Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1982, Síða 11
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 1. MARZ 1982.
11
VIÐTALIÐ:
SPARIÐ
„HÉRLENDIS ER MIKLU MQRA
LAGT UPP ÚR MÚSÍK-
LÍFINU EN ANNARS STAÐAR”
Einar G. Sveinbjörnsson
fiðluleikari er íslenzkum tónlistar-
áhugamönnum að góðu kunnur fyrir
tónlistarflutning sinn. Hann hefur
um árabil verið búsettur í Svíþjóð á-
samt konu sinni og fjórum börnum
þeirra og starfað sem fyrsti konsert-
meistari við Sinfóníuhljómsveit
Málmeyjar. Einar var staddur hér-
lendis á dögunum og spiiaði þá m.a.
með Sinfóniuhljómsveit íslands og af
því tilefni átti blaðamaður stutt
spjall við hann.
,,Auk þess að starfa sem konsert-
meistari þá hef ég töluvert stundað
kennslu við tónlistarháskólann í
Málmey,” segir hann. ,,Fyrir utan
þetta tvennt þá telst ég til þessara svo-
nefndu einleikara sem alltaf eru á
ferð og flugi milli landa, sem getur að
sjálfsögðu stundum orðið þreytandi.
En þetta er mín vinna og mér þykir
hún skemmtileg. Ég hef ofboðslega
gaman af allri músik.”
Þú ert ekkert að semja sjálfur?
Lætaðra um að semja
,,Nei, það eru svo margir aðrir á-
gætir menn sem leysa það af hendi —
,og ég læt þeirra verk duga. En hins
vegar legg ég mig töluvert fram við að
spila tónlist núlifandi höfunda, þessa
nútimatónlist eins og hún er jafnan
nefnd.”
Og hvort finnst þér áhugaverðara
að spila tónlist gömlu meistaranna
eða nútímaverkin?
„Ja, ég vil nú helzt ekki gera upp
á milli þeirra. Þau eru í eðli sínu svo
ólík. Hvor tveggja eru náttúrlega
krefjandi og þarfnast nákvæmni en
það er litið annað sem er þeim sam-
eiginlegt.
Eins og flestir telja þá fellur gamla
tónlistin betur að eyranu, sem er
náttúrlega aðeins vegna þess hversu
oft hún hefur hljómað. Fólk er farið
að kannast við þessa tónlist og
hennar eðli.
Tekur áratugi að
kynna nútknatónfístina
ið viðurkenningu fjöldans, einfaid-
lega vegna þess hversu sjaldan hún
hefur heyrzt. Fólk þekkir hana ekki
og veit ekki hvernig það á að bregðast
við tónum hennar. í rauninni má
segja að það taki áratugi og rúmlega
það að kynna þessa nútimatónlist.
Gamla tónlistin þurfti þess með og
við vitum það að sagan endurtekur
sig alltaf. „Eroica” Beethovens þótti
t.d. ekki merkileg þegar hún var sþil-
uð fyrst og tilheyrendur hennar
stundu mikið og spurðu sjálfa sig
hvort þetta væri nú það sem koma
skyldi.”
—segirEinarG.
Sveinbjömsson
fiðluleikari
semstarfað
hefursem
konsertmeistari
í Svíþjód í 18 ár
Er einhver munur á tónlist Svía og
íslendinga að þínu mati?
,,Það ber nú öllum saman um
það, þegar þeir koma hingað til
íslands, hvað það er áberandi mikið
að gerast í tónlistarlífi þjóðarinnar.
Ekki bara að þvi leyti hvað mikið er
spilað heldur líka hvað það er gífur-
leg aðsókn að öllum tónlistarvið-
burðum hérna. Yehuthi Menuhin
reiknaði það einhvern tíma út að það
þyrftu að vera 300 þúsund manns á
einum tóleikum í New York til þess
að samsvara aðsókninni hér á landi.
Duglegt og dr'rfandi
einleikarafólk
Burtséð frá þessum útreikningum
þá er einnig athyglisvert hvað gífur-
lega mikið er um það að ungt fólk
leiki sígilda tónlist hér á landi. Þetta
er ■ undantekningarlítið duglegt og
drífandi fólk, sem vekur óskipta
athygli þegar það leikur í útlöndum.”
Hver heldur þú að ástæðan sé fyrir
þessum tónlistaráhuga íslendinga?
„Ég held að ástæðan sé einkum sú
að hérlendis er lagt miklu meira upp
úr músíklífi en annars staðar í
heiminum. Einnig er líka mikið lagt
upp úr krökkunum strax í byrjun og
það hefur skilað frábærum árangri.
Það er t.a.m. ekki gert nógu mikið að
einmitt þessu í Svíþjóð og þar held ég
að munurinn á tónlist þessara þjóða
komi sterkast fram,” segir Einar G.
Sveinbjörnsson fiðluleikari. -SER.
Nýja músikin hefur ekki enn hlot-
Einar G. Sveinbjörnsson Rðluleikari, sem staddur var hér á landi á dögunum, og
spilaði þá m.a. einleik með Sinföníuhljómsveit Íslands i Fiðlukonsert
Mendelsohns. DV-mynd Bjarnleifur.
tugþúsundir
Endurryðvörn
á 2ja ára f resti
RYÐVÖRN SF.
Smiðshöfða 1
Sími30945
Sparið
þúndir króna
' meðmótor-og
hjólastiilingu
einu sinni á ári
BÍLASKOÐUN
&STILLING
c
\BlLfl
/*-&S
13-t 0 D
Hátúni 2 A.
interRent
Bílaleiga Akureyrar
Akureyri: Tryggvabr 14 - S. 21715, 23515
Reykjavík: Skeifan 9 - S. 31515, 86915
Mesta úrvalið, bestr þjónustan
Við útvegum yður afslátt
á bílaleigubílum erlendis
...
m ■
l.augavegi 17H — 105 Heykjavlk —
Slmi K0700 ( A linur)
í köldum löndum eru veður mislynd,
hitabreytingar eru bæði skyndilegar og
Andlitið er berskjaldað. Hvað gerist?
Húðin herpist saman. Þér finnst hún
varla ná að þekja andlitið. En það þýðir
ekkert að veina og kveina. Þú veist að
þessi tilfinning hverfur ekki af sjálfu sér.
Þú verður að velja þér krem
sem verndar þig.
Reynir þú ekki alltaf að
klæða þig vel ef kalt er?
Hugsaðu líka um andlitið.
LAIT THERMAL
Lð mantér? Jouu
yyer ei détnaqudk*
oin: vtfajff
MILK ciumm
:ntk w&y r<- siratm
\ftmot.fr makr uf
BDTHERM
SPÉCIAL RIDES