Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Qupperneq 22
MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF Texti og myndir: Gísli Sigurgeirsson 22, DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 3. APRlL 1982. MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF FYRIR NO R ■ MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF FYRIR NORÐAN - Cuðmundur Skúlason fer með hlutverk nafna sins prests að Myrká, sem eygir þá von að afla peninga fyrír nýjum kirkjuklukkum með gctraunagróða. MANNLÍF FYRIR NORI | Bískupinn er leikinn af Arnsteini Stef- ánssyni, sem kryddar tiiveruna með leik- list. Unnur Arnsteinsdóttir tekur sin fyratu spor á fjöiunum i hlutverki vinnuhonunn ar tdu. Hauksdóttir leikur sjálfa prentsMna, Petrn, sem hefur aðrar lif- skoðanir en prestnr. Leikarar, leikstjón og aðnr starfsmenn við sýmnguna, samankomnir i stofunni á prestssetrinu. „Ég er með ala rétta,” segir séra Arthnr, en skyldi það reynast rétt hjá honum? DV-myndir GS/Akureyri „Það verða bara allir að fara snemma fjós Litið inn á leikæf ingu Ungmennaf élags Skriðuhrepps „Hvað finnst þér um hafragraut? Finnst þér ekki betra að hafa hann sait- aðan? Því er líkt farið um leikstússið hjá okkur. Það er eins og krydd á til- veruna.” Þannig komst Arnsteinn Stefánsson, bóndi og leikari í Stóra-Dunhaga i Hörgarádal að orði, þegar biaðamaður DV leit inn á ieikæfingu hjá Ung- mennafélagi Skriðuhrepps á Melum sl. mánudagskvöld. Félagið hefur að undanförnu æft gamanleikinn „Get- raunaleik” og verður frumsýning á Melum í kvöld, laugardagskvöld. Síðan verður stiginn dans að lokinni sýningu. Þá var öldin önnur Arnsteinn hefur tekið þátt i mörgum leiksýningum með Ungmennafélagi Skriðuhrepps og ekki færri en fjórar dætur hans hafa „stigið á fjalirnar.” Sú yngsta, Unnur, fer meðhlutverk fdu vinnukonu í Getraunaleik og er það frumraun hennar á „fjölunum.” Arn- steinn var spurður hvað hann væri bú- inn að taka þátt í mörgum sýningum? „Ég man það ekki, ætli þær séu ekki 11 eða 12. Ég lék í einum 4—5 sýning- um þegar ég var ungur, en síðan tók ég mér hvíld í 21 ár. Þá byrjaði ég aftur og ætli ég hafi ekki verið viðloðandi flest- ar sýningar síðan,” svaraði Arnsteinn. — Fyrsta hlutverkið? Að mörgu að hyggja Æfingin á mánudagskvöldið gekk hnökralítið, enda komið að frumsýn- ingu. En það var þó að ýmsum smá- atriðum að hyggja. — Það er hræðilegur liturinn ó blóð- inu úr séra Guðmundi, sagði einn. — Við verðum bara að slátra kálfi, til að fá eðlilegt blóð, sagði annar. — Það getur nú orðið tafsamt að slátra kálfi fyrir hverja sýningu, sagði sá þriðji. — Hvað haldið þið að hann séra Þórhallur á Möðruvölium segi, þegar Örn Þórisson fer meó Untverk VHU, « hann gerir sér vonir ■ — og tdu. Sómakonan Jóseflna er f köadum Sesselju Ingólfsdóttur. Jóseflna er annt um séra Guðmund. „Það var í Apakettinum og mig minnir að sá hafi heitið Óli, sem ég lék. Það var 1944 eða 5.1 þá daga var öldin önnur. Þá komum við gangandi til æf- inga og æfðum allan daginn. En æfingar voru ekki nema 5—6 og það var enginn leikstjóri. Við leiðbeindum hvert öðru og venjulega var ekki nema ein sýning, í mesta lagi tvær” sagði Arnsteinn. Hreppsbúar heima og heiman „Það er alltaf gaman að vinna við leiksýningar með skemmtilegu og áhugasömu fólki,” sagði Jóhann Ög- mundsson, sem leikstýrir uppfærslunni í getraunagróða.” „Það er eins og með önnur verk, það er skemmtilegast að sjá hvað árangur- inn er stórkostlegur á stuttum tíma. Þegar við byrjuðum þurftu krakkarnir að stauta sig fram úr textanum, en nú rennur þetta í gegn eins og vel smurð vél.” „Getraunaleikur” er 39. verkefnið sem Jóhann ögmundsson leikstýrir. Hann var spurður hvort hann heföi hug á að bæta fleirum við? „Hver veit nema ég fylli að minnsta kosti fjórða tuginn. Kannski bæti ég fimmta tugnum við. Hver veit? Ég á enn eftir hátt í 20 ár í nírætt. Nú er ég líka að hætta að vinna i Kassagerðinni og þá er ég til í allt,” sagði hinn siungi Jóhann Ögmundsson. hann sér Þórð sem sr. Arthur skríðandi í hempunni? spurði sá fjórði. Svona gengu samræður, ýmist í gamni eða alvöru, en þar kom að menn veltu fyrir sér klukkan hvað sýningar ættu að hefjast. Ekki voru þar allir á sama máli. Sumir vildu byrja kl. níu en aðrir hálfri stundu fyrr. „Það verða bara allir að fara snemma í fjós,” sögðu þeir sem vildu síðari kostinn. Dugðu þau rök og hefjast því sýningar á Melum kl. 20.30. Frumsýningin verður í kvöld, eins og áður sagði, en næsta sýning verður á miðvikudagskvöldið. . GS/Akureyri’ af MNrieik, ea prestsins heitasU óak < aó eigaast skelÍBÖóni. Misskilningur „Getraunagróði” er eins og margir aðrir gamanleikir byggöur á misskiln- ingi á misskilning ofan. Prestshjónin Guðmundur og Petra, leikin af Guð- mundi Skúlasyni og Svanhildi Hauks- dóttur, eru kjarninn í leiknum, enda gerist leikurinn í'stofu prestssetursins. Séra Guðmundur er hart leikinn, þann- ig að hann er tæpast fær um að sinna prestsstörfum þega líða tekur á sýning- una. Kemur þá kollegi hans, séra Arthur, til skjalanna, en hann er leik- inn af Þórði Steindórssyni. Sjálfur biskupinn kemur einnig í heimsókn, en í gervi hans er Arnsteinn Stefánsson. Unnur dóttir hans leikur ídu vinnu- konu á prestssetrinu, en örn Þórsson fer með hlutverk Villa, unnusta fdu. Þá er aðeins ótalin blessunin hún Jóse-: fína, sú vammlausa og guðhrædda kona, sem reynist séra Guðmundi vel. Sesselja Ingólfsdóttir túlkar þá aðsóps- miklu konu. Auk leikendanna hafa Haukur Steindórsson, Sverrir Haralds- son, örn Stefánsson, Hermann Árna- son, Sigrún Arnsteinsdóttir og Stefán! Lárusson gert sýninguna að veruleika. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.