Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Qupperneq 6
Aðbúnaöur geðsjúkra afbrotamanna íbrennidepli: Litía-Hraun er oftast þrautalending geðsjúkra —engin stofnun hérlendis treystirsér tiiað taka við afbrotamönnum sem eiga við geðræn vandamál að stríða - Ekkerl hefur verið jafnol'arlcga á baugi sl. viku og hin hrotialega árás sem saklaus 15 ára stúlka varð lyrir í miðborg Reykjavikur á föstudag i síðustu viku. Alburðurinn vakti ólutg fólks um land allt og undirstrikaði einnig að hinn almenni borgari er ekki lengur óhultur á götum úti — jafnvel þótt að degi sé. Það þýðir ekki lengur að neita að meðtaka stað- reyndir. ísland er ekki lengur ein- angrað Irá sora heimsins. Hann er búmn að skjóta rótum við l'ætur okkar þó svo enn neiti margir því staðlastlega að nokkuð sé alhugaverl við hlulina hér. Árásin fólskulega opnaði einnig augu margra fyrir þeim vandamálum sem ríkja í aðhlynn- ingu, læknismeðferð og vistun geð- sjúkra hérlendis. Engin stolnun treystir sér til eða getur tekið við geð- sjúkum al'brotamönnum. Árásin hrottalega í Þverholtinu var í raun aðeins það sem búast málti við. Dæmin höfum við úr öllum mögulegum átlum. Augu yfirvalda opnast ekki l'ýrr en einhver skelfi- legur atburður hefur án sér stað. I áðurnefndu tilviki var það ekki árás- armanninum að þakka að l'órnar- lambið lét ekki lífið. Almenningur áréttá vernd Á hinn almenni borgari ekki heimt- ingu á að geta gengið óhultur úti undir berum himni? Er það ekki rétl- mæt krafa hans að vera verndaður fyrir fólki sem á við geðræn vanda- mál að striða og er gætl ríkri árásar- og ofbeldishneigð? Hvers vegna ganga menn á borð við Hallgrim Inga Hallgrímsson lausir í þjóðfélagi sem í sífellu stærir sig af velmegun og full- komnun í einni og annarri mynd? Vandamál geðsjúkra afbrota- manna verða ekki sniðgengin lengur. Mælirinn helur verið fylltur. Almenningur, ekki síður en aðstand- endur geðsjúkra, hlýtur að krefjast úrlausnar af einhverju tagi. Vanda- málinu hefur verið velt manna og stofnana á milli án þess að nokkur niðurslaða hali fengizt. Árásin i Þverholtinu er ekki aðeins óhugnanleg heldur sorgleg í Ijósi þess að með rétlri aðhlynningu og viðeig- andi stofnunum hefði mátt kotna í veg fyrir voðaatburð sem þennan. Hún er ógnvænleg i Ijósi þess að lög- reglumenn gátu svo að segja gengið beinl að árásarmanninum og hand- tekið hann. Við yl'irheyrslu játaði hann atburðinn. Lögreglan einfald- lega „þekkti handbragðið”. Óhugn- anlegt en vafalítið rétt. Árásarmaður- inn hafði áður verið staðinn að þvi að ógna stúlkum með skrúfjárni og ekki voru nema 10 dagar liðnir frá því honum var sleppt lausum eftir árás et hann lét til skarar skriða á nýjan leik. Er slíkt verjandi? Engin stolnun fyrirfinnst í landinu lil að taka við slíku fólki. K/eppur villþá ekki í viðtali í útvarpi fyrir nokkru lýsti Tómas Helgason, geðlæknir á Kleppsspítalanum, því yl'ir að sú stofnun væri ekki rétti staðurinn fyrir geðsjúkt afbrotafólk. Þá er vart í önnur hús að venda en fangelsin, jafnuppörvandi og það er nú. Geta menn vafalítið gert sér i hugarlund þær sálarkvalir sem viðkomandi gengur í gegnum í fangelsisvist. Aðhlynningin í lágmarki og eina lausnin er oft lyfjagjöf sem sendir menn út úr raunveruleikanum. Einangrun er önnur „lausn” á stöðum eins og Litla-Hrauni sem er í rauninni ekki stofnun til að hýsa geð- sjúklinga. í athyglisverðu viðtali við Þjóðvilj- ann í vikunni segir Guðmundur J. Guðmundsson sína skoðun á fangels- ismálum i landinu og er ekkert að skafa utan af hlutunum. Guðmundur flutti skelegga ræðu um þessi tnál á Alþingi l'yrir skönnnu og vakti hún mikla athygli. Guðmundi verður mjög tíðrætt um fyrirbyggjandi aðgerðir og einnig um þá staðreynd aðóharðnaðir ungl- ingar koma margfalt verri út af betr- unarstofnunum en þeir fara þangað inn. Þannig segir Guðmundur frá vini sínum sem sendur var á Breiðu- víkurheimilið: Brenndur meö sígarettum . . „,Síðan var gefizt upp á þessu, drengurinn dæmdur vandræðabarn og sendur á Breiðuvíkurheimilið, einhverja misheppnuðustu stofnun sem sögur fara af hér á landi. Þegar þangað kom var hann yngstur þeirra sem þar dvöldu og þeir eldri og for- slokkaðri neyddu hann til að stela fyrir sig úr matbúrinu á nóttunni. Drengurinn, sem var heiðarlegur og hafði aldrei neitt af sér brotið, neit- aði en var þá bundinn við ofn og brenndur með sígarettuni. Honum var hótað lífláti ef hann kjaftaði frá og áframhaldandi meiðingum ef hann ekki brytist inn i matbúrið. Þelta var upphafið. Þegar hann var svo sendur til Reykjavíkur 16 ára gamall hvað halda menn þá að hafi lekið við? Ætli menn geli ekki sagt sér það sjálfir, enda hefur þessi maður eytt blóma ævi sinnar á Litla- Hrauni.” Þannig er upphaf afbrotaferils manna allt of oft. Munu þess vera færri dæmi að menn komi betri út af slíkum stoínunum en hitt. Mikið af likamsárásum má rekja beint lil neyzlu vimugjafa, ýmist áfengis eða annarra. Undanfarin ár hafa slór- hætluleg efni á borð við LSD og englaryk verið hér á ferðinni i aukn- um mæli án þess að hægt sé að tala um útbreiðslu að ráði. Efni þessi eru stórkostlega hættuleg; orsaka skyn- villu sem oft leiðir til likamsmeið- inga eða morðs — jafnvel á neyland- anum sjálfum. Fólk sem hefur ein- hverjar geðveikitilhneigingar þarf olt ekki mikið til að misstíga sig illilega. Fikniefnalöggjönn hérlendis gerir heldur ekki mikið til að koma í veg fyrir innflutning og dreifingu vímu- gjafa. Viðurlög eru allt of væg. Pen- ingarnir i spilinu eru miklir og menn láta sig hafa það að taka áhættu. Sektirnar eru svo smávægilegar og refsingin svo væg að tekjutapið vinnur sig upp á tiltölulega skömm- um tíma. Eins og fram kemur hér að framan er yfirleitt ekki í önnur hús að venda en Litla-Hraun er vista þarf geðsjúka afbrotamenn. Guðmundur J. kemur inn á aðbúnaðinn þar i viðtali sínu við Þjóðviljann. Þar segir: Litla-Hraun slæmur staöur fyrir alla .. „En það hljóta allir að sjá, sem sjá vilja, að staður þar sem ægir saman ungum piltum sem sitja inni fyrir fyrsta brot og harðsvíruðum fullorðnum mönnum, sem eytt hafa blóma ævinnar á þessum stað, geð- sjúkum mönnum, kynvillingum, alkóhólistum og eiturlyfjasjúkling- um, þá getur Litla-Hraun ekki verið annað en slæmur staður l'yrir alla. Ég hef áður nefnt hvernig menn koma þaðan niðurbrotnir á sál og lík- ama. Ég veit um menn sem hafa framið sjálfsmorð eftir dvöl á Litla- Hrauni, svo gersamlega hefur dvölin brotið þá niður. Allt sem heitir sjálfs- virðing er l'arið. Ungir piltar liafa sagt mér að þeir hafi selt sig kynvill- ingum l'yrir 20 löflur af einhverju vímulyfi. Hver halda menn að sé sjálfsvirðing slíks pilts á eftir?” Ófögur lýsing í meira lagi en engu að síður er þetta aðbúnaðurinn sem þessir menn þurfa að búa við. Lausn- in hérlendis hefur lengi verið sú að koma geðsjúkum afbrotamönnum i vistun erlendis, einkum Noregi. Nú munu tækifæri til slíks vera orðin æ færri. Bæði Norðntenn og Sviar segj- ast hala fengið sig fullsadda af ,,túr- istum” frá íslandi og benda á að is- lendingar hljóti að hala efni á að byggja stofnun sem þjónað geti geð- sjúkum afbrotamönnum. Langlund- argeð frænda vorra hefur verið mikið en nú hafa þeir fengið nóg. Vistun sjúklinga af þessu tagi er fokdýr, þó ekki dýrari en svo að við ættum að geta komið upp stofnun fyrir þetta fólk. Öðru eins er eytt í gönuhlaup af einu og öðru lagi — nægir að nefna Kröflu í því tilviki. Meðöllu ósæmandi Landlæknir, Ólafur Ólafsson, rit- aði mjög athyglisverða grein i Læknablaðið þar sem hann fjallaði um vistun geðsjúkra. Þar segir m.a.: „Mjög sjúkt folk, sem þjáist af lik- amlegum sjúkdómum, er oft vistað á gjörgæsludeildum bestu sjúkrahúsa. Þessar deildir eru mjög dýrar í rekstri enda þarf bæði vel þjálfað hjúkrun- arlið og flókin tæki til að annast þessa sjúklinga. Geðsjúklingar þeir, sem ég geri hér að umræðuefni, má með sanni nefna gjörgæslusjúklinga geðsjúkrahúsa. Vistun þeirra í fang- elsum er með öllu ósæmandi þjóð, sem býr við þann kost, er við gerum.” -SSv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.