Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Síða 2
2 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 7, DESEMBER 1981. Nú förum við í jólaleik með lesendum okkar: Þú ferö ílangferð meö jólasveininum og hittir merka menn — og vitir þú hverjir það eru bíða þín glæsileg verðlaun — Tvö sjónvarpsleiktæki af fullkomnustu gerð auk tíu hljómplatna Lesendur Dagblaðsins & Vísis eiga kost á glæsilegum jólagjöfum í ár svo framarlega sem þeir taka þátt í jóla- getraun blaðsins sem mun hefja göngu sina á morgun. Allir sem þátt taka i leiknum með okkur eiga jafnan kost á vinningi og það ekki af lakara taginu. Getraunin verður skemmtilegur leikur fyrir alla fjölskyldumeðlimi og þess vegna höfum við einmitt valið í fyrstu og önnur verðlaun tæki sem öll fjölskyldan mun hafa gaman af. Verðlaunin eru sjónvarpsleikur frá Philips — einn fullkomnasti sjón- varpsleikurinn sem framleiddur hefur verið í veröldinni. Tækið, sem við getum nefnt tölvu, þvi það er nokkurs konar tölva, er hægt að tengja við hvaða litasjónvarp sem er. Tækinu er aðeins stungið i samband i loftnetsinnstungu sjónvarpsins og leikurinn getur hafizt. Með tölvunni er hægt að fá 36 kassettur sem hver inniheldur 4—6 leiki. Til að nefna einhverja leiki sem tölvan býður upp á er golf, skák, tuttugu og einn, keiluspil, fótbolta- leikir, skíðaleikir, hornabolti og margvíslegar tegundir af orrustuleikjum auk fjölda annarra leikja. Auk þessa alls býður tölvan upp á þann möguleika að vera heimilistölva. Hún getur kennt yngstu börnum heimilisins að skrifa og reikna. Þá geta eldri börnin einnig æft sig, því tölvan svarar reiknings- spurningum, hvort dæmin séu rétt eða röng. Tölvan sú arna býður þvi upp á ótrúlega möguleika og alltaf er verið að framleiða fleira og fleira. Sjónvarpsleiktækið er nefnilega ekki eitthvað sem er sniðugt í dag og búið á morgun. Þeir sem þegar hafa kynnzt þessu undratæki geta staðhæft að fullorðna fólkið, ekki síður en börnin, gleymir sér yfir spennunni og ánægjunni sem fylgir leiknum. Þámá geta þess að allt frá einum upp í fjóra geta leikið í einu. Þetta undratæki kostar í dag 3.536 krónur og kassettan kostar að auki 617 krónur. Vinnings- hafar þeir sem verða svo heppnir að eignast tækin fá eina kassettu með og eru því rúmlega fjögur þúsund krónum ríkari eftir getraunina. En hjá okkur verða ekki einungis tveir vinningshafar því auk þessara glæsilegu aðalvinninga bjóðum við tíu íslenzkar hljómplötur að eigin vali frá Sklfunni. Leikurinn okkar hefst síðan á morgun og nú er um að gera að vera með. Með okkur í leiknum er góður og þægUr jólasveinn — eins og jóla- sveinar eiga að vera. Nú, jóla- sveinninn fer með okkur í langferð og heimsækir ýmsa merka menn, hvort sem þeir eru lifandi eða hafa yfirgefið þennan heim. En allir eiga þessir menn það sameiginlegt að vera lifandi í hugum okkar þannig að get- raunin er létt fyrir okkur öll. Á morgun lendum við hjá — Já, það eigið þið að vita — og góða skemmtun. -ELA Já, það er ekki að undra að blessaður jólasveinninn stilli sér upþ. Hann á eftir að afhenda fjölda frægra manna gjafir og á fyrir höndum langt og strangt ferðalag og auðvitað fáum við að fylgja honum eftir. Og það er eins gott að heltast ekki úr lestinni því þó færð þú enga gjöf. Þetta glæsilega og vinsæla tæki, sem býður upp á ótrúlegan fjölda möguleika, verður verðlaun okkar númer eitt og tvö. Slíkt tæki með einni kassettu kostar rúmlega fjögur þúsund krónur og allir í fjöl- skyldunni hafa gaman af. DV-mynd Einar Ólason Lokað fyrír rafmagn til Fáskrúðsfjarðarhrepps vegna skulda: SVEITARSTJÓRINN SÁST VINNA VIÐ KERTAUÓS Starfsmenn Rafmagnsveitna rikisins á Fáskrúðsfirði lokuðu sl. föstudag kl. 15.30 fyrir rafmagn til bygginga sveitarfélagsins vegna skulda. Var lokað fyrir rafmagn til ráðhússins, leikskólans, leiguibúða, sem eru í byggingu, auk þess sem slökkt var á götuljósum og lýsingu við höfnina. Starfsmenn Rarik á Egilsstöðum komu áðurnefndan dag i innheimtuleiðangur á Fáskrúðsfjörð. Ekki náðis samkomulag við sveitar- stjórann um greiðslu skuldarinnar, sem er samtals kr. 118.000, þar af 63.000 frá því í október og 55.000, sem féllu í eindaga 3. desember sl. Innheimtumenn Rarik vildu fá ávísun fyrir allri skuldinni sem framvísa mætti i þessari viku. En sveit- arstjórinn bauðst til að greiða 24.000 kr. 8. desember nk. og eftirstöðvarnar með jöfnum greiðslum 15., 22. og 29. desember. Það tilboð gátu Rarik-menn ekki sætt sig við og þvi var lokað fyrir rafmagnið. Hafa götur bæjarins verið myrkvaðar frá því á föstudag og hálf- skuggalegt um að litast. Sjá mátti til sveitarstjórans vinna við kertaljós á skrifstofu hreppsins sl. föstudags- kvöld. „Þetta eru alveg sérstök óliðlegheit hjá ríkisstofnun gagnvart öðrum opinberum aðila sem sveitarfélagið er,” sagði Jón G. Sigurðsson sveitar- stjóri í samtali við DV í gær. Hann kvað hreppinn eiga í greiðsluerfiðleik- um um þessar mundir, aðallega vegna þess að fyrirtæki og íbúar hefðu ekki staðið nægilega vel í skilum með út- svar. Gerði hann ráð fyrir því að bjarga málinu fyrir horn með því að fá lán i banka. -KMU/Ægir, Fáskrúðsfirði. Tveirárekstrarí Vestmannaeyjum Tveir árekstrar urðu í Vestmanna- eyjum i gærdag og meiddist kona i öðrum þeirra. Fyrri áreksturinn varð klukkan eitt í gærdag. Töluverðar skemmdir urðu á Ibílum en enginn meiddist. Hálftíma síðar varð annar árekstur á gatna- mótum Heiðarvegar og Kirkjuvegar Vörubíll ók í veg fyrir lítinn fólksbíl. Fólksbíllinn skemmdist mikið og er jafnvel talinn ónýtur. Kona sem var farþegi í fólksbílnum, meiddist á höfði og var flutt á sjúkrahús. Meiðslin voru þó ekki talin alvarleg. Sól var lágt á lofti er óhöppin urðu og launhált á götum í Vestmanna- eyjum. -ATA Eldur íHátúni 10A Slökkviliðinu var tilkynnt um eld í húsi Öryrkjabandalagsins að Hátúni lOa um átta leytið í gærmorgun. Mikill reykur kom út úr íbúð á þriðju hæð er slökkviliðið kom á vettvang, en í íbúðinni býr kona á níræðisaldri. Kviknað hafði í rúmi konunnar og skáp sem var í svefnherberginu. Konan vaknaði við reyk í íbúðinni en áttaði sig ekki strax á þvi hvað væri að gerast. Er slökkviliðið kom á vettvang opnaði konan fyrir slökkviliðsmönnunum sem siökktu eldinn á skömmum tínia. Gamla konan var flutt á slysadeild til rannsóknar, en henni mun ekki hafa orðið meint af. íbúðin er töluvert skemmd.ekki sízt af reyk og vatni. -ATA Sandkorn Sandkorn Sandkorn Pétur Maact^tomit I feítt. Pétur og vínarbrauóió F.kki hefur gengíð and- skotalaust hjá Pétri Maack að verða sér úli um vígslu. Hann sótti á sínum tíma um Laugar- nessókn en varð þá að lúta i lægra haldi fyrir Jóni Dalbú Hróbjartssyni i afar jafnri kosningu. Nú stendur tii að Pétur verði vigður, sem prestur hjá SÁÁ. Til þessa hafa menn ekki verið vtgðir fyrr en þeir ! hafa orðið sér úti um presla- kall. Sagan segir að Pétur hafi verið inntur eftir því hvort ekki væri slæmt að hafa ekkert brauð loks þegar hann væri orðinn þjónandi guðs maður. Fannst Pétri það < kki vera neitt tiltökumál þv< nóg væri af vínarbrauði í þessum söfnuði. • Glösin úr Manhattan yfir í Broadway Fínu glösin þeirra í Broad- way hafa orðið að umræðu- efni hér í Sandkorni og þá með tilliti til tilhneigingar þeirra til að brotna við það eitt að vera skellt léttilega niður á barborðið. Við höfum aflur á móti heyrt því fleygt að glösin glæsilegu hafi upphaflega átt aö vera í Manhattan. Af ein- hverjum ástæðum hafi það dregizt að koma þeim i hús en síöan, þegar eigendur staðarins fóru við opnum Broadway, hafi þeim brugðið illilega í brún. Sömu hönnuöir eru að báðum veitingastööun- um. Gullöld gluggagægjanna Gullöld gluggagægjanna á Akranesi er runnin upp. Féiagar i einum samtökum þar í öæ gengust fyrir skömmu fyrir sölu á limmiö- um, sem ætlunin var að fólk límdi á rúðurnar í öllum svefnherbergisgluggum híbýla sinna. Eiga þessir limmiðar að hjálpa slökkviliöinu þar í bæ viö að finna sofandi ibúa ef bruna ber að höndum. I.ím- miöurnir gera meira en bcnda slökkviliðsmönnum í skyldu- störfum á hvar sofandi fólk er að finna. Þeir vísa nefnilega gluggagægjum bæjarins á þá staði sem vænlegastir þykja til árangurs. Enginn kannast við minnkandi aðsókn Og áfram með skemmti- staðina. Við sögðum frá því hér í Sandkorni fyrir helgina að likast til yrði einhver skemmtistaðanna að láta i minni pokann með tilkomu Broadway, sem hýsir um 1500 manns þegar bezt lætur. Voru þar einkum nefndir staðir eins og Þórscafé, Hótel Saga ojf Manhattan. Eigendur síðast- nefnda staðarins vilja ekki kannast við að aðsókn hjá þeim hafi minnkað þannig að e.t.v. veröur Broadway aðeins viðbót við skemmtanalif borgarbúa cins og-við gátum okkur til í sömu umfjöllun. • Dallas á ekki að heita Dallas Nýja kvikmyndahúsið í Mjóddinni, sem Árni Samúelsson i Keflavík er að reisa, tekur væntanlega til starfa í marzbyrjun á næsta ári. Til þessa hefur nafnið Dallas festst við sfaöinn og mörgum þótl það miður gæfulegt nafn. í samtali við Árna staðfesti hann að kvikmyndahúsiö ætti alls ekki að heita Dallas. Þaö nafn hefði fæðzt ásaml mörgum öðrum og einhverra hluta vegna hefði það skotiö rótum. Ekki vildi Árni gefa það upp að svo stöddu hvaða nafn bíóinu væri ætlaö, en það gæti allt eins orðið eitt- hvað rammíslenzkt. Svlpmynd frá Hafrwflrðí? N«i, «n g»ti þó aRt ain» étt viö þar. Staðið fast í báða fætur Hafnarfjarðarbrandararnír hafa einhverra hluta vegna ekki farið hátt undanfariö. Tæpast er skýringin sú að gáfnafariö i þeim bæ hafi breytzt eitthvað til betri vegar en liklegra að brandarasmið- irnir hafi farið i velrarorlof. Við rákumst þó á einn nýjan. Veiztu af hverju Hafnfirð- ingar standa alltaf fast i báða fætur þegar þeír tala í sim- ann? Skrefatalningin maður, skrefatalningin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.