Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1982, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 1. MARZ 1982. hjálxt, áháð dagbluð Útgófufólag: Frjóls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Hörður Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram. Aöstoöarritstjóri: Haukur Helgason. Fráttastjóri: Sæmundur Guövinsson. Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og IngóHur P. Steinsson. Ritstjórn: Síöumúla 12-14. Auglýsingar: SHJumúla 8. Afgreiösla, áskriftlr, smáauglýsingar, skrifstofa: Þverholti 11. Sbni 27022. Sími ritstjómar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: Hilmir hf., Slöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10. Áskriftarverð á mánuöi 100 lcr. Verö í lausasölu 7 kr. Helgarblaö 10 kr. Hótun Alþýðubandalagsins Alþýðubandalagið hefur sett fram kröfu um að íslendingar eignist meirihluta í álverinu í Straumsvík. Miðstjórn flokksins hefur sent frá sér ályktun, þar sem þessi krafa er sett fram, og er því reyndar einnig bætt við, að íslendingar taki fyrirtækið yfir að fullu sé ekki gengið að skilyrðum ríkisstjórnarinnar. Þessi ályktun vekur óneitanlega athygli. Hún er ekki sett fram af stjórnmálasamtökum ,,úti í bæ”, heldur einum ríkisstjórnarflokknum, flokki sjálfs iðnaðarráðherra. Ef hugur fylgir máli, þá munu væntanlega þrír ráðherrar fylgja henni eftir innan ríkisstjórnar og í opinberum viðræðum við fulltrúa Alusuisse. Þessari sprengju er því kastað að yfirlögðu og ásettu ráði og er sýnu eftirtektarverðari fyrir þá sök að hún felur í sér þjóðnýtingu, eignaupptöku fyrirtækis sem íslendingar hafa fram að þessu haft góð samskipti við. En hvað er það þá, sem veldur svo róttækri ályktun úr herbúðum Alþýðubandalagsins? Fyrir rúmu ári síðan sakaðiHjörleifurGuttormsson Alusuisse fyrir meiriháttar vanefndir og fjársvik gagnvart íslenska ríkinu. Hann fullyrti, að hann hefði undir höndum órækar sannanir fyrir því, að milljarðar súrálverðs ,, hefðu horfið í hafi”, Svisslendingarnir hagræddu hráefnisverði til verksmiðjunnar í Straums- vík til að komast hjá skattgreiðslum hér á landi. Þetta voru alvarlegar ásakanir og hver einasti íslendingur tók undir þau orð ráðherrans, að ef sök sannaðist á Alusuisse, þá væru þeir réttrækir úr landi meðalltsitt hafurtask. Svisslendingarnir báru hönd fyrir höfuð sér, og eftir nokkurt fjaðrafok féllust deiluaðilar á að hefja viðræður, þar sem farið yrði ofan í saumana á þessu stóralvarlega máli. Allt síðasta ár hefur viðræðunefndin hist stöku sinnum. Fréttir af fundunum hafa verið í lágmarki og sjálfsagt farið yfír ofan garð og neðan hjá öllum almenningi að viðræður væru yfirleitt í gangi. En á bak við tjöldin hefur verið tekist á — ekki aðeins við Svisslendingana, heldur og innan ríkis- stjórnarinnar. Þróun mála hefur verið á þann veg, að sífellt hefur dregið úr líkunum fyrir því, að hægt væri að sanna fullyrðingar iðnaðarráðherra um hin meintu svik vegna súrálverðsins. Mál stóðu jafnvel þannig í síðasta mánuði, að Svisslendingarnir töldu sig hafa efni á að fara fram á að ráðherrann drægi ásakanir sínar formlega til baka. Afboðun þeirra á fundinn í Kaupmannahöfn er eflaust til að leggja áherslu á þessa kröfu. íslenska ríkið og viðræðunefnd okkar hefur í reynd fallist á að víkja súrálverðinu til hliðar. Steingrímur Hermannsson hefur sagt opinberlega að ríkisstjórnin hafi verið sammála um þá málsmeðferð að „leggja á- greiningsefnin til hliðar”. Alþýðubandalaginu og haukunum í þeim flokki hefur sviðið, hvernig Hjörleifur hefur gloprað niður stöðu sinni gagnvart Alusuisse. Nú leggja þeir allt kapp á að koma deilumálinu við Svisslendinga í hnút, hafa í hótunum, stofna til illinda. Það er af þessum sökum sem miðstjórn Alþýðubandalagsins sendir frá sér þjóðnýtingarsam- þykktina. Hún beinist ekki eingöngu að Alusuisse sem hótun. Hún er ekki síður mótleikur Alþýðubanda- lagsins í innanlandspólitíkinni. ebs. Maður og umhverfi: Við verðum um f ram allt að læra að standa á eigin fótum Umhverfismálin eru í brennidepli víða um lönd og ótal spurningar sem hafa vaknað af þeim sökum. Erum við að sóa öllum auðlindum, drekkja manninum i mengun og eyða gróðri að nauðsynjalausu? ‘ Þvi miður gleymist oft í óðagotinu að skilgreina hvað átter við.meðhug- takinu umhverfi. Þegar betur er að gáð kemur i Ijós að um fleiri en eina skilgreiningu er að ræða. Því meira sem maður hugsar um umhverfið, þeim mun betur áttar maður sig á hv> hvað hér er um víðtækt hugtak að ræða. Það er ekki aðeins náttúran og byggðin, heldur líka fólkið, menningin, trúin. Milli manns og umhverfis liggur aragrúi af þráðum. Af sumum þeirra vitum við, aðra komum við aldrei auga á. Samt stjórna þeir lífi okkar eins og við værum litið annað en strengjabrúður. Okkur hættir til að gleyma því að það eru ekki áþreifanlegir hlutir sem móta okkur mest heldur sú hug- myndafræði sem samfélagið byggir á og við ánetjumst oft umhugsunar- laust. En hver er hugmyndafræði ís- lendingsins við umhverfismótun? Hvaða sjónarmið hafa verið lögð til grundvallar hér á landi þegar bæir hafa verið skipulagðir eða unnið hefur verið að náttúruvernd? í þessari grein langar mig að víkja að nokkrum þessara þátta og þá einkum nokkrum atriðum, sem oft gleymast þegar fjallað er um um- hverfismál eða betra lif í bæjum. ferðarvímunni. Ástæðan fyrir því að maður spyr sig að þessu er auðvitað sú staðreynd, ;að mikið af því mótlæti og flest þau vandamál sem þjóðin glímdi við um tíu alda skeið hafa verið leyst á þess- ari einu öld. Sá grunur læðist að manni að skortur á mótlæti hafi ráðið miklu um það hve margir hafa leitað á náðir áfengis og annarra vímugjafa á und- anförnum árum. Eyða svo ævinni í að berjast við sjálfan sig. Sé þetta rétt sýnir þetta best að það verða alltaf vandamál Ef ntaðurinn þarf ekki lengur að berjast við náttúruöllin býr hann vanda- málin bara til sjálfur. Hitt er svo annað mál að það er auðvitað afar óæskilegt að fólk búi sér til vandamál og lifi í sjálfskapar- víti. Þegar síkt er orðið algengt er það ótvírætt merki um þjóðfélagslega úr- kynjun. Samt getum við ekki farið aftur i tímann. Við getum ekki farið að búa í lekum og lélegum húsum, losað okkur við hitaveituna, simann og sjónvarpið eða horfið inn i nátt- úruna. Kannski felst svarið einfaldlega í því að hætta að hugsa um þetta sem mótlæti. Kannski er allt sem vantar heillandi verkefni og aðstaða og aðbúnaður til þess að sinna þeim. Sköpunargáfa er í sjálfu sér mót- læti. Sá sem finnur sig knúinn til þess að tjá sig á listrænan hátt, svo dæmi sé nefnt, hefur ærið verkefni ævina út svo fremi hann fái tækifæri tii þess. skapandi störf en áður. Spurningin er enn á ný: Eru gæðin þau sömu? Vonandi er þessi spurning óþörf. Æ fleiri eru nefnilega að átta sig á þeim hættum sem velferðarríkið hefur í för með sér og eru tilbúnir að gera eitthvað í því. Æ fleiri eru að átta sig á því að við þurfum að gera tvennt í senn: breyta þjóðfélaginu þannig að það ýti undir sjálfsbjargaiviðleitni en jafnframt að gera það manneskju- legra. Það viðhorf að einstaklingarnir þurfi sjálfir ekkert að huga að fram- tíðinni og geti síðan hlaupið til stóra bróður þegar syrtir í álinn er auðvitað út í hött. Þjóðfélagið sem réttir fullfrísku fólki lausnirnar á silfurbakka uppsker það eritt að draga úr sjálfs- bjargarviðleitni og ýta undir sjálfs- eyðingarhvöt og heimtufrekju. Betra líf í bæjum En hvað koma þessar vangaveltur við hugmyndum um betra líf í bæjum? Það þarf ekki glöggan mann til að sjá að það er beint samband á milli þeirrar hugmyndafræði sem ræður ríkjum í þjóðfélaginu og umhverfis- mótunar eins og hún birtist á hverjum tíma. En það er ekki einungis hug- myndafræðin heldur einnig hið ytra umhverfi sem hefur áhrif á umhverfismótun mannsins. Og þá er A „Þjóðfélag sem réttir fullfrísku fólki lausnirnar á silfurbakka, uppsker það eitt aó draga úr sjálfsbjargarviðleitni og ýta undir sjálfseyöingarhvöt og heimtufrekju,” segir Jón Óttar Ragnarsson m.a. í grein sinni. Umhverfi og hugmyndafræði Umhverft okkar nú á tímum er gerbreytt frá því scm áður var. í vax- andi mæli er það gert af mannahöndum. Þar getum við alið manninn, óháð veðri og vindum og unað við nýjustu þægindi. Sú spurning hlýtur því að vakna hvers konar umhverfi við eigum að skapa. Eigum við að láta hverjum degi nægja sina þjáningu eða eigum við að skipuleggja það fram í tímann. Er þá ekki rétt að spyrja fyrst að því hvað við getum lært af fortíðinni. Sagnfræðingurinn Arnold Toynbee hélt því fram að þvi meira aðhald sem umhverfið veitir manninum þeim mun meira örvar það hann til dáða. Hann áleit t.d. að umhverfi íslendinga hefði verið fólkinu nægilega fjandsamlegt til þess að vera alvaki virkrar menningar án þess þó að ríða þjóðinni að fuilu. Þessi kenning er auðvitað umdeild en erfitt er að afneita hénni með öllu. Gildir það ekki enn sem fyrr að það er mótlætið sem gerir okkur að mönnum, það þarf sterk bein til að bola góða daga. Ef þetta er rétt vaknar enn sú spurning, hvaðan það mótlæti á að koma nú á tímum sem gerir börnin okkar að mönnum. Er kannski hætta á að þau missi móðinn mitt í vel- List, vísindi, öll vel unnin störf eru í sjálfu sér heillandi viðfangsefni, óyfirstíganlegar torfærur ef þjóð- félagið gerir einstaklingunum kleift að vinna að þeim. En erum við orðin of sein? Erum við kannski nú þegar komin með sjúkdóminn? Sumir halda því fram að islenskt þjóðfélag sé komið með öll einkennismerki úrkynjunar. Oft kemur slíkt fyrst fram í menningunni. Er hægt að segja að t.d. islensk listsköpun nú standi að baki því sem var gert t.d. á árunum fyrir stríð? Þessari spurningu er vandsvarað. Aldrei hefur eins mikið af vel menntuðu hæfileikafólki streymt út í þjóðfélagið og einmitt nú. En hvað -með gæðin? Við megum ekki látablekkjast af magninu einu saman. Það er staðreynd að miklu fleiri fást við það ekki síst sjálf náttúran, sem hefur áhrif. Rammi okkar islenska umhverfis er og verður áfram hin fagra náttúra landsins. Margar bestu hugmyndir og form við mannvirkjagerð eiga rætur að rekja til hennar. Fátt hefur verið meiri lyftistöng menningu og mannlífi hér en sá fjar- sjóður sem íslensk náttúra er, fátt kröftugri hvati til þess að láta fegurðina ráða ríkjum við umhvcrfis- mótun. Ef litið er til íslenskra bæja þá hafa þeir frá alda öðli lagað sig að náttúrunni. Torfbærinn féll ekki einungis að henni heldur sjálfur efni- viðurinn að mestu sóttur í hennar skaut. Þegar tinibur- og bárujárnsöldin gekk í garð var í fyrsta skipti hægt að reisa hér glæsileg hibýli í stórum stíl. Frá þeim tíma eru flestar fegurstu byggingar landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.