Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Side 23
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982. 23 HELGARVÍSUR DV-mynd Einar Ófason. Ég verð að biða með það til næsta þáttar að birta vísur og vísubotna, sem borizt hafa þættinum. Því hefst þessi þáttur á vísum eftir Valdemar K. Benónýsson, sem bjó á Ægissíðu á Vatnsnesi og var landsfrægur hag- yrðingur. Þessar vísur voru kallaðar Grandavísur: Fokku-bandafák ég vendi fram hjá grandanum. Stjórnarvandinn hœfir hendi, höndin andanum. Vör þótt mœti kaldra kossa, koma bœtumar: Ægir lœtur htegt mér hossa heimasœturnar. Gestifögnuð hrannir halda hér á lögninni. Kynjamögn, er veðrum valda, vaka’ I þögninni. Röng og bendur skálda ’ i skyndi skarpa hendingu; dulin hendi veifar vindi vog og lendingu. Brims af sogum blönduð þrœta byltir vogunum. Siglurboga bentarmœta bylja togunum. Dreg ég tröf að hœstu húnítm, herði á kröfunum. Drekahöfuð byltir brúnum brims I köfúnum. Fann ég stoð að farmanns reglum firrtur voðanum, fleytti gnoð með fullum seglum fram hjá boðanum. Lifs til stranda leið ég kenndi lcið úr vandanum. Bar mig andi’ I herrans hendi heim frá grandanum. Guðmundur Böðvarsson orti: Margur fœr úr sama sal svipað nesti’ úrferðamal. Báðir sátu ’ I Selárdal séra Páll og Hannibal. Bjarni Rögnvaldsson, Vestur-Hún- vetningur að ætt, en búsettur í Hafnarfirði, orti þegar vinstri stjórn gaf upp öndina og Framsókn gekk í lið með Sjálfstæðisflokknum: Framsóknar erfölnað blað, féll I Ihaldsdlkið. Það tjáir ekki að trega það, — talið vel um llkið. Andrés Björnsson eldri orti: Flokkurinn þakkarfögrum orðum fyrir þaö að gera — nú þetta sem hann þakkaði forðum aðþá varlátið vera Þennan kviðling lærði ég fyrir mörgum árum en veit því miður ekki höfundinn: Áþvi þekkist Þingeyingur, þötf er ekki á neinum leitum: Hann veit allt, sem enginn veit um, upp á slna tíufingur. En mér er sagt, að Hermóður Guðmundsson frá Sandi hafi gert þessa: Það sem skilur okkur að og er í raun og veru, að Húnvetningar þykjast það, sem Þingeyingar eru. Aðalbjörn Benediktsson frá Aðal- bóli i Miðfirði var um skeið ráðu- nautur á Hvanneyri. Eitt sinn, er hann var á ferð um Norðurárdal, varð honum litið til Grábrókarinnar, sem þykir að sjálfsögðu sveitarprýði. Þá kvað Aðalbjörn: Fegurð leit égjjallasalsins, fann þar allt er hugur kaus. En hvemigyrði ásýnd dalsins, efhann vœri brókarlaus? Jón bróðir Aðalbjörns, gerðist bóndi í Höfnum á Skaga. Hann orti þessa: Efþú slterð á ástarstrengi, ógœfan erjafhan vls: Ekki var hann Adam lengi óðalsbóndi i Paradís. Bjarni Ásgeirsson kom eitt sinn inn í kjötbúð í Reykjavík, keypti læri og þótti það dýrt. Þá kvað hann: Þarsem einn á öðrum lifir, efhishyggjan verðurrik; þess vegna kemst enginn yfir ódýr lceri ’ I Reykja vík. Björn Björnsson, faðir Ragnars fyrrum dómorganista, heyrði vísuna og kvað: Bjarni hann er bœndaprýði, blíðra svanna hylli kýs, gœtnum manni gramt þótt svíði ganglimanna hái prís Kjartan Sigurjónsson sendi Jónasi Árnasyni þessa afmælisvísu: Heillakveðju, kempangóð, kosti þína ég einlœgt met: feiknaraddsvið, fögur hljóð, fyndni og músíkalitet. Egill á Húsavík kvað hafa gert þessa vísu, er ungmenni þar nyrðra ætluðu upp á öræfi: Þegar œskan ástarfund á i Vonarskarði, strokinn verðurmjúkri mund „Melgrasskúfurinn harði” Ég er ekki viss um, að ég fari rétt með fyrstu ljóðlínur Egils og bið ég hann og lesendur þá velvirðingar á því, ef rangt er með farið. Lúðvik Kemp orti um mann, sem honum þótti ekki sérstakur bragsnillingur: Korða-stœrir frægðir fœr, fjandann sœrir burt með rúnum. Eddu lœrir Ijóðakœr, Ijámýs slœr l Bragatúnum. Æsirstyðja aldinn rekk. Eftir hryðjur, karp og lœti, inni’á miðjum Braga — bekk bjóða gyðjur honum sæti. Séra Jón á Bægisá orti, líklega eftir ótímabæra barneign: Lukkutjón þá að fer ört, ekki’er hægt að flýja. Betur hefði Guð minn gjört aðgelda mig en vigja. Björn Ólafsson Hrollaugsstöðum orti: Margt er það, sem gremur geð, glöggra kennir spora. Illa fór hann ormur með Evu móður vora. Og svo kemur hér kviðlingur nýrri af nálinni. Sá er eftir Jónatan Jakobs- son, Miðfirðing að ætt og síðast skóla- stjóra Fljótshlíðarskóla. Hann hefur verið fullur rómantiskrar stemmn- ingar, er hann orti þetta: Um Hljómskálagarðinn er heilnæmt að ganga, hallast þar margur að ungmeyjarvanga, hugsar til kvöldsins og lætur sig langa, — leitar þá upp, það sem vant er að hanga. Ég óska þess svo að lokum, að sem flestir sendi mér visur og kviðlinga — og ekki sizt botna eða fyrriparta. Ég mun birta slikt efni í næsta þætti, ef það berst mér nógu snemma í hendur. Merkt: Helgarvísur c/o Dagblaðið og Visir. Fermingargjafir! SENCOR S 4440 kr. 3.580 SENCOR S 4560 kr. 4.590 SENCOR S 8850 kr. 1.215 SENCOR S 4540 kr. 4.880 SENCOR S 4380 kr. 2.575 SENCOR S 4370 kr. 2.790 Hvergi meira úrval - Besta verðið SJÖNVARPSMIÐSTÖÐIN HE SÍÐUMÚLA 2 103 REYKJAVlK SlMAR: 91-39090 VERSLUN - 91-39091 VERKSTÆÐI 10% STAÐGREIÐSLU- AFSLÁTTUR FRAM YFIR FERMINGAR u

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.