hafa fengið stúikuna til að koma með sér að skúr sem er við Þverholtið nálægt strætisvagnastöðinni. Likur benda til að hann hafi reynt að fá stúlkuna til samræðis við sig, en þún neitað að þýðast manninn. Þá tryllt- ist árásarmaðurinn og rotaði stúlk- una og keflaði. Árásarmaðurinn veitti stúlkunni síðan ótal áverka með skrúfjárni og steini. Þá sveið hann stúlkuna með kveikjara. Við aðkom- una var ljóst, að þarna hafði verið á ferðinni maður haidinn kvalalosta á háu stigi. Svo virðist sem bráð hafi af mann- inum um síðir, því um tíuleytið var hringt á sjúkrabíl og tilkynnt, að slösuð stúlka væri á staðnum. Sjúkrabíll kom en fann ekki stúlk- una. Það var ekki fyrr en um tvö leytið um nóttina, að maður sem hafði verið á miðnætursýningu í Austurbæjarbíói, gekk framhjá skúrnum í Þverholtinu og sá stúlk- una. Hann gerði lögreglunni þegar viðvart. Árásarmaðurinn hefur oft áður komið við sögu hjá lögreglunni, aðal- lega þó fyrir auðgunarbrot. Hann gisti fangageymsiur lögreglunnar í ognaungum sólarhring fyrir tæpum hálfum mán- uði vegna líkamsárásar, og hann hefur verið kærður fyrir að ógna ungum stúlkum með eggvopni. Hann er áfengissjúklingur og eiturlyfja- sjúklingur, og hefur ekki stundað vinnu um skeið. Grunur féll fljótle^a á árásarmann- inn, því hann býr náiægt staðnum, þar sem stúlkan fannst. Þegar lög- reglan hafði tal af manninum, var hann undir áhrifum vímugjafa, en játaði strax árásina á ungu stúlkuna. Nafn árásarmannsins er Hall- grímur Ingi Hallgrímsson. Hann er fæddur árið 1953, með lögheimili að Þverholti 18e. Hann hefur þó ekki verið heimilisfastur þar heldur nán- ast verið heimilislaus. -ATA. Skipverjar á togaranum Bjarna Ólafssynifrá Akranesi lyftu sér upp um helgina ásamt mökum sínum og gistu Hótel Loftleiðir. Þar biðu óvæntar móttöíiur því Emil hótelstjóri tíndi gestina inn einn í einu og hratt þeim í fang víkings sem gerði sig Uklegan til að jafna um komumenn. Höfðu gestirnir hina beztu skemmtun af tiltœkinu. (D V mynd: G VA). H| Vaxandi deilur um ef nahagsaðgerðir Brestur í ríkisstjómarsamstarfínu MÉ Deilur milli stjórnarflokkanna um efnahagsaðgerðir hafa farið harðnandi. Sumir heimildarmenn DV í stjórnarliðinu eru svartsýnir á langa framtíð stjórnarsamstarfsins. Framsóknarmenn vilja efnahags- aðgerðir um áramótin, eins og síðast. En viðmælendur DV eru helzt á því, að ekki náist samkomulag um ára- mótin. Þá verði „prófraun” á stjórnarsamstarfið í janúar eða febrúar. Eins og DV hefur skýrt frá spáir Þjóðhagsstofnun 55% verðbólgu á næsta ári. Þar er ekki gert ráð fyrir grunnkaupshækkunum. Verðbólgan gæti því allt eins orðið um 60%, verði ekki gripið til róttækra aðgerða. í tillögum framsóknarmanna er meðal annars gert ráð fyrir skerðingu verðbóta á laun, en alþýðubandalags- menn standa þar fast á móti. Alþýðu- bandalagsmenn vilja nýta það, sem þeir telja hagnað Seðlabanka til stuðnings atvinnuvegum og til að draga úr þörf á gengisfellingu upp úr áramótum. Ýmsar tillögur eru ræddar í efna- hagsnefnd ríkisstjórnarinnar, en ekki samkomulag um nein aðalatriði. í nefndinni eru: Jón Ormur Halldórs- son, formaður, Ólafur Ragnar Grímsson og Guðmundur G. Þórarinsson, eins og áður hefur komið fram í DV. -HH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.