Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Side 16
Popp Popp DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 3. APRt^ 1982. ABC—ABC—ABC—ABC—ABC—ABC—ABC—ABC ABC Bæði eru lögin einkar danshæf. Á B-hliö síðari smáskífunnar er lag að nafni „Theme From Man- Trap,” raunar bara önnur og stórmerkileg útsetning, á „Poison Arrow.” Martin Fry hefur verið hampað geysi- lega í brezku popppressunni upp á sið- kastið og ABC er spáð bjartari framtíð svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Ekki verður annað sagt en ABC sé glysgjörn hljóm sveit, hún skreytir sig gjarnan með stjörnum í bak og fyrir, hljómsveitarmeð- limir klæðast glansandi jökkum og skyrtum með blómamyndum! En allt er þetta hluti af skemmtanabransanum og I samkeppni eins og hún er milji hljóm- sveita í Bretlandi þýðir ekki annað en að bjóða upp á eitthvað sérstakt og spenn- andi, — því góð tónlist ein og sér selst aldrei af sjálfu sér, þvi miður. Von bráðar er von á þriðju smáskífu ABC, aðallagið þar verður „The Look Of Love” og í framhaldi af henni kemur út breiðskifa sem unnið er að þessa dagana undir stjórn Trver Horns, sem m.a. hefur starfað með Dollar. Þar verður vonandi langt og gott bréf til plötukaupenda frá Martin Fry, en á báðum smáskífunum sem komið hafa út eruivinalegbréfkorn frá honum þar sem hann segir frá sínum högum og „spjallar við hlustendur.” Svona lauk hann síðasta bréfi: „Be young. Be foolish. Be alphabetical. Yours sincere- ly, Martin Fry.” -Gsal. Osviknar popphljómsveitir, sem hvorki geta fiokkazt með nýbyigju eða nýrómantik, hafa ekki verið ýkja fyrirferðarmikiar í Bretiandi siðustu misserin. Á hinn bóginn hafa á siðustu vikum komið fram tvær hljómsveitir þar i landi, sem vakið hafa verðskuld- aða athygli og leika dægurlagatónlist eins og hún gerist bezt, með öðrum orðum: popp. Þessar tvær hljómsveitir eru Haircut. 100 og ABC, — hljómsveitir sem spáð er að muni setja mikinn svip á dægurtónlist þessa árs. Við höfum áður minnzt lítillega á piltana nýklipptu I Haircut 100, sem ónefnd stúlka kallaði „heimilislega diskó- gæja” og lýsir þeim ef til vill nokkuð vel. ABC er aftur á móti ókynnt og við getum byrjað á því að nefna til sögunnar Martin Fry, en hann er söngvari, lagasmiður og hugmyndafræðingur ABC.Hanner einn af þessum litríku persónuleikum sem sópar að, skarpgreindur og þorir að fara sinar eigin leiðir að settu marki. ABC hefur ekki þrykkt mörgum lögum á plast til þessa. Aðeins fjórum. Þær eru sem sagt tvær smáskífurnar sem hljóm- sveitin hefur sent. frá sér. Sú fyrri kom út fyrir nokkrum mánuðum og þar var aðal- lagið „Tears Are Not Enough”. Lagið náði ofarlega á brezka listann og síðari smáskífan, sem kom út fyrir örfáum vikum með aðallaginu „Poison Arrow”, er nú í einu af efstu sætum Lundúnalistans. Quarterflash er nafn á bandariskri hljómsveit sem verulega hefur látið að sér kveða í dægurlagaheiminum síðustu vikurnar, fyrst og fremst vegna lagsins „Harden My Heart”. Að baki þessari hljðmsveit standa hjðnin Marv og Rindy Ross. Það er varla ofmælt að stúlkan hafi heillað marga upp úr skónum þegar Quarterflash flutti lagið sitt I Skonrokki um daginn, þvi hún blés ekki aðeins af mikilli innlifun í saxðfðninn og song með miklum ágætum — heldur var hún bráðsnotur i kaupbæti! Og það er sama hvar Quarterflash kemur, Rindy nær athyglinni ðskertrí og aðrir hljðmsveitarmenn standa gersamlega i skugga hennar. Gáfnaljós XTC þykir á ýmsan hátt vera sporgönguhljómsveit Small Faces og Kinks, sem lifðu sína gullöld á síðari hluta sjöunda áratugarins. Ásamt Squeeze sækir hljómsveitin grunntóna sína í þetta grósku- mikla timabil brezkrar popptónlistar, en útfærsla XTC hefur á hinn bóginn ekki verið Bretum að skapi. Þeir hafa kallað hljómsveitina samsafn af gáfnaljósum! Gagnrýnendur hafa haldið því fram að strákarnir í XTC væru of gáfaðir, of flóknir og of heimskir til þess að gera hlutina einfaldari! Ennfremur að þeir hafi ráðizt að brezka listanum of vel vopnum búnir! Eins og Partridge bendir réttilega á var byltingin í dægurlaga- heiminum á síðasta áratug (pönkbyltingin svonefnda) þannig að í reynd náði einungis fávísleg tónlist hylli. Hins vegar segist hann ekki skilja af hverju gáfumannastimpillinn hafi náð að festast við XTC. „Viðerum engir fræðimenn, eða neitt í þá áttina. Ég hljópst burt úr skóla fimmtán ára gamall með engar einkunnir; engir okkar fóru í framhaldsskóla og einu tengsl okkar við gáfumenn eru þau að pabbi Dave Gregorys er barnaskólakennari.” XTC -XTC—XTC— XTC—XTC—XTC Og fyrst við erum farin að nefna hljómsveitarmeðlimi er rétt að gera það skipulega. Andy Partridge er söngvari, gitarleikari og aðal- lagasmiður XTC, Colin Moulding leikur á bassa og semur talsvert, Dave Gregory leikur á gítar og Terry Chambers ber húðirnar. Þá vitum við það. Svart og hvítt Partridge og Moulding eru gjörólíkir lagasmiðir, nánast eins og svart og hvítt eða eins og „chalk and cheeze” svo notuð séu orð Partridge sjálfs. Moulding er ljóðrænn og lög hans hafa yfir sér létt- ara yfirbragð en lög Partridge. „Ég held að hann sjái í sér pínulítinn Paul McCartney,” segir Andy. Þessi samlíking er ekki alveg út í blá- inn því XTC hefur áður verið líkt við fjórmenningana frægu og síðasta breiðskífa, „Black Sea”, minnti ýmsa á „Abbey Road” Bltlanna. „í gamni berum við okkur stundum saman við Bítlana,” segir Andy. „Terry gerir ekkert annað en berja trommurnar, Colin er sá melódíski, Dave er George, sá tónlistarlega sinnaði, og ég verð þá að vera John,” segir hann. Ef þessum samlikingum er haldið til streitu þá væri þriðja plata XTC, „Drums And Wires” eins konar „Revolver” Bítlanna, „Black Sea” væri „Abbey Road” og nýja tvöfalda breiðskífan, „English Settlement” þá „White Album”. Andy er spurður að því hvort það sé ekki hættulegt að gefa út tvöfaldt albúm, fáar hijómsveitir hafi slegið í gegn með útgáfu á tveimur plötum í albúmi. „Okkur þykir ekkert verra að pissa upp í vindinn,”er svarið. Það er ef til vill merkilegast við sögu XTC að þeir hafa aldrei gefizt upp þótt á móti hafi blásið nærfellt allan þeirra feril. Margar hljómsveitir hafa látið minna mótlæti buga sig. Einkunnarorð XTC gætu líka verið: Áræði & Þor. -Gsal. nokkurra ára gamalt, hljóm- sveitin tók það sjálf upp á snældu og siðan voru pressuð um eitt þúsund eintök i formi smáskífu. Hjómsveitin var þá bærilega kunn á sínum heima- slóðum og lagið varð fljótt feikivinsælt. Sjálf önnuðust þau hjónin dreifingu á plötunni og auglýstu lagið á þann hátt að þau óku um í bifreið fram- hjá verzlunum og útvarps- stöðvum og léku það af ségul- bandi fyrir gesti og gangandi. Og smáskífan seldist vel; fimm sinnum þurftu þau að leita til pressufyrirtækisins. En þar kom að Geffen Records góm- aði Quarterflash í dcscmber 1980 og þá var strax byrjað á breiðskífu. Hún kom svo út síöastliðið sutnar með þessum fræga söng, sem síðan hefur ómað um alla heimsbyggðina. Rindy Ross XTC—XTC—XTC—XTC—XTC—XTC Eftir langa mæðu virðist nú loks vera farið að rofa tii hjá Swindon strákunum i A TC. Altónt hafa þeir nú í fyrsta sinn á fimm ára starfsferii komið lagi inn á topp tiu og tvöfalda breiðsk'rfan „English Settiement" hefur hvarvetna fengið afbragðs dóma. í öll þau ár sem hljómsveitin hefur starfað hafa Bretar skellt skoll- eyrunum við tónlist hennar en Bandaríkjamenn aftur á móti sýnt áhuga og tekið strákunum eins og „týndu sonunum”, að því er Andy Partridge söngvari og lagasmiður XTC sagði nýverið i blaða- viðtali. Þetta er dálítið einkennilegt þar sem vart getur að heyra enskari hljómsveit en XTC. „Þeir virðast dá okkur á sama hátt og þeir dá leikrit Stoppards,” segir Andy. „Þeir elska að skilgreina og lesa á milli linanna í ljóðum okkar.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.