Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 3
3 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982.: hvimleiðar; þessi var þó með þeim lakari.” Skammt frá Albacate liggur þorpið Madrigueras. Þar er æfingastöð 11. Alþjóðafylkingarinnar (11. Brigada) sem í voru um þrjú þúsund manns. Sjálfboðaliðunum var skipt i kompaní 'eftir þjóðernum og voru Norðurlanda- búarnir í 100—150 manna kompanii. Kompaníin voru svo hluti af æfinga- bataljóninni í Madrigueras. „Góðar sovótmyndir" til skemm tunar Norðurlandamennirnir fá til íbúðar allstórt hús en þar var fátt þæginda; hálmdýnur og þunn teppi. í kirkju staðarins er matsalur. Dagarnir líða áfram við æfingar og er fátt til skemmtunar. „Stundum voru biósýn- ingar, oft góðar sovétmyndir,. . . ” Innan tiðar er Hallgrímur settur á undirforingjaskóla og stýrir honum Þjóðverji kallaður Jack „þrekinn, svartur á hár og skeggrót með stórt ör á efri vör. Alvarlegur, þungbrýnn náungi, hörkulegur og beit saman jöxlunum svo sargaði 1.” Hallgrímur kynnist einnig vel kapteini kompanís- ins Svíanum Karli Ernstedt. í febrúar 1938 urðu stjórnarsinnar að hörfa frá borginni Teruel eftir harða bardaga en tímabundið andstreymi Francos í Teruel varð til þess að Þjóðverjar juku aðstoð sína til mikilla muna og hófu uppreisnarmenn stór- sókn frá Teruel í austurátt undir stjórn þýzka skriðdrekaforingjans Wilhelm Ritter von Thoma og var markmiðið að komast til sjávar og kljúfa yfirráða- svæði stjórnarsinna milli Valencia og Barcelona. Bataljónin í Madrigueras er send sem liðsauki til 11. Alþjóðasveitarinnar sem berst í Ebrodalnum norður af Teruel. Hallgrímur kynnist sænska liðsforingj- anum Herman Wohlin og verður sendi- boði i sínu kompaníi. Við ána Rio al Gas mynda þeir varalínu og er ætlunin að verja brúna yfir ána en þar liggur þjóðvegurinn milli Batea og Caspe. Hermennirnir grafa sig niður í hæðina og nokkrir dagar líða. Fallbyssudrunurnar frá vigstöðvun- um við Caspe færast alltaf nær og nær og óvinaflugvélar fara að láta sjá sig í æ ríkari mæli. Hallgrímur er kosinn korporal og vara-sersjant. Brátt brestur viglínan við Caspe og, ■undanhald hefst „Við tókum drasl okkar og héldum af stað með leiðsögu- manninum, sárgramir yfir að fá ekki að berjast á „okkar hæð” ... ” Uppreisnarmenn nálgast óðum og baráttuhugurinn hverfur hjá mörgum. Hallgrímur kemur í veg fyrir að Svíinn Oscar taki forystuna og fái hermennina til að óhlýðnast fyrirskipunum. Á undanhaldinu týnir hann félögum sínum og býr um sig ásamt Austurríkis- mönnum á háum fjallsrana sem veit að ánni. Brátt hófust vopnaviðskipti og byssur tóku að gelta til beggja hliða og lágu vígstöðvar stjórnarsinna undir stórskotahríð. Brátt birtust skriðdrekar fjandmannanna og í skjóli þeirra fót- göngulið. Þá hófst aftur skipulagt undanhald. Hallgrimur varð eftir ásamt nokkrum félögum sínum til að verja undanhaldið og brátt voru fjand- menn á þrjá vegu. Með herkjum tókst honum að komast undan en „Félagarn- ir fimm, sem eflir voru í jarðgöngunum komu aldrei fram. Spyrjið Mussolini um afdrif þcirra. (. . .) Bateavígstööv- 'arnar voru sprungnar.” í fylgd Austurrikismannsins Stroh- mayer sem hann hafði kynnst í undir- foringjaskólanum í Madrigue.ras heldur Hallgrímur undan í norð- austur átt til Kataloníu. Þeir slást í för með spænskri hersveit og flýja yfir svæði sem er mikið til á valdi fjand- mannanna. „... baiðþess, að þeir sendu mig íkúlu eða sting" Skyndilega lendir Hallgrímur i mikilli lífshættu. Þeir félagar standa óvænt andspænis hópi Mára sem byrja samstundis skothríð. Hallgrímur steyp- ist til jarðar sem óvígur en félagar hans flýja. „Þegar Marokkómennirnir sáu mig falla en hina fjarlægjast, virtist þeim ekki koma til hugar að veita félögum mfnum eftirför, heldur þyrpt- ust allir kringum, þar sem ég lá hreyfingarlaus á jöröinni. Þá er það búið, flaug mér i hug, og beið þess, að þeir sendu I mig kúlu eða sting. Það liðu 2—4 sekúndur, — hræði- legar langar og viðbjóðslegar. Engin byssustingur kom. Og engin kúla.” Márarnir halda hann dauðann og reita af honum armbandsúr, peninga og önnur verðmæti og vopn þar á meðal handsprengjur. Meðan Máramir eru uppteknir við að skipta eigum hans á milli sín tekur Hallgrímur til sinna ráða. „Með leifturhraða skaut ég höndinni fram í áttina til sprengjunnar, náði taki á henni spyrnti við og kastaði mér I einu stökki á milli Máranna fram af stallinum, niður á veginn. Kom niður á fæturna, snarsnerist þvert yfir veginn og fram af brekkunni hinum megin. Þar tók við láréttur stallur (eða flötur) nokkurra metra breiður og þvi næst tveggja metra hár upphlaðinn veggur niður á næsta flöt. Allt þetta hafði vart' tekið meira en 4—5 sekúndur, en um leið og komið var fram á stallbrúnina, hvæstu riffilkúlurnar I kringum mig. (....) Ég hentist niður alla hliðina. Kúl- urnar hvinu við vangana eða sprungu við fætur mér framan til á hverjum stalli, svo komst ég I hvarf sem snöggv- ast, og þeir hættu að skjóta. Á hraðri ferð er slæmt aðhitta mann, þó skammt sé færið i upphafl; en þó verða að telja það merkilega tilviljun, að ekki eitt einasta kúlubrot hvað þá meira, skyldi hæfa mig á leiðinni niður hliðina”. Niöri á dalbotni hætti skothríðin. t skjóli við grjótgarð komst ég þvert yfir undirlendið, sem var örmjótt, — skreiddist upp i kjarriö i hinni brekk- unni og hneig þar niöur. Márarnir höfðu ekki elt mig, látið sér nægja að senda kúlumar. Ég varð þeirra ekki var eftir þetta. Strohmayer og þá félaga sá ég aldrei framar.” Illa til reika kemst hann eftir nokkra daga til bæjarins Flix í Ebródal en stoppar stutt við og heldur til þorpsins Garcia en þar söfnuðust saman leifar varnaliðsins frá Batea. Sama kvöld var allur hægri bakki Ebro á valdi upp- reisnarmanna að Flix meðtalinni. Uppreisnarmenn sóttu siðan niður með ánni og náðu að lokum til sjávar hjá Vinaroz 15. apríl og skiptu þannig landsvæði stjómarsinna í tvennt, annarsvegar Katalóníu með Barcelona og hinsvegar svæði sem myndaði þrí- hyrninginn Valencia-Madrid-Almeria á suðurströndinni. Sókn uppreisnar- manna beindist svo suður með strönd- inni í átt að Valencia. Kartöfíu- vígstöð varnar Á setrinu Scaladei í Katalóniu söfn- uðust saman leifarnar af 11. Alþjóða- fylkingunni. Margir félagar Hallgríms voru fallnir eins og Fritz, Jack og Strohmayer. í Barcelona var ríkisstjórnin og her- stjórnin endurskipulögð og Juan Negrin varð yfirhershöfðingi og Kata- lóníumenn fylltust baráttuhug á ný. Herinn var endurskipulagður og ný rússnesk vopn komu. 11. Alþjóða- fylkingin tekur sér stöðu á norður- Skriödrekar stjómarmanna á leið tíl Ebro-ngántmwtmr. líf óg fjör allan sólarhringinn Rimini - einn vinsælasti sumarleyfisstaöur Evrópu - hefur á skömmum tíma unnið hug og hjörtu (slendinga á öllum aldri. Vinsældir þessa óviðjafnanlega baðstaðar bvggjast öðru fremurá þvrjnargfræga lífi og fjöri sem þar er stöðugt að f inna, gnægð af spennandi ævintýrum fyrir börn og fullorðna ásamt fullkominni hvíldar- og sólbaðsaðstöðu semalla heillar. Margbreytilegt mannlíf í aðlaðandi umhverfi er það fyrsta sem vekur athygli þeirra á Rimini. Veitingastaðir, diskótek, skemmtistaðir og næturklúbbar skipta þúsundum og’áíls staðar er krökkt af kátu fólki. Endalaus ævintýri tyrir böm og fulloróna Vegna sérstöðu sinnar meðal sólbaðsstaða Adríahafsins laðar Rimini árlega að sér fjölda listamanna hvaðanæva að. Leiksýningar, hljómleikar og hvers kyns skemmtilegar uppákomur eru því daglegir viðburðir - jafn- vel þegar þeirra ersístvon. Sérlega ódýrirog góðirveitingastaðir ásamtfyrsta flokks íbúðum og hótelum fullkomna ánægjulega dvöl bína á Rimini. Þaulreyndir fararstjórar eru ætíð til taks og benda fúslega á alla þá fjölmörgu mögu- leika sem gefast til að njóta lífsins í ógleymanlegu umhverfi. • Tivolí • Skemmtigarðar • Sædýrasöfn • Leikvellir • Hjólaskautavellir • Tennisvellir • Mini-golf • Hestaleigur • Go-cars kappakstursbrautir • Rennibrautasundlaugar vs FT Adriatic Riviera of Emilia - Romagna (Italy ) Rimini Riccione Cattoiica Cesenatico Gatteo a Mare San Mauro a Mare Misano Adriatico Lidi di Comacchio Savignano a Mare Bellaria • Igea Marina Cervia - Mílano Marittima Ravenna e le Sue Marine Heillandi skoöunaiferöir Róm - 2ja daga ferðir Feneyjar - ,,Hin sökkvandi borg Flórenz - listaverkaborgin fræga San Marinó - „frímerkja-dvergrikið o.fl.o.fl. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.