Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Qupperneq 14
.14 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981. hjálst, óhúð daghlail Útgáfufélag: Fijáb fjölmlOlun hf. Stjórnorformaöurog útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjótf sson. Framkvœmdastjóri og útgáfustjórhHörður Einarsson. Ritstjórar: Jónas KHstjánsson og EHert B. Schram. Aóstoðorritstjóri: Haukur Halgason. Fréttastjóri: Snmundur Quðvinsson. Helgarblafl: Magdalena Schram Augiýsingastjórar: Páll Stefánsson og IngóHur P. Stainsson. Ritstjóm: Siflumúla 12-14. Auglýsingar: Siflumúla 8. Afgreiflsla, éskrfftir, smáauglýsingar, skrffstofa: Pverholti 11. Sfmi 27022. Sfmi ritstjómar 86611. Satning, umbrot, mynda- og plötugerfl: HHmlr hf., Sfflumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skelfunni 10. Áskrtftarverfl á mánufli 100 kr. Verfl f lausasölu 7 kr. Heigarblað 10 kr. Blönduvirkjun Þessa dagana eru Norðlendingar að gera upp hug sinn og taka afstöðu til Blönduvirkjunar og þeirra samninga, sem fyrir liggja. Enda þótt það standi að sjálfsögðu heimamönnum næst að segja álit sitt, er það mál þjóðarinnar allrar hver niðurstaðan verður. Orkustefna, virkjanir og stóriðja til orkunýtingar er stærsta hagsmunamál íslendinga í næstu framtíð, og á miklu veltur að hafist sé handa í samræmi við hag- kvæmni og leiðir, sem sérfróðir menn hafa mælt með. Viðbrögðin heima í héraði hafa áhrif langt út fyrir öll kjördæmamörk eða landamerki. Virkjunarmál hafa lengi verið í deiglunni. Hjörleifur Guttormsson hefur legið undir ámæli fyrir seinagang og drátt á ákvörðunum. Þrennt hefur valdið. í fyrsta lagi hefur langur tími farið í rannsóknir og hagkvæmni útreikninga, sem á sér eðlilegar skýringar. í öðru lagi hefur reiðdráttur milli kjördæma þvælst fyrir stjórnmálamönnum, ekki síst iðnaðarráðherra, sem er þingmaður Austurlands, en Austfirðingar hafa iagt miída áherslu á, að Fljótsdalsvirkjun verði fyrst í virkjunarröðinni. í þriðja lagi hefur ráðherrann og flokkur hans gert það að trúarkenningu sinni, að ekki mætti selja orkuna til útlendinga þar sem erlend stóriðja sé af hinu illa. Stórvirkjun verður að haldast í hendur við orkusölu og umfangsmikla starfsemi, sem nýtt getur orkufram- ieiðsluna. Til að sneiða hjá erlendum viðsemjendum hefur ráðherrann gert örvæntingarfullar tilraunir til að slá úr og í. í þeim tilgangi eru settar fram hugmyndir um íslenska áliðju, innlendan smáiðnað og annað í þeim dúr. En hvað sem líður mismunandi afstöðu til orku- nýtingar, er óhjákvæmilegt að hefjast handa um virkjun. Öllum virðist bera saman um hagkvæmni Blönduvirkjunar, öllum nema nokkrum bændum i Húnaþingi. Þeir telja samninga við ríkið óaðgengilega, vara við náttúruspjöllum og eyðingu beitilands. Afstaða þeirra er eflaust einnig tengd tilfinningum og ást á átthögum, sem enginn gerir lítið úr. Spurningin er hins vegar sú, hvort slík sjónarmið eigi að ráða úr- slitum. Með Blönduvirkjun vinnst margt. Virkjunin yrði utan eldvirkra svæða, hún tryggði Norðlendingum nægilegt rafmagn og skapaði að því leyti öryggi í þeim landshluta. Virkjunin er vel í sveit sett með hliðsjón af tengingu landsins alls. Hún er þjóðhagslega hagkvæm og gífurleg lyftistöng fyrir hérað, þar sem atvinnuá- stand hefur verið stopult. Blönduvirkjun á fylgi allra stjórnmálaflokka og hefur fengið meðmæli sérfræðinga og áhrifamanna fyrir norðan. Ef niðurstaða skoðanakönnunarinnar nú þessa dagana verð.ur sú, að fólkið í sveitunum, sem næst liggja virkjuninni, eða einstaka hreppsnefndir, lýsa andstöðu sinni við virkjunarframkvæmdir, kemur ívennt til greina. Annarsvegar að taka landsvæðið eignarnámi og hefjast síðan handa. Hinsvegar að snúa sér að Fljótsdalsvirkjun og fresta Blönduvirkjun i þeirri von að samkomulag takist síðar. Miðað við þá áætlun að virkja þrjár stórar virkjanir á þessum áratug, skiptir það kannski ekki höfuðmáli, hver röðin verður. Það sém skiptir máli. er hvort afturhald og úrtölur eigi að valda stöðnun í lífskjörum í landinu; hvort taka eigi tillit til almannahagsmuna ellegar sérvisku örfárra einstaklinga. Um það grundvallaratriði snýst deilan um Blönduvirkjun. -Ellert B. Schram Á förnum vegi Á förnum vegi Á förnum vegi AF FUÚGANDI MYRKRI Þegar við Stefán Þorláksson höfum lokið við fjarvistar- skýrslurnar, getum við látið hugann reika að einhverju geðfelldara. Tal okkar berst að nýkomnum bókum, auðvitað einkum þeirra skálda, sem við dáum mest. Aðdáun okkar nær saman í Kristjáni Einarssyni frá Djúpalæk og þegar ég kem heim, sökkvi ég mér niður í nýjustu bók hans, Fljúgandi myrkur. I Þórarinn Björnsson mælti svo í siðustu skólasetningar- ræðusinni 1967: „Það er einn meginvandi allrar lífslistar að breyta erfiðleikum í ávinning. Það er það, sem skáldið gerir, þegar það breytir þjáningum sínum og raunum í fögur ljóð. Og þannig þurfum við öll að yrkja í lífinu, að snúa erfiðleikum í sigursöng.” Við lestur þessarar síðustu ljóðabókar Kristjáns frá Djúpalæk, kenni ég kannski ekki það, sem ég kalla þjáningar og raunir, ég vildi fremur nota orðið sársauki sem einkunnarorð þessarar bókar. Skáldið frá Djúpalæk hefur vissulega breytt þeirri kennd í sigursöng. Bókin er Sársauki vonbrigðanna er beiskastur og skýrastur í ljóð- inu Vor í Jerúsalem: Jesús grét yfir Jerúsalem trúöifrá barnæsku að borgin varöveitti musteri sannleikans innan múra sinna undirstjórn útvalinna. En, er hann kom þar inn höfðu kallaðir breytt því í mangarabúð. — Og hann gekk út þaðan oggrét beisklega. heildstætt, fágað listaverk og mér þykir vænt um, að ljóð hennar skuli löngum „öguð við stuðlanna þriskiptu grein”. Mér þykir sem sársauki Kristjáns hafi verið af ýmsum toga, þegar ljóð hans í þessari bók færðust I form og letur, og það er auðvitað engin tilviljun, að eitt ljóð- anna ber þetta nafn, Sársauki. Hver vill ekki komast hjá sársauka, verjast kali, bruna, höggum, fara á snið við baráttuna, hvetja sporin undan sálarangistinni? Margur gekk þannig niður úr skóm sínum. Það er ekki sársaukalaust að forðast sársaukann. Kristján frá Djúpalæk sniðgengur ekki neitt. Hann tekur á sig sinn kross og ber hann með reisn. Ljóð hans eru mikil og góð og ég veit að maðurinn á bak við þau er það ekki síður. Er ég virði fyrir mér sögu Kristjáns og verk, finnst mér ég geta einkennt allt með einu orði, þroska. Vonbrigði og söknuður kunna að valda sársauka Kristjáns að einhverju leyti, en göfgi og trú „dreifa smyrslum i sárin.” Bæn Lát þú anda þinn anda um auðnir hvar villtur gengur. Lát í svalviðrasveitum sól þína skína lengur. Veitsjúkum von og huggun harmi lostnum. Ogafturmilt Ijúk augum brostnum. Sá, sem ekkigrœtur yfir sinni Jerúsalem hefur aldrei trúað. Við Stefán Þorláksson trúum þvi, að upphafsljóðið, Talað við hrafn, sé þó mest kvæða bókarinnar og eitt af höfuðsnilldarverkum Kristjáns fyrr og síðar: Utan úr mjallhvítri auðn árdegis kemur þú, skuggi dökkur, flöktir með húsum um hlöð hverfur á brott undir rökkur. Nákominn mönnum, alla þó einhvers dylur. Enginn í hug þér veit eða söng þinn skilur. Ótta þú vaktir hjátrúarfullum heimi hvarsem dauðifór yflr varst þú á sveimi. Hvort ert þú holdtekin vá eða varnaðarboði vanmáttur guðs eða styrkur? Hvort ert þú svartur fugl eða fljúgandi myrkur? Og fyrr en varir, brýst aðdáun Stefáns út í ómótstæði- legri þörf til að þýða lokalínurnar á þýsku: Bist du vom Fleisch oder Fremde todes Warnung Finsterer Gott, das drohend’Nichts erwacht? Ich frage dich jétzt, bistdu Vogeloder Tarnung, einerfliegenden Nacht? & 12 1931 Gísli Jónsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.