Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Side 48
Húsaleiga rýkur upp í Reykjavík: Meðalhækkun nær 100% á milli ára Heldur lítið framboð virðist vera á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu núna og eftirspurnin einnig minni á þe'sum árstíma, en var til dæmis fyrr i iiaust. Víst er um að ekki fer verðið lækk- andi, þvert á móti, því í stuttri könnun sem DV gerði á leiguverði kemur fram, að meðalhækkun frá sama tíma í fyrra er nálægt 100 prósentum. Vísitala húsaleigu fyrir íbúðarhúsnæði hefur aftur á móti hækkað um 53.16% milli ára. Mest er eftirspurn eftir tveggja til þriggja herbergja íbúðum og gang- verðið á þeim er á bilinu 2500 til 3000 krónur á mánuði. Margir fara þó fram á allmiklu hærra verð. Einstaklingsherbergi er algengast að leigja á 1000 til 1500 krónur, ýmist með aðgangi að eldhúsi eða ekki. Eitt dæmi fengum við um fullorð- inn mann sem leitar að þriggja her- bergja íbúð. Ein slík bauðst til tveggja og hálfs árs á 3000 krónur á mánuði og allt tímabilið skyldi greiðast fyrirfram. Að öðrum kosti var leigusalinn ekki til viðræðu. Eitthvað hefur dregið úr kröfum um fyrirframgreiðslu og á það ef til vill einhvern þátt í hækkun leig- unnar. Með því að borga fyrirfram hafa menn getað keypt sig undan vísi- töluhækkunum og er leigan yfirleitt lækkuð í samræmi við upphæð fyrir- framgreiðslunnar. Einn viðmælandi taldi að leiga væri yfirleitt miðuð við 1000 krónur fyrir hvert herbergi, að minnsta kosti þegar þau væru orðin þrjú eða þar fyrir ofan. Minna húsnæði, væri hlutfallslega miklu dýrara. Og gilti þá einu hvort íbúðin væri á hæð eða í kjallara, eða hvert ástand húsnæðis- ins væri. En þó menn setji ekki upphæð leig- unnar fyrir sig og séu með fullar hendur fjár, virðist framboð vera það lítið að heppnin ein ráði hvort þeir fá þak yfir höfuðið. -JB Samtals 5777 manns kusu í prests- kosningum sem fram fóru í Glerár- prestakalli og Akureyrarprestakalli um helgina. Á kjörskrá voru samtals 8.795. Atkvæði verða talin á biskupsstofu á fimmtudaginn kemur. í Akureyrarprestakalli voru tveir í framboði, þeir sr. Þórhallur Höskulds- son og sr. Jón A. Baldvinsson. Þar voru á kjörskrá 6403 og af þeim kusu 4024 eða 62,8%. í Glerárprestakalli var kosið um sr. Pálma Matthíasson og sr. Gylfa Jóns- son. Samtals 2.329 voru á kjörskrá í Lögmannshlíðarsókn. Af þeim kusu 1.695 auk 7 hjá yfirkjörstjórn eða 72,7%. í Grímsey, sem er Miðgarða- sókn, voru 63 á kjörskrá. Þar af kaus 51, en 12 voru fjarverandi af eynni. Sem fyrr sagði, verða atkvæðin talin á biskupsstofu næstkomandi fimmtudag. (Mynd: GS Akureayri) -JSS. r Urvalslínuf iskur fluttur úr landi til skreiðarvinnslu með brezkum skuttogara í skjóli nætur: „Ekkert í lögum sem bannar þennan útflutning” — segir Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri íviðskiptaráðuneytinu Reykjavíkur- meistarar annað árið í röð Reykjavíkurmeistaramótið í tví- menningskeppni i bridge var haldið um helgina. Lauk því með sigri Ásmundar Pálssonar og Karls Sigurhjartarsonar, sem eru þar með Reykjavíkurmeistarar annað árið 1 röð. Sigruðu þeir með rniklu öryggi líkt og í fyrra, eða með 284 stigum yfir meðallagi, á meðan næsta par, landsliðsmennirnir Guðlaugur R. Jóhannsson og örn Arnþórsson, hafði 153 stig yfir meðalskor. — í þriðja sæti urðu Jón Hjalta- son og Hörður Amþórsson, í fjórða sæti Sigurður Sverrisson og .Þorgeir Eyjólfsson og i fimmta sæti Sævar Þorbjörnsson og Þorlákur Jónsson. -GP. , „Okkur þykir það vera undarleg stefnubreyting að leyfa erlendum veiði- skipum að leggjast hér við bryggju og lesta ferskfisk, sem flytja á út til vinnslu,” sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenzkra út- vegsmanna er DV ræddi við hann í morgun. „Erlend skip hafa áður sótt um hliðstæð leyfi, en verið neitað. Við höfum áður flutt út ferskfisk, en þá beint á markað. Hér er um allt annað að ræða og ég endurtek að þessi stefnu- breyting vekur undrun,” sagði Kristján. Undarlegar athafnir fóru fram á Patreksfirði um helgina. í skjóli nætur á laugardagskvöld hófust menn handa við að lesta um 100 tonn af úrvals linu- fiski í brezkan skuttogara frá Fleet- wood. Var unnið baki brotnu alla helgina við lestunina og hélt togarinn í nótt áleiðis til Suðureyja þar sem ætlunin mun vera að vinna fiskinn í skreið. Á sama tíma var algert fiskileysi á Patreksfirði og þar um slóðir blöskrar mönnum þau vinnubrögð að flytja út úrvalsfisk til þess eins að nota hann í skreið. „Það er ekkert í lögum, sem bannar þennan útflutning. ” sagði Þórhallur Ásgeirsson ráöuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu er DV bar þetta undir hann í morgun. „Þetta er mjög óvanalegt, en i þessu tilfelli var leyfi veitt. „Kvað Þórhallur ekki stætt á því að neita útflutningsaðilanum, Odda á Patreksfiröi, um leyfi úr því leyft hefði verið að flvtja ferskfisk með flugvélum til útlanda. í samtali við Harald Ólafsson, verk- stjóra í Odda á Patreksfirði, taldi hann að ekkert óeðlilegt væri við þennan út- flutning né heldur við það að hefja lest- un á laugardagskvöldi. „Við vinnum hér öll kvöld og allar helgar,” sagði hann og lét sér fátt um finnast en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. -SSv. frjálst, úháð dagblað MÁNUDAGUR7. DES. 1981. Tíðindalaust hjá mjólkurfræðingum Sáttafund- ur á morgun Fundir hafa ekki verið haldnir í deilu mjólkurfræðinga og viðsemjenda þeirra um helgina, en ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila til viðræðna kl. tvö á morgun. Mjólkurfræðingar hafa boðað verkfall frá og með næsta mánu- degi. Mjólkurfræðingar hafa, sem kunnugt er, hafnað samningi á grund- velli svokallaðs ASÍ-samkomulags. Hefur einn fundur v ð haldinn með þeim og viðsemjenduv þeirra, en þar þokaði ekkert í samkomulagsátt. -JSS. Innbrota- faraldur um helgina Mikið annríki var hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins um helgina og óvenju mikið af tilkynningum um innbrot. Brotizt var inn í HP-húsgögn, Japis Brautarholti, KR-húsið við Kapla- skjólsveg, Hafnarbúðina Grandagarði og Sjómannaskólann auk fjölda ann- arra staða. Þá var stolið peningaveski úr hanzkahólfi bifreiðar í Kópavogi en bifreiðin mun hafa verið ólæst. Á öllum þeim stöðum sem brotizt var inn í var einhverju stolið en ekki var vitað í morgun hversu miklu á hverjum stað fyrir sig. -ELA. Vinnuslys í Blikkr og stáli Tilkynnt var um vinnuslys í Blikki og stáli um áttaleytið í morgun en þar hafði ungur maður lent með fót undir plötum. Maðurinn var þegar fluttur á slysadeild en meiðsl hans reyndust minni en búizt hafði verið við. -ELA. Loki Það er orðið auðveft fyrir brezku togarana að afía við bryggjurnar fyrir vestan. hressir betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.