Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Side 22
22 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981. Menning Menning Menning Menning Ein bók á mann Ljóðakver Sigurðar Skúlasonar og Ásgeirs Lárussonar Ásgeir Lárusson. Kver hans leynir glettilega á sér. Ekkiskortir umrœðuefnin Að visu skortir hann ekki umræðuefnin: lffið sjálft, dauðinn og allt þar á milli. Og vissulega er honum meira niðri fyrir en mörgum þeim sem reglulega þrykkja á bók spekimál um þau efni. Sigurður hefur litla trú á góðu innræti mannsins.veltMyrir sér hvernig hann eigi að skýra vitfirrtan heim fyrir börnum sínum, ræðir eðli algleymis bæði hins kynferðislega og andlega yrkir um andstæður í karl og kveneðli lífsþreytunao.s.frv. Hins vegar er hann engan veginn stakk búinn til að gera úr þessu efni sannfærandi skáldskap, fer t.d einkennilega leið milli talmáls og sett- legri orðraðar rímaðs skáldskapar, oft i sömu setningunni: „Þar sitja drengir / og móðir ein hjá. / ládeyða andans / ræður þar ríkjum / og kannski er hún einnig / við glas hérna frammi” (vanga velt). I talsvert mörgum ljóðanna fer einnig saman lítil smekkvísi i orðavali og óhöndugleg setningaskipan: „Mikið djöfull er ég fullur / og helviti hef ég það gott / svona ætti að vera / hverja einustu stund”. Og því miður rista niðurstöður ljóðanna oft ekki dýpra en þetta. Sigurður Skálason leikari er búinn að gjalda föðurlandinu það sem föðurlandsins er með Ijóðabók sinni, en varla meira en það. MyndirorOa Synd væri að segja að kver Ásgeirs Lárussonar, Blátt áfram rautt, væri RGREIÐSLU MEISTARAR Jólasendingin af hinum viðurkenndu hársnyrtivörum frá Schwarzkopf 0 er loksins komin mikið um sig eða innihéldi tillögur til lausnar lífsgátunni. Það leynir þó glettilega á sér og verður ljóða- lesandanum á endanum tamara i hendi en margar aðrar „ljóðabækur”. Ásgeir er ungur hæfileikamaður í myndlist og hefur haldið nokkrar sýningar á fín- gerðum klippimyndum og teikningum, sem einkennzt hafa af Ijóðrænu innsæi og tilfinningu fyrir hinu fjarstæðukennda í tilverunni. Bók hans nýtur góðs af þeirri reynslu, er reyndar sprottin upp úr henni. Helzt má líkja henni við ýmsan „konkret” skáldskap, þar sem lögun eða myndræn giidi orða og setninga haldast i hendur við merkingu þeirra. Á hinn bóginn er Ásgeir kominn spölkorn út fyrir það sem gera má í spöltum venjulegrar prentsmiðju og bók hans er því ljósprentun á ýmsu því sem hann hefur fundið í fyrirsögnum dagblað- anna, tímaritsgreinum, kennslubókum, leiðarvísum, myndasögum, islenzkum sem erlendum. Alls konar leturgerðir rugia reytum saman, skrýtilegar skýringarmyndir ganga inn I þessa blöndu, en á sinn hátt gengur þetta upp þannig að gaman er að. -Al/Lundi. , Heildverzlun Suöurgötu 14. Símar: 21020 og 25101. Sigurður Skúiason — Margbrotinn augasteinn (þankar úrþátíð), 88 bis. Letur 1981. Ásgeir Lárusson — Blátt áfram rautt, 40 bis. Iðunn 1981. Samkvæmt lögum ætti hver fullburða fslendingur að gefa út a.m.k. eina bók um ævina, hvers efnis sem honum sýnist. Eitthvað á þessa leið hljóðar tillaga gamals læriföður míns, Jóhanns S. Hannessonar, og er býsna skemmtileg umhugsunar. Þessar „skyldubækur” (herskylda okkar íslendinga . . . ) yrðu vitanlega ekki allar burðugar og vel má ímynda sér örvæntingu bókavarða á landinu and- spænis þessu Nóaflóði bóka. En með þssum hætti mundu einnig koma fram hæfileikamenn á ritvelli sem annars mundu aldrei þora að láta ljós sitt skína, — og það, samkvæmt tillög- unni, er nægjanleg réttlæting slíkra laga. Ef lög af þessu tagi væru I gildi, væri Nú höfum uið opnað uerslun með heimsþekkt hljómtæki sem ekki hafa áðurfengist á Islandi. Nú gefst þértækifæri til að eignast betri tæki sem bera tóninn alla leiði Við bjóðum þéraðlíta uið og kynnast þessum frábæru hljómtækjum sem núfástfyrst þérlendis Við bjóðum þérJBL hátalara á sérstöku kynningaruerði Sigurður Skúlason leikari búinn að gjalda föðurlandinu það sem föður- landsins er með ljóðabók sinni, Marg- brotinn augasteinn, — en varla mikið fram yfir það. Bókmenntir Aðalsteinn Ingótfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.