Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 21
ing leikritsins, en efni þess og andi er mjög haiikvæmt Tsjernjenko, hinum lítt áberandi skugga Brézhnevs úr röðum embættismanna flokksins, hafði verið í stanzlausum undirbúningi i meira en eitt ár. Það eru lika margir mánuðir siöan Tsjernjenko tók að hraða mjög sókn sinni upp á efsta valdatindinn: hann hefur haidið inn- reið sína í stöðugt fleiri stofnanir flokksins og stjórnunar, stungið oftar upp kollinum i stöðugt fleiri blöðum, og birzt sem hinn æðsti fulltrúi Moskvuvaldsins á sífellt fleiri stöðum víðs vegar um Sovétríkin Tsjernjenko tók sem sagt ekki fyrst að seilast eftir stjórnvölnum við dauða Súslovs, heldur jók sá atburður aðeins hraða valdasóknar hans. Ogvaldaafsa/ Brózhnevs að nokkru; hafOi það þegar verið lengií undirbúningi? 75 ára afmælisdagur flokksleiðtog- ans hinn 19. desember síðastliðinn gaf þó nokkrar vísbendingar. Daginn fyrir afmælið afhenti Michail Súslov hinu aldurhnigna afmælisbarni orðu októ- berbyltingarinnar og var það í annað sinn, sem Brézhnev hlaut þá orðu. í ræðu sinni flokkaði Súslov þennan hruma orðusafnara sem ,,hinn framúr- skarandi liðsmann og framfylgjanda málsstaðar Leníns” Flestir hinna viðstöddu Kreml-valdsmanna höfðu sett upp hreinasta húskveðjusvip við þessa athöfn. Leikstýrendur afmælishátíðarinnar höfðu þegar hinn 16. desember boðað einmitt hið afganska handbendi Babrak Karmal til Kreml til þess að láta hann bera fyrstan fram árnaðaróskir sínar. Karmal nældi orðuna Sól frelsisins á jakkaboðung Brézhnevs, faðmaði hann, kyssti og strauk — en afganska frclsissólin getur naumast talizt nein frábær heiðursgjöf and- spænis þeim ömurlegu hrakförum, sem Sovétmenn hafa farið í stríðinu í Afganistan. Tímaritið „Avrora” (Morgun- roðinn) i Leningrad kom meö enn svæsnara framlag til afmælishátíðar sovézka flokksleiðtogans. Þetta tímarit rithöfundasambandsins helgaði 75 ára afmæli Brézhnevs desemberhefti sitt — en efni þessa heftis hefur rétt nýlega borizt til vesturlanda. Einmitt á blaðsiðu 75 í þessu hefti birtist umrædd skopgrein, sem minnzt var á hér að framan um ofurmennið, sem að öllu yfirbragði er nauöalíkt Leonid Brézhnev, hinum ötula endurminninga- ritara og Lenínverðlaunahafa fyrir bókmenntir. „Meirihluti manna álitur, að hann sé fyrir löngu dauður, svo mikil er dýrkun manna á snilldargáfu hans. . . . það er erfitt að trúa þvi, að hann muni nokkurn tima þurfaað deyja.Og senni- lega heldur hann sjálfur, aö hann muni bara alls ekki deyja.” Höfundur háð- greinar þessarar, Viktor Goljavkin, lætur að lokum í ljós þá fullvissu sína um hið uppdiktaða þjóöskáld, að „viö þurfum ekki að bíða þess lengi enn að heyra lofgjörðina, sem hellt verður yfir skáldjöfurinn við andlát hans. Við trúum öll á hann. Lát oss vona, að hann ljúki brátt því starfi, sem hann hefur enn á höndum og gleðji hjörtu vor eins fljótt og frekast er unnt!” Það er gjörsamlega ómögulegt að hugsa sér, hvernig þessi vart dulbúna illkvittnisgrein gat komizt í gegnum hina sérstaklega ströngu ritskoðun undir yfirstjórn og á ábyrgð leiðtoga kommúnistaflokksins i Leningrad, Grigorij Romanovs. Átti ef til vill að skella skuldinni fyrir þessa dularfullu ritsmíð á hinn 59 ára gamla meðlim stjórnmálaráðsins, Romanov, til þess að draga úr möguleikum hans til valda- sóknar eftir daga Brézhnevs? Höfundur háðgreinarinnar, Viktor Goljavíkin, sem þekktur er fyrir að skrifa fáránlegar, súrrealiskar sögur og hefur hingað til látið birta meira eftir sig í samisdat-ritlingum en í opinberum málgögnum, hafði sent handritið að háðgreininni inn mðrgum mánuðum fyrir birtingu hennar. Núna er hið hneykslanlega hefti „Avroru” með öllu horfið úr bókasöfnum í Sovétríkj- unum, og ritstjóri sá, sem ábyrgðina bar á birtingu spésins, er sagður hafa misst stöðu sína. Brózhne v færist nær grafarbakkanum Af öllu þessu má ráða, að valdaafsa! Leonids Brézhnevs, en hann telst nú orðið naumast starfhæfur né heldur fær um að einbeita sér, hafi verið undirbúið með löngum fyrirvara. En Michail Súslov, sá sem steypti Khrús- jov af stóli og hóf Brézhnev upp í valdasessinn, vildi koma flokksforingj- anum ólöskuðum gegnum lífsins póli- tíska ólgusjó. Hinn rússneski þjóðernissinni, Súslov, óttaðist meíra en allt annað, að opinská uppreisn og svæsin valdabarátta myndu verða landi hans til enn frekari álitshnekkis og minnkunar innanlands sem og erlendis. Þegar hjarta Súslovs því stöðvaðist hinn 25. janúar sl., virtist sem einn af traustustu hornsteinum Kremlarmúrs- ins heföi losnað og fallið. Sovézka sjónvarpið sýndi áhorf- endum sínum miskunnarlaust, þegar við útför þessa aðalhugmyndafræðings sovézka kommúnistaflokksins, Brézhnev, sem átti í hinum mestu erfið- leikum með að fylgja settum reglum við athöfnina og lenti með hinum vélrænu hreyfingum sinum sífellt út úr fyrir- skrifaðri braut opinberu siðabókar- innar, og varð m.a. hvað eftir annaö viðskila við félaga sína. Tveimur vikum siðar var flokksleið- toginn aftur kvikmyndaður við lík- börur; það var við útför jafnaldra hans og pólitíska förunauts, generalofursta Grúsjevoj, sem var yfirmaður hinnar pólitisku herstjórnardeildar fyrir Moskvusvæðið — og kvikmyndavélin sýndi Brézhnev við þetta tækifæri ennþá nær grafarbakkanum en áður. 1 fyrsta sinn sáu sovézkir þegnar hinn æðstráðandi leiðtoga hinna voldugu Sovétríkja þarna sem lasburða, skjálf- andi gamalmenni, er grét skefjalaust og bar sigaumlega. Sá, sem ekki gat séð hrumleika Brézhnevs, fékk að heyra um hann: sovézkir söguberar lýstu hinum 75 ára gamla öldungi i víðfemri hvislherferð sem hjálparvana verkfæri hinna gjör- spilltu ættmenna sinna. Margir gáfu meira að segja í skyn, að rannsóknar- dómarar hefðu nú þegar borið böndin að flokksleiðtoganum. Óhófog óþverralffnaður rauðu Kremlforystunnar? Hversu mikið kann að vera satt í hinum fáheyrðu uppljóstrunum um óhóf og óþverralifnað hinnar rauðu Kreml-forystu, sem lýst er sem verðugum arftökum býsanzkrar spill- ingar — þá er eitt þó víst, að sðgu- burðinum var markvisst komið á kreik af sovézkum sögumönnum og slúöriö var látið berast til erlendra frétta- manna. Þeir íbúar Moskvu, sem opinberlega mega hafa samband við útlendinga eru, eins og öllum er kunnugt, allir saman beint eða óbeint á snærum sovézku leyniþjónustunnar, KGB. Uppljóstran- irnar voru því látnar síast út af ásettu ráði, og gert ráð fyrir því, að vestrænar útvarpsstöðvar myndu útvarpa þeim aftur til Sovétríkjanna. Ein er sú upþljóstrun, sem staðfestir, að valdaaflausn Brézhnevs hafi þegar byrjað, áður en Súslov lézt. Meira en það; þessi uppljóstrun gefur meira að segja í skyn, að einmitt öflug andstaða Súslovs gegn árásunum á Brézhnev- ættbálkinn hafi mjög flýtt fyrir dauð- daga hins fyrrnefnda. Samkvæmt þess- ari útgáfu söguburðar hinna sovézku heimildarmanna lenti Michail Súslov um miðjan janúar siðastliðinn i hatrömmum deilum upp á líf og dauða við næstæðsta yfirmann KGB, Semjon Tsvigun. Hinn 64 ára gamli Tsvigun var mágur Brézhnevs, rnaður metnaðargjarn og harðsvíraður. Hann hafði sýnilega mun meiri áhuga á leyni- skýrslum um framferði Brézhnev- ættingjanna heldur en á því að rækja og styrkja tengslin innan fjölskyld- unnar. Þannig hótaði hann að láta handtaka þann náunga, sem um margra ára skeið haföi verið elskhugi Galinu Leonidovnu Tsjúrbanovu, hinnar 53 ára gömlu dóttur Brézhnevs. Hjá manni þessum, Boris Búrjatia að nafni (kallaður Borís sígauni), glaum- gosa, kórsöngvara og málamyndaleik- ara við Bolsjoi-Ieikhúsið, hafði lögreglan fundið demanta frá keisara- timanum. Gimsteinum þessum hafði verið stolið hinn 27. desember úr íbúð fjölleikakonunnar Irinu Búgrimovu, sem er ljónatemjari við hið fræga RíkisfjöIIeikahús í Moskvu. Tsvigun, sem stjórnaði herferð gegn alls konar spillingu í Sovétríkjunum, — en sú herferð hefur nú staðið yfir í næstum tvö ár, — vildi ekki láta þennan gamla ástvin hinnar alræmdu hneykslispersónu, dóttur Brézhnevs, sleppa. Sagt er, að hann hafi jafnvel haft I hótunum að höfða refsismál á hendur hinum drykkjuglaða, sóunar- sama Júrij, syni Brézhnevs, en hann starfar sem ráðherra utanríkisvið- skipta. Michail Súslov leizt þann veg á þetta mál allt, að hér væri um að ræða óhemjulega, beinskeytta árás á algjöra friðhelgi Brézhnev-ættbálksins gegn lögsókn, og væri þar með árás á flokks- leiötogann sjálfan. Þegar deilurnar stóðu sem allra hæst, á Súslov að hafa æpt að Tsvigun, að framaferli hans sem KGB-foringja væri hér með lokið, og honum bæri að notfæra sér einustu útgönguleiðina, sem stæði honum enn opin: hann ætti að fremja sjálfsmorð. 19. janúar andaðist Semjon Tsvigun, og var opinberlega látið svo heita, að hann hafi látizt eftir „langvarandi, erfið veikindi”; samkvæmt óopinberum vísbendingum frá sovézkum blaða- manni tók Tsvigun eitur. Tveimur dögum síðar fékk svo Michail Súslov heilablóðfall. Opinber ástæða var sögð æðakölkun og sykursýki; óopinber sovézk skýring: hin æsilegu mál í kringum Tsvigun hafi orðið honum að aldurtila. „... og hinir seku hl/ótí ma/deg máiagfðkf" En allar þessar óopinberu upplýsingar gætu líka verið úr lausu Iofti gripnar. Hitt er þó öruggt, að Tsvigun lézt í ónáð. Hinn háttsetti starfsmaður mið- stjórnar sovézka kommúnistaflokks- ins, KGB-hershöfðingi og skáldsagna- höfundur (m.a. skáldsagan „Við snúum aftur”), hlaut ekki þá heiðurs- greftrun, sem honum bar í grafreit frægra manna við Klaustur hinnar nýju meyjar í Moskvu. Vinur Tsviguns, samherji og fyrrum starfsbróðir innan KGB, Gaidar Alijev, sem nú er yfir- maður kommúnistaflokksins í Azer- beidsjan, fékk ekki leyfi til að koma til Moskvu til að vera viðstaddur útför Tsviguns. Minningargreinin um Tsvigun var, /™ngursr.Kar og unnt er m pess ao vert ofan i allar venjur Kreml-foryst- serhvert afbrot verði að fullu upplýst Wð útför Súsktvs: röð valda- manna í Kremi hefur riðiazt í fremstu röð sjást (ffá v. tH h.). Leonid Brózhnev, Tichanov, og þó Konstantin Tsjem- jenko — en fyrir aftan fíengst til hægri) er keppinautur hans, Andrej P. Kiri/ónko. Einmitt hinn 26. janúar, þegar flokks- forystan var önnum kafin við undir- búning hinnar opinberu útfarar Súslovs, lét KGB handtaka mercedes- eigandann og demanta-aðdáandann Boris Búrjatía „sígauna”. Dagsetningu handtökunnar hafði KGB vart valið af handahófl: það átti að vera ógerlegt fyrir Galinu Tsjúrbanovu, dóttur Brézhnevs, að ná sambandi við föður sinn einmitt þennan dag. Skömmu siðar var annar dyggur ást- vinur Galinu, Anatoli Kulevatov, for- stjóri Ríkisfjölleikahússins í Moskvu, handtekinn, en hann bar m.a.s. titilinn vara-menningarráðherra Sovétríkj- anna. Ákæran á hendur honum var stórkostlegt misferli i gjaldeyrismálum, alls konar önnur svik og auðgunarbrot. Það, sem gaf þessu máli alveg sérlega kátbroslegan svip, var sú staðreynd, að sá sem einmitt bar æðstu ábyrgð á handtöku Kulevatovs var hinn 46 ára gamli eiginmaður Galinu Leonidovnu og vara-innanríkisráðherra, Júrij M. Tsjúrbanov. Nú hljóma þau næstum sem orð spámannsins ummælin, sem Tsjúr- banov lét birta í Ísvestíju á degi lögregl- unnar í nóvember í fyrra: „Ríki og þegnar krefjast þess, að aðgerðir sovézku lögreglunnar verði eins árangursríkar og unnt er, til þess að þvert unnar, ekki undirrituð af mági hans, Leonoid Brézhnev. Einustu fulltrúar stjórnmálaráðsins, sem undirskrifuöu, voru Tsjernjenko, Ústinov og hinn 51 árs gamli Michail Gorbatsjov. Aftur á móti stóðu nöfn allra æðstu KGB- foringjanna undir dánartilkynning- unni, en það er einnig mjög óvenjulegt, þvi að einmitt þessir menn leggja annars mikið upp úr þvi að varöveita nafnleynd sína — sem reyndar er von. Hinar hatrömmu, logandi deilur milli flokksleiðtogans Brézhnevs og forystu- liðs sovézku leyniþjónustunnar KGB komu þannig I ljós fyrir allra augu. Það gefur augaleið, að úr því að sovézka kommúnistaflokknum ber skylda til að hafa meö höndum óskorað forystu- hlutverk á öllum sviðum þjóðmála, og þá einnig gagnvart leyniþjónustu Sovétrikjanna, hlaut það að skoðast sem alveg einstæð stríðsyfirlýsing af hálfu KGB á hendur flokksleiðtog- anum að ætla sér að láta lögrcglurann- sóknir á meintri, alþekktri spillingu í þjóðfélaginu einnig ná til nánustu ætt- menna Leonids Brézhnevs. Sú aðför var skýlaust brot á valdsviði KGB, samkvæmt sovézkum skilningi. Hinni ögrandi áskorun KGB gegn völdum Brézhnevs var enn haldið áfram daginn eftir dauða Súslovs. og hinir gjöld.” seku hljóti makleg mála- Ernýr fíokksleiðtogi íaugsýn? Hver eru raunveruleg markmið KGB og hinna núverandi aðalbandamanna þeirra KGB-manna úr röðum Kreml- valdhafanna? Er það hið margþætta neyðarástand hjá risaveldinu, sem knýr á —- Afganistan og Pólland; hið yflr- vofandi efnahagshrun og pólitíska ókyrrð vfða I Austur-Evrópu; upp- skerubresturinn 1 þrjú ár samfellt í eigin landi; hættan á, að skrúfað verði alveg fyrir hið mikla aðstreymi fjármagns, tæknikunnáttu og kornvara frá vestur- löndum? Hafa öll þessi vandræði vaxið hinu ellihruma forystuliði Sovétríkjanna svo algjörlega yfir höfuð, að meirihluti ráðandi manna þar í landi ríghaldi sér nú í þá von, að nýr flokksleiðtogi kunni að geta komið á nýsköpun mála i Sovétrikjunum? Það er hins vegar engan veginn svo augljóst enn sem komið er, að það sé jafn auðvelt að velta Leonid Brézhnev úr valdasess- inum eins og margir fréttaritarar og aðrir sem fylgjast með málum austur þar álitu fyrir tveimur vikum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.