Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Síða 11
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981.
11
LANDIÐ ÞITT —
ÍSLAND
Eftir Steindór Steindórsson og
Þorstein Jósepsson. Annað
bindi (H-K) hinnar stórglæsi-
legu endurútgáfu þessa mikla
ritverks. Bók er hefur að
geyma sögu og sérkenni þús-
unda staða, bæja, kauptúna,
héraða og landshluta. Þegar
fyrsta bindi bókarinnar kom
út í fyrra komst einn gagnrýn-
enda svo að orði að hér væri
um sáttmálsörk lands og þjóð-
ar að ræða og voru það orð að
sönnu. Mikill fjöldi litmynda
er í bókinni sém er lykillinn að
vitneskju og fróðleik um land-
ið okkar ÍSLAND.
220 GÓMSÆTIR
SJÁVARRÉTTIR
Eftir Kristínu Gestsdóttur.
Myndskreytingar eftir Sigurð
Þorkelsson. Bók sem lengi hef-
ur verið beðið eftir, — bók
sem sýnir að það er unnt að
„gjöra góða veislu“ úr fiski
ekki síður en kjöti, ef hug-
myndaflug og framtak er fyrir
hendi. Þetta er bók sem breyt-
ir fiskdögunum á heimilinu í
veisludaga, og það án aukins
tilkostnaðar. Auk uppskrifta
af fisk- og sjávarréttum eru í
bókinni fjölmargar uppskrift-
ir af auðveldum sósum, brauð-
um og öðru meðlæti sem ný-
næmi er að.
HVAÐ GERÐIST Á
ÍSLANDI 1980
Árbók íslands eftir Steinar J.
Lúðvíksson. Annað bindið í
bókaflokki er hefur að geyma
ítarlega samtímasögu íslenskra
atburða. Bókin er sett upp á
mjög aðgengilegan hátt, og
gefin heildarmynd af hverju
máli fyrir sig. Bókin er því að-
gengilegt heimildarit og mun
verða ómetanleg þegar fram
líða stundir og þeim skemmti-
eg lesning sem vilja rifja upp
íeimildir um samtíma at-
mrði, sem þeir tóku sjálfir
>átt í eða voru áhorfendur að.
bókinni eru á fjórða hundrað
jósmyndir.
TOGARAÖLDIN
Eftir Gils Guðmundssson.
Fyrsta bindi ritverks er fjallar
um mesta byltingarskeið ís-
lenskrar atvinnusögu og var
grunnur þess að Islendingar
hófust úr örbyrgð til alls-
nægta. Bókin ber undirtitilinn
„Stórveldismenn og kotkarlar“
og fjallar um upphaf togveiða
við ísland, fyrstu tilraunir ís-
lendinga til slíkra veiða, sam-
skiptum við erlenda togara-
menn, landhelgisgæslumál og
fl. Fjölmargar sögulegar
ljósmyndir eru í bókinni, sem
öll er litprentuð og glæsilega
úr garði gerð.
AUGLÝSING
ÖRN&ÖRLYCUR
Síöumúla 11, simi 8 48 66
BÓKAÚTGÁFAN ÖRN
OG ÖRLYGUR H/F,
SÍÐUMÚLA 11, SÍMI 84866
Þjóðlegar og fróðlegar
STÓRA BOMBAN
Eftir Jón Helgason, fjallar
um það mál er hatramast-ar
deilur hafa orðið um á ís-
landi á síðari tímum — þeg-
ar Jónas frá Hriflu, þáver-
andi dómsmálaráðherra var
lýstur geðveikur. Jónas hóf
gagnsókn sína með frægustu
blaðagrein sem skrifuð hefur
verið hérlendis. „Stóru
bombunni" og á svipstundu
var þjóðinni skipt í tvær
fylkingar sem barðist hat-
ramri baráttu með þeim
bitrustu vopnum sem til urðu
fengin. Þá skalf allt ísland
og áhrifanna gætir jafnvel
enn þann dag í dag.
ÞJÓÐSÖGUROG
ÞÆTTIR ÚR MÝRDAL
Eftir Eyjólf Guðmundsson
frá Hvoli. Þórður Tómasson
frá Skógum bjó til prentun-
ar. Eyjólfur á Hvoli varð
landsþekktur maður fyrir
bækur sínar, einkum þó „Afi
og amma“ og „Pabbi og
mamma". Þegar Eyjólfur
lést var mikið af óbirtum
handritum í fórum hans og
hefur Þórður frá Skógum
farið yfir þau og valið til
birtingar. Þetta er sannköll-
uð óskabók allra þeirra er
unna þjóðlegum fróðleik.
ÞRAUTGÓÐIR
Á RAUNASTUND
Eftir Steinar J. Lúðvíksson
13. bindi Björgunar- og sjó-
slysasögu íslands. Fjallar
úm atburði áranna 1900—
1902 að báðum árum með-
töldum. Meðal frásagna í
bókinni má nefna slysið
mikla við Vestmannaeyjar á
uppstigningardag árið 1901,
frásögn um strand togarans
Cleopötru í ársbyrjun 1901,
Mannskaðaveðrinu mikla í
september árið 1900 og frá-
sögn um undarleg örlög hins
svokallaða Sænska-Nilssons
er varð tveimur mönnum að
bana á Dýrafirði laust fyrir
aldamót, en mætti svo sjálf-
ur örlögum sínum við
Grindavík árið 1902.
CharlesDarwin
og þfóuivarkcmviivgin,
JdmOutntdlor
frönuiir sogonrar
Charles Darwin
- ný bók f flokknum
frömuðir sögunnar
Eftir John Chancellor í íslenskri þýðingu Steindórs Stein-
dórssonar frá Hlöðum. Bókin er í hinum vinsæla bókaflokki
um frömuði sögunnar og frömuði landafunda, en þó sjálf-
stætt ritverk eins og fyrri bækur í flokknum: Áður hafa
komið út: Kólumbus, Nelson, Scott, Francis Drake, Lewis og
Clark, Magellan, Karluk og Livingstone, og eru þessar bækur
flestar enn fáanlegar á góðu verði. Charles Darwin og þróun-
arkenningin, segir frá hinum merku kenningum Darwins sem
komu á sínum tíma miklu róti á hugi manna og voru mjög
umdeildar.
Magnaðar spennusögur
Djúpið — eftir Peter Benchley, höfund bók-
anna „Eyjan“ og „Ókindin", en þær bækur
hafa báðar komið út á íslensku, og samnefnd-
ar kvikmyndir, gerðar eftir sögunum verið
sýndar í íslenskum kvikmyndahúsum. Peter
Benchley hefur oft verið kallaður meistari
spennusagnanna, enda efnistök hans yfirveg-
uð og mögnuð og ber ekki keim þeirrar fjölda
framleiðslu sem einkennir marga aðra
spennusagnahöfunda. Djúpið fjallar um ung
hjón, áhugafólk um froskköfun, sem flækjast
óvænt og óvart jnn í atburði þar sem teflt er
um líf og dauða, og óséð er fram undir sögu-
lok hver málalok verða. Þetta er bók sem
heldur lesandanum föngnum frá fyrstu til
síðustu síðu. Þýðing bókarinnar er eftir Egil
Stardal.
Líf í Ijóma frægðar — eftir Rosemary Rodgers
í íslenskri þýðingu Dags Þorleifssonar. Bókin
er í tveimur bindum og fallegum gjafakassa.
Þetta er hisþurslaus og djörf saga um líf og
starf kvikmyndastjarnanna. Skyggnst er bak
við tjöldin í kvikmyndaheiminum og kemur
þá ýmislegt í ljós sem ekki blasir við áhorf-
andanum á hvita tjaldinu. Rosemary Rodgers
er margfaldur metsöluhöfundur, bæði vestan
hafs og eins í mörgum Evrópulöndum og þyk-
ir hún kunna vel tökin á spennusagnarituri.