Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Side 8
8 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981. ALLTAF SKORTUR Á SKÖTU h,5r" FYRIR JÓLIN vaxandi fyigis: — segir Jón Steinn Elíasson fisksali Bókakynning Vöku: Dr. GunnarThoroddsen siturfyrirsvörum Dr. Gunnar Thoroddsen mun sitja fyrir svörum um efni nýútkominnar bókar sinnar á bókakynningu Vöku í Norræna húsinu á morgun. Auk þess sem bók Gunnars verður kynnt með upplestri Ólafs Ragnarssonar mun III- ugi Jökulsson lesa úr bók sinni um Lennon og Jónas Jónasson les úr skáld- sögu sinni, Einbjörn Hansson. Kynn- ingin hefst klukkan 17.15 og verður Gunnar Schram fundarstjóri. Jólatréssala Elliða „Það hefur alltaf verið skortur á skötu fyrir jólin en framboðið er með minnsta móti núna,” sagði Jón Steinn Elíasson fisksali í liskbúðinni á Sund- augavegi í samtali við DV. Jón Steinn greip til þess ráðs að auglýsa eftir skötu í útvarpi þar sem honum gekk erfiðlega að fá hana. Munu tveir aðilar hafa gefið sig fram og boðið skötu til sölu, annar í Ólafs- vík en hinn norður i landi. „Það hefur jafnan selzt mikið af skötu fyrir jólin. Mér virðisl sem a.m.k. annað hvert heimili sé með skötu á Þorláksmessu. Ég hef verið tíu ár i þessum bransa og finnst sem þessi siður hafi heldur aukizt en hitt. Það eru fleiri og fleiri sem taka upp þennan gamla sið að hafa skötu á Þorláksmessu. Það er orðið anzi hátt verð á henni. Við erum búnir að ákveða að kílóið af henni eigi að kosta 33 krónur út úr búð,” sagði Jón Steinn Elíasson fisk- sali. -KMU. Framboð á skötu er með minnsla móli núna, segir Jón Sleinn Klíasson fisk- sali. Jólasöf nun Mæðrastyrksnef ndar: „TREYSTUM Á REYKVÍKINGA” „Það er ótrúlegt hversu margir eiga um sárt að binda og sennilega eru þeir mun fleiri en við vitum um því margir eru alltof stoltir til að leita til okkar urn aðstoð,” sagði Guðlaug Runólfsdóttir, starfsmaður Mæðrastyrksnefndar, en árleg jólasöfnun nefndarinnar er nú hafin. í fyrra voru það 233 heimili og einstaklingar sem aðstoðar nutu. Þá söfnuðust rúmar sjötíu þúsund krónur, auk þess sem töluvcrt barst af fatnaði. „Við höfum reynt að leita til kaup- manna með matargjafir en það hefur gengið frekar treglega. En við treystumi því að Reykvíkingar bregðist vel við l'yrir þessi jól sem endranær og miðli því sem aflögu er til þeirra sem hafa minna á milli handanna.” Að sögn Guðlaugar eru það helzt ekkjur og aðrar einstæðar mæður með hóp af börnum sem leita til nefndar- Auður Auðuns, Unnur Jónasdóllir, formaður, Jóhanna Slefánsdóllir, Guðlaug Runólfsdótlir, slarfsmaður, Ingibjörg Rafnar, Aldís Krisljáns- dóttir. innar, auk aldraðs fólks sem er sjúkt og hefur enga aðstoð. Tæp fimmlíu ár eru liðin síðan Mæðrastyrksnefnd tók til starfa. -JB. Jólatréssala Elliða er við Fáksheimil- ið að venju. Fólk getur valið um tré á staðnum en siðan munu jólasveinar aka trjánum heim til þeirra er þess óska. Um helgar er opið klukkan 9—22,en aðra daga frá klukkan 18.30—22 fram til 23. desember. Steingrímur Jóla-helgarblöðin koma út laugardaginn 19. des. Vegna síaukins álags í prentsmiðju eru auglýsendur vinsamlegast beðnir að panta auglýsingar hið allra fyrsta. Auglýsendur! Við aðstoðum við gerð auglýsinga, ykkur að kostnaðarlausu, og því fyrr sem við fáum verkefni til að vinna úr, því betra fyrir ykkur og okkur. Hafiö samband! iBIAÐIÐi ' frjilMt, áháí dagblað AUGLÝSINGADEILD SÍÐUMÚLA 8 SÍMI 27022 J tóÐU ÞÉR HÚSGÖGN FRÁ með jólasýningu „Þetta er 46. sýningin mín frá því í desember 1966, meðal annars hef ég sýnt þrívegis i Sviþjóð og einu sinni i Bandarikjunum, sagði Steingrímur Sig- urðsson listmálari en í dag laugardag, klukkan 14 opnar hann málverkasýn- ingu í Nýja galleríinu að Laugavegi 12. Á sýningunni eru 66 myndir og er stærstur hluti þeirra alveg nýr. Að vísu er ein myndanna frá 1955. „Hún verður þarna með til fróð- leiks,”sagði Steingrímur. Á sýningunni eru akril- olíu- vatns- lita-, kolkrítar- og pastelmyndir og teikningar. „Meirihluti myndanna er fígúratívur, en annars mála ég mikið mótív-myndir, svo sem landslag, sjáv- armyndir, kyrralífsmyndir og portret. Ég fór aftur að mála á Stokkseyri eftir nokkurt hlé og ég hef málað mikið úti i vondum veðrum í haust. Þá hef ég málað töluvert á Þingvöllum, og einnig eru myndir af sjónum, en ég var á skaki fyrir vestan i vor.” Sýning Steingríms er opin daglega frá 14—22, nema siðasta daginn, 20. desember, en þá verður opið frá 14— 23.30. „Það má kalla þetta eins konar jóla- sýningu hjá mér.en ég er ekkert hrædd- ur um að aðsóknin verði minni þó svona stutt sé til jóla,” sagði Stein-' rímur. -ata.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.