Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1982, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1982, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 1. MARZ 1982. Þrítugasta þing Norðurlandaráðs sett í dag: Fjallað veröurumsam■ norrænan gervihnött —ásamt ýmsum öðrum málum Þritugasta þing Norðurlandaráðs verður sett í dag í Helsingfors í Finn- landi og stendur það til 5. marz. Fjallað verður um mörg mál er varða samstarf Norðurlandanna á hinum ýmsu sviðum. Samningur um norrænan vinnu- markað sem verið hefur í gildi í 27 ár verður endurskoðaður á þinginu og mun ísland jafnframt gerast aðili að samningunum. Fjallað verður um norrænan sjónvarps- og útvarps- hnött en tillögu þess efnis lagði ráð- herranefnd Norðurlanda fyrir Norðurlandaráð 23. nóvember sl. Ríkisstjórn Danmerkur hefur til- kynnt að hún hyggist ekki taka þátt í undirbúningnum. Viðræður sanda nú yfir milli ríkisstjórna hinna land- anna um örlög tillögunnari Samgöngunefnd sem kannað hefur möguleika á ferjusamgöngum milli Norðurlandanna mun leggja til að niðurstaða könnunarinnar verði endurskoðuð vegna breyttra að- stæðna frá því könnunin var gerð. Þá verður fjallað um samnorræna til- lögu um ný umferðarlög sem sam- þykkt hafa verið á öllum Norður- löndum nema á fslandi. Ráðherra- nefndin leggur sjö nýjar tillögur fyrir þingið, eru þær m.a. um menningar- málastarf, samstarf á sviði jafnréttis- laga, félags og heilbrigðismála. Fyrir þingið verða lagðar 22 full- trúatillögur. Fjalla þær m.a. um að ötular verði unnið gegn misnotkun á eiturlyfjum, bætt umhverfí barna, samnorræna menntun til að vinna að öflun nýrra markaða fyrir út- flutningsvörur og um bætta siglinga- hætti í Norðurbotnum. Fulltrúar fslands í Norðurlandaráði eru þingmennirnir Halldór Ásgríms- son, formaður, Matthías Á. Mathiesen, varaformaður, Páll Pétursson, Sverrir Hermannsson, Eiður Guðnason og Stefán Jónsson. f forsætisnefnd á sæti fyrir fslands hönd Matthías Á. Mathiesen. —ELA RÓKÓKÓ borðstofuborð og stólar \ JL-húsiO býður viðskiptavinum sínum að öfíu Jöfhu lægsta mögulegt verð hverju sinni — en um leið hagstæða greiðsluskilmála. Jón Loftsson hf Hringbraut 121 Sími 10600 Húsgagnadeild Sími 28601 „Ég lœt bankann ávaxta peningana mína." Geymdu peningana þína á bankabók, þá áttu tryggan varasjóð! Því segja nú sííellt fleiri: „Ég lœt bankann óvaxta peningana mína." Það eykur þér bjartsýni og öryggi að eiga peninga á bankabók. Innistœðu bankabókar má taka út hvenœr sem er og fyrirvaralaust. Segjum að þú þuríir að skipta um bíl. Þá er mikilsvert að geta gengið að peningunum í banka- bókinni. Bankinn býður þér þcegileg viðskipti og öryggi. Inneign þín er meira að segja skattírjáls. Viðskiptabankamir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.