Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Page 21
21 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 12. DESEMBER r9STr\ irunglinga ogböm um helgaríhjarta borgarinnar ,,Já það er satt. Ef við tökum áfengið sem dæmi, þá ætti auðvitað að vera ákveðin kennsla fyrir börnin hvernig þessir hlutir virka á þau og skaðsemi þess. Ef farið er í kringum hlutina verða þeir bara erfiðari viðfagns fyrir börnin. Lítum t.d. á barn sem fær upp í hendurnar flösku af hvitvíni. Það heldur náttúrlega að það sé ekkert að hvolfa i sig einni slikri. En það er regin- misskilningur. Ég hef aidrei séð barn veikara en einmitt af hvítvínsdrykkju. Þau verða alveg fárveik af því, vegna þess að þau þamba það. En þau passa sig betur á sterkari vínunum. Þau gera sér betur grein fyrir því hvað þau þola mikið af þvi og gera sér þess vegna betur grein fyrir hættunni sem stafar af því.” — Svo við snúum okkur að öðru. Er ’nadrykkju, annarra vímugjafaeða kulda. D V-mynd Bjamleifur. kirkjan ekki alveg stikkfrí i þessu vandamáli unglinganna? 1 ,,Jú, að vissu leyti. En hitt er annað mál að trúmál eru ákaflega mikið rædd á milli krakkanna. Ein telpa kom hér t.d til mín um daginn og sagði að það hefði verið Guð sem hefði sent henni hjálp og hún myndi alltaf trúa á hann. Stærsti hlutinn af þessum krökkum trúir á kenningar Krists og trúir á Guð. Ég hef oft spurt krakkana hvart það sé á endanum sem þau leiti í erfiðleikum sínum. Þá svara þau undantekninga- laust að það sé til Guðs.” — En svo við höldum áfram með barnið og fjölskylduna. Þú varst að segja að börnin væru mjög opin gagn- vart þér? „Ja, þau eru kannski ekkert opnari gagnvart mér en öðrum, en munurinn er kannski sá að ég gef mér tíma til að hiusta á þau. En þau eru fyrst og síðast að tala sfn á milli og það er það sem ég heyri.Og stundum skjóta þau að mér spurnjngum, hvort þetta eða hitt sé ekki rétt hjá þeim. En ég reyni að blanda mér sem minnst í þeirra um- ræður vegna þess að þau eru að ræða málin sín á rnilli og mér finnst það óþarft að vera að vasast í því sem hinn fullorðni. Hjálpfýsi barnsins En það er óneitanlega gaman að hlusta á þau. Þau tala nefnilega sin á milli af svo mikilli skynsemi. En það er eitt sem vill gleymast í allri umræðu um barnið og umhverfi þess. Það er það að barnið er, og hefur verið allt frá fæðingu, gott inni í sér. Það vill Bömunum konnt umþetta Hitt er svo annað mál, að hingað koma inn fullorðnir menn og þeir reyna iðulega að eyðileggja eitthvað hérna. Og síðan er börnunum kennt um þetta aljt saman. Staðreyndin er sú, að þegar börnin fá að starfa með t.d. eins og hjá mér, þá breytist allt þeirra viðmót. Þau finna til ábyrgðar og það breytir öllu.” — Er það ekki líka að unglingurinn þorir ekki að tjá hug sinn gagnvart hinum fullorðnu? „Þetta er rétt. Og meira en það. For- eldrið sem slíkt, það hugsar um barnið sitt út frá þeim sjónarhóli að það skuli verða svona og svona. Það eigi að verða gáfað og gott og geta þetta og hitt. En það nennir enginn að fylgjast með því sem barnið er raunverulega að gera og í hvers konar félagsskap það lendir. Það eru til svo mörg börn sem erú al- gjörlega óuppbyggð til þess að mæta því að velja sér félagsskap. Það er bara eitthvað spennandi sem þar ræður. En það er ekki það, að það vilji lenda út í einhverjum ógöngum.” — Um hvað tala krakkarnir einna helst við þig? „Ég vil ekki vera að segja einhverja sögu af einhverju einu og einu barni. Ég tala aðeins um þau sem eina heild. Ég tel mig vera eiðsvarna gagnvart þeim, rétt eins og læknir gagnvart sínum sjúklingi. En þau þekkja mig nú lika fæst mjög vel. Fæst þeirra vita einu sinni hvað ég heiti. Þau kalla mig bara ömmu. Og ég veit heldur ekki hvað þetta barn eða hitt heitir eða hvar um heim úr vinnunni. Þetta er ástandið á heimili nútímans. Og hvar stendur svo barnið uppi þegar allt kemur til alls. Það er varla hægt að segja að það sé til heimili fyrir það. leysi Ég held að rót þessa vandamáls megi finna alveg niðri í smábarninu. Það missir öryggistilfinninguna strax og það er nokkurra mánaða. Það er rifið upp árla morguns og farið með það á barnaheimilið þar sem það er skilið eftir mikinn hluta dagsins. Það er bara eins og barnið sé einhver hlutur sem við getum gengið frá uppi í skáp að morgni og gengið síðan aftur að því vísu þegar komið er heim að kvöldi. Eg held að öryggisleysi margra þessara barna byrji einmitt strax á þessum árum. Og þetta öryggisleysi fær síðan að þróast í barninu þegar að er komið í skóla, sem ekki gerir ráð fyrir öðru en séniinu. Auk þess sem bekkjarheildirnar eru alltof stórar. Það gerir það að verkum að sum börnin vilja gleymast. Og mörg þeirra bráðvel gefm. Ef þessi mötun væri ekki alltaf látin ráða ferðinni, ef börnin fengju ein- hvern tíma að ráða einhverju sjáif, ef þau fengju sjálf að velja og hafna, þá væri árangurinn ekki lengi að skila sér í bættu þjóðfélagi. Lykillinn að velgengni barnsins er sá að það finni til einhverrar ábyrgðar. Og víst er að vandamál barna og unglinga eru margvísleg, rétt eins og hinna full- orðnu. En það fyrsta sem bjargar þeim .er það að þjóðfélagið sporni við sjálfu sér og hætti þessum ógnvekjandi hraða. Og gefi sér tíma til að hugsa.” -SER. Laufey í herbergiskytrunni, þar sem börnin sem verst eru á sig komin, fá að hvíla sig og oma sér í. DB-mynd Bjarnleifur. öllum vel og ég sé það oft þegar hingað koma börn sem ekki reykja, ekki drekka, ekki eru í eiturlyfjum og ekki neinu, hversu hjálpfýsi barnsins vegur þungt í lífi þess. Þau segja við mig að þessi strákur eigi svo og svo erfitt eða þessi stelpa og það þurfi að gera þetta og þetta fyrir hann og hana. Þau koma til mín og skýra þarfir og erfiðleika sinna vina og jafningja og þar situr hjálpfýsin í fyrirrúmi. Ef barn hefði svona aðgang að kenn- ara sínum í skóla og gæti sagt honum frá erfiðleikum vinar síns þá færi margt betur i kennslunni en verið hefur. Samhugur barnanna hérna hjá mér er raunar alveg dásamlegur og ég myndi aldrei hverfa til annarra starfa þó mér byðust ráðherralaun fyrir. Þetta er svo mikill lærdómur fyrir mig og mér svo mikilvægt. Það er viss lífs- fylling að sjá hvernig börnin vinna saman og hvað þau gera það með mikil ástúð gagnvart hverju öðru. Það er það sem hinir fullorðnu ættu að taka sér til fyrirmyndar og raunar margt annað i fari barnsins. Þó það komi stundum fyrir mig að ég þurfi að reka eitthvert barnanna út vegna þess hversu illa það lætur þá kemur það undantekningarlaust aftur til mín skömmu seinna og biður mig fyrirgefningar. Krakkarnir bera einfaldlega svo mikla tilfinningu fyrir þessum stað vegna þess að þau vita að þetta er þeirra eina athvarf í borginni um nætur. Þetta er þeirra staður. Það sést best á því ef litið er yfir veggi hússins. Það sést hvergi krassað á veggina. Krakkarnir vita það, að ef þau eru að eyðileggja eitthvað hérna inni, þá eru þau jafnframt að eyðileggja fyrir sjálfum sér. Og það vilja þau ekki gera. það á heima. Því síður hvað foreldrar þess heita. Enda kemur mér það svo sem ekkert við. Það sem ég vil aðeins gera er að hjálpa þeim. En ég er búin að reka mig á mikla tortryggni gagnvart þessum stað, t.d. hjá lögreglunni. Inn á milli í lögregl- unni finnast menn sem segja það upp í opið ginið á mér að ég sé bara að safna þessum lýð saman og annað slfkt. Þessir krakkar fari heim ef ég væri ekki að halda þessum stað opnum fyrir þeim. En þessir menn vita náttúrlega ekkert hvað þeir eru að segja. BaríntB óbóte Krakkarnir sjálfir láta þessa tor- tryggni í léttu rúmi liggja. Þeir vita allir að þeir geta leitað hingað til mín ef ein- hvern vanda ber að höndum. Hér er ég með sjúkravörur og get bundið um sár þeirra og lofað þeim að jafna sig ef þau eru barin til óbóta eða þau eru langt leidd af ofnotkun áfengis eða annarra vímugjafa. Það er þetta öryggi, þetta húsaskjól, sem veitir þeim vissa vernd.” — En hvað er til úrbóta? Er ekki lausnin að foreldrar taki barni sínu sem jafningja? „Það er meira en lausn. Það er sjálf- sagður hlutur. En það er bara í flestum tilfellum sem foreldri og barn hafa eng- an tíma til þess að setjast niður og ræða málin. Hraðinn í þjóðfélaginu er orðinn svo geigvænlegur, að það má enginn vera að því að fylgjast með einum né neinum. Á okkar tímum eru til börn allt niður í 5 ára aldur sem ganga með lykil um hálsinn að heimili sínu. Þau koma heim úr skólanum að húsinu auðu. Bíða í marga klukkutima eftir foreldrum sín- ÖMMU ff „Gasið er nefnilega það hættulegasta... ” „ .. þetta pilluát og öll þessi ömurlegu efni. ” rœtumar er að finna í þjóðfélaginu sjálfu. ”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.