Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Síða 4
4 Undirbúningur sveitarsf jómarkosninganna í vor: Forkosningar í stað prófkjöra víða um land DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1981. Prófkjör flokka og framboðshópa vegna sveitarstjórnarkosninganna næsta vor eru nú að taka á sig mynd eiginlegra forkosninga víða um land. Forkosningar, sem sumir kalla enn sameiginleg prófkjör, eru nú á dagskrá meðal annars í Kópavogi, á Akureyri, Akranesi og ísafirði. í þessum forkosningum verður, væntanlega á einum degi, kosið ná- kvæmlega á sama hátt og í hinum eiginlegu sveitarstjórnarkosningum, á sömu kjörstöðum og eftir sömu kjörskrá. En í forkosningunum er hins vegar raðað persónum á væntanlega framboðslista. Þess konar sameiginlegt prófkjör kemur að sjálfsögðu í veg fyrir umtals- verð óeðlileg áhrif á röðun á hvern lista og gerir alls óþarft að binda prófkjör við flokksmenn, auk þess að það gefur verulega vísbendingu um fylgi hvers framboðslista. Forkosningar vegna sveitarstjórnar- kosninga hér á landi eiga upptök sín í Kópavogi, en þar var sameiginlegt prófkjör fimm flokka 1970. „Það tókst vel, " sagði upphafsmaður for- kosninganna þar, Guðmundur Gíslason bókbindari, þegar DV grennslaðist fyrir um þetta mál. Guðmundur hefur verið í forystusveit sjálfstæðismanna í Kópavogi um langt árabil. Og for- kosningabylgjan nú átti einnig upptök sín þar, þegar Axel Jónsson fyrrver- andi alþingismaður vakti hugmyndina að nýju í byrjun október. „Axel flutti tillögu um þetta á fundi fulltrúaráðs sjálfstæði'sfélaganna hér 8. október og hún var samþykkt einróma,” sagði Richard Björgvinsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. „Það var samþykkt að bjóða hinum stjórnmálaflokkunum til viðræðna um forkosningar og þær viðræður eru mjög jákvæðar. Síðan hafa sjálfstæðismenn í nokkrum öðrum kaupstöðum óskað eftir því að við sendum þeim reglurnar frá 1970 sem við höfum gert. Á þessu er greinilega verulegur og ört - vaxandi áhugi,” sagði Richard, „enda er þetta fyrirkomulag augljós ávinningur fyrir kjósendur og frambjóðendur.”-HERB. Alexander Alexandersson, bæjarfulltrúi Borgaralistans í Kópavogi: „KÆRUM OKKURINN EF MED ÞARF’ „Okkur hefur ekki verið boðin þálttaka í forkosningunum, sem nú er rætt um hér í Kópavogi, en við kærum okkur inn ef með þarf,” sagði Alexander Alexandersson, bæjarfulltrúi Borgaralistans, í samtali við DV. „Framboð Borgaralistans hefur ekki verið ákveðið og við ákveðum okkur ekki til né frá fyrr en í janúar. En það er alveg Ijóst að það er klaufaskapur Sjálfstæðisflokksins og hinna flokkanna að bjóða okkur ekki til viðræðna um forkosningarnar. Þeir ganga fram hjá tveimur núver- andi öflum í bæjarstjórn, okkur og sjálfstæðisfólki.” Er ekki Ijóst hvort Borgaralistinn verður aftur í boði? „Nei, við göngum frá okkar málum í janúar,” sagði Alexander. —HERB. Guðni Stefánsson, bæjarfulltrúi sjálfstæðisfólks í Kópavogi: „Fer í prófkjör hjá Sjálfstæðisflokkiium” „Það hefur engin rödd komið upp um það að við bjóðum fram aftur sérstakan lista í vor og ég mun verða með í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, væntanlega í forkosningum hér í lok febrúar,” sagði Guðni Stefánsson, bæjarfulltrúi sjálfstæðisfólks í Kópa- vogi, sem varð annar listi Sjálfstæðis- flokksins í siðustu kosningum þar vegna óánægju með tilhögun á skipan framboðslista flokksins. „Okkar listi var skipaður nærri eingöngu fólki sem var og er í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins hér í Kópavogi og ég reikna ekki með því ástandi aftur sem kom upp á sinum tima. S-listinn er því liðinn undir lok, eins og málin standa nú, nema að hann lýkur auðvitað sínu hlutverki með eðlilegum hætti í bæjarstjórn,” sagði Guðni Stefánsson. -HERB. Frá einu atríði sýningar bandaríska leikhópsins sem sýnir i Alþýðuleikhúsinu (Hafnarbíói) i kvöld. Hér verður aðeins um eina sýningu að ræða. GÓÐIR GESTIR í ALÞÝÐULEIKHÚSINU Alþýðuleikhúsið á von á góðum gestum núna. Það er brezk-bandaríski leikhópurinn „Theater of all possibilities”, sem ætlar að hafa hér stutta viðkomu á leið sinni til Banda- ríkjanna. Leikhópur þessi var stofnaður 1%7 í Santa Fe í Banda- ríkjunum og hefur leikið óslitið síðan og ferðazt víða um heim. Þetta er þó í fyrsta sinn sem hann gistir ísland. Um allan heim eru starfandi sjálfstæðir leikhópar á borð við Theater of all possibilities en fjárhagsstaða flestra þeirra er þó þannig að lítill kostur er á ferðalögum um heiminn. Þar af leiðandi heyrir það til algjörra undan- tekninga að við hér á Fróni fáum augum barið slíka hópa erlendis frá. Leikritið, sem „Theater of all possibilities” sýnir i Hafnarbíói í kvöld kl. 20.30 nefnist „The tin can man” og fjallar á spaugsaman hátt um hina yfir- vofandi hættu á útrýmingu vitsmuna- verunnar „homo sapiens”. Leikurinn er kryddaður með dansi, söng og hljóðfæraslætti. Fólk ætti því ekki að láta smávegis tungumálaörðugleika hindra sig í því að fara og njóta einstæðrar skemmtunar. Aðeins verður um þessa einu sýningu að ræða. ELDURIBILSKUR Eldur kom upp i bílskúr i Garðabæ aðfaranótt laugardagsins. Bílskúrinn skemmdist mikið og sperrur sviðnuðu í ibúðarhúsi sem er áfast bílskúrnum. Það var um klukkan fjögur aðfara- nótt laugardagsins að slökkvilið Hafnarfjarðar var kallað út vegna elds sem komið hafði upp í bílskúr við Faxatún í Garðabæ. Slökkvistarf gekk ágætlega en bílskúrinn brann mikið að innan en er þó uppistandandi. Eldur komst ekki í samliggjandi ibúðarhús en það sviðnaði nokkuð við brunann, eins og áður er sagt. Eldsupptök eru ókunn. -ATA. Svarthöfði Svarthöfði Svarthöfði Svarthöfði Framsókn hallar sér að banameininu Um þessar mundir mun Alþýöubandalagiö vera að þreifa fyrir sér hjá Framsókn um sameiginlegl framboð í sveitar- stjórnarkosningum, þar sem Sjálf- stæöisfiokkurinn er í meirihluta, ef það mætti verða til þess að efla siguriikur í komandi kosningum. Þessi málaieitan segir í raun meira um ástandiö í Framsóknarflokknum en langar útskýringar. Framsókn hefur tengst Alþýðubandalaginu meira á undanförnum árum en hæfilegt er fyrir flokk, sem telur sig sjálfráðan um sína hagi, og Ijóst er að fjölmargir a í frammámönnum Framsóknar, einkum i röðum yngri manna, hafa ruglast eitthvað á pólitíska sviðinu og halda að langvar- andi samstarf Framsóknar við Alþýöuhandalagiö sé eins konar yfir- lýsing um, að sameining í framboðum sé af hinu góða fyrir flokkinn. Löngum hefur verið vitaö, að stórir hópar í Framsókn hafa alltaf verið reiðubúnir að yfirgefa flokkinn í kosningum og kjósa Alþýðubanda- lagið, hafi skrefið ekki verið sligið til fulls og myndaður flokkur með þreifiliði frá Alþýðubandalaginu. Af þeim sökum var Þjóðvarnar- flokkurinn stofnaður, en ýmsir af- komendur þeirra, sem sneru aftur til Framsóknar úr Þjóðvarnar- flokknum, halda nú að per- sónulegum metnaði þeirra verði best borgið í samstarfi við Alþýöuhanda- lagið. Seinna voru Samtök frjáls- lyndra og vinslri manna stofnuð og gekk einhver hluti Framsóknar- manna yfir í Alþýöuhandalagiö í gegnum Samtökin. Þetta sýnir raunar, að forustulið Framsóknar hefur um skeið verið ófært um að halda úti flokki, eða veila honum þá forustu, sem það er skyldugt til. Kjörorðið: Allt er betra en íhaldið hefur gert Framsókn að agentastassjón fyrir kommúnista, enda mun væntanlega koma i Ijós, að þeim finnst ekki tiltökumál að bjóða fram sameiginlega lista með Alþýðubandalaginu í sveilarstjórnar- kosningunum. Fyrir utan fyrrgreint kjörorð, sem varð til á dögum, þegar lítil sem engin kommúnistahreyfing var starfandi í landinu, hefur Timinn, málgagn Framsóknar, hagað pólitiskum skrifum sínum í fjörutiu ár þannig, að mcðlimir Framsóknarflokksins litu á það sem Ijúfa skyldu að ganga Þjóövörn á hönd á sínum tíma og síðan Samtökunum með þeim af- leiðingum, að stór hluti fyrri Framsóknarmanna endaði í Alþýöu- bandalaginu. Forustu fyrir þessum skrifum hefur Þórarinn Þórarinsson haft, og er stundum engu líkara en hann vilji sjá á eftir öllum Framsóknarflokknum inn i Alþýöubandalagiö. Engan annan stjórnmálarilstjóra virðist Framsókn geta notað og er það næg yfirlýsing um hvert forustulið flokksins stefnir. Þrálát heimboð til Búlgaríu og Austur-Þýskalands sýna vináttutengsl, sem varla eru sæmandi borgaralegum flokki, einkum á timum, þegar njósnir kommúnista á Norðurlöndum eru öllum Ijósar. í . Búlgaríu ríkir ástand, sem sýnir Framsóknarmönnum framtíð flokksins í hnotskurn, en þar fær lítill bændaflokkur og áhrifalaus að sitja i stjóm með kommúnistum af tækniástæðum. Af þessu fyrir- komulagi eru Framsóknarmenn mjög hrifnir. Enginn flokkur mun eins samþykkur banameini sínu og Framsókn, fyrst svo er komið að hún leilar samvinnu við Alþýöubanda- lagið á einstöku stöðum i sveitar- stjórnarkosningum. Þessu bana- meini fylgir auðvitað, að Framsókn afhendir völd og álirif i sam- vinnuhreyfingunni á silfurfati, enda til lítils að berjast því allaballar hafa þegar hótað að hirða samvinnuhreyfinguna i gegnum deildir kaupfélaganna. Með þessari samvinnu vill Framsókn kaupa sér valdaaðstöðu frá degi til dags, en hún hugsar minna um skyldur sínar við borgaraleg öfl i landinu. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.