Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ & VtSIR. LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982.
Sally Field hefur oftastnær túlkað
Ijúfar og geðþekkar konúr í kvik-
myndahlutverkum sínum. Það kom
þvi öllum í bandaríska kvikmynda-
heiminum á óvart þegar henni var
boðið hlutverk aðgangsharðrar og
samvizkulausrar blaðakonu í kvik-
myndinni Absence of Malice. Blaða-
konu þessari er hreint ekki fisjað
saman, hún sefur hjá manni (Paul
Newman) ef hún telur að með þvi
móti geti hún fengið hann til að leysa
frá skjóðunni og henni er nákvæm-
lega sama þó hún leggi líf saklausrar
manneskju (Melinda Dillon) i rúst
meðóvönduðunj fréttaflutningi. For-
síðufréttir sinar birtir blaðakona
þessi án þess að hirða hið minnsta um
sannleiksgildi þeirra.
Þrátt fyrir illvirki blaðakonunnar
er Sally Fields jafngeðþekk og áður
þegar slaðið er upp frá þvi að horfa á
Abence of Malice. Með þessu sýna
Fields og leikstjórinn Sydney Pollack
að það er ekki endilega ógeðfelldasta
fólkið sem er hvað samvizkulausasl.
Siðareglur blaðamanna hafa áður
verið til umræðu í kvikmyndum, til
dæmi í þýzku myndinni Glötuð
æra Katrínar Blúm. Í kvikmyndinni
Absence of Malice þykir efnið tekið
heldur klaufalegum tökum og höf-
undi handrits, Kurt Luedtke, einkum
kennt um. Luedke er fyrrverandi rit-
stjóri dagbiaðs og því vel kunnugur
viðfangsefni sinu. Hann gerir hins-
vegar ekki annað en að draga upp
sömu myndina og sífellt er verið að
gefa af blaðamönnum í kvikmynd-
um. Samkvæmt henni drekka með-
limir blaðamannastéttar firnin öll að
vinnudegi loknum, standa i sífelldu
kapphlaupi um fréttir og hirða ekki
hætis hót um staðreyndir.
Absence of Malice veitir varla
nokkur svör varðandi blaðamennsku
en vekur ef til vill einhverjár
spurningar með áhorfandanum, eins
og til dæmis þessar: Eru blöðin að
ýkja og falsa sögur vegna síharðn-
andi samkeppni við sjónvarpið? Eru
það slöðugar kröfur lesenda um
spennandi efni sem valda ýkjunum?
Hvar er orsakanna að breyttum hátt-
um í blaðamennsku i rauninni að
leita?
Luedtke og Pollack fara kringum
efnið eins og kettir kringum heitan
graut. Til samanburðar við Absence
of Malice má nefna kvikmyndina
Slapshot sem sýnd var í Laugarásbíói
fyrir u.þ.b. fjórum árum og fjallar
um ofbeldi í íþróttum, nánar tiltekið í
íshokkí. i Slapshot var engin dul
dregin á að misþyrmingar í íþróttum
draga að áhorfendur og flest allt er
leyfilegt í miðasölustríðinu. í
Absence of Malice er fjallað um
mann sem verður fyrir þvi að um
hann er skrifuð upplogin frétt. í stað
þess að reyna að varpa örlitlu Ijósi á
slík mál gera Luedtke og Pollack þau
einungis flóknari. Absence of Malice
fjallar því miður um áhugavert efni
án þess að gera því nokkur viðhlít-
andi skil.
-SKJ
Paul Nevnman og Sally Fieldi Absence ofMa/ice.
Kvikmyndir
Kvikmyndir
ABSENCE
OFMAUCE:
Það var árið 1977 að þýzki leik-
stjórinn Werner Herzog heyrði fyrst
minnzt á Carlos Fermin Fitzcarraldo.
Ævisaga þessa manns vakti litinn
áhuga hjá Herzog í fyrstu. Fitz var
írskur að ætt og bjó í frumskógum
Perú skömmu fyrir síðustu aldamót.
1 þá tíð auðguðust evrópskir
innflytjendur í Perú gifurlega á
gúmmíframleiðslu, áður en gúmmí-
trén gengu til þurrðar i frum-
skóginum. Á meðan gúmmíæðið
stóð yfir byggðu nýríkir inn-
flytjendur stórfenglega borg í frum-
skóginum. Borgin var kölluð Manaus
og þar var jafnvel reist óperuhús.
Það var varla von að Herzog
heillaðist umsvifalaust af gúmmí-
ævintýri frá síðustu öld, einkum þeg-
ar tekið er tillit til þess að hann hafði
þegar gert eina kvikmynd,
„Aguirre”, í frumskógum Suður-
Ameriku og var hreint ekki tilbúinn
að leggja út í nýtt verkefni á þeim
slóðum. „Aguirre” fjallar um fyrstu
Evrópubúana sem komu til Suður-
Ameríku og við kvikmyndatökuna
mættu Herzog og félagar hans sömu
hindrunum og aðalpersónur myndar-
innar höfðu mætt öldum fyrr. Lofts-
lagið, moskítóflugurnar og sjúkdóm-
ar af ýmsu tagi ætluðu þá lifandi að
drepa.
En sagan af Fitzcarraldo var ekki
bara saga af venjulegum gúmmí-
kaupmanni. Hann hafði hlýtt á
Caruso syngja í óperuhúsinu í
Manaus og eftir það rak stórfengleg-
ur draumur hann áfram. Fitz ætlaði
sér að byggja eigin óperuhöll lengst
inni í frumskógunum til aðgetageFið
Jivaro-indíánum tækifæri til að
hlusta á sjálfan Caruso. Aðeins ein
— sagan
að eiga viðskipti við tiltölulega sjálf-
stæða indíánaþjóðflokka landsins er
annað. Viðskipti Herzogs og ind-
íánanna verða ekki rakin hér en end-
irinn varð sá að leikstjórinn og lið
hans tóku saman föggur sínar og
héldu heim í árslok 1979. Herzog
hafði gefizt upp við það sem Fitz
tókst.
Allir álitu að kvikmyndin um Fitz
væri úr sögunni en Herzog er sagður
manna ólíklegastur til að gefast upp
við það sem hann hefur einsett sér og
í september 1980 var hann aftur kom-
inn með nær fullskipað lið til Perú.
Jack Nicholson var hættur við hlut-
verk Fitz vegna annarra verkefna og í
hans stað var kominn Jason
Robards. Herzog hefði getað valið
heppilegri leikara í aðalhiutverkið.
Robards er hátt á sjötugsaldri, hjart-
veikur og þoldi vistina í frumskógin-
um vægast sagt mjög illa. Það leið
heldur ekki á löngu þar til Robards
gafst upp og sneri aftur til Bandarikj-
afþriggja ára erfiöi
Herzogs við kvikmyndatöku í Perú
ítalskar óperur i frumskóginum og
dreymir um að reisa óperuhöll.
Ímiðið:
Mick Jagger ásamt kvikmynda-
gerðarfólki og indíánum á siglingu
eftir Amansónfljóti. Kinski
krafðist þess að hlutverk Jaggers
yrði strikað út úr handritinu og þar
með lauk þáttöku Rollingsins i
„Fizcarraldo ",
Tilhliðar:
Claudia Cardinale i hlutverki
Molly.
staðreynd stóð í vegi fyrir fram-
kvæmd þessa mikla verkefnis.
Gúmmiekrurnar voru flestar nær
fullnýttar og komnar í auðn og eng-
inn maður fékkst til að leggja
byggingaráætlun Fitz hið minnsta
lið.
Gúmmíekrumar, sem enn voru
ónýttar, voru það bara vegna þess
að straumþung vatnsföll og illkleif
fjöll vörnuðu því að menn kæmust
að þeim. En Fitz lét ekki hindranir
sem aðrir gáfust upp við aftra sér. Til
að komast að einni auðugustu
gúmmíekru Perú, sem lá að á, en fyr-
ir ofan mjög háa og vatnsmikla
fossa, lét ævintýramaðurinn
Fitzcarraldo nokkur þúsund indíána
beragufuskip sitt yfir fjallshrygg.
Það voru óslökkvandi óperuáhugi
Fitz og skipaflutningar hans sem
urðu til þess að Herzog lagði enn á ný
af stað inn í frumskóginn. Árið 1979
var hann búinn að finna heppilega
staði til kvikmyndatöku og afla sér
nauðsynlegra leyfa yftrvalda í Perú.
Jack Nicholson þáði hlutverk Fitz,
Claudia Cardinale tók við hlutverki
Molly, hóruhúseiganda og vinkonu
Fitz, og Mick Jagger var fús til að
leika Wilbur, enskan leikara sem
studdi Fitz í áformum hans.
Allt virtist ætla að ganga Herzog i
haginn. Framleiðandi kvikmyndar-
innar lagði fúslega út fyrir gufuskipi
sem bera átti yfir fjöll og frumskóga
og leikararnir og kvikmyndagerðar-
fólkið voru mætt í frumskóginn
eins og til stóð þegar indíánarnir á
svæðinu gerðu uppsteyt. Að semja
við yfirvöld Perú er nefnilega eitt og
BAÐ EINHVERW
UMÆSIFRÉTT?
I þriðja sinn þurfti Herzog að
byrja á byrjuninni. Klaus Kinski
fékkst til að taka að sér hlutverk Fitz,
en með þvi skilyrði að ekkert annað
hlutverk í myndinni skyggði á hans.
Þar með var handritinu breytt og
Mick Jagger sendur heim. Claudia
Cardinale var orðin ein eftir af þeim
sem upprunalega áttu að leika í
myndinni og henni tókst að umbera
alla erfiðleika, jafnvel stirða skaps-
muni Kinskis.
í júlí 1981 hófst vinnan við
„Fitzcarraldo” loks fyrir alvöru.
Hundruð indíána drösla gufuskipi y f-
ir holt og hæðir frumskógarins,
Molly og Fitz ganga upp tröppur
óperuhússins í Manaus og krefjast
þess að fá inngöngu til að hlýða á
raust Carusos og óperudraumarnir
hertaka Fitz. Þegar gufuskipið liggur
loks á lygnu fljótinu við gúmmí-
ekruna, langt fyrir ofan fossána
hræðilegu, virðast draumar Fitz hafa
rætzt. En hann vaknar við vondan
draum. Indiánar hafa höggvið á
landfestarnar, skipið rekur í átt til
fossanna og ævi Fitz virðist á enda.
Fyrir kraftaverk kemst skipið heilu
og höldnu gegnum fossana. Fitz hef-
ur ekki verið sigraður og hann getur
enn haldið óperutónleika, nú um
. borð í skipinu sem eitt skipa hefur
siglt ófæra fossana.
„Fitzcarraldo” er enn eitt þrek-
virki Herzogs. Gerð myndarinnar
kostaði ómælt erfiði og sjö og hálfa
milljón í beinhörðum Bandaríkjadöl-
um. Myndin hefur þegar verið sýnd í
Miinchen og hún verður sýnd á kvik-
myndahátiðinni í Cannes í Frakk-
landi. Eftir það hefjast sýningar á
henni víða um heim og vonandi fyrr
en seinna hér á landi.
Clf I