Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Page 8
8. DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 3. APRlL 1982. „Þá datt þetta ofan í hausinn á mér eins og elding ofan í ffl” Almenna Bókafélagið stofnaði á undanförnu ári til samkeppni um bezta íslenzka skáldverkið. Úrslit keppninnar voru kunngerð fyrir skömmu og reynd- ist sigurvegarinn vera Eirar Már Guð- mundsson fyrii skáldsögi.na Riddarar hringstigans. Einar hefur nokkuð látið í sér heyra í ritvellinum á allra síðustu árum. Frá hans hendi hafa þegar komið þrjár ljóðabækur, auk þess sem sitt lítið úr hverri þeirra hefur verið þýtt og geftð út sem ljóðasafn á danskri grund. Einar er á tuttugasta og áttunda aldursári og hefur undanfarin misseri stundað nám í bókmenntafræðum i Kaupmannahöfn. Hann var staddur hér heima á dögunum og átti blaða- maður þá stutt viðtal við hann. Var hann fyrst spurður um innihald fyrstu- skálsögu sinnar. Stuttar hugsanir „Ég á voðalega erfitt með að fullyrða nokkuð um efnisþráð sögunn- ar. Sagan sem slík er heild smárra atriða. Hún er bvggð upp á stuttum hugsunum sem geta allt eins kallast söguljóð eda prósar. Söguhetj: n er lítill snáði sem virðir fyrir sér veröld sína. Sjónarhorn hans kann kannski að þvkja iullorðinslegt, en það er aðeins gert til þess að geta varpað fram sterkari andstæðum og geta komið á framfæri fleiri athugasemdum við veröldina en ella væri hægt.” — >ú hefur gefið út þrjár ljóðabækur á tveimur árum. Hefurðu verið að safna í sarpinn, eða kom þetta bara svona allt í einu? ,,Ég man nú ekki alveg hvenær ég byrjaði að dútla við ljóðið. Ég var allavega búinn að yrkja nokkuð lengi áður en ég birti nokkurt Ijóð á prenti. Fyrstu ljóðin held ég að hafi varla verið merkileg. Sennilega eitthvert eld- gos sálarinnar. Þau er vandlega geymd ofan í kössum núna. Ég veit ekki hvar. Ég hef ekki litið áþau i mörg ár. Eftir því sem ég fór að gera mér betur grein fyrir Ijóðlistinni og sjálfum mér, þá tók þetta bardús að taka mun ákveðnari stefnu en áður. Ég hugsaði samt sem áður ekkert um útgáfu framan af. Við skulum bara segja að einn góðan veðurdag hafi ég áttað mig á því að ég var með handrit að þremur ljóðabókum í höndunum. Haustmyrkur eða Sólarfíæði — Er nokkur í Kórónafötum hérna inni?, Sendisveinninn er einmana, Róbinson Krúsó snýr aftur og nú síðast Riddarar hringstigans. Allt eru þetta nöfn á verkum þínum. Hvað eiga þau að segja? „Ástæðan fyrir þessum nafngiftum er einfaldlega sú, að mér finnast þessi hefðbundnu Ijóðabókarform orðin vægast sagt úr sér gengin. Þau eiga ekki lengur við. Nöfn eins og Haust- myrkur eða Sólarfiæði eru í mínum huga úrelt. Mér finnst það brýnna að nefna bækurnar eftir innihaldi þeirra.. Tökum Sendisveininn sem dæmi. Nafnið visar einfaldlega til þess sem í bókinni er að finna. Sendisveinninn sem er að selja sínar vörur og kynnist mýgrút af fólki dag hvern er þrátt fyrir allt óskaplega einmana. Þetta virðist vera þverstæða. En bókin fjallar sem sagt um einveruna og einsemd mannsins — og þessvegna ber hún þetta nafn. Er nokkur í Kóróna fötum hérna inni? er aftur á móti nafn sem í sína sögu, þó svo að það lýsi innihaldi bók- arinnar nokkuð vel. Þannig var að ég var staddur á útihljómleikum með Kinks í Kaupmannahöfn þegar þetta nafn skauzt inn í huga minn. Ray Davies söngvara grúppunnar varð ein- mitt að orði á þessum tónleikum, að nýjasta plata þeirra félaga myndi verða skýrð í höfuðið á jakkafötunum sínum. Þá datt þetta ágæta Ijóðabókarheiti ofan í hausinn á mér eins og elding ofan í fíl.” Viltu skilgreina ljóðin þín? ,,Já, en það hlýtur alltaf að vera svo- lítið erfitt. Að skilgreina Ijóðið sem slíkt er varla hægt, vegna þess eins, að öll ljóð hvíla á áralangri hefð í huga manns. Þetta er hlutur sem maður gerir sér kannski ekki nógu góða grein fyrir, en er samt sem áður staðreynd. Þegar ég var að dreifa fyrstu bókun- um mínum, sagði ég við fólk að ljóð mín væri einhverskonar uppreisn gegn ungum og gömlum skáldum. Mér fannst nefnilega og að mörgu leyti finnst ennþá íslenzk ljóðagerð vera ákaflega stöðnuð. Það er eins og það vanti einhverjar veraldlegar víddir inn í hana. Til dæmis ýmsa strauma erlendis frá eins og afstöðu til popptónlistarinn- ar og þess sem er að gerast í tónlistarlf- inu. islenzka ljóðlistin er einfaldlega ekki nógu „töff.” Og það er grátlegt, ef haft er í huga hvað ljóðið getur gert marga merka og margbreytilega hluti.” Ósamræmaniegir heimar Þú hefur bæði ort ljóð og skrifað sögu. Ereinhver munur þará! ,,Ég get varla neitað því að munur er á milli ljóðs og sögu. Samt sem áður væri fásinna að segja að þessi form séu einhverjir tveir ósamræmanlegir heim- ar. Því er alltof oft haldið fram hér heima í allri bókmenntaumræðunni, að eitthvert skáldið sé nú að hverfa úr ljóðinu yfir í skáldsöguna. Þetta er sagt í sama tóninum og sá hinn sami væri að hætta hjá einhverju fyrirtæki og hefja störf hjá öðru. Þetta finnst mér vera miskilningur. Þessi tvö form hafa svo mikil áhrif hvort á annað. Þau vinna beinlínis saman. Eru v'txlverkandi. Ljóðið á nefnilega að geta dýpkað söguvitund manns og öfugt. Ég held til dæmis að skáldsaga án innsýnar í ljóð- listina hljóti að vera ákaflega flöt lesn- ing. Hitt er svo annað mál að skáldsagan sem slík krefst miklu meiri vinnu og lengri tima en ljóðið. Þegar skáldsaga er skrifuð, þarf maður helzt að vera upptekin af henni í mjög langan tíma. Ljóðið er hinsvegar hlutur sem hægt er að grípa til i hjáverkum. Menn geta ort ljóð á einni sekúndu og menn gætu verið tvö ár að yrkja sama ljóðið. Og það er enginn sem kemur til með að segja að það ljóð sem maður orti á kló- settinu sé eitthvað lakara en það sem maður hefur legið yfirí fjölda ára. Aftur á móti þykir það orðið fínt að yrkja lítið á lífsleiðinni. Það kann samt að vera kostur í sumum tilfellum að hafa ort lítið um ævina. Því neita ég ekki. En menn hafa einfaldlega viljað halda þessu fram til þess eins að geta búið til goðsögulegan heim um eitt- hvert skáldið.” Að bjarga heiminum Til hvers yrkja menn Ijóð, til hvers aðskrifaskáld sög u? ,,Ég held að um leið og menn eru farnir að spyrja sig þessarar spurning- ar, þá séu hlutirnir farnir að flækjast allmikið fyrirþeim. Ég vil halda því fram að ritstörfin séu bæði skemmtileg og skapandi vinna. En ég er ekkert að réttlæta þau fyrir mér á þann hátt að í hvert skiptið sem ég setjist við ritvélina, þá sé ég að bjarga heiminum. Það er af og frá. Laxnes segir, að sögulistin liggi svo beint fyrir okkur, að við þurfum ekkert að spyrja okkur þessarar spurningar. Og ég held að þetta sé alveg rétt hjá honum. Það eru kannski Svíar einir þjóða sem velta álfka spurningum fyrir sér!” Nú má ætla að hlutverk hins ritaða orðs muni breytast töluvert á komandi árum. Spurningin er, hvernig mun það breytast? ,,Ég hef engar áhyggjur af því að menn hætti að lesa ritaða orðið. Svo framarlega sem menn skrifa góðar og skemmtilegar sögur í framtíðinni, þá EinarMár Guömundsson skáld meömeiru í viðtali um nýjustu skáldsögu sifia ogfleira verða þær lesnar. Ritlistin er búin að vera til í svo og svo mörg þúsund ár og ég held að fásinna sé að halda því fram að nokkur videótæki geti gengið af henni dauðri. Ég lít frekar á tækninýjungarnar í heiminum sem tæki til þess að útvikka listina og hennar möguleika, heldur en að þrengja hana. Þeir sem eru að fást við ritstörf mega ekki ganga með það í maganum að ritlistin hverfi einn góðan veðurdag. Það er álíka fáránlegt og að ganga með þær grillur að heimurinn muni farast á morgun. Menn verða að vera bjartsýnir!” -SER.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.