Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Síða 4
4 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982. Islendingar í borgarasty rjöldinni á Spáni bakka Ebro. Um nokkurt skeið er tíð- indlítið á þeim vígstöðvum sem Hall- grímur kallaði „kartöfluvigstöðv- arnar” vegna þess að hermennirnir komust yflr nokkra kartöfiugarða og höfðu þeir sjaldan notið eins góðs atlætis. Annan fjársjóð fundu þeir: „Kvöld eitt uppgötvuðu Finnarnir feiknagóða lykt úr einu af þessum húsum. Finnar eru menn næmir á þess- háttar og rannsökuðu málið þegar f slað. Á steingólfinu fundu þeir gat með hlera yfir, — og reyndist þar niðri þró ein mikil, (....) Það var rauðvln f þrónni, 30 þús. Iftrar á að gizka.” Nokkru síðar er fylkingin leyst af við Ebrovigstöðvarnar og heldur til bak- lands . Katalóníu. Um þessar mundir hafði styrjöldin staðið í nærfellt tvö ár og lögðu Bretar þá fram svokallað hlutleysisplan sem fól i sér áætlun um brottflutning allra sjálfboðaliða frá báðum herjum. Brott- flutningsplanið varð að almennu umræðuefni og að sögn Hallgríms fór kæruleysi að gera vart við sig í sveitum Alþjóðafylkingarinnar. Jafnvel vinur og kompaníforingi Hallgríms frá Madrigueras Karl Ernstein var að því kominn að gefazt upp. í 11. Alþjóðafylkingunni hófst ný hugmyndafræðileg sókn undir yfir- stjórn Ernst Blank stríðsfulltrúa her- deildarinnar. Á skömmum tíma varð gerbreyting meðal hermannanna og fáir stöguðust lengur á brottflutnings- ráðagerðinni. Ernst Blank varð eftir þegar Alþjóðahersveitin var látin fara úr landinu og féll 28. janúar 1939, 35 ára að aldri.____________________ Sóknhjá stjómarsinnum í júlí hófu stjórnarhermenn stórsókn suöur yfir Ebro. í fyrstu bátunum sem fóru yfir ána voru Hallgrímur og Karl Ernstedt sem féll í malarfjörunni þegar bátarnir lentu. Stjórnarmenn byggðu flotbrú yfir ána og fluttu mikið lið yfir þrátt fyrir harðar loftárásir Þjóðverja og ítala. Á fyrsta degi sóknarinnar hafði stjómarhemum tekist að brjótast á fimm stöðum yfir fljótið og voru bæirnir Asco, Flix og Mora de Ebro aftur í þeirra höndum. Hallgrímur sem gegndi störfum sendiboða missir um kvöldið af herdeild sinni og hann finnur yfirgefnar bækistöðvar liðs- foringja í uppreisnarhernum og ákveður að leggjast þar til svefns. „Hér þarf maður svo sem ekki að hringa sig eins og hundur i moldarholu undir teppisgarmi smurðum með skít”. Um það bil sem hann er að festa blund hefjast loftárásirnar aftur og verður hann að hendast út úr húsinu í hendingskasti og ofan í gryfju. Þegar loftárásunum linnti stóð húsið enn uppi. „Ég fór aftur upp f hvíta, fallega rúmið og sofnaði.” Sóknin hélt áfram í 50 stiga hita að degi til. Framundan var borgin Gandesa og voru uppreisnarmenn að draga saman mikil lið til varnar henni. Smám saman rann sóknin út í sandinn. Skandinavíska kompaníið undir stjórn Hans Beier sem tók við af Ernstedt ratar í sjálfheldu og er Hallgrimur sendur til að athuga málið. Þegar hann kemst til kompanísins liggja þeir undir skothríð úr þremur áttum og Hans Beier neitar að etja mönnunum út i opinn dauðann. Hallgrímur kemst til baka og skýrir frá málavöxtum. Uppreisnarmenn reyna áhlaup en kompaníinu tekst að halda velli. „Neumann, þýzki risinn, vann eins og víkingur. Litla vélbyssan hans hvfldi á garðinum. Hann sprautaði úr henni hverjum skotgeyminum eftir öðrum. Aðstoðarmennirnir tveir höfðu varla undan að fylla nýja geyma. Mínúturnar liðu. Nokkrir frá neðri garðinum komu til viðbótar með riffla sfna. Vélbyssa fjendanna á vinstri hönd var fskyggilega nálægt og hafði þegar drepið mann af okkur við enda grjót- garðsins. Kúlur hennar þutu rétt við eyru Neumanns og okkar, er næstir vorum. „BötvaÖii svínahundar" „Bölvaðir svinahundar,” tautaði Berlínarbúinn. Og nú gerði hann það, sem enginn okkar hafði séð áður: Hann þreif vélbyssuna úr stæði sfnu, reis upp I allri sinni tveggja metra hæð, lagði vopnið að vanga sér eins og riffil, miðaði út f pinjuskógarþykknið, sem fasistaeldurinn kom frá, og hellti þangað úr öllum geyminum. Kúlna- hrfðin úr skóginum hætti i bili. Neumann beygði sig snöggt niður, greip fullan geymi og smellti f byssuna, ganga um borgina og búa i húsi og sofa í rúmi með hreinum rúmfötum. Brátt liður að brottför og sjálfboða- liðunum er ekið til kveðjuathafnar. Flugvélar dreifa auglýsingum yfir borg- ina og hvetja borgarbúa að sýna „los camaradas intemacionales” virðingu og þakkarhug með því að vera viðstaddir. Á 14. apríl strætinu er haldin hersýning til heiðurs sjálfboða- liðunum og eru Don Miguel Azaha forseti lýöveldisins og dr. Juan Negrin forsætisráðherra viðstaddir. La Pasionaria heldur kveðjuræðu. í hafnarbænum Calella stígur Hall- grímur upp í lest ásamt dönskum og norskum félögum sinum. í fylgd með honum er einnig annar íslenzkur sjálf- boðaliði, Aðalsteinn Þorsteinsson. Þriðji íslenzki sjálfboðaliðinn, Björn Guðmundsson liggur særður á spítala s og er ekki ferðafær. Ferðinni er heitið til franska landamærabæjarins Cerbere. Sa/ud reis síöan aftur upp efns og engin hætta væri á ferðum. Kúlnahrlðin úr skógin- um var hafin á ný. Þjóðverjinn skaut á móti. Við horfðum á berserkinn Neumann með blendingi af aðdáun og ótta. Hvert andartak áttum við von á, að þessi stóri líkami hnigi niður. Enn beygöi hann sig niður og skipti um geymi. „Helvítis svínahundar,” hreytti hann út úr sér og sprautaði siðustu 20 skotunum út til hins ósýnilega fjand- manns. Þá, — skyndilega------hætti vél- byssugeltið i skóginum. „Ffnt, Neu- mann, sallafínt,” hrópuðum við margir í einu. Hann kraup niður í sina fyrri stöðu — óskaddaður. Ekki veit ég, hvort það er hálftíma eða þrjá stundarfjórðunga, sem árásin stóð yfir, þá dró úr eldinum. Þeir áræddu aldrei áhlaupið. „Dauðahæð- in” hélt velll, þrátt fyrir illa stöðu. Um kvöldið barst óvænt sorgar- fregn: Hans Beier, hernaðarlegur foringi I. kompanfs f bataljón Skandinavanna haföi skotið sig.” „Berlínarrisinn” Alfred Neumann er aftur á móti núverandi varaforsætis- ráðherra Þýzka alþýðulýðveldisins. í bardögunum við Gandesa særist Hallgrímur af kúluflis og varð hann að leggjast inn á hersjúkrahús í Mora de Ebro og svo síðar i Tarragona við ströndina. Eftir þriggja vikna legu er Hallgrimur fluttur aftur til vígstöðv- anna. Á þessum tíma hafði sókn stjórnarhermanna fjarað út og upp- reisnarmenn voru smám saman að ná yfirtökum. í september hefja þeir gagn- sókn. A/þjóðafylkingin sendburt Um þessar mundir var lýðveldis- stjórninni orðið ljóst að frekara viðnám var tilgangslaust og tilkynnti hún 21. sept að hún væri fús til að senda Alþjóðafylkinguna burt og reyndi stjórnin einnig að fá Þjóða- bandalagið til að sætta Franco við eitt- hvað annað en skilyrðislausa uppgjöf. Þremur dögum síðar héldu bandarísku sjálfboðaliðarnir brott frá vigstöðvun- um. Leifar 11. Alþjóðafylkingarinnar, 500 manns af þeim 3000 sem höfðu skipað hana fyrir réttum þremur mánuðum héldu af stað frá vígstöðvun- um. Við Mora de Ebro var þeim skipað á flutningabíla og ekið i norðurátt. „Skyndilega kom nokkuð óvænt: Nýjustu blöðunum var útbýtt. Dr. Negrin hafði flutt ræðu I Genf og lýst því yfir að allir sjálfboðaliðarnir skyldu hverfa heim frá Spáni. Enginn útlend- ingur meir i Spánarhernum. Fasistaher- inn getur haft sina ítali, Þjóðverja og Mára. Hjá oss aftur á móti er þjóð- legur, spænskur landvarnaher!” Bardagarnir við Ebro voru skæöustu viðureignir styrjaldarinnar. í nóvember komst tala fallinna, særðra og fang- inna stjórnarsinna í 70 þúsund. Mann- tjón þjóöernissinna var helmingi minna. Þjóðabandalagið sendi nefnd til að fylgjast með brottflutningi er- lendra hermanna frá Barcelona. En á flutningunum var Þjóðabandalags- hraði eins og Hallgrímur orðar það. Hann var látinn bíða ásamt nokkrum félögum sínum í þorpi nálægt borginni. Óheiiir anarkistar og trotskistar Einn gráan haustmorgun óku þeir til Barcelona. Þar bjuggu þá um tvær milljónir manna. Flugsveitir Mussolinis héldu uppi stöðugum loftárásum og borgin var mikið til í rústum. í Barce- lona sat ríkisstjórnin og yfirher- stjórnin. Borgin var full af flóttamönn- Um og fjölmargir blaðamenn fylgdust með Hrunadansi lýðveldisins sem sendu „vígstöðvafréttir”. Hallgrimur er lítt hrifinn af þessum söfnuði: Trotskistar reiðubúnir til samsæris og óheilir anarkistar „mörg sníkjudýr og H.HALLGRIMSSON „Við lyftum allir upp krepptum hnefa til lýðveldiskveðju: „Salud skriðkvikindi, sem erfitt var að höndla camaradas espanoles, salud y victoria! og koma á staði sem þeim hæfði betur, (verið sælir, spænsku félagar, lifið vel menn, sem ýmist voru hálf- eða Qg sigriðl)” Ómar alþjóöasöngsins; óheilir gagnvart lýðveldinu og höföu dvi„uðu i fjarlægð; síðasti Spánverjinn lag á að koma sér undan heiðarlegum S(ófl 0g lyftj Upp hnefanum til síðasta skyldustörfum I þágu landvarna. salud. Svo rann eimlestin inn í landa- Engu að síður fannst Hallgrími mæragöngin löng og svört; Spánn var Barcelona dýrðleg. Hann naut þess að horflnn.” i svtfftugu i Sandnkutðt skðmmu sfttr heimkonuna frá Spánl. Sviinn KartEmstedt, vinur og kompantfortngtHallgríms á vígstöðvunum. tMynd: Timaritiö Róttur).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.