Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1982, Qupperneq 14
14
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 1982.
Spurningin
Hefur þú sóð myndina
Rokk ÍReykjavík?
Agúst Gunnlaugsson, 12 ára: Nei, en ég
fer kannski ft hana einhvern timann
seinna.
Aflalheiður Valgeirsdóttlr nemi: Nei,
ekki ennþá, en mig langar að sjá hana.
Bryndis Oskarsdóttir nemi: Nei, ég hef
ekki áhuga á svona leiðinlegri tónlist.
Björgvin Birgisson, 12 ára; Nei, en þaðl
má vera að ég fari.
Kristrún Þórdfs Egilsdóttir nemi: Nei,
ég er ekki búin að sjá hana en ég ætla
alveg örugglega.
Eiis Meyvantsson innheimtumaður:
Nei, og ég ætla ekki. Ég er Utið fyrir ,
svona.
Lesendur Lesendur
Bréfritararviljafá:
KYNNINGARBLAÐ
UM KNATTSPYRNU
1 — einnigumhandboltafélögin
Íþróttafrikur skrifa:
Við viljum koma þeirri einlægu
ósk okkar á framfæri við íþrótta-
fréttamenn blaðsins hvort ekki sé
hægt að gefa út sams konar kynning-
arblað um knattspyrnufélögin og
kom út í byrjun íslandsmótsins í
fyrra. Einnig viljum við koma þeirri
tillögu á framfæri að athuga hvort
ekki sé hægt að koma með sams kon-
ar blað um handboltafélögin þegar
þar að kemur.
Við erum lika sammála þeim eða
þeirri sem skrifaði til Lesendasíöunn-
ar fyrir stuttu um kvennaíþróttir.
Það er til háborinnar skammar hvað
þeim ergert lágt undir höfði.
Lesendur
Lesendur
Ermóða á rúðunum hjá þér?
Ef til villgetum við leystþetta hvimleiða vandamúlfyrirþig
Ef einangrunarrúða verður óþétt myndast meiri
eða minni móða á innri hlið ytra glersins. Þetta fer
versnandi og smám saman verður útfelling á salti á
yfirborði glersins. Saltið hefur tærandi áhrif og eftir
nokkurn tíma myndast hvítir taumar eða flekkir á
glerinu og rúðan verður ónothæf. Þegar svo er
komið er ekki um annað að velja en skipta um
rúðu, og það getum við gert fyrir þig.
En ef lekinn og móðan sem honum fylgir eru
nýlega til komin getum við boðið upp á aðra lausn
og lengt þannig um nokkur ár endingartíma óþéttr-
ar einangrunarrúðu.
Aðferðin er í stuttu máli þessi:
Boruð eru tvö göt á ytra gler hinnar óþéttu rúðu, í
hornin efst og neðst. Síðan er sprautað með
háþrýstidælu inn í rúðuna og hún þannig þvegin og
síðan skoluð að innan. Vatninu er síðan dælt úr
rúðunni og hún þornar á 1—2 vikum (eftir veðri).
Götunum er síðan lokað með gegnsæjum plast-
ventlum.
Aðferð þessi við viðgerð á einangrunarrúðum var
þróuð hjá Teknologisk Institut í Danmörku en
kynnt hér á landi á vegum Iðntæknistofnunar
íslands.
Sem viðmiðun má nefna að kostnaður við slíka
viðgerð er nálægt 25% af verði nýrrar rúðu (án
ísetningar) en að sjálfsögðu fer verðið nokkuð eftir
fjölda rúða og öðrum aðstæðum. Við bjóðumst til
að koma í heimsókn og gera tilboð í viðgerð á þeim
rúðum sem við teljum að hægt sé að gera við.
Tilboðið gerum við þér að kostnaðarlausu og án
allra skuldbindinga af þinni hálfu.
Við veitum frekari upplýsingar og tökum á mótipöntunum ísímum (91)-16846, 42867 og 44423.
Fjöltak hf. Dalalandi 6 — Roykjavík
ERUM FLUTTIR
í nýja húsið við hliðina
SKÁTABÚDIN