Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981. OPIÐ í DAG KL. 10-18 HTH B4Ð- INNRÉTTING4R Eigum til á lager HTH baóinnréttingar úrfuru. Hagstættverö, stuttur afgreióslutími. A innréttingahúsiö ' Háteigsvegi 3 súni 27344 0HITACHI RYKSUGUR Verð kr. 1.295,- og kr. 1.450,- |Vilberg& Þorsteinni I Laugavegi 80 símar 10259-126221 Karlarog kvennamál „Fréttir, sem varða stöðu kvenna þykja ekki fréttir í hefðbundnum skiin- ingi þess orðs. Fréttir eru pólitík, sjávarútvegur, efnahags- og kjaramál. Það sem konur fást við, þykir einfald- lega ekki í frásögur færandi. Fréttirnar endurspegla náttúrlega fyrst og fremst, að karlmenn sitja á valdastólum í þjóðfélaginu. Þeir ráða, þeir taka afdrifaríkar ákvarðanir, þeir eru sér- fræðingarnir, sem vita best, nema um þau mál, sem konur hafa alla tið sinnt.” Þessi orð eru niðurstaða athugunar á fréttaflutningi útvarpsins í eina viku í haust, og komu fram í greinargerð starfshóps á vegum Kvenréttindafélags íslands, sem fjallar um konur i fjöl- miðlum. Niðurstöður athugana á dag- blöðum og fréttum sjónvarpsins eru í mjög svipuðum dúr. Þær hafa vakið þó nokkra athygli að undanförnu og er því ekki úr vegi að greina frá þeim örlítið „Kjósið konur" Hugmyndin að slíkum starfshóp mun hafa orðið til á síðasta aðalfundi Kvenréttindafélagsins, en þá einsetti félagið sér að berjast fyrir auknum hlut kvenna í sveitar- og bæjarstjórnum á íslandi, en sá hlutur er nú rúmlega 6%. Markmið KRFÍ er að eftir næstu kosn- ingar, þ.e. að vori, verði sá hlutur 20%. Félagið er með hitt og þetta á prjónunum til að ná settu marki og beinist verkið ekki síst að því einfald- lega að vekja athygli á rýrri þátttöku kvenna við stjórnvölinn og hvetja konur til framsækni. Þegar hefur verið gefinn út limmiðinn „Kjósið konur”, sem einhverjir a.m.k. hafa veitt athygli og bera jafnvel í barmi sér og skemmst er að minnast ráðstefnu félagsins, Kon- ur og Kosningar, sem haldinn var mánudaginn 23.óvember sl. Og starfshópurinn Konur í fjölmiðl- um er annar liður í herferðinni ef óhætt er að komast svo að orði. Stjórn KRFÍ hóaði saman nokkrum konum sem starfa og fól þeim að kanna hlut kvenna, eða þá mynd, sem geftn er af stöðu kvenna, i fjölmiðlunum. Hópn- um var einnig falið að kanna leiðir til að breyta þeirri mynd ef þörf þætti og ryna sitt til að fá konur til að láta til sin heyra — einnig ef þörf þætti. „EfþörfþætU!" Starfshópinn skipa þær Arnþrúður Karlsdóttir, Ásdís Rafnar, Áslaug Ragnars, Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, Erna Indriðadóttir, Kristín Páls- dóttir, Sigurveig Jónsdóttir og undirrit- uð. Og sem sagt með þetta veganesti Kvenréttindafélagsins lögðum við í ’ann. Byrjum á byrjuninni og könnum hlut kvenna í biessuðum fjölmiðlunum. Hver okkar tók að sér að lesa eða hlusta vandlega i eina viku. , hver okkar hafði sinn fjölmiðil til að kryfja. Um var að ræða útvarp og sjónvarp, og öll dagblöðin sem gefin eru út í Reykja- vík, Alþýðublað, Dagblað, Morgun- blað, Tíma, Þjóðvilja og Vísi. „Ef þörf þætti” sagði stjórnin. Ef þörf þætti skal kanna leiðir til að breyta þeirri mynd sem fjölmiðlarnir gefa af konum. Þörfin er svo sannarlega fyrir hendi, svo mikið er víst og um það hljóta allir að vera sammála. „Fyrst og fremst óvirktogtil skrauts" Niðurstöður athugana okkar ber allar að sama brunni. Sú mynd, sem dregin er upp af konum í fjölmiðlun- um, gefur ótvirætt í skyn, að þáttur kvenna í lífi þjóðarinnar sé svo örlítill að það taki því varla að greina frá honum. Ég ætti e.t.v. fremur að skrifa virkur þáttur kvenna, því raunar fer þó nokkuð fyrir okkur i áhrifalausum stöðum, eða eins og segir annars staðar í niðurstöðunum: ,,sú mynd, sem dag- blöð, sjónvarp, og útvarp gefa af þátt- töku kvenna í stjórn, rekstri og lífi þessa samfélags, gefur til kynna að hlutverk kvenna sé fyrst og fremst óvirkt og til skrauts”. Og þau mál, sem varða konur — enn sem komið er — og við leyfum okkur að kalla kvennamál efni, eru meira og minna út undan. Þar er ekki aðeins átt við þau störf, sem konur leysa af hendi heldur einnig baráttumál kvenna sérstaklega. Tökum nokkur dæmi Vinnubrögð okkar hópfélaganna voru ekki nákvæmlega samræmd en þó eru í könnununum fjölmörg atriði, sem eru þeim öllum sameiginleg. Allar okkar töldu t.d. viðtöl við konur og karla. í þeirri skoðun sem gerð var á Morgunbl. var gerður greinarmun- Starfshópur á vegum Kvenréttindafélags íslands kannar nú Mut kvenna ífjölmidlunum — Sagtfrá og hugleitt ur á hreinum og beinum viðtölum annars vegar og fréttaviðtölum hins vegar. Kom í Ijós að umgetna viku (þ.e. 18.—23. október) voru alls 42 viðtöl i blaðinu, þar af 29 við karla og 13 konur. Viðtölin við karlana voru vegna starfs þeirra á sviði stjórnmála, lista, vísinda, o.s.frv. Aðeins tveir þessara karla voru ekki atvinnugreindir enda voru þeir tveir ekki af barnsaldri og því enn í skóla. Af konunum 13, sem talað var við, voru fimm í viðtali vegna video-málsins svokallaða, þ.e. sem áhorfendur. Aðeins nafn kvenn- anna var gefið upp en ekki hvaða störfum þær gegndu. (Kannski hafa þær verið húsmæður en það er ekki talið til atvinnugreina.). Ein kvenn- anna, sem Morgunblaðið birti viðtal við, var eiginkona stjórnmálamanns. Þær sjö, sem enn eru ótaldar, voru í viðtali vegna starfs síns eingöngu. Þegar kom að fréttunum sjálfum, var ástandið enn vera. Alla vikuna var aðeins einu sinni leitað álits eða beðið um upplýsingar frá konu, en sá siður er algengur á öllum fréttastofum að bera frétt undir sérfræðing eða starfs- mann í grein, er viðkemur fréttinni. Á öidum Ijósvakans Þá tók ein okkar að sér að kanna fréttir útvarpsins vikuna 19.—25. októ- ber. Niðurstaðan varð sú, að á aðal- fréttatimum útvarpsins þessa viku var vitnað í 23 karlmenn og 3 konur. Svipaða sögu var að segja um viðtöl. Þesssa viku voru 25 viðtöl við karla og 3 við konur. Eitt viðtalanna var á aðal- fréttatíma, við Vigdísi Finnbogadóttur, hin tvö í morgunfréttum. Af þeim 25- karla-viðtölum sem voru i fréttunum, voru hins vegar 22 á aðaltíma. Þá segir enn fremur í niðurstöðum: „Þessa viku var varaformaður danska sósíal istaflókksins staddir hér á landi. Ekki þótti ástæða til að tala við þá konu. Ekki þótti heldur ástæða til að fjalla sérstaklega um landsfund Sambands Alþýðuflokkskvenna, sem haldinn var í vikunni, en þar var fjallað um hina afskiptu konu. í fjögur-fréttum út- varpsins var konum gert einna hæst undir höfðu, enda eru fjögur-fréttir al- mennt álitnar ruslakista fyrir fréttir sem ekki eru taldar geta risið undir nafni sem alvörufréttir. Þar var t.d.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.