Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Qupperneq 9
ENDURHOLDGUN Gömul ráögáta tekin til rannsóknar Trúin á endurholdgun, að menn fæöist aftur og aftur tii þessa heims, er ævaforn og sennilega jafngömul trúnni á annað líf. Það sem viðheldur þessari trú er að sífellt kemur fram fólk, sem telur sig muna fyrri tilveru og lýsir ævi sinni á fyrri tilverustigum, oft af furðutegri nákvæmni. Stundum reynist það nákunnugt stöðum eða húsum, þar sem þaö hefur sannanlega aldrei verið áöur. Það kemur jafnvel fyrir, einkum þegar börn eiga í hlut, að teknar eru upp venjur og hættir frá fyrri tilverustigum. Þegar hægt er að fá sjálfstæða staöfestingu 1 á sannlciksgildi slikra frásagna verða þær að ráðgátum, sem ógerlegt virðist að leysa. Tíðastar eru þessar endurholdgunarfrásagnir frá lndlandi og nálægum löndum svo og í Miðausturiöndum. Sjálfsagt á þetta rætur sinar að rekja til þess, að endur- holdgun er hluti af trúarhugmyndum þess fólks, sem byggir þessi lönd og það því frjálsara að tjá sig í þessum efnum. Ekki alitaf hugarburður Frásagnir af endurholdgunum eru þó langt frá þvi að vera sjaldgæfar 1 okkar heimshiuta, þar sem áhugi fyrir þeim fer vaxandi. Til skamms tíma litu flestir á Vesturlöndum á enduholdgun sem gamla hjátrú eða bábilju, sem ekki væri takandi mark á og væri fyrir meðan virðingu upplýstra manna að fást við. Þetta hefur mikið breyst á siðustu árum. Virtir vlsindamenn hafa farið að líta á endurholdgun sem fyrir- bæri, sem vert væri að rannsaka nánar. Fremstur í flokki þar er tvímælalaust bandariski geðlæknirinn Ian Stevenson, prófessor við læknadeild Virginiuháskóla. Stevenson hefur, frá 1961, ferðast víða um heim og rannsakað endurholdgunarfyrirbæri af áður óþekktri nákvæmni. í ritum sínum hefur hann lýst fjölda tilfella, þar sem honum hefur tekist að sanna, að ekki er um einberan hugarburö að ræða. Eftirfarandi frásögn er ein af mörgum úr safni hans. „Er falleg og f rauðum kjól •• í mars 1964 kom Stevenson til þorpsins Kornayel í Libanon, tuttugu kílómetra fyrir austan Beirut. Markmið ferðarinnar var að kanna sögu fimm ára gamals drengs, Imad Elawar, sem frá tveggja ára aldri haföi gefið til kynna, að hann hefði lifað fyrra lífi í öðru þorpi i Líbanon. Við komuna til Kornayel skráði Stevenson þaö, sem foreldrarnir höfðu að segja um staðhæfingar drengsins. Siðar komst hann að raun um að frá- sögn foreldranna.var ónákvæm i því, að þar blandaðist saman það, sem Imad hafði raunverulega sagt og túlk- anir þeirra á frásögnum hans. Meginatriði málsins voru þessi: Imad hélt því fram að hann væri af fjölskyldu sem hann nefndi Bouhamzy og byggi í þorpi, Khriby, sem var f um fjörutíu kílómetra fjarlægð frá Kornayel. Eini vegurinn milli þessara tveggja þorpa var lélegur fjallvegur og samgöngur á milli voru í lágmarki. Eftirgrennslanir Stevensons leiddu í Ijós, að engin tengsl voru milli fjölskyldu Imads og þeirrar, sem hann taldi sig hafa tilheyrt i fyrra lifi. Auk þess sem Imad nefndi ættarnafn sitt á fyrra tilverustigi og nafn þorpsins þar sem hann hefði búið, varð honum tíðrætt um konu, Jamile, sem væri falleg og gengi i rauðum kjólum. Að auki nefndi hann nöfn níu annarra, sem taldir voru ættingjar og vinir. í frásögnum Imads var llka vísað til bilslyss og dauða, sem taldar voru eiga við brottför hans úr fyrra lifi. Þegar allt var talið voru staðhæfingar Imads varöandi fyrri tilveru fimmtiu og sjö að tðlu. Þegar Stevenson hafði skráð frá- sagnir foreldra og Imads sjálfs, hófst hann handa við að kanna sannleiksgildi þeirra. Varla tilviljun ein i þvi skyni tók hann Imad og for- eldra hans með sér til Khriby. Foreldr- arnir höfðu sjálfir getið sér til, að frá- sagnir Imads ættu viö tiltekinn mann, Mahmoud Bouhamzy, og því eölilegt að leit Stevensons hæfist meö honum og raunar fannst maður með þessu nafni i Khriby, en hann var enn á lifi. Frekari eftirgrennslanir bentu þá til annars manns, Said Bouhamzy, sem látist haföi af slysförum, en fæst af þvi sem Imad hafði sagt gat þó átt við þann mann. Stevenson hélt því leitinni áfram og nú bar hún loksins árangur. Honum var sagt frá manni, Ibrahim Bouhamzy, sem farist hafði I bílslysi tuttugu og fimm ára gamall. Ibrahim var ókvæntur en hafði átt ástkonu, sem hét Jamilc. Af þeim fimmtlu og sjö staðhæfingum sem Imad hafði iátið frá sér fara um sitt fyrra líf, reyndust fimmtiu og ein rétt, ef Ibrahim var hafður i huga, en aðeins sex rangar. Erfitt er að hugsa sér að þetta sé tilviljun ein. En fleira kom til. Á gangi um Khriby mættu þau manni, sem Imad hljóp til og faðmaði að sér. Þekkir þú mig? spurði maðurinn. Já, sagði Imad, þú varst nágranni minn. Maðurinn hafði veriö nágranni Ibrahim Bouhamzy. í ferðinni til Khriby þekkti Imad með nafni sextán ættingja og vini Ibrahims. Til eru furðulegri sögur en þessi, sem benda til endurholdgunar, en erfitt er að skýra sögu Imads sem tilviljanir. Ólíklegt er líka að um vísvitandi blekkingar hafi verið að ræða og enn siður þegar aldur drengsins er haföur i huga. Þá er og vandséö hver hefði átt að hafa hag af slfkri blekkingu og hún auk þess þurft að ná til svo margra aöila, að ólíklegt er, að ekki hefði kvisast ef brögð hefðu verið i tafli. Oft augljósar skýringar ef að er gáö Engin ástæða er til aö taka allar frá- sagnir um endurholdgun alvarlega. Oft er um hreinan hugarburð að ræða eöa visvitandi uppspuna. Nægir þar aö nefna, að alltof margir hafa verið Napoleon, Maria Antoinette eða einhver önnur frægöarpersóna i fyrra lifi. Því aöeins getum við tekiö slikar frásagnir alvarlega að fram komi upp- lýsingar, sem viðkomandi getur ekki tflað séreftir venjulegum leiðum, en þó gerlegt að fá staðfestar. Könnun slikra mála hlýtur að verða erfið og oft er skýringin einfaldari en menn halda i fyrstu. Þýskur fræðimaður, sem hefur mikinn áhuga á endurholdgun, segir svo frá: Hann var á skemmtiferð i Feneyjum, þar sem hann hafði aldrei áður komið. Einn daginn þegar hann var á gangi um borgina kom hann á litiö og óhrjálegt torg, fjarri venjulegum ferðamannaleiðum. Samstundis kom yfir hann sú til- finning, að þama hefði hann verið áöur. Eftir langa umhugsun og leit tókst honum loks að finna viðunandi i skýringu. Sem barn hafði hann farið í | heimsókn til vinafólks. í herberginu þar sem hann svaf hafði einmitt verið I mynd frá Feneyjum — af þessu sama | litla torgi. Þótt minningin um myndina j væri honum ekki lengur meðvituð, varð koman á torgið til þess að rifja 1 upp þessi gömlu minnisspor og j framkalla þá falsminningu, að hann | hefði verið þar áður. Vfsindalegt viðfangsefni Flóknari endurholdgunarsögur hafa ] menn reynt að skýra sem dulskynjanir, að viðkomandi hafi með fjarhrifum og | fjarskyggni ómeðvitað aflað sér þeirrar l vitneskju, sem smátt og smátt verður uppistaðan 1 þeirri sannfæringu þeirra,' aö þeir hafi lifað áður. En þótt færðar j hafi verið sönnur á að dulskynjanír eigi sér stað, vita menn nálega ekxen ] um hvað veldur þeim eða i hverju þær ' eru fólgnar. Hér er þvf verið að skýra | eina ráðgátu með annarri. Sjálfur er Stevenson mjög varkár við að draga j ályktanir af þeim endurholdgunar- málum, sem hann hefur rannsakað. Hann telur sig ekki hafa fært sönnur á að endurholdguneigi sér stað, en segir hugmyndina sennilegri en menn hafi haldð til þessa. Rannsóknir hans hafa orðið til þess að endurholdgun verður ekki lengur vísað frá sem gamalii hjátrú einvörðungu. Hún er að verða vísinda- legt viðfangsefni, -A.V DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 3. APRlL 1982. Átrúnaöur á endurhoMgun er rikur þáttur / austrænum trúarbrögðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.