Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Qupperneq 12
12 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982. . ■ UNSAÍ STAD AUGA- STEINS —Rætt við Ragnar Sigurósson, augnlækni i á Akureyrí, sem hefur augnlækninga > áíslandi Ragnar Sigurðsson, augn- læknir á Akureyri, hefur fyrstur augniækna á ísiandi gert aðgerðir tii að set/a linsu í auga í stað augasteins. DV myndir GS/Akureyri Ath. góðir greiðsluskilmálar. JIS Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 TEPPADEILD - SÍMI 28603. a lesið skrána ,,Ég tel þessa aðgerð til mikilia | bóta, hún hefur bætt sjónina mikið hjá mér og ég vona að þessi nýjung eigi eftir að koma sér vel fyrir marga,” sagði Runólfur Jónsson í samtali við DV. Runólfur var fyrst- ur til að ganga undir augnaðgerð hjá Ragnari Sigurðssyni þar sem auga- steinninn úr hægra auganu var tekinn en linsa sett í augað í hans stað. „Árið fyrir aðgerðina hrakaði sjóninni ört á hægra auganu,” sagði Runólfur. „Ragnar sagði mér að það væri ekki um annað að ræða en fjar- lægja augasteininn. Siðan sagði hann að ég ætti þrjá möguleika til að bæta mér missi augasteinsins; með gleraug- um, kontaktlinsum eða með því að hann setti linsu i augað í stað steins- ins. Ég valdi síðasta kostinn, þó ég gerði mér Ijósa grein fyrir því það slík aðgerð hafði ekki verið framkvæmd hérlendis áður. Ég var því stundum nefndur „tiiraunadýrið” á sjúkra- húsinu, en ég treysti Ragnari full- komlega,” sagði Runólfur. — En hvernig gekk svo aðgerðin? „Aðgerðin gekk eins og í sögu og var mér sársaukalaus, nema rétt þegar ég var deyfður,” sagði Runólf- ur. „Eftir 2 daga var fyrst tekið frá auganu. Þá leizt mér ekkert á blik- una því ég sá allt i þoku. í þriöja skiptið sem tekið var frá auganu sá ég Lystigarðinn alltí einu út um glugg- ann eins og hann kæmi útúr þokunni. Hvað sérðu meira, spurði Ragnar. Ég sé okkar ágæta Kaldbak, svaraði ég. Eftir þetta gekk allt í rétta átt og ég fór heim af sjúkrahúsinu eftir viku.” — Og er sjónin betri? ,,Já, já, þú getur nú nærri, þetta er allt annað líf,” svaraði Runólfur. ,,Nú þarf ég í rauninni ekki að nota gleraugu nema til iestrar, en með gleraugunum get cg meira að segja lesið simaskrána, en í henni var ég löngu hættur að sjá stafaskil fyrir aðgerðina. Hins vegar nota ég gler- augun meira en ég nauðsynlega þarf, til aðhvílaaugun. Ég get nefnt þér eitt dæmi. Ég flutti í þessa íbúð 1966. Ég stóð stundum við eldhúsgluggann og taldi raflínustaura sem blasa við austur í Vaðlaheiði þegar skyggni er gott og efsta staurinn ber við himinn. Ég var löngu hættur að sjá staurana, en eftir að heim kom eftir aðgerðina gekk ég eins og af rælni að eldhúsglugganum. Og hvað heldur þú, ég sá staurana. Þú getur rétt ímyndað þér viðbrigðin. Mér er efst í huga þakklæti til starfsfólks Fjórðungssjúkrahússins og Ragnars Sigurðssonar sem ég vil þakka fyrir öli okkar ánægjulegu kynni. Enda eins og einn vinur minn sagði við mig; hvernig á annað en gott að koma frá Kristínu Bjarna- dóttur og Sigurði O. Björnssyni,” sagði Runólfur Jónsson í lok samtals- ins. „Það var fítið á mig eins og tikmmadýr t Ragnari ful/komlega,"sagðiRunótfur Jc

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.