Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Page 21
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1981. 21 Allt um íþróttir helgarinnar J Heimsmeistarakeppnin í Portúgal: Islenzku strákamir kom- ust f átta-liða úrslitin —en steinlágu fyrir sovézku heimsmeisturunum, 23-12, í gærkvöld „Við áttum ekkert svar við stórieik sovézku heimsmeistaranna. Þeir kaffærðu okkur strax i byrjun. Staðan í hálfleik 10—3 og unnu með 23—12. Ég tel að lið þeirra sé í sérflokki hér i heimsmeistarakeppninni og mun betra en þegar það varð heimsmeistari i Dan- mörku fyrir þremur árum. Leikmenn liðsins mjög hávaxnir og með þrumu- góðan markvörð. Það hafði yfirburði gegn okkur allan leikinn,” sagði Ólafur Aðalsteinn Jónsson fararstjóri i samtali í gærkvöld. En ísland er komið i úrslit i keppninni eftir sigra á Portúgal og Hol- landi. í úrslitakeppninni leikur Island við Sviþjóð og Frakkland i B-riðlinum og þar eru Sovétríkin einnig. Leikurinn í gærkvöld við Sovétrikin telur i úrslita- keppninni. Frakkar komust i úrslita- keppnina á betri markamun en Vestur- Þjóðverjar. Þar munaði einu marki. f A-riðlinum leika Júgóslavía, Austur- Þýzkaland, Danmörk og Tékkó- slóvakia. Danir tryggðu sér rétt í úrslitakeppnina i gær með 18—15 sigri á Tékkum eftir að hafa tapað 20—19 fyrir Spáni Sovézku risarnir fóru rólega af stað í keppninni. Geymdu nokkra af sinum sterkustu leikmönnum í fyrsta leiknum við Holland. Sigruðu aðeins með eins marks mun, 22—21. Þeir settu siðan allt á fullt gegn Portúgölum og unnu 40—11. Sama var uppi á teningnum í gær gegn fslandi. Sverrir Kristinsson var í marki og stóð sig með ágætum. Varði 14 skot i leiknum, þar af 2 víta- köst. Vörn ísl. liðsins var nokkuð góð en sóknarleikurinn alveg i molum. SÉRÞÆTTIR UM ÍSL. LEIKMENNINA Knattspyrnublaðið fræga „Kickers” tilkynnti i siðustu viku að það mundi á næstunni verða með sérþætti um islenzku knattspyrnumennina sem leika í Bundesligunni. Þesss var sérstaklega getið i fyrirsögn i blaðinu og fyrsta greinin verður f blaðinu, sem kemur út í dag. Það hefur þótt tíðindum sæta hér í Þýzkalandi hve margir fslendingar leika í Bundesligunni — frá svo fámennri þjóð. -Viggó Eðvarð og Guðrún Fema með 14 met! —á Noröurlandamóti unglinga fsundi íDanmörku Sundkappinn ungi úr Njarðvík, Eðvarð Þ. Eðvarðsson náði frá- bærum árangri á Norðurlandamóti unglinga i sundi sem haldið var í Danmörku um heigina. Hann setti þar samtals 10 íslandsmet þar af tvö i karlaflokki. Annað var í 100 metra baksundi en þar synti hann á 1:02,4 mín., sem er 6 sekúndubrotum betra en íslandsmet Inga Þórs Jónssonar, sem hann jafn- aði á bikarsundinu í Vestmanna- eyjum helgina þar áður. Millitími Eðvarðs í 50 metrunum var 29,6 sek, en það er bæði nýtt pilta og drengja- met og 100 metrarnir voru að sjálf- sögðu líka nýtt pilta- og drengjamet. Eðvarð varð í 5. sæti í þessu sundi en sundið vannst á 1:01,19 mín. Hann varð svo í 4. sæti 200 metra baksundi á 2:14,06 sem er íslands- met karla og pilta og drengjamet. Þá varð hann í 7. sæti í 200 metra fjór- sundi á 2:19,79 mín, sem er bæði nýtt piltamet og drengjamet. Eðvarð var ekki sá eini sem setti íslandsmet á þessu móti. Guðrún Fema Ágústsdóttir, Ægi, setti íslandsmet kvenna og þá um leið telpna og stúlknamet í 100 metra, bringusundi í gær — synti á 1:17,16 mín og varði 6. sæti af 9 keppendum. í 200 metra bringusundi varð hún f 8. sæti á 2:47,08 mín sem er telpnamet og einnig í 8. sæti í 200 metra fjór- sundi, þar sem hún fékk tímann 2:39,0 mín. Árni Sigurðsson frá Vestmanna- eyjum keppti í þrem greinum og stóð sig vel. Hann synti 100 metra bringu- sund á 1:11,44 mín, 200 metra bringusund á 2:39,06 mín og 200 metra fjórsund á2:24,88 mín. Árni var elztur af íslenzku kepp- endunum, en þau Guðrún og Eðvarð eru aðeins 14 ára og eiga því tvö ár eftir enn í unglingaflokki. Árangur þeirra á þessu móti er enn athyglis- verðari þegar þess er gætt að keppi- nautar þeirra á mótinu eru nær undantekningalaust tveim árum eldri en þau. -klp- Aðeins 30% sóknarnýting. Páll Olafs- son skoraði 3 mörk, Kristján Arason einnig, öll úr vítum. Brynjar Harðar- son, Guðmundur Guðmundsson, Gunnar Gíslason, Dagur Jónasson, Erlendur Davíðsson og Heimir Karls- son skoruðu eitt mark hver. 10—3 i hálfleik eins og áður segir og um tíma ellefu marka munur, 19—8. En Ólafur hafði annað að segja um fyrri leiki íslands. „Ég hef aldrei verið viðstaddur eins spennandi leik, vissi hvorki hvort ég átti að sitja eða standa. Lengstum leit út fyrir sigur Hollands en með miklu harðfylgi tókst islenzku strákunum að snúa leiknum sér í hag og sigra. Naumara gat það þó varla verið. Kristján Arason skoraði sigurmarkið úr vitakasti á siðustu sekúndu leiksins, 18—17. Með þessum sigri tryggði Ísland sér rétt í 8-liða úrslit í þessari heimsmeistarakeppni pilta, leikmenn 21 árs og yngri,” sagði Ólafur Aðal- steinn, eftir leik islands og Hollar 5 í C-riðlinum á laugardag. Þrátt fyrir spennuna var leikurinn ekki góður af íslands hálfu. Mikil taugaspenna og hún var einnig til staðar hjá Hollendingum. Þeir virtust þó lengi vel stefna í öruggan sigur. Staðan f hálfleik 8—6 fyrir Holland og hollenzka liðið hafði fjögurra marka forustu, þegar tíu mín. voru til leiks- loka. 16—12. Þegar aðeins þrjár mín. voru eftir var Holland enn yfir, 17— 15,. en íslenzku strákunum tókst að skora þrjú siðustu mörk leiksins og tryggja sér sigur. Naumara gat það þó ekki verið. Kristján Arason — skoraði 10 mörk gegn Hollandi. Mörk íslands í leiknum skoruðu Kristján Arason 10 þar af sjö úr vita- köstum. Brynjar Harðarson og Gunnar Gislason skoruðu 3 mörk hvor og Guð- mundur Guðmundsson 2. Á föstudagskvöld léku Portúgal og Ísland fyrsta leikinn i C-riðlinum. ísland sigraði með sex marka mun, 31—25 og átti í miklu meiri vandræð- um með lið Portúgal en reiknað hafði verið með. Portúgal yfir i hálfleik 13— 12. í s.h. tókst íslenzka liðinu að snúa leiknum sé í hag og sigra. Mörk íslands í leiknum skoruðu Þorgils Óttar Mathiesen 7, Kristján Arason 6/4, Brynjar, Guðmundur, Gunnar og Páll Ólafsson 4 hver. Val- garðurValgarðssontvö. -hsím. Sævar hjá FC Brugge Sævar Jónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu úr Val, er kominn til Belgiu, en þar mun hann æfa með 1. deildarliðinu FC Brugge næstu daga. Sævar hefur mikinn hug á að komast í atvinnumennskuna og ef vel tekst til hjá honum í þetta sinn á hann góða möguleika á að ná samningi við Brugge, sem er á höttunum eftir sterk- um varnarmönnum. Ellert áf ram, formaður KSI — Einróma kjörinn á ársþinginu ígær Ellert B. Schram var í gær einróma endurkjörinn formaður Knattspyrnu- Stjórn KSÍ. Efri röð frá vinstri. Gunnar Steinn Pálsson, GylB Þórðarson, Jóhann Ólafsson, Rafn Hjaltalin, Þór Simon Ragnarsson, Sveinn Sveinsson, Kristján Jónas- son, Guðmundur Bjarnason og Helgi Þorvaldsson. Fremri röð. Helgi Danielsson, Gunnar Sigurðsson, Ellert Schram, Friðjónsson. formaður, Árni Þorgrimsson og Friðjón DV-mynd Bjarnleifur. sambands íslands á ársþingi KSÍ, sem háð var um helgina og lauk i gærkvöld. Ellert hcfur verið formaður KSÍ frá 1973. Friðjón Friðjónsson gjaldkeri skýrði reikninga á þinginu. Rekstrar- hagnaður var 206.507.63 krónur á árinu. , í stjórnarkjöri tíl næstu tvcggja ára voru kjörnir i aðalstjórn Gylfi Þórðar- son (151 atkv.), Helgi Þorvaldsson (142) og Gunnar Sigurðsson (130). Þeir Helgi og Gunnar cru nýir menn i aðalstjórn KSÍ. Jens Sumarliðason, varaformaður KSÍ um langt árabil, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Voru honum þökkuð frábær störf og hann sæmdur heiðursmerki KSÍ. Þrír menn voru kjörnir i varastjórn. Kosningu hlutu Þór Símon Ragnarsson (126 atk.), Gunnar Steinn Pálsson og Sveinn Sveinsson. Þeir hlulu 121 atkvæði hvor. Stefán Gunnlaugsson, Akureyri, var einnig í kjöri og hlaut 97 atkvæði. Fyrir i aðalstjórn KSÍ eru Árni Þorgrímsson, Friðjón Friðjóns- son og Helgi Daníelsson. Fulltrúar landsfjórðunganna voru endurkjörnir. Fjölmargar tillögur voru samþykktar á þinginu. Hvað merkilegast er, að næsta sumar verður keppt i 4. deild. Skipað þar í riðla eftir landsvæðum. Þriðja deild næsta surnar skipuð 16 liðum í tveimur riðlum, suð-vestur- landsriðli, og norð-austurlandsriðsli. Tvö lið falla niður í 4. deild. Vegna þrengsla í blaðinu í dag verður nánari frásögn af þinginu að bíða. -hsím

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.