Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Qupperneq 2
Frá vigstöðvunum i Ebro-dalnum. 2 Sjaldan hefur nokkur her- hvöt komið eins miklu róti á hugi manna og eggjunarorð lýðveldissinna í spænsku borgarstyrjöldinni. — NO PASARAN — náði jafnvel eyrum íslendinga — og nokkr- ir létu eggjast og fóru til Spánar í fótspor þúsunda annarra frá Evrópu og Ameríku, tóku sér vopn í hönd og mynduðu sér- stakan her, Alþjóðafylk- inguna, til varnar spænska lýð- veldinu. Borgarastyrjöldin á Spáni 1936—39 var fyrstu meiri háttar vopnaviðskipti til varnar fasisma í Evrópu og nokkurs konar forleikur að síðari heimsstyrjöld.Borgarastyrjöld- in varð jafnframt suðupottur alls konar idealisma í Evrópu og Ameríku, hvort sem um var að ræða til vinstri eða hægri eða bara upphafna mannúðar- stefnu. Aðdragandi styrjaldar- innar á Spáni er ekki bara stað- bundinn heldur endurspeglar og er samofinn stjórnmálasögu okkar heimshluta fyrri hluta aldarinnar: í Rússlandi hafði kommúnismi sigrað eftir ára- langa borgarastyrjöld og Stalín jafnframt sigrað í valdabaráttu við Trotsky. í Þýzkalandi og á Ítalíu höfðu nasistar og fasistar komizt til valda án teljandi vopnaviðskipta. Lýðræðisríkin á Vesturlöndum áttu i höggi við kreppu og sífelld togstreita var milli borgarastéttar og verka- lýðs. íslendingar fóru ekki var- stæðurnar voru miklar og höfðu myndazt harðsnúnir hópar kommúnista sem litu gagnrýnislaust á Stalín og Sovétríkin sem fyrirmynd. Á landinu var líka starfandi nasistaflokkur sem hlotið hafði BORGARA- STYRJÖLDIN Á SPÁNI NO PASARAN ÞEIR SKULU EKKI í GEGN Umtðínu^uu ■ ■ n ■ ■ I NHIJ^rifr«Ur rvmyriírmorl. hluta af þessum hræringum samtímans. Hér hafði í mörg ár verið kreppa og komið til nokkurra átaka. Stéttaand- Bjöm Guðmundsson. sína skólun í Þýzkalandi. Menntamenn um allan heim tóku afstöðu með lýðveldinu og flykktust til Spánar. Má þar nefna rithöfundana Georg Orwell og André Malraux. í DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 3. APRlL 1982. miðju stríðinu 1937 var t.d. haldið þing hinna alþjóðlegu rithöfundasamtaka PEN í Val- encia sem var á valdi lýðveldis- sinna. Aðrir dvöldu á vígstöðv- unum sem fréttamenn eins og Ernest Hemingway og John Dos Passos. Síðar skrifaði Hemingway skáldsöguna „Hverjum klukkan glymur” og er aðalpersóna hennar einmitt bandarískur sjálfboða- liði í Spánarstyrjöldinni. Þrír íslendingar gerðust sjálfboðaliðar í Alþjóða- fylkingunni á Spáni: Aðal- steinn Þorsteinsson, Björn Guðmundsson og Hallgrímur Hallgrímsson. Þeir voru með- limir í Kommúnistaflokki íslands og fóru á laun til París- ar en þar var óopinber miðstöð sjálfboðaliðanna. Allir komust þeir lífs af úr þessum hildar- leik. Hallgrímur skrifaði endurminningar sínar úr styrj- öldinni „Undir fána lýðveldis- ins” sem gefin var út 1941 af Birni Bjarnasyni sem löngum var formaður Iðju. Jón Engil- berts listmálari teiknaði kápu- mynd. Þessi athyglisverða bók, sem nú er svo til ófáanleg, er merkileg heimild um óvenjuleg- an mann og samtíð hans. UNDIR FANA LÝÐVELDISINS” „Niður með vrtsmunina! Lengi Hfi dauðinn!” Eftir almennar kosningar á Spáni 1931 var spillt konungdæmi lagt niður og lýðveldi stofnað. Brátt logaði allt í skærum og flokkadráttum í landinu. Smábændur reyndu að varpa af sér oki landeigenda og verkamenn kröfðust betri kjara. Aðall, kirkja og herforingj- ar reyndu að grafa undan völdum stjórnarinnar og vildu koma á sömu stjórnarháttum og á Ítalíu og síðar i Þýzkalandi. Á næstu árum varð alger klofningur í landinu. Stjórnina studdu frjálslyndir, sósíalistar, kommúnistar og ýmsir aðrir hópar en andstæðingar hennar voru herforingjar, konungs- sinnar, óðalsbændur, klerkar og öflug samtök, falangistar, sem kenndu sig við forngríska herskipan, falanx. Upp úr sauð þegar José Calvo Sotelo leið- togi hægrimanna á þingi var myrtur. Herforingjarnir, Emilio Mola fyrrver- andi yfirmaður öryggislögreglunnar og Francisco Franco gerðu samsæri gegn stjórninni og hófu uppreisn sem varð 33 mánaða borgarastyrjöld. 19. júli 1936 hóf Mola sókn með her sinn frá Norður-Spáni í átt til Madrid. í Marokkó beið Franco tækifæris að komast til Spánar með spænsku útlend- ingahersveitina og Márahersveitir. Franco hafði verið yfirmaður útlend- ingahersveitarinnar og þekktur fyrir grimmd og hörku. Kjörorð útlendinga- hersveitarinnar var: „Niður með vits- munina! Lengi lifi dauðinn.” Manuel Azaha var forseti Spánar og studdu hann um 30% landhersins og mestur hluti sjóhersins. Sjóherinn gat komið í veg fyrir að Franco kæmist yfir sundið frá Marokkó um sinn. Azaita leitaði eftir samningaviðræðum og bauð samsteypustjórn með þátttöku Mola en því tilboði var hafnað. Borgarastyrjöld var óumflýjanleg. Stjórnina studdu mjög ólíkir hópar eins og stjórnleysingjar, trotskistar og stalínistar, sem oft á tíðum börðust innbyrðis. Stjórnin virtist í upphafi smeykari við suma stuðningsmenn sína en uppreisnarmenn og veigraði sér við að vopna þá. Með hjálp ítala og Þjóðverja tókst Franco að rjúfa hafnbannið og flytja her sinn yfir til Suður-Spánar. Alls sendu ítalir 763 flugvélar i stríðið, 50 þúsund manna herlið og mikinn her- búnað m.a. 1930 fallbyssur og 240 747. léttar byssur. í hinni svokölluðu Kondorasveit sem Þjóðverjar sendu voru sex þúsund manns. Brigada Internacionai Spánarstjórn bað fyrst Vesturveldin um aðstoð og sendu Frakkar í upphafi styrjaldar 200 flugvélar og talsverðan búnað en hættu von bráðar afskiptum af styrjöldinni og skýldu sér bak við hlutleysi eins og stjórnir Breta og Bandaríkjamanna. Þá leitaði stjórnin á náðir Sovétrikjanna og voru tvö þúsund rússneskir hermenn sendir til Spánar, 240 flugvélar, 1200 fallbyssur og 700 skriðdrekar. Að launum var gullforði stjórnarinnar, 315 milljón $ sendur til Sovétríkjanna. Brátt fóru erlendir sjálfboðaliðar að flykkjast til Spánar. Þeir mynduðu sjálfstæðan her, Alþjóðafylkinguna (Brigada Inter- nacional) sem taldi 40 þúsund menn. Kommúnistar skipulögðu fylkinguna að mestu og áttu flesta foringja hennar. í lok ársins 1937 var staðan þannig að stjórnin réð vesturhluta landsins og Madrid og voru þá harðir bardagar um borgina Teruel. Um þetta leyti bættist Alþjóðafylkingunni sjaldgæfur liðs- auki, íslendingurinn Hallgrímur Hallgrímsson smyglaði sér yfir Pýreneafjöll og tók sér vopn í hönd. „Eftir tilbreytingarlausa ferð gegnum Þýzkaland i féiagsskap með stormsveitarmönnum og spikfeitum, hnatthöfða verzlunarmönnum, og svefnlausan næturakstur yfir sléttlendi Belgiu og Frakklands með Suður- ameríkumann einan að klefanaut, var ég loksins kominn til Parísar, allshugar feginn.” Þannig hefjast endurminningar Hall- gríms Hallgrimssonar frá borgara- styrjöldinni á Spáni, „undir fána Lýðveldisins.” „... þýzka höllin með ránfuglinn stóra... " í Paris lendir Hallgrímur í félagsskap Fritz sem var þýzkur kommúnisti og fyrrum leiðbeinandi hjá rauðum íþróttafélögum og einnig á suðurleið. Þeir félagar skoða París saman og bregða sér á Heimssýningarsvæðið og verður þeim starsýnt á sýningarhöll Sovétríkjanna „með stállíkneskið mikla af hinu unga pari, sem hélt merki verkamanna og bænda hátt við himinn, en beint á móti reis þýzka höllin með ránfuglinn stóra á efstu burst. Ekki skorti mótsetningarnar.” Hallgrimur notar tækifærið og fárast ofurlítið út í Léon Blum for- sætisráðherra Frakka sem var jafn- aðarmaður og talsmaður hlutleysis Frakka í styrjöldinni. í upphafi styrj- aldarinnar höfðu Frakkar stutt stjórnina en síðar hætt afskiptum af styrjöldinni af ótta við að styggja Þjóð- verja og ítali. Franska stjórnin reyndi að halda uppi málamyndaeftirliti með sjálfboðaliðunum en samkvæmt frá- sögnum Hallgríms var París meira eða minna undirlögð af þeim en hann minnist ekkert á þau sambönd eða milligöngumenn sem hann hafði þar. Da uðakan didátar Hallgrímur og Fritz ferðast með lest suður Frakkland í fylgd annarra sjálf- boðaliða, dauðakandídata eins og þeir voru gjarnan kallaðir, af mörgu þjóð- erni. í borginni Breziers verða þeir að flýja frönsku lögregiuna og er komið undan á franskan bóndabæ. Þar hafa safnast saman um þrjátíu sjálfboða- liðar af nítján þjóðernum og er þeim smyglað yfir spænsku landamærin og fara þeir að næturlagi yfir Pýrenea- fjöll. „Tunglið lýsti upp svo hálfbjart var og sást viða um. Fyrir fótum okkar i norðri breiddi sig óendanlegt land- fiæmi, ásótt flatneskja, sem lækkaði æ meir sem norðar dró; heillandi drauma- land, baðað i silfurgeislum mánans, en raflýst þorp og bæir lágu þar á við og dreif, eins og eldgulum stjörnum hefði verið dreift yfir þennan ævintýrahcim. (....) En slíkt seiðmagn dugði ekki til. Hinum megin fjallatindanna i suðri lá annað land, sem eins og sakir stóðu dró okkur til sin með ennþá meiri krafti, »» „Aqui Espana" Eftir langa ferð liggur Frakkland að baki og leiðsögumaðurinn segir: „Aqui Espana. (Hér er Spánn).” í borginni Figueras nálægt strönd Miðjarðarhafs- ins gerist Hallgrímur meðlimur í Alþjóðaf ylkingunni. í fylgd 200 hermanna leggur hann af stað í lest suður eftir Valenciahéraði í gegnum endalausa appelsínulundi. í vagni hans eru aðailega Pólverjar og Norðurlandabúar og þegar lestin hefur stutta viðdvöl í Valencia uppgötva þeir vínsölu og kaupa ókjörin öll af konjaki. Um kvöldið, aðfangadags- kvöld, er svo haldin veizla í lestinni þar sem hún mjakast suður til borgarinnar Albacete. Hallgrímur veigrar sér við að taka þátt i gleðskap félaga sinna og þegar þeir eru meira eða minna „dauðir” forðar hann sér undan ódauninum út á pall á vagnendanum: „Flestar jólanælur hafa verið mér

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.