Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982. Bílar Bílar 17 Bílar Bandaríkin: GMC S—15 býður upp þægindi og belri stjórntæki. á aukin Aukin sam- keppni í sölu á litlum pallbflum Bandarískir bílaframleiðendur hafa farið á fulla ferð i samkeppni við japani um framleiðslu á litlum pall- bílurn. Japönsku bílarnir hafa náð miklum vinsældum i Bandarikjunum, eins og raunar hér á landi, og þar var Toyota Hi-Lux söluhæsti pallbíllinn á siðasta ári en Datsun, Mazda og lsuzu komu þar skammt á eftir. Bandarísku pallbílarnir sem eru að koma á markað eru eilítið stærri en japönsku keppinautarnir. Þeir eru búnir stærra stýrishúsi, meira er lagt í innréttingar og völ á fleiri aukahlutum. Það verður ekki skortur á keppi- nautum á þessu sviði árið 1982. Sumir bandarisku framleiðendanna selja og bila sem framleiddir eru í þeirra verk- smiðjum í Japan. Alls eru það 14 tegundir sem slást á þessum markaði í Bandaríkjunum. -JR S—10 frá Chevrolel er „standard” með fjögurra strokka vél sem smiðuð er hjá Isuzu i Japan. Einnig er hægt að fá bilinn með venjulegri V—6 Chevrolet vél. Pallinn er hægt að fá i tveimur lengdum. Ford Ranger — ný gerð frá Ford. Hann verður fáanlegur með tveimur vélar- stærðum, báðum fjögurra strokka og eins og S—10 með tveimur stærðum af palli. Bæði Ford Ranger og S—biiarnir frá GM verða fyrst um sinn aðeins með drif á einum öxli. Bflar Bflar Stærsti fólksbillinn frá Japan Toyota Crown er sneisafullur af rafeindatækni. Það sést ekki utanfrá nema á nóttunni, þvi þá lýsa skráargötin út i myrkríð. Toyota Crown: RAFSTÝRT FLAGGSKIP „Ég hef aldrei ekið í bifreið sem er jafn vel útbúin stjórntækjum eins og nýja Toyota Crown,” sagði einn umsjónarmaður bílasíðu í erlendu blaði nýverið. Toyota Crown er svar japana við Benz og Volvo. lnnviðir Toyotunnar eru fullir af rafeindatækni og þægindum. Bíllinn er með sjálfskiptingu og þar að auki rafstýrðum yfirgir. Aflstýri og öll þau mælitæki sem hugurinn girnist. Digitalklukka og fjögurra rása stereó, sem hægt er að stjóma frá aftursætinu líka. Það er meira að segja ljós i skrár- götunum svo þau finnist á myrkum vetrarnóttum. Allar hurðit eru með rafknúnum rúðum, sem bæði er hægt að stjórna með hnappi á hurðinni og frá mælaborðinu. Þaðan er einnig stýrt rafmagnsopnun á hurðum, farangurs- rými, ásamt speglum, bensínloki, bara með því að styðja á röð af hnöppum. öllstjórntæki eru meira og minna elektrónisk. Speglar, opnun á dyrum og gluggum, Vió aftursætið er þetta stjórnbox, en stýríð, útvarpsloftnetið o. fl. Gagnstætt Evrópubílum, sem tekið hafa upp merkingar þaðan er hægt að fjarstýra á stjórntækjum nota japanir orð á hnappana eins og Bandarikjamenn, svo notandinn stereógræjunum ásamt loftkælingunni, þarf að lesa sér til um hvaða takka skuli nota i hvert sinn. og miðstöðinni. Mótorinn er sex strokka, 2,8 lítrar Þótt Toyota Crown sé byggður með fjöðrunin í Crown stinnari og aksturs- 145 hestöfl með beinni innspýtingu. bandariska bíla sem fyrirmynd þá er eiginleikar eru sagðir betri. TVÆR CORVETTUR Myndin hér að ofan er af Corvettu árgerð 1982. Nú er hún með fjögurra gíra sjálfskiptingu meö rafstýrðum yfirgír. Vélin er V—8,5,7 lítrar. 0 Það telst ávallt fréttnæmt náist myndir af bílum sem ekki enn eru komnir á markað, en eru á reynslustigi. Þessi mynd birtist i bandarisku bilabiaði og sýnir óopinbcra mynd af Chevrolet Corvettu árgerð 1983! Linan í þessarri nýju Corvettu þykir rennilegrí og loftmótstaða á að vera minni. BÍLAR FYRIR ÞÁ SEM VIU A HAFA RÚMT UM SIG Sérþarfirnar í bílaiðnaðinum hafa löngum verið miklar og þar hafa Bandaríkjamenn staðið framarlega í flokki. í Bandaríkjunum eru verk- smiðjur sem sérhæfa sig í að framleiða bíla fyrir þá sem sérstakar óskir hafa fram að færa. Þar á meðal er smíði á „límúsínum” eða stórum fólksbílum sem ætlaðir eru þjóðhöfðingjum eða öðrum stórmennum sem vilja hafa rúmt um sig. Sennilega yrði erfitt að hemja slika bila í umferðinni hér og erfitt yrði að fá stæði við hæfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.