Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1982, Síða 35
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 1. MARZ 1982.
43
Sandkorn Sandkorn Sandkorn
Nýju afla-
skipin fara
Þrenglsaveg-
inn hvort eð er
Ný aflaskip stækka flotann
stöðugt. Sagt er að Hólma-
víkurskuttogarinn nýi þurfi
að veiða um 12 þúsund lestir
bara fyrir vöxtum.
Kaldhæðnir gárungar
telja, að hann muni landa
aðallega í Hvcragerði og fari
þá Þrengslaveginn. Það megi
einu giida hvaða þrengslum
hann lendir í, — þrengsli
verði ekki umflúin hvort eð
er.
Ekki er allur
vöxtur tömur
hagvöxtur
Iþróttakennarar hafa hart
og titt gagnrýnt hinar
blómstrandi líkamsræktir,
sem nú risa um allt. Er sú
gagnrýni raunar vel meintar
viðvaranir og ábendingar.
Sagt er, að vaxtaræktar-
menn ætli að bjóða iþrótta-
kennurum að taka þá í kúr,
einkum til að laga á þeim
ýmsa formgalla. Ekki er enn
vitað um undirtektir íþrótta-
kennaranna.
„Það er fleira vöxtur en
hagvöxtur,” segir líkams-
ræktarmenn.
Með Kjarvals-
mynd frá Eng-
landi
Guðmundur Axelsson í
Klausturhólum var samferða
Vigdisi forseta og fylgdarliði
hcnnar heim frá London á
dögunum. Var hann með
mikinn pakka undir hendinni
og höfðu farþegar í vélinni
mikinn áhuga að vita hvert
innihaldið væri. Guðmundur
varðist allra frétta en neitaði
því þó ekki að það væri mál-
verk enda gaf lögun pakkans
það í skyn.
Sandkorn hefur nú frétt
að málverkið mikla hafi
verið gullfalleg mynd eftir
meistara Kjarval, sem Guð-
mundur hafi náð í úti í Eng-
landi. Verði þetta málverk til
sölu á uppboði hjá Klaustur-
hóium þann 8. marz nk. og
megi búast við að hátt verði
boðið í það þar.
»
Maður kemur í
manns stað; Víg-
lundur fyrir
Davíð
Davíð Scheving Thorsteins-
son mun ekki gefa kost á sér
í formennsku í Félagi
íslenzkra iðnrekenda á næsta
Iðnþingi, sem bráðlega
verður haldið.
Víglundur Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri BM-Vallá
er mjög nefndur til starfsins.
Mun hann hafa látið undan
þrábeiðni félaga sinna um að
gefa kost á sér.
Útrás eða árás?
Tíminn hóf markvissa
sókn, þegar hann fékk til
liðs við sig hóp hæfra blaða-
manna frá Vísi ekki löngu
fyrir „samrunann” undir
forystu Elíasar Snælands
Jónssonar.
Lægðir og hæðir leikast
viðar á en í veðurfarinu. Það
þekkja blaðamenn ýmsum
betur.
Elías Snæland er ágætur
blaðamaður, sem ræður yfir
ýmsum þekkingarsviðum.
Meðal annars hristir hann
fram úr pennanum læsilega
kvikmyndagagnrýni.
Gamansamir félagar hans
spyrja nú hver annan, hvort
hann sé með þeim að fá per-
sónulega útrás með
„bióleiðurum” sínum
ellegar, hvort í þeim felist
dulbúin árás á aðra leiðara
blaðsins.
Fá dagmömmur
bðkhaldsaðstoð
hjá Akisuisse?
Krafan um bókhald, sem
gerð er nú á hendur dag-
mömmum, heimtar hið
ómögulega. Þannig lítur það
út, ef átt er við heiðarlegt al-
vörubókhald. Hefur Sand-
korn fregnað, að hinir kunn-
áttusömustu bókhaldsmenn
og endurskoðendur glúpni,
þegar sinnugar konur leita
aðstoðar þeirra í málinu.
Þekktur endurskoðandi
svaraði beiðni um slíka
bókhaldsaðstoð þannig:
„Þetta ræður enginn við
nema Alusuisse. Þeir hafa
hvort eð er ekkert annað að
gera á meðan þeir biða eftir
falli ríkisstjórnarinnar.”
Hvar em
arkitektarnir?
Verðlaunabiðskýlið við
Landsspítalann var teiknað
af innanhússarkitekt, ef rétt
er munað.
Þá eru svonefnd götugögn
hiinnuð af þyggingafræðingi.
Loks er kirkjan á
Seltjarnarnesinu teiknuð af
verkfræðingi.
Það særir vonandi engan
þótt spurt sé, hvað arki-
tektarnir séu að fásl við,
þegar svona tækifæri ganga
til annarra kunnáttumanna.
Bragi Sigurðsson.
Kvikmyndir Kvikmyndir
Dominco Andríz í hlutverki sínu í bandarisku kvikmyndinni Alambrísta.
MÁNUDAGSMYND HÁSKÓLABÍÓS - Alambnsta:
FJÖTRAR HINS
FRJALSA LANDS
Háskólabíó; mánudagsmyndin: Hinn ólöglegi
(Alambrista).
Leikstjóri, höfundur handrits og
kvikmyndataka: Robert Young.
Aðalhlutverk: Dominco Andriz.
Bandarísk, árgerð 1977.
Robert Young hefur gert margar
myndir fyrir vesturheimskt sjónvarp
á liðnum árum og hefur m.a. hlotið
Emmy-verðlaunin svonefndu, sem
eru nokkurs konar hliðstæða
óskarsverðlaunanna og veitt fyrir
sjónvarpsmyndir. Árið I975 fékk
Young styrk til að hefja undirbúning
myndarinnar Alambrista og var töku
hennar lokið árið 1977. Þess má geta
í framhjáhlaupi að þessi mynd hans
hefur fengið viðurkenningar á mörg-
um kvikmyndahátiðum, m.a. í Cann-
es árið 1978.
Alambrista er e.t.v. nokkuð ólík
flestum bandarískum myndum, sem
öðru jöfnu eru sýndar hérlendis, en
fjallar þó um kunnuglegt efni; ólög-
lega innflytjendur í atvinnuleit.
Aðalpersóna myndarinnar er
ungur Mexikani, Roberío. Hann
ákveður að yfirgefa konu sína og ný-
fætt barn þeirra í Mexíkó og laumast
yfir landamærin til „fyrirheitna
landsins” í leit að gæfu og vinnu.
Þegar yfir landamærin kemur slæst
hann í hópinn með öðrum Mexíkön-
um, sem eins er ástatt fyrir. Hann
kynnist ungri stúlku, Sharon að
nafni, er vinnur á veitingastað. Hún
veitir honum húsaskjól í erfiðleikum
hans og þau fella hugi saman.
Roberto er fljótlega handtekinn af
landamæralögreglunni og sendur til
baka yfir landamærin sem ólöglegur
innflytjandi.
Hann fer þó aftur yfir til Banda-
ríkjanna en fær aðeins vinnu hjá bí-
ræfnum melónubónda sem svifst
einskis í gróðahugsjóninni. Verka-
menn á býli hans krefjast betri launa
og aðbúnaðar og gera verkfall — og
hlutskipti Robertos og annarra at-
vinnuleysinga er því verkfallsbrot.
Hann verður að lokum þreyttur á því
að vera ólöglegur innflytjandi og
verkfallsbrjótur og snýr aftur til fjöl-
skyldu sinnar í Mexíkó — uppgefinn
á þjóðlifi Bandaríkjanna og þeirri ör-
birgð sem landar hans þurfa að búa
við í „fyrirheitna landinu.”
Alambrista er uppfull af skemmti-
legum og jafnframt heillandi atrið-
um, sem vel er unnið úr. Uppgjörið
við uppruna sinn og átthagafjötrarn-
ir eru leiðandi myndarinnar. Við
kynnumst persónu sem á við tvo val-
kosti að glíma: annars vegar barátt-
una fyrir mannsænrandi lífi í harð-
gerðu þjóðfélagamynstri Bandaríkj-
anna, þar sem viðbúið er að einhverj-
ir þurft að láta í minni pokann, og
hins vegar að sætta sig við uppruna
sinn og hverfa aftur til heimkynna
sinna og sætta sig við gráan hvers-
dagsleikann og berjast i bökkum til
þess að skrimta frá degi til dags.
Alambrista er því lýsing á and-
rúmslofti og til þess að gera getur hún
kallazt ádeilumynd. Hún verður
, á stundum mögnuð og varpar fram
hrikalegum andstæðum milli tveggja
nokkuð ólíkra þjóða. Kvikmynda-
takan ásamt tónlist og snilldargóðum
leik Dominco Andriz hjálpar þar
vissulega mikið til.
Þó atburðarás myndarinnar kunni
að þykja nokkuð hægfara verður
myndin aldrei langdregin. Uppgjörið
og sá drungi sem hvílir yfir fram-
vindu atburðanna aftrar þvi gjörsam-
lega að svo fari. Myndin er bandarísk
t sinni gerð en tekur þó leynl málstað
innflytjendanna sem sinn og verður
því að teljastgott innlegg íbaráttu lit-
aðra manna fyrir réttinaum sinum og
lágmarkskjörum í landi frelsis og ein-
staklingsframtaks. Án frelsis og að
sumu leyti einstaklingsframtaks hefði
þessi mynd sennilega aldrei verið gerð
en hafa ber í huga að frelsið og ein-
staklingsframtakið er e.t.v. undirrót
þess að sams konar hlutir gerast i
raunveruleikanum og þeir sem um er
fjallað í Alambrista.
-Sigmundur Ernir Rúnarssón.
SHÁIA
Hillu skilveggir
bjóöa upp á ótrúlega
möguleika í uppsetningu.
Núeruþeir
loksins
komnir aftur!
Sendum um
alltland
HÚSGOGN
hagstœðu greiðslukjörin.
Skemmuvegi 4,
Kópavogi,
Sími73100