Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Page 2
DAGBLAÐIÐ&VÍSIR. LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981.
Út um hvippinn og hvappinn — Ut um hvippinn og hvappinn — Ut um hvippinn og hvappirýi
Úr afmælisdagabókinni
KÓNGAMATUR A JÓLUNUM
Afmœlisbarnið okkar að
þessu sinni er enginn annar en
Geir Hallgrímsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins. Um hann
og aðra fædda þ. 16. desember
segirsvo í Afmælisdagabókinni:
„Þúert geftnn fyrir andleg og
heimspekileg viðfangsefni.
Tilfijnningamaður ertu mikill og
elskar og hatar af heilum hug.
Sumir borða alltaf hangikjöt á
aðfangadagskvöld, aðrir rjúpur eða
hamborgarhrygg og sumir fá sér
eitthvað allt annað. Eitt er víst, að
matseðillinn er bundin hefð hvers
heimilis. Og þannig mun það líka vers
erlendis, líka hjá kóngafólkinu er sagt.
En hvað skyldi annars vera á
boðstólum hjá þeim? Ekki er ráð nema
í tíma sé tekið, segir máltækið svo það
er ekki seinna að vænna að birta hina
konunglegu matseðla ef einhver skyldi
nú vilja apa eftir:
aprikósum og að siðustu terta og
smákökur með kaffinu. Nei, ekki að
síðustu reyndar, því á undan kaffinu
eru bornar fram ísaðar mandarínur.
Margrét og Friðrik, er haft fyrir
satt, byrja á hrisgrjónabúðingi með
möndlum, kanel og sykri, þá kavíar i
sítrónulegi og ristað rúgbrauð með, og
að honum loknum gæða hjónin sér á
fylltri gæs, sveppum og salati. Kökur i
.restina.
Og að síðustu, konungshjónin í
Belgíu, njóta jólamatarins við kerta-
ijós og sígilda tónlist og alveg
barnlaust. Þau byrja á ostinum:
Roquefort, hvað annað. Síðan tært
fasanaseyði, síðan krabbasalat. Þá
pönnusteiktur kálfur með sósu sem er
gerð úr grænum tómötum. Þar á eftir
kemur kalkún með sveppum, aprikósu-
búðingur, kökur og marsipan.
Og er þá bezt að vinda sér í innkaupin!
Geir Hallgrimsson.
Nokkuð ertu drambsamur og
íhaldssamur í skoðunum. Þú
sækist eftir völdum og
metorðum en verði þér meinað
þess, fyllistu uppreisnaranda. En
þú ert hugrakkur, undirhyggju-
laus og tryggur vinum þínum og
ástmennum."
Silvía Svíadrottning eldar gæs af
gömlum og góðum þýzkum sið. En
fyrst er borinn fram forréttur gerður af
laxi, ál og síld. Þá kemur fyllt gæsin á-
samt með grænkáli og kartöflum og að
lokum herleg terta.
Beatrix af Hollandi hefur marg-
réttað og það ekki af verra taginu:
Andalifur lageruð í purtvíni, dúfur í
Madeirasósu, kotli smjörsteiktur með
lauk. Artisjókur. Unglamb steikt i
steinselju og sveppum. Ávaxtais.
Appelsínur bakaðar í Grand marin-
erlikjör.
Elísabet Englandsdrottning er öllu
heimilislegri. Hún eldar kræklingasúpu
í forrétt og því næst kemur kæfa úr
villibráð, þá fasani með
kartöfluflögum og brauðsósu. í desert
hvað annað en enskur jóiabúðingur,
sem er raunar bæði kaka og búðingur í
senn, löðrandi í púrtvíni með romm-
smjöri.
Grace Kelly af Monaco eldar ekki
sjálf (eins og einhver trúi því að hinar
geri það heldur!) og maturinn kemur úr
eldhúsi „Café de Paris” sem ku fínasta
knæpan þarna syðra.
Furstafjölskyldan snæðir ísaðan
bökuseyði, þá koma grillaðir
kúlusveppir, kalkúnabringur með
Skóinn út íglugga!
Nú nálgast jólin „hryllilega
óðfluga” eins og einhver orðaði það
rétt í þessu og þótti greinilega voðaleg
tilhugsun. Reyndar heyrði ég eitt sinn
því-kunnugan mann fullyrða, að
desember væri sá tími ársins, sem
flestar konur fengju taugaáfall og
þörfnuðust sáluhjálpar. Vonandi hefur
það þó breytzt eins og annað á jafn-
réttistíma.
En í dag byrja jólin að koma í
alvöru, því að í dag kemur fyrsti jóla-
sveinninn til byggða, þ.e. til þeirra sem
trúa á 13 jólasveina en ekki 9. Allir
munu þekkja nöfn jólasveinanna, sem
nú eru mest notuð, Stekkjarstaur,
Giljagaur o.s.frv., Þetta eru fyrstu
nöfnin sem sáust á prenti, en önnur
nöfn eru þó til og ekki síðúr
skemmtileg svo sem Ttfill og Tútur,
Baggi og Lútur, Rauður og Redda,
Steingrímur og Sledda, Lækjaræsir,
Bjálminn sjálfur, Litlipungur,
Pönnuskuggi, Moðbingur, Flórsleikir
og Reykjasvelgur.
Jólasveinar voru einu sinni vondir
og argvítugir enda synir Grýlu gömlu
og Leppalúða og notaðir til að hræða
með börn, sbr. vísupartinn
„öll er þessi illskuþjóðin
ungbörnum skæð.”
Frá þvi segir í Bók daganna, að
tilskipun sé að finna frá árinu 1746,
sem segi að „sá heimskulegi vani, sem
hér og þar skai hafa verið brúkanlegur í
landinu að hræða börn með jóla-
sveinum og vofum aldeilis vera af-
skaffaður”. En það er þó ekki fyrr en
á sl. öld, sem jólasveinar hætta að
vera Grýlubörn og barnaætur. Og nú er
svo komið eins og allir vita að jóla-
sveinar eru beztu vinir barnanna, með
hvltt skegg og í rauðum serk að
erlendri fyrirmynd og segir Árni
Björnsson í bókinni góðu að það muni
hafa verið kaupmannastéttin,
stuðlaði beint eða óbeint að þessu
því að nota jólasveina í auglýsingum|
sínum. Og sem sagt, allir með skóinn
í glugga — sem reyndar er lik
útlenzkur siður og kom ekki hingað til
lansins fyrr en um 1940. En hann
ekki verri fyrir það og það verð ég að
segja að eitt af því versta við að vera
fullorðinn er að fá ekki lengur neitt i
skóinn sinn síðustu dagana fyrir jól!
-Ms.
JÓLAGETRAUN DV 5. HLUTI
/ dag er jólasveinninn þungt hugsi þar sem hann situr hjá Jrtegum myndhöggvara. Jólagetraunin i dag erfólgin l því að
jinna út hvaðþessifrœga stytta myndhöggvarans heitir...
A) Rodin
„Hugsuóurinn'
B) Ásmundur Sveinsson t—i C) Michaelangelo
„Vatnsberinn"
„Davíð"
• Nafn .....
Heimilisfang
Sveitarfélag .
Setjið kross við rétt svar, klippið getraunina út og geymið þar til allar tlu hafa birzt.
Jólasen dingin af
hinum heimsþekktu
NINA RICCI
ilmvötnum komin
PÉTUR PÉTURSSON
Heildverzlun.
Suðurgötu 14 — Símar 21030 og 23101.