Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Síða 13
DAGBLAÐIÐ & VtSIR. LAUGARDAGUR 3. APRlL 1982. 13 Ragnar Sigurðsson, augnlæknir á Akureyri, hefur gert aðgerðir, til að setja linsur i auga í stað augasteins. Hefur Ragnar gert slikar aðgerðir á 4 sjúklingum, þá fyrstu í júní í fyrra. Allar hafa aðgerðirnar tekizt vel og fleiri eru í undirbúningi að sögn Ragn- ars. Með þessum aðgerðum er brotið blað í sögu augnlækninga á íslandi — þvi þær eru þær fyrstu sinnar tcgundar sem framkvæmdar eru hérlendis. Ragnar Sigurðsson er Akureyringur í húð og hár, sonur Sigurðar O. Bjöms- sonar og Kristinar Bjarnadóttur. Ragn- ar varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1964. Eftir það lá leiðin í læknisfræði og læknaprófi lauk Ragn- ar 1972. Eftir það fór hann á kúrsus til Fíladelfíu en starfaði síðan um tima á Landakoti. Sumarið 1975 hélt Ragnar í sérfræði- nám í augnlækningum til Kanada. Sjálft sérfræðinámið tók 3 ár en síðan bætti Ragnar við sig 1/2 ári í auka- greinum. f marz 1979 kom Ragnar heim og starfaði til að byrja með í Reykjavík. En þar kom að hann flutti heim til æskustöðvanna á Akureyri í júní 1980 og tók til starfa þar með Lofti Magnússyni augnlækni. „Ætli æskustöðvarnar hafi ekki togað í mig en einnig hafði það sitt að segja að ég gekk strax inn i aðstöðu til skurðaðgerða á Sjúkrahúsinu. Slik aðstaða var ekki trygg á næstunni í Reykjavík. En mér var það ljúft að koma heim,” sagði Ragnar um ástæð- ur fyrir heimkomunni. Eiginkona Ragnars er Valgerður Tómasdóttir frá Reykjavík. öktrunarsjúkdómur — Ragnar, hver er ástæðan til þess að fjarlægja þarf augastein úr auga? „Ein algengasta orsök sjónskerðing- ar hjá öldruðum er skýmyndun á auga- steini. Heilbrigður er hann glær og gagnsær og starfar fyrir augað eins og linsa i myndavél. Hann dregur mynd- ina saman og varpar henni á nethimn- una sem er aftast í auganu eins og fílm- an í myndavélinni svo við höldum sam- líkingunni áfram. i sjúkrahúsmu, en óg treystí tnsson Með aldrinum er algengt að ský myndist á augasteininum, hann getur jafnvel orðið alveg hvitur þannig að eigandi augans sér ekki nema rétt mun- inn á ljósi og dimmu. Talið er að annar hver einstaklingur um áttrætt sé meira og minna sjónskertur af þessum sök- um,”sagði Ragnar. — Er þá eingöngu um öldrunarsjúk- dóm að ræða? „Nei, þetta getur líka verið meðfætt og slík skýmyndun getur einnig átt sér stað í kjölfar slysa. Þegar slík ský- myndun hefur átt sér stað er uppskurð- ur eina meðferðin sem hægt er að veita til bata. Dropar og meðöl duga ekki til að eyða skýinu. Slíkar aðgerðir eru gerðar þegar skýmyndunin er farin að há fólki til að lifa eðlilegu lifi,” sagði Ragnar. — í hverju er þessi aðgerð fólgin? ,,í stuttu máli þá er augasteinninn fjarlægður og sú aðgerð er ein algeng- asta augnaðgerðin sem framkvæmd er hérlendis. Hins vegar er ljóst að við- komandi verður að fá eitthvað í staðinn fyrir augasteininn, því hann „fókuserar” myndina fyrir augað, án hans er myndin óskýr,” sagði Ragnar. Textiogmyndir: Gísli Sigurgeirsson Gleraugun stœkka myndina um fjóröung — Hvað er þá gert til að skýra mynd- ina? „Algengast er að láta viðkomandi hafa gleraugu,” svaraði Ragnar og hann hefur orðið áfram. „Slík gler- augu hafa marga ókosti. Fyrir það fyrsta sýna þau alla hluti um 25%— 35% stærri en þeir í raun og veru eru, J öðru lagi sýna þau ekki réttar fjarlægð- ir þannig að fjarlægðarskynið brengl- ast til að byrja með. f þriðja lagi þreng- ist sjónsviðið vegna þess hvað gler- augun þurfa að vera þykk. Þetta virkar þannig að hlutir stökkva inn í sjónsvið- ið hjá viðkomandi óviðbúnum. Það tekur langan tíma að venjast slíkum gleraugum og margir ná því aldrei að venjast þeim. Annar möguleiki er að nota kontakt- linsur en miklar framfarir hafa orðið í gerð þeirra á undanförnum árum. Þær eyða mörgum af þeim ókostum sem gleraugun hafa, en þó ekki alveg. Þær stækka myndina til að mynda um 7— 9% og margt eldra fólk á erfitt með að nota linsur,” sag ði Ragnar., leikanum sem Ragnar hefur opnað hér- léndis. f stuttu máli felst hann i því að ný linsa er sett í augað um leið og auga- steinninn er tekinn. Með þessari aðferð er hægt að losna við flesta galla gler- augnanna og kontaktlinsanna. Stækk- unin verður ekki nema 2—4% og um aðrar aukaverkanir á ekki að vera að ræða. Auk þess á þannig „viðgert” auga auðvelt með að starfa með heil- brigðu auga. Slikt samstarf er útilokað með gleraugum og oft erfitt með kon- taktlinsum. Ragnar var beðinn að segja okkur nánar frá þessari aðgerð. „Linsa í stað augasteins var fyrst sett í auga með aðgerð árið 1949. Raunar er hugmyndin enn eldri, allt frá því á 18. öld því Casanova á að hafa sett þessa hugmynd fram, þótt hann sé raunar þekktari fyrir annað en uppgötvanir á sviði læknavísindanna. Framan af höfðu læknar illar bifur á þessari aðgerð þar sem fylgikvillar voru margir. Á síðustu árum hefur orðið bylting í þessum efnum, ekki bara í gerð og slípun á linsunum, heldur einn- ig i skurðtækni. Aðgerð sem þessi er gerð 1 smásjá og öll áhöld eru léttari og fíngerðari en var. Sömu sögu er að segja um saumefnið en sverleiki þess er ekki nema um 1/3 af mannshári. Þetta hefur valdið því að þessi aðgerð á sívaxandi vinsældum að fagna. Ég get nefnt sem dæmi að tveir af hverjum fimm Bandaríkjamönnum, sem augasteinn hefur verið fjarlægður úr, hafa fengið slíkar linsur 1 augað,” sagði Ragnar. Áhættalítil — En er áhætta samfara slíkum að- gerðum? „Engin læknisaðgerð er án áhættu, en áhætta við að fjarlægja augastein er lítil og ísetning linsunnar eykur áhætt- una hverfandi,” sagði Ragnar, og við gefum honum orðið áfram. „Að sjálfsögðu þarf að meta hvert tilfelli. Það geta verið sjúkdómar í aug- unum, sem útiloka aðgerð. Ýmsar aðrar frábendingar geta komið fram. Sjálfur er ég fylgjandi því að hafa strangar ábendingar. Til dæmis geri ég þessa aðgerð ekki nema á öldruðum, en ekki á börnum. Ástæðan er sú, að reynsla er ekki fengin á því hvernig augað tekur linsunni í heilan mannsald- ur. Það er hins vegar sannað, að þessi aðgerð gerir öldruðum lífið bærilegra. Það eru þó til augnlæknar sem setja slíkar linsur í börn, en aðrir kollegar þeirra fordæma slíkar aðgerðir. Sjánæstusíðu Linsaístaö augasteins Þá erum við komin að þriðja mögu- TIMBUR TRÉLISTAR PANELL ÞILPLÖTUR EIN- ANGRUNAR EFN STEYPU- STYRKTAR- JÁRN KRAFT- SPERRUR ÞAKJÁRN EINNIG FAANLEGAR YMSAR SMAVORUR HUSASMIÐJAN SÚÐARVOGI 3-5, 104 REYKJAVÍK SÍMAR: 841

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.