Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982. '7 skorða höfuð fyrtnætna á maðan myndatakan fór.fram. Á bernsku- skeiði Ijósmyndunar var tökutimi of langur til aö fólk gæti setið kyrrt án aðstoðar. starfsmenn verzlunarinnar á heimilinu. Heimilið var um margt sérstakt, það var annálað fyrir rausn og glaðværð og var í nánari snertingu við umheiminn en almennt tíðkaðist. Vegna stöðu Weywadts bárust ýmsar nýjungar þangað. Meðal annars er sagt að þangað hafi komið fyrsta saumavél- in sem kom á Austurland, svo og fyrsti olíulampinn. Hvers vegna skyldi Nicoline hafa lagt fyrir sig Ijósmyndun? Tvær af elztu dætrum Weywadts faktors sigldu til Danmerkur til náms. Súsanna, sú eldri, lærði ostagerð á Jót- landi 1870 til ’72, en Nicoline ljós- myndun í Kaupmannahöfn 1871 til ’72. Á þessum árum var enginn starfandi ljósmyndari á Austfjörðum. Það er því óneitanlega umhugsunarvert, hvers vegna Nicoline kaus að leggja stund á ljósmyndun. Heimildir herma, að þegar Nicoline var að alast upp hafi dvalið tveir Danir um tíma á heimili Waywadts hjónanna sem eitthvað hafi fengizt við ljósmynd- un og þar hafi sennilega áhugi Nicoline vaknað. Engar heimildir eru til um hjá hvaða ljósmyndara Nicoline lærði i Höfn, en heim sneri hún haustið 1872 og er því fyrsti kvenljósmyndari lands- ins. Nicoline starfaði um þrjátíu ára skeið við Ijósmyndun Eftir heimkomuna settist Nicoline að hjá foreldrum sínum á Djúpavogi og stundaði ljósmyndun þar. 1881 fluttist fjölskyldan að Teigarhorni, þar sem Weywadt hafði látið reisa reisulegt íbúðarhús og við það var byggður myndaskúr með glervegg og þaki til að næg birta fengist við myndatökurnar. Árið 1888 sigldi Nicoline aftur til Drangur. Óþakktur. MyntMna tók Nicoline. Tatgartrgm I BatuflrðL Myndkm tók Nicolina um 1895. HúslO ar byggt 1880 tH “82 og standur ann. j skúmum tU hægri var Ijósmyndastofa Nicoline og Hansinu, en sú síOamefnda framkallaOI myndknar i Htiu herbergi á efrihæOi norOurenda. Hafnar til að kynnast nýjungum í iðn- inni, en myndir hennar bera vitni um gott og vandað handbragð. Næmt auga Nicoline fyrir myndefni, samfara myndrænni skynjun, gefur henni sér- stöðu meðal íslenzkra ljósmyndara. Hún var frumherji við myndatökur á merkilegu tímaskeiði í byggðasögu Austurlands og eftir hana liggja fleiri útimyndir en flesta aðra ljósmyndara fyrir aldamót. Starfsferill Nicoline var langur eða um 30 ár, en hún fékkst við ljósmynd- un fram yfir aldamót. Hansfna var systurdóttir Nicoline Nicoline giftist aldrei, en hélt heimili með Sophie, móður sinni, eftir andlát Weywadts árið 1883, og bjó að Teigar- horni til dauðadags 1921. Þær mæðgur ólu upp tvær stúlkur. Önnur þeirra var Hansína Björnsdóttir, Hansína var systurdóttir Nicoline, dóttir Súsönnu Weywadt og Björns Eiríkssonar tré- smiðs. Hansína fæddist 1884 og var sett þriggja ára gömul í fóstur að Teigarhorni. Hansína lærði undirstöðuatriði ljósmyndunar hjá frænku sinni Nico- line, og 1902 sigldi hún til Kaupmanna- hafnar tii frekara náms í ljósmyndun. Ekki er vitað hjá hverjum hún lærði. Hansína kom aftur til Djúpavogs 1903 og bjó áfram að Teigarhorni hjá frænku sinni. Hún naut góðs af þeirri aðstöðu, sem Nicoline hafði komið sér upp þar heima. Ljósmyndaferill Hansínu var sýnu styttri en Nicoline, þar sem hún hætti að mestu að taka myndir eftir að hún gifti sig 1911. Hansína lést árið 1973. Hansína sótti myndefni sitt einkum til náttúrunnar og þá til Berufjarðar og næsta nágrennis. Þá sótti hún og myndefni í dagsins önn, þar sem Nico- line aftur á móti tók mikið af manna- myndum. Sýningin Myndasafn frá Teigarhorni stendur til 31. maí næstkomandi. -KÞ tók saman og byggði á sýningar- skrá. Myndavólar NicoHne, liklega frá um 1872 tH 80. Fyrir aftan er baktjald, sennilaga fri um 1903og Hansina þi koméO meO þaO frá Höfn. NicoUne notaöi ekki málaOan bakgrunn viO sínar myndatökur. BaktjöM fóru aO tiOkmtt um 1880, tii dæmis er vissa fyrir þvi að Sigfús Eymundsson notaOi siíkt tjald 1868. r Hagalandi 4, F" Mosfellssveit (viðÁiafoss) V laugardag og sunnudag kl. 7 — 6. Hér sjáið þiö nýjasta útlitiö frá INVITA, Sanne P, úr massífri eik, lika til úr furu eða mahogni. Eldaskálinn býður 39 gerðir INVITA innréttinga í allt húsið. Bjóðum sérsmíöaðar INVITA innréttingar me öllum kostum staðiaðra skáp eininga. Möguleikarnir eru næstum óendanlegir. Látið okkur að- stoða við skipulagningu heimilis- ins. INVITA hentar alls staðar. Komid - sjáið og sannfærist um gæðin frá INVITA ELDASKALINN GRENSÁSVEG112, 101 REYKJAVÍK SÍMi: 91-39520 8.91-39270 INVÍTA innréttingar í allt húsið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.