Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Síða 4
4 DAGBLAÐIÐ& VtSIR. LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981. Bókakynning DB & Vísis Höfundur þessarar bókar, Júlía Gatter-Klenk, er þýzk blaðakona, sem talar pólsku reiprennandi og hefur lengi haft áhuga á pólskum málefnum. Hún var stödd af tilviljun í Gdansk í sumarleyfisferð í ágúst 1980, þegar verkfall samstöðu hófst. Hún varð fyrsti vestrœni blaðamaðurinn, sem kom inn á verkfallssvœðið og átti fyrsta viðtalið við Lech Walesa. Júlía dvaldist síðan á staðnum, fylgdist með öllu og varð náinn trúnaðarmaður og vinur Leseks, eins og hann er kallaður gœlunafni. Hvert sem hann fór fylgdist hún með honum og viðtölin í þessari bók eru öll tekin í hita baráttunnar og eru því einstök í sinni röð. Við fengum leyfi Fjölvaútgáfunnar til að birta úr bókinni og fyrir valinu varð kaflisem heitir: Minnismerkið. Ætli ég gefí mér ekki | frest fram í júní.; Og hvað hefur orðið úr Lek Walesaj núna? Þegar ég spyr hann þessarar spurn-l ingar, situr hann á Sejm, dýrasta hótelij Varsjár. Hann býr þar sem gestur ríkis-j stjórnarinnar, kominn til höfuðborgar-| innar að ræða við fulltrúa hennar. Þarj hittir hann gamlan kunningja sinn Jagi-; elski, Kania og forsætisráðherranni ásamt fleiri framámönnum Póllands. Hann er orðinn því vanur að umgang- ast þessa stórlaxa í heimsóknum sinum lil Varsjár. Við verðum að fara inn í ráðstefnu-' sal hótelsins til að tala saman. öryggis- verðir hótelsins finna ekki annan betri stað fyrir okkur. Henryk kemur inn með okkur, en utan við salardyrnar standa tveir herramenn með hinar auð- þekktu breiðu axlir. Andrúmslol'liö í þessum risastóra sal er ekki beint nota- legl. Blindandi birta frá flúorljósum, kuldaleg ráðstefnuborð og á framvegg risastór mynd af Lenin. Walesa kann engan veginn við sig hér inni: ,,Ég hef eiginlega engan tíma til að lala við þig. Ég á að hitta aðstoðar-forsætisráðherr- ann klukkan 10. Ég verð sjálfsagl of seinn á þann fund.” Já, auðvitað kemur hann of seint, eins og venjulega. En flestir afsaka það við hann. Fáir aðrir, i öllu Póllandi, eru önnum kafnari en hann um þessar mundir. Hann sýpur á teinu, brennir sig á fingrunum. Alltaf er teið svona sjóð- andi heitt. „Helst vildi ég taka fyrir öll viðtöl við blaðamenn. En það gengur víst ekki. Þeir styðja markmiö okkar. Og ekki myndi ég heldur kunna við að loka dyrunum á þá sem stóðu með okkur á erfiðleikastundunum og gerðu allt hvað þeir gátu fyrir okkur. Ég hef annars lært ýmislegt síðan í verkfallinu í ágúst. Ég umgengst mest vini mína, tek aðra varla alvarlega lengur. í rauninni er það aðeins eitt stórt baráttumál, sem ég er aðglíma við og það þekkir þú.” Ég endurtek spurningu mína, hvað sé orðið úr Lek Walesa? ,,Ég er sá sami og ég hef alltaf verið, aumur maðkur í moldu.” Mig langar enn einu sinni að spyrja þig um óttann. En þá á ég nú ekki lengur við óttann frá ágústdögunum í skipasmiðjunni, heldur hvort þú finnir nú til einhvers nýs öryggisleysis og óvissu. „Nei, ég finn ekki til neins ótta. Ekki einu sinni við sjálfan mig. Ég hef sjálfur vald á mér, trúin hjálpar mér til þess. Ég kem ekki auga á sumar þær hættur sem þið blaðamenn málið á vegginn.” Er þá ekki hætta á því að hann of- metnist? „Nei, ég ofmetnast ekki. Ég hef varla við að lýsa því yfir opinberlega, svo það komist örugglega til skHa, að persónuleg skoðun mín skiptir ekki máli. Ég geri aðeins það sem samtökin fela mér. Nú, ég er nú einu sinni ráðinn til að framkvæma. Ég er ekki annað en fyrirsvarsmaður þeirra og verð að upp- fylla þær skyldur sem þau leggja mér á herðar. Ég er einfaldlega maður, sem hefur fengið það hlutverk að ganga fram fyrir skjöldu.” En það þýðir þá ekki að hann sé l'ar- inn að líla á sig sem stjórnmálamann? ,,Ef einhver gæti skilgreint það, í eitt skipti fyrir öll, hvað stjórnmálamaður eða stjórnmál væri. Ég veit ekki ná- kvæmlega hvað það felur i sér, því get ég heldur ekki dæmt um það sjálfur hvort ég hef villst inn á þá braut. Ef þú átt við þá viðu merkingu, að allar að- gerðir sem ég tek mér fyrir hendur hafi einhverja pólitíska þýðingu, þá ætti ég að vera það. En meðan það hefur ekki verið afmarkað skýrt og greinilega hvað sé pólitiskt, leyfi ég mér að halda last við að ég sé enginn stjórnmála- maður.” Nú hittir hann oft forustumenn Pól- lands og á ineð þeim marga fundi og samtöl. Finnst honum ekki að álit og virðing mannsins Lek Walesa hafi aukist? En hann svarar því með sinni sér- kennilegu handahreyfingu, eins og hann geti sópað frá sér þessari vitleysu. Svar hans minnir meir á hvæs en mælt mál: „Hlutverkið gildir einu, aðeins mennirnir og málstaður þeirra.” i Hvi svarar hann svona spurningu með slíku offorsi og hvatvísi? Særir hún hann? „Nei, en segðu mér þá, má ég ekki vera i misjöfnu skapi? Ég er nú bara venjulegur maður. Stundum langan mig að hlæja og oft að gráta. Er það nema mannlegt, líka hjá mér? ” Ég vik nú að spurningu sem sumir samstarfsmenn hans eru farnir að ympra á. Það hefur jafnvel komið fyrir að honum er núið þvi um nasir opin- berlega á fundum, hvort hann hafi ekki lika orðið sér úti um persónulegan ávinning í aðstöðu sinni. Þrátt fyrir margítrekuð fyrirheit. Hvort það sé ekki skiljanlegt að sumir baráttufélagar hans undrist yfir því að hann hefur enn getað fengið sér nýja og stærri íbúð, húsgögn, bíl og fleira sem hann hefði aldrei haft efni á sem réttur og sléttur rafvirki? Enn fremur að þeir líti með nokkurri tortryggni á vinsældir hans í vestrænum fjölmiðlum. ,,Ég er hættur að nenna að fylgjast með því hvað vestrænu blöðin skrifa um mig. Ég geri skyldu mína, annað ekki. Mig langar ekki hót til að komast í alfræðibækur, enn síður að mér verði reist minnismerki. Ég kæri mig ekki um peninga og ég vænti sjálfum mér yfir- höfuð einskis. Mér og fjölskyldu minni hafa verið sköpuð vLss starfsskilyrði, svo ég geti leitt til lykta það verkelni sem mér hefur verið falið að vinna. Ég er ekki vanur að hlífa mér. Hef ég nokk- urn tíma heimtað mér fé fyrir öll þau blaðaviðtöl sem ég gef ykkur. Ég skil vel að þið blaðamenn eruð bara venju- legir atvinnumenn, sem lakið stór laun út á samtöl við mig. Það gleður mig að einhver geti hagnast á mér. Það er okkur líka hag. En vonandi minnist þið þess einhvern tíma á hverjum þið urðuð ríkir.” Ég spyr um samband hans við vest- ræn verkalýðsfélög, og hvort hann fái þaðan hjálp og fjárhagslega aðstoð? „Við höfum nú aðeins takmörkuð tengsl við verkalýðsfélög í Japan, Ítalíu, Frakklandi og Þýskalandi. Þau tengsl eru ennþá á byrjunarstigi. En eitt er víst að i slíku alþjóðasamstarfi getum við ekki tekið á okkur neinar pólitískar skuldbindingar. Einfaldlega vegna þess að félagsskapur okkar mun aldrei gegna neinu pólitísku hlutverki. Við erum í sjálfu sér fúsir til skoðana- skipta við þau, svo framarlega sem engin skilyrði loða við. Sama gildir um fjármálin. Við höfum fengið margar og miklar gjafir, sumar hafa verið sendar mér beint, aðrar beint á reikning verka- lýðsfélagsins. Ég hef komið þvi öllu til skila og engu haldið fyrir sjálfan mig. Svo framarlega sem cngar skuldbind- ingar fylgja fjárgjöfunum, erum við fúsir að veita þeim viðtöku.” Ég spyr hann hvort persónuleg mark- mið hans séu orðin breytt? Hvort hann gæti hugsað sér að taka við forustu- hlutverki í ríkinu? Hvernig lítur fjöl- skylda hans á framaferil hans? Ég verð að spýta út úr mér spurningunum eins og vélbyssa, því ég sé að sendiboði frá hótelinu stendur þegar í dyrunum og er farinn að tvístíga þar. „Ég hef engar framtíðaráætlanir fyrir sjálfan mig, ég hef eiginlega, í augnablikinu, engan tima til slíks. Ég kæri mig ekki um neitt vald. Persónu- lega vildi ég rniklu heldur draga mig í hlé og fara að sinna fjölskyldu minni. En ég verð fyrst að reyna að uppfylla allt sem mér hefur verið falið að gera. Þegar því er lokið, gæti ég kannski farið að snúa mér að einkamálum mínum. Heima þurfa allir að líða undir þessu áslandi, og ég sjálfur með, því ég er í rauninni ákaflega hlédrægur og ró- legur maður. Ég er hvorki gefinn fyrir hyllingu né fagnaðarlæti. Helst vildi ég láta sem minnst á mér bera. Það verður alltaf erfiðara og erfiðara fyrir mig að halda áfram að lifa svona. Ég er engan veginn hégómlegur, en þó hef ég gaman af fögrum hlutum. En allt í hö'fi. Ég hef alltaf verið á verði með sjálfan mig, að vfirstíga ekki viss tak- mörk. Sú markalína er dregin af sið- gæðiskennd minni og almennri skyn- semi. Eg vil gjarnan skammta mér og stundum fæ ég mér jafnvel neðan i því. Ég hef yndi af fallegum stúlkum, — en allt þarf að hafa sín takmörk eins og ég sagði áður. Ég er víst alltof opinn og ákafur. Það hefur að vísu sína kosti, flýtir fyrir málum. En stundum verður ákefð mín iíka of mikil, svo hætt er við að ég koll- sigli mig. Þá slaka ég á klónni, sest niður og verð ægilega þreyttur.” Hvort hann geti alltaf staðið við það sem hann lofar í ákefðinni? „Já, alltaf. Já, eiginlega. Af því ég segi aldrei ósatt, né reyni á nokkurn hátt að blekkja menn. Það getur verið að ég finni ekki alltaf réttu orðin, en það sem ég segi, er alltaf einlægt og aldrei sagt til að haga seglum eftir vindi. Ég nota sennilega oft á tíðum of sterk orð, en ég er nú einu sinni bara verkamaður og kann ekki þá list að leika mér nieð orð.” Heldur hann að hann taki oftar rétt- ar eða rangar ákvarðanir? „Það veit ég ekki. Mér er ómögulegt að meta það sjálfur. Vafalaust verða mér á margar villur. Besta ráðið til að forðast mistök er að halda að sér höndum og gera ekki nokkurn skapað- an hlut. Sé maður hins mjög virkur, er auðvitað meiri hætta á að gera villur.” Við ákveðum að hittast aftur í Gdansk í von um betra næði. Ég kæri mig ekki um að vcra neinn fulltrúi rikisstjórnarinnar. En þið kærið ykkur heldur ekki um aö skriödrekar aki á strætum. Eftir áramótin hitti ég hann aftur í Gdansk eins og um var talað, en þar er heldur ekki neinn flóafriður. Mót- mælaverkföll hafa blossað upp í öllum landshlutum. Vinna er lögð niður af ólíklegustu ástæðum. Á hverjum vinnustað blandast saman að menn eru í hefndarhug og vilja nota tækifærið til að gera upp gamla og ógoldna reikn- inga við alls konar hrokafulla embætt- isgikki og forstjóra. Ástandið í Pól- landi verður æ flóknara og óskiljan- legra. Sjálfur Walesa er oft hættur að botna upp né niður í þvi hvers vegna er verið að leggja niður vinnu. En fargið af öllu þessu öngþveiti leggst auðvitað þyngst á hann. Nú verður hann að æða um landið sem eins konar brunaliðsmaður ríkisstjórnarinnar og Samstöðu. Hann reynir að kasta, klæðum á vopnin, talar og masar, og nú espast hann jafnvel upp og byrjar að skammast. Og þar sem hann hefur auk þess tekið þetta hlutverk að sér í nafni rlkisstjórnarinnar, vekur það kurr gegn honum og fara að myndast i fjarveru hans frá Gdansk fyrstu skipulögðu andstöðuhóparnir á móti honum innan Samstöðu. Þeir bera hann þeim sökum 'að hann sé orðinn of hallur undir ríkis- stjórnina, of hógvær, gefi of mikið éftir. Þeir vilja grípa til róttækari ráða. Samtal mitt við hann þetta kvöld í Gdansk ræðst, eins og oftast áður, af því sem er á seyði, þvi sem gagntekur hann þá stundina. „í byrjun var hreyfing okkar mjög róttæk þó fæstir skilji enn út á hvað það gekk allt saman. Síðan hefur fé- lagsdeildin i Gdansk orðið skynsamari, en landsnefndin og sum héraðsfélögin hafa hins vegar orðið uppivöðslusam- ari. Þess vegna dynja nú yfir öll þessi heimskulegu verkföll. Það vorum við í Gdansk, sem brutum ísinn og unnum verkfall okkar. Nú þurfa allir hinir að sýna að þeir Itafi lika krafta í kögglum, en aðstaðan er gerólík, þeir þurfa ekki að taka neina áhættu og ganga út frá því sem gefnu, að alltaf sé gengið skil- yrðislaust að öllum kröfum þeirra. Auk þess snúast þessi verkföll þeirra að mestu um hlægileg smámál. Öll síðustu verkföll hafa verið samfelld röð heimsku og ragmennsku. Kannski er þetta þó fullsterkt til orða tekið. Ef vel er að gáð má finna kröfur, sem rétt er að taka alvarlega, aðrar kröfur voru tómt bull, alger endaleysa. Maður á ekki að fara í verkfall til þess eins að breyta sýslumörkum eða góma einhvern þjóf. Tíðarandinn er nú einu sinni þannig, að allir eru þjófar. En það veldur miklu meira raski að fara að stræka út á þjófa. Til er líka önnur leið: safna sönnunargögnum, senda þau saksóknara og bíða. Það er auðvitað vissara að halda afriti af sönn- unargögnunum, — því maður veit aldrei hverjum spillt yfirvöld reyna að hlífa. En allir eiga að þekkja sinn rétt og því er engin ástæða til að vera alltaf í þessum skæruverkföllum eins og ein- hverjir villingar. Svo kemur sú fluga í hausinn á einhverjum að taka upp aftur gamla stjórnsýslukerfið. Áður voru héraðsráðin 17, en nú eru þau orðin 49. Ég er líka þeirrar skoðunar að gamla kerfið hafi verið betra og ætti að snúa aftur að því. En til að framkvæma svo viðamikla breytingu þarf ríkisstjórnin isvolítinn tíma. Það er töluvert mas við það að afnema sérhéruð og breyta hér- aðamörkum. — Þaðer ekki svo einfalt, verður ekki gert í einu vetfangi. Samt stræka þeir til að knýja þetta fram!! Mér líkar ekki svona vitleysa. Ef ég stjórnaði her, vissi ég nákvæmlega, hvað ég ætti að gera. ” Hvað? segi ég og kippist við. Hvenær varð þessi breyting á honum? Hvenær fóru hernaðarandi og valdbeit- ingarhugmyndir að skjóta upp kollin- um hjá honum? „Æ, ég var ekki að hugsa um hernað og valdbeitingu. Guð forði mér frá því. Eg átti bata við starfsaga. Ef ég hefði meira svigrúm og fengi að vera í friði, skyldi ég ekki vera lengi að kippamál- unum í lag. Eða það sem betra væri, að þeir settust niður og reyndu að leysa vandamálin. Ég skal gjarnan eftirláta þeim stólinn minn. Samt yrði ég að fylgjast vel með þeim, þessum bragða- refum! Þeir eru allir eins, senda mig burtu og byrja strax að brugga launráð í blóra við skoðanir mínar. Ég held ég gæti strax leyst úr öllum þessum skæru- verkföllum. Ef þessi landsnefnd væri ekki svona fjári formföst, væri hægt að tala við þá eins og maður við manti. Nú eru þeir farnir að sitja hér í Gdansk og hafa það rólegt og með nýfengnu öryggi sínu þurfa þeir að finna upp á þessari vitleysu. Þó þurfa þeir á ein- hverjum manni að halda, sem fólk í öðrum héruðum getur líka borið traust til. Þeim tekst ekki sjálfum að vinna upp þetta traust.” Og hver er þessi maður, sem allir geta borið traust til? „Ég var ekki einungis að hugsa um sjálfan mig. Það verður hægt að finna einhvern annan. Mér detta í augna- blikinu margir í hug, en ég ræð því heidur ekki einn.” Jæja, svo nú ríkir skotgrafahernaður innan Samstöðu. Pólskur blaðamaður hafði spáð því við mig strax 1980 að eins færi fyrir Walesa og öðrum for- ingjum sögulegra hreyfinga. Byltingin myndi éta börnin sín og aðrir vaða honum yfir höfuð. Hvaða störfum gegnir hann núna? „Ég er enn formaður verkfallsnefnd- ar Lenin-skipasmiðjunnar og lands- nefndar Samstöðu. Eiginlega hafa þeir ýtt mér svolitið til hliðar í skipasmiðj- unni, kosið annan formann undirbún- ingsnefndar, en gert mig að heiðursfor- manni. En það skiptir sosum engu máli. Óþarfi að ergja sig yfir smá- munum. Við höfum líka nóg að starfa hér við uppbyggingu verkalýðssam- bands okkar. Við erum á kafi í alls konar erindum og snúningum. Ég æði um til að jafna deilur og verkföll. Við hlutumst jafnvel til um hjónabandserj- ur og landamerkjaþrætur bændabýla. Við fáum fólk leyst úr fangelsum og verðum að ræða við fulltrúa hundraða undirfélaga. En það getur ekki verið megin hlutverk félagsins að sinna öllu þessu kvabbi, fyrst ættum við að koma félaginu í röð og reglu. Ég viðurkenni að það sé gagnlegt og nauðsynlegt að sinna smávandamálum. Við eigum ekki að láta nein mannleg vandamál vera okkur óviðkomandi. En við megum bara ekki eyða of miklum tíma í þau, fyrr en við höfum lokið uppbyggingu sambandsins. Þegar Samstaða er komin heil í höfn er ég sosum reiðu- búinn að fara á þjófaveiðar. Þá mættu héraðsnefndirnar hver um sig sosum ráða sér leynispæjara. En í guðs bænum ekki fyrr en skipulagsmál okkar eru komin heil í höfn. Með sundrungarstarfsemi núna getum við aðeins skaðað okkur sjálf. Hví þurfum við sifellt að vera að rífast? Ekkert ógn- ar hagsmunum okkar meira en klofn- ingsstarfsemin. Verður það til nokkurs annars en að valdhafarnir kippi aftur i taumana, sem yrði dauðamein fyrir hreyfingu okkar?” En þá vaknar spumingin, hvort hann sé ekki sjálfur orðinn ómissandi fyrir valdhafana. Er nokkur furða þó farið sé að uppnefna hann „Brunavörð Var- sjár?” „Varsjár? Nei, segðu heldur alls Pól- lands. Hér er ekki bara um Varsjá að ræða, heldur allt landið og ég vil ekki allsherjar öngþveiti i Póllandi. Við höfum nú fengið verkfallsréttinn, sem við börðumst fyrir. En verkföllum má aðeins beita í samstöðu og fyrir þeim verða að vera gildar ástæður, þegar til þeirra er gripið. Það eiga ekki að vera verkföll hér og verkföll þar. Það er algerlega óviðunandi. Þá kemst enginn til að ná andanum, hvorki í Samstöðu né í ríkisstjórninni. Nú er svo komið að rlkisstjórnin liggur undir fargi og fær ekki hreyft legg né lið. Hún gerir ekki annað en sitja og bíða með öndina í hálsinum eftir næsta verkfalli. Ráðherrann æðir hingað og ég reði þangað. Kannski hittumst við svo I einhverju óðagotinu og hvorugur hefur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.