Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982. Linsa í stað augasteins Annar öldrunarsjúkdómur er rýrnun í miðgróf sjónu sem veldur sjónskerð- ingu þegar horft er beint fram, t.d. við lestur. Þegar skýið á augasteininum er einnig orðið þétt skerðist líka sjónsvið- ið hjá viðkomandi. í slíkum tilfellum á umrædd aðgerð vel við, ef annaðer í lagi. Með því að fá linsu í stað augasteinsins fær viðkom- andi a.m.k. ratsjón, þó rýrnunin í mið- grófinni sé enn til staðar. Oft eru þeir sem þannig hefur verið ástatt um þakk- látustu sjúklingarnir þegar úr hefur vcrið bætt,” sagði Ragnar. Aðgerðin stutt — Hvað tekur aðgerðin langan tíma? ,,Ef allt gengur vel tekur aðgerðin ekki nema 30—40 mínútur. Venjulega liggur sjúklingurinn fyrsta daginn eftir aðgerð en á öðrum degi getur hann haft fótaferð með aðstoð. • Venjulega þarf sjúklingurinn að vera upp undir viku á sjúkrahúsi, sérstaklega ef um utan- bæjarfólk er að ræða. Eftir 6—8 vikur á allt að vera komið í samt lag aftur. Venjulega þarf sjúklingurinn gleraugu til að fá skarpa sjón til lesturs en þá getur hann líka lesið smæsta letur. Runólfur Jónsson var sá fyrsti sem ég gerði þessa aðgerð á í júnímánuði á sl. ári. Hann getur nú horft á sjónvarp gleraugnalaus og hann hefur það góða sjón að hann gæti fengið sjónvottorð til að aka bíl án gleraugna. Það er rétt að taka það fram að það er hægt að setja linsu í augað þótt búið sé að fjarlægja augasteininn áður, svo framarlega sem ekkert annað amar að auganu,” sagði Ragnar Sigurðsson í lok samtalsins. Það kom fram i viðtalinu við Ragnar að það sem helzt háir honum við slíkar aðgerðir er að skurðsmásjáin á Fjórð- ungssjúkrahúsinu er orðin 10 ára göm- ul og alls ekki fullnægjandi. Sagðist Ragnar gera sér vonir um að úr þessu yrði bætt innan tíðar. GS/Akureyri Hér er Ragnar með fíkan af auga og hann er með fing- urna á auga- steininum sem alltsnýstum. %\ • Þegarþú veizt svarið krossar þú í viðoigandi reit • Efþú ert ekkiáskr'rfandiþá krossarþú íreitinn tilhœgri, annars hinn. • Þú sendir getraunaseðiiinn tilafgreiðslu DV, Þverhotti 11, 105 Reyk/avík, merktan „DV- getraun". • Hver áskr'rfandi getur sent inn einn seðil fyrir hvern mánuð, sem hann er áskrifandi. Vinningslíkur þeirra, sem eru áskrifendur allan timann,eru þannig meiri en hinna, sem aðeins eru áskrrfendur hluta timabilsins. • Hver getraunaseðill er endurbirtur fyrir nýja áskrrfendur og þá sem gleyma sér. • Athgið að aðeinsþýðir að senda inn hvern seðileinu sinni, þ.e. einn Suzukiseðil 1, einn Suzukiseðil2, o.s.frv. Þeir áskrrfendur, sem eru í vanskilum, þegar dregið er, koma ekki tilgreina. □ Egerþegar áskrifandi að DV □ Ég óska að gerast áskrifandi að DV Nafn i Heimilisfang Byggðarlag Sími Nafnnúmer

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.